Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 18.03.1911, Blaðsíða 2

Reykjavík - 18.03.1911, Blaðsíða 2
46 REYKJAVIK Yitnaði til í skýrslu sinni (á 17. bls.)? Jú, jú — og meir en svo! Og þegar þingmenn vóru að heimta auka-þing í sumar, er leið, þá æpti „ísafold“ — ráðherrablaðið þá — há- stöfum og barði sér á brjóst: Hvað á allur þessi gauragangur að þýða? Ekki nema fáir mánuðir til þings (hún ætlaðist nú reyndar þá til að Alþingi yrði dregið fram á sumar!) — og þegar á þing kemur verða öll skjölin lögð á borðið! Þá fær þingið allar skýrslur og skil- ríki — og getur dæmt sjálft! Það var nú þá! En nú er komið annað hljóð í strokkinn! Nú hefir þingið sett sína nefndina í hvorri deild, til að rannsaka banka- málið og gerðir ráðherra. Og hvað svo? Nefndirnar eru skipaðar samkvæmt 22. gr. stjórnarskrárinnar. Hvernig hljóðar sú grein ? Hún er svo: y>Hvor þingdeildin um sig getur sett nefndir af þingmönnum, til þess, meðan þingið stendur yfir, að rann- saka málefni, sem eru áríðandi fgrir almenning. Pingdeildin getur veitt nefndum þessum rétt á að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæfti af embættismönnum og ein- stökum mönnum“. Samkvæmt þessari grein eru rann- sóknarnefndirnar í e. d. og n. d. kosnar, og þingdeildirnar veittu hvor sinni nefnd þennan rétt til að „heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar bœði af emb- œttismönnum oy einstökum mönnum“. Rannsóknarnefnd n. d. heflr fyrir ca. tveim vikum beðið stjórnarráðið að láta sér í té gerðabók bankarannsóknar- nefndarinnar, og matsbókina, en fékk þau svör, að hvorug þessi bók vœri i vörzlum stjórnarráðsins. Jafnframt spurðist stj.ráðið íyrir hjá Landsbank- anum, en fékk það svar, að hvorug bókin væri þar. Hvorki stjórnarráðið né bankinn vissi neitt um, hvar þessi skjöl væru niður komin. Við yfirheyrslu á Magnúsi Sigurðs- syni, fyrv. rannsóknarmanni, fékk nefnd efri deildar það upp úr honum, að hann geymdi innsiglaðan böggul, er Karl Einarsson sýslum. hefði afhent sér, og hugði hann að í honum væri bækurnar, er um var spurt. Rannsóknarnefnd n. d. lítur svo á, og það munu allir menn gera, nema fyrv. ráðherra Björn Jónsson, að skjöl þessi sé eign stjóruarráðsins, sem skipaði neíndina. Matsbókin þessi mun kosta landið beinlinis (í kostnaði banka- rannsóknarnefndar og launum ólög- mætra gæzlustjóra) um 9000 krónnr, að ótöidu öllu því ódæma-fé, sem alt farganið hefir kostað landið óbeinlinis. og aldrei verður tölum talið. Rannsóknarnefnd n. d. beiddist því liðsinnis stjórnarráðsins til að fá þessi skjöl fram lögð í nefndinni. Landritari vildi gera og gerði sitt bezta til þess, en Magnús Sigurðsson þvældi og tafði, en hét þó loks að koma með böggulinn upp í stjórnarráð og opna hann þar. Kvaðst landritari þá mundu taka þau skjöl úr honum, er væru landsins eign. En þá kom Björn Jónsson til sög- unnar. Siðasta daginn, sem hann var ráðherra, 13. þ. m., (Kr. Jónsson fékk skipunarbréf sitt símleiðis þann 14.) reit hann Magnúsi bréf og skipaði honum að láta bæjarfógeta opna bögg- ulinn og taka úr honum gíerðabókina, en úrskurðaði jafnframt, að matsbókin vceri prívat-eign þeirra Karls Einars- sonar, Magnúsar Sigurðssonar og Ólafs Eyjólfssonar, sem þeir þyrftu ekki að láta af hendi. Magnús neitar að láta matsbókina af hendi, og er ekki ólíklegt að þeir Ólafur hafi flýtt sér að brenna hana, undir eins og hún var úrskurðuð þeirra eign. Auðvitað á Magnús, ef til vill, eftir- köstin eftir. Því að þótt það hefði verið kærustubréf til hans, sem nefndin heimtaði, þá var hann skyldur að láta það af hendi samkv. 22. gr. stjórnar- skrárinnar, eða að minsta kosti notarial-staðfest eftirrit, ef í bréfinu var nokkur skýrsla um bankamálið. Hvorki hann né Björn Jónsson eru væntanlega búnir að bíta úr nálinni með þrjózku sína og óhlýðni við þing- nefndir Alþingis. En matið I Það má nú álíta sannað með fram- komu ráðherra og bankarannsóknar- nefndar hans, að annaðhvort hafi þetta oft um rædda mat aldrei til verið, eða þá að það hafi verið sá mark- ieysu-samsetnlngur út í loftið, að það þoli enga rannsókn — verið tóm blekking, og alt, sem á því var bygt, tómt ósanninda skrum og skjal. Hvernig lízt mönnum á ? Vjelritun alls konar tek jeg að mjer, hvort heldur heima hjá aijer eða á skrifstofum manna (legg mjer sjálf til vjel). Fleiri samrit i einu, ef óskað er. Rannveig Porvarðsdóttir, vjelritunar-kennari í Verslunarskóla íslands. Þingholtsstræti 2$. (Lagaskólahúsið). A lþingi. v. Þingraannafrumvörp. Enn hafa þessi frumvöip bætztvið: 52. Frumv. til laga um sjúkra- samlög. Flutningsm.: St. Stefánsson og Aug. Flygenring. (Sjúkrasamlög, sem í eru 50 manns eða fleiri, og uppfylla ýms ákveðin skilyrði, eiga heimting á að vera lögskráð, og ber þeim þá 2 kr. styrkur úr landssjóði á ári fyrir hvern fjelaga). 53. Frumv. til laga um viðauka og breyting á lögum um bygging, ábúð og úttekt jarða 12. jan. 18H. Frá landbúnaðarnefndinm. (Um heim- ild leiguliga til að gera jarðabætur, húsabætur o. fl. að nokkru leyti á kostnað landsdrottins o. fl.). 54. Frumv. til laga um fram- lenging friðunartima hreindýra. Flm.: Steingr. Jónsson. (Friðunar- tíminn lengdur til 1. jan. 1917). 55. Frumv. til laga um brúar- gerð á Jökulsá á Sóllieimasandi. Flm.:j, Gunnar Ólafsson. (Veija má til brúarinnar allt að 78,000 kr. úr landssjóði, og komi lögin í framkvæmd, þegar fje er veitt til brúarinnar á fjárlögunum). 56. Frumv. til laga um atvinnu við vjelagœzlu á íslenzkum gufu- skipum. Flm.: Aug. Flygenring. (Almenn ákvæði til tryggingar því, að eigi sje öðrum falin vjelastjóra- störf á ísl. gufuskipum, en þeim, sem hæfir eru til þess). 57. Frumv. lil laga um að fella úr gildi lög 30. júlí 1909 um und- anþágu frá lögum 8 júlí 1902 um breyting á lögum 6. april 1908 um bann gegn botnvörpuveiðum. Flm.: Björn Kristjánsson. 58. Frumv. til taga um eftirlaun. Flm.: Sig. Sigurðsson og Einar Jóns- son. (Eftirlaun embættismanna, sem fengið hafa lausn frá embætti sakir aldurs- eða heilsulasleika séu 25 kr. fyrir hvert ár, sem þeir hafa embætti gegnt, þó aldrei meiri en 1000 kr. á ári. — Nær ekki til þeirra, sem gegnt hafa embætti 1 ár eða lengur þegar lögin koma í gildi). 59. Frumv. til laga um kjör- dœmaskipun. Flm.: J. Þork. og M. Blöndahl. (í Reykjavík sjeu 5 þing- menn; í Árness, Kjalarness og Húna- vatnþingi 3 í hverju, í Norðurmúla, Suðurmúla, Rangár,Hegraness og Vaðla- þingi 2 1 hverju, en 1 í öðrum kjör- dæmum öllum). 60. Frumv. til laga um löggilding verzlunarstaðar á Kirkufellsvogivið Grundarfjörð. Flm.: Sig. Gunnarsson. 61. Frumv. til laga um breyt- ings á lögum 16. nov. 1907 um skipun lœkishjeraða. Flm.: Sig. Gunn- arsson. (Hnappadalssýsla og syðstihrepp- ur Snæfellssýslu verði sjerstakt lækn- ishérað með læknissetri 1 Miklaholts- hreppi). 62. Frumv. til laga um breyt- ing á almennum hegningarlögum 25. júni 1869. Flm.: Jón Ólafsson. (Ýmsar nauðsynlegar og mikilsverðar endurbætur á meiðyrðalöggjöflnni í lika átt og þá, er flutningsmaðurinn hefir bent á í ýmsum greinum sinum í síðasta árg. þessa blaðs). 63. Frumv. til taga um bieyt- ing á lögum 30. júlí 1909. Flm.: Sk. Thoroddsen. (Hólshreppur sérstakt læknishjerað). 64. Frumv. til laga um íslenzk- an fána. Flm.: Ben. Sveinsson, Bjarni frá Vogi, J. Þork., Sk. Thoroddsen og Jón á Hvanná. (ísland skal hafa sjer- stakan fána, og skal hann líta út eins og Stúdentafjelags-flaggið, en þó „tví- klofinn inn a& framan“ á „opinberum stofnunum"). 65. Frumv. lil laga um breyting á lögum 9. júlí 1909 um slyrktar- sjóð handa barnakennurum. Flm.: Sig. Stefánsson. f ing8ályktunartillögur hafa verið lagðar fram siðan siðasta blað kom út: í efri deild: 9. Þingsál.till. um að skora á stjórnina að rannsaka eða láta rann- saka gildandi lög um persónulegan og fjárhagslegan myndugleika og leggja fyrir næsta reglulegfc alþingi frumvaip til laga um allt það efni. Flm.: Kr. Jónsson, L. H. Bjarnason og Sig. Stef. / neðri deild: 17. þingsál.till. um að deildin lýsi vantrausti á Kristjáni Jónssyni sem ráðherra. Flm.: Skúli Thoroddsen, Bjarni frá Vogi, Sig. Gunnarsson, Jón Markús Þorsteinsson Frakkastig 9 — Reykjavík tekur aö sjer allskonar aðgerð á ---- Hljóöfœrum. -------- Þork., Jón á Hvanná, Þorl. á Hólum og Ben. Sveinsson. Fallin frumvörp. 1. Um eftirlaun handa Torfa Bjarnasyni í Ólafsdal. (Ellistyrkur til hans að líkindum tekinn upp á fjár- lögin). 2. Um horfelli á skepnum (nr. 48). 3. Um búpeningsskoðun og heyá- setning (nr. 10). 4. Um að landssjóður kaupi Skál- holt (nr. 31). 5. Um stækkun verzlunarlóðar í Gerðum (nr. 20). 6. Um gjaldskyldu utanþjóðkirkju- manna (stjórnarfrumvarp). 7. Um færslu þingtímans (stjórnar- frumvarp). Lög frá alþingi. 1. Lög um sóttgæzluskýrteini skipa. (Frá stjórninni): Skylda sú, sem hvílt hefir á skipum, að hafa meðferðis sótt- gæzluskýrteini, fellur burtu. Öðlast þegar gildi. Nýtt Mekkinga-moldTÍðri „sjálfstæðis“(!)-höfðingjanna. Nýjar lýð-æsinga-hamfarir i vændum. öllum er'u víst enn í fersku minni hamfarir „ísafoldar“ og hennar liða fyrir síðustu kosningar, öllum minnis- stætt, hvílíkum kynstrum af ösku og sandi henni þá tókst að þyrla upp og í augu meiri hluta þjóðarinnar, hví- líkum staðlausum ósanninda-þvættingi, hártogunum og útúrsnúningi hún þá beitti í röksemda stað í máli því, er þá var til umræðu. En flestir munu nú vera farnir að sjá það, í hverju skyni sá blekkinga- leikur var háður, flestum nú full-ljóst, að það var valdagræðgin ein, sena stjórnaði öllum þeim ósköpum. Og blekkingaleikur sá tókst í það skiftið svo vel, að tilganginum varð náð. Völdin lentu hjá þeim, sem fyrir þeim barðist. Hjer skal ekkert út í það farið, hvernig sá maður fór með völdin. Það er öllum kunnugt. Og nú hafa Þau aftur verið af honum tekin. En penninn er enn í sömu höndum. Og það er stutt til næstu kosninga. „ísafold“ er því þegar byrjuð að þyrla upp sama blekkinga-moldviðrinu, eins og sumarið 1908. Enn þá er það ekki nema byrjun. En það er áreiðanlega von á meiru úr sömu átt. Og tilgangurinn leynir sjer ekki. Vonin ekki al-dauð. Og nú er það ekki eingöngu sam- bandsmálið, sem notað er til æsinga á sama drengilega hátt og áður. Nú ætla þeir, „sjálfstæðis“(!)-höfð- ingjarnir, að reyna að berja einnig því inn í alþýðu manna, að bæði konungur og Kristján Jónsson hafi brotið móti þingræðinu, er Kristján Jónsson var gerður að ráðherra, að þeir hafi »gert tilraun til að drepa þingrœði hinnar islenzku þjóðarn, eins og ísaf. kemst svo dánumannlega að orði.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.