Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 01.04.1911, Blaðsíða 3

Reykjavík - 01.04.1911, Blaðsíða 3
REYKJAVl K 55 sje því ekki þörf fyrir að fá há eftir- lauD. 3. Að þjóðin hefir víða óskað þess á þingmálafundum að ráðherraeftirlaun yrðu afnumin. Og þó áð alþingi beri að sjálfsögðu sú skylda, að gæta þess, að láta ekki slíkar óskir leiða sig til neins þess, er það álítur þjóð- inni til verra, þá ber þinginu þó hins vegar að taka alt það tillit til slíkra óska, sem það sjer fært. Því er það, að sjálfsagt virðist að þingið lækki eftirlaunin. Tæplega mun verða sýnt fram á það með fullgildum rökum, að af því geti nokkur minsta hætta staf- að. Niðurfærslan er spor í sömu átt og afnám eftirlaunanna. Með niður- færslunni er dregið úr birði landssjóðs til ráðherraeftirlaunanna í framtíðinni, en það telur meiri hluti nefndarinnar skyldu þingsins að gera, úr því það, að svo stöddu, eigi getur ijett henni af til fulls. Hvar eru peningarnir? Oft spurði Jón Ólafsson að því í »Reykjavík“ árið sem leið, hvar væri hiður kominn mikill hluti þeirra pen- inga, er landssjóður tók að láni. í>að var fast að hálfri miljón, er hann og aðrir, sem eftir rýndu, gátu engan róm á fengið. Síðan virðist eitthvað hafa komið fram af þessu fje. En ekki virðast þó öll kurl til grafar komin enn, eftir því sem ráðherra sagðist í tveim þing- ræðum í u. d. nú í vikunni. Það mun vera enn eitthvað um fjórðungur miljónar, sem enn hefst ekki upp á. „Jeg vil ekki efa“, mælti ráðherra (Kr. J.), „að fje þessu hafi verið varið eftir tilætlun þingsins, eða þá að það sje einhverstaðar óeytt. En þrátt fyrir eftirgrennslun mína i Landsbankanum, þai sem jeg hefi gefið nánar gætur að öllu, einnig að reikningum gjaldkera landsjóðs, og þrátt fyrir eftirgrennslun eKnbættismannanna 1 stjórnarráðinu, sem jeg hefi lagt fyrir að rannsaka þetta, hefir oss enn ekki tekizt að finna, hvernig fje þessu heflr varið verið eða hvar það er niður komið“. Jeg þori ekki að segja, að ummæli ráðherra sjeu o r ð rjett eftir höfð hjer að ofan (ræðan er ekki enn komin hreinskiifuð á lestrarsalinn), en efnið er óbrjálað, vona jeg Jeg ætla engai hugieiðingar að gera af Þessu tilefni að sinQi, aðrar en þær tvær, að reikningsfærsla fyrv. ráðherra s j á 1 f s virðist hafa verið viðlika »tvöföld“ eins og gerðabókarhald rann- sóknarnefndarinnar alræmdu, þar sem m i k 1 u f æ r r i fundir eru bókaðir í gerðabók þá sem fram er komin, held- Ur en í h e i m u 1 e g u gerðabókina, sem um getur á 60 bls. skýrslunnar naJnkunnu. Og ef til vill hefir fyrv. ráðherra úrskurðað, áður en hann fór frá, að ú e i m u 1 e g reikningsbók sín (sú er Einari Markússyni var einum trúað iyrir að halda) sjeprívateign sín alveg eins og hann úrskurðaði, að matsbók rannsóknarnefndarinnar, sem hún byggir aiiar þyngstu sakargiftir sínar á, sje prívateign nefndar- innar. „Margt er skrítið i Harmoníu*. Aheyrandi. Ping'vísur 1911. „Dagen derplí'1. Hann hefir einu sinni’ enn þá sannað, að afla sér trausts manna’ er honum ei gefið. Vesalings Skúli’ er nú varla’ orðinn annað en vængbrotinn hani, sem tekur í nefið. 26. DragBÚgs-vísa nr. 5. [Kveðin 24/n, er gæzlustjóra-innsetningin var samþykt í n. d.]. Enn þá fellur örðugt mér — á ég að segja nei eða jd r Dragsúgur „í sjálfu sér“ samvizkunni níðist á. 27. Fallega hörpu Forni sló, fagnandí „hjá Maríu“ var, þegar hann upp til himins hóf hymnologíu Jónasar. Nordlingur. 28. Þegar þeir hefja þennan dans, þá er góður siður að menn skeri andskotans umræðurnar niður. 29. [Jón í Múla talaði snjalla ræðu gegn kosn- ingarréttí og kjörgengi kvenna]. Elskulegi Múli minn, mikið gull er túli þinn; en vendu þig af þeim vonda sið að velta þér yfir kvenfólkið. ______ 3°. [Kveðið undir framsögu fjárlaga í n. d.]. Forða má úr fjárþrots-róti fjárlögunum prýðilega, „nefnilega“ með því móti að myrða þau alveg „nefnilega“. 31. Til Jóns Ólafssonar. [Hann talaði fyrir eðlilegu jafnrétti kvenna við karla, en var þó samþykkur því að veita þeim kosningarrétt og kjörgengi smátt og smátt á næstu 15 árum]. Þú talaðir satt og talaðir snjalt, og talað sjaldan betur hefur, en skeizt svo loksins í það alt á endanum, þinn gamli refur! Kona. 32. Skúla-gæla. ZNú skal kveða bíum-bamba barninu stóra’, er var að þamba fram um þingsins fjalla-kamba fylgis til að leita sér — blása norðan-byljirner! Til andstæðinga oft sást ramba ötull Skúli’ í leynum. — Gaman er að geta börn í meinum I Horfði’ í spegil hjörva-þórinn, hýið strauk og ennis-bjórinn, þjóðræðis drýgja hygst nú hórinn, húsdyrnar svo klappar á — fagurt galaði fuglinn sd ! Opnast hurð, en áður en fór inn, innir hann dyra-geyma, hvort ekkjufrúin f/eimastjórn sé heima. Inn hélt Skúli biðils-búinn brúna-spertur, krúnu-rúinn, krýpur svo á kné sín lúinn : „Kæra viltu’ ei“ hann þá tér „til vinstri handar vígjast mér?“ — „Ónei, svei því!“ anzar frúin. Út skreið hann og stundi — hryggbrotinu illa maðurinn undi. Lengri mætti sögu segja, sárt og grátt þvi lék hann Freyja. Þar vil ég ekki tal um teygja; taki nú aðrir við af mór — einn kemur, pd annar fer. Fái’ eg koss fyrir kvæðið, meyja, kongur verð ég i sloti — Annars heiti ég bara Karl i Koti. 33. Alþingið er alt að sökkva’ í einum hasti, ausa menn út fé í flaustri, flestir þingmenn standa’ í austri. 34. Hvannæingsins heiti breytt hefir einhver þrjótur. Hann ber nú það heiti eitt að heita Skolla-fótur. 35. Sigur á þingið sætur höfgi; svæfir kapp og fjárhags-trega fjárlaga-nefndar foringinn göfgi — framsögumaður „nefnilega“. 36. Helvíti’ er séra Björn harðbrjóstaður, hér dugir ekkert fjárbæna-mögl; fimur við lúsaleit framsögumaður frumvarpið tínir — og sprengir við nögl. Ráöherraim. Bæði það sem „Áheyrandi“ skýrir frá í grein sinni hjer í blaðinu í dag, og ýmislegt fleira, sem er að koma í ljós og væntanlega verður Ijósara áð- ur en þessu þingi slítur, bendir skýrt á það, svo að a 11 i r ættu að skilja, hvort heppilegra hafi verið að fá íyrir ráðherra mann, sem að öllu var ó h á ð- u r fyrirrennara sínum, eða mann, sem hafi átt h o n u m stöðu sina að þakka, gegn ýmsum heitbundnum skuldbindingum, bæði opinberum og — leynilegum. Rangárbrúin. Leiðrjettingar. í 12. tölubl. „Reykjavíkur" þ. á. er grein um brúarstæðin á Ytri-Rangá eítir einhvern, sem ekki hefir viljað láta sjá nafn sitt. Ekki leynir það sjer, að höfundinum hefir komið illa að sjá grein mín í „ísafold“ um brúar- stæði á fossinum, annars mundi hann ekki viðhafa jafn ókurteis orð eða jafnmiklar villur og hann gerir, í stað góðra og gildra ástæðna. öllum persónulegum meiðandi orð- um sleppi jeg að svara, því að það upplýsir ekkert málið — sýnir aðeins andlega fátækt þess er skrifar, og skort á gildum ástæðum. Höf. telur sumt rangt í nefndri grein minni. Vill hann sanna að svo sje ? Jeg skil það ekki. Aftur á móti býðst jeg til að sanna, að sumt í hans grein er órjett. Þessi atriði get jeg bent á: 1. Höf. finnst skrítið, að mjer skuli detta í hug að tvö 8 faðma brúarhol geti verið á fossbrúnni, ef smástöpull kæmi í miðja á. Jeg sagði: ef stór stöpull væri á stórri klöpp o. s. frv. 2. Höf. segir að jeg telji krókinn á ferðamannaveginum að fossinum 1 kílómetra. Þetta er órjett. Jeg sagði hann lítinn í grein minni, en sagði ekkert ákveðið um hann. Hitt sagði jeg, að brúarstæðið á fossinum væri örskamt frá, á annan kilómetra. En sjálfur telur hann krókinn 4 kilómetra. Þar hlýtur hann að eiga við alla fyrir- huguðu vegalengdina, sem á að vera til að minka krókinn. Óskiljanlegt er mjer, að þetta sé óviljandi rangfærsla. 3. Höf. telur vegarstæðið að foss- inum mjög slæmt, og segir að langan veg þurfi að austanverðu við ána. Allt er þetta villaudi. Að vestan, þar sem veg þarf, er hálend hallamýri og mói. En að aust- an er sandur, samskonar og frá Höfð- anum, og þar þyrfti miklu styttri veg við ána, eða sama sem engan. 4. Höf segir að hvergi sje ofaníburð að fá í veginn að fossinum. Hrein villa. Mjög góð möl í sandinum rjett austan við ána hjá fossinum, sem hægt er að ná í eftir að brúin er komin á ána. 5. Höf. segir að jeg hafi vist al- drei skoðað brúarstæðið á Höfðanum. Rangt er einnig þetta. Það, sem hann segir um byggingarefnið á Höfðanum er einnig villandi. Því miður mun ekki hafa verið athugað, hvort lengra er frá Höfðanum suður að fossi eftir grjóti eða upp á sand, sem höf. bendir á, og því síður að gæði grjótsins hafi verið athugað. 6. Ekki er það rjett, að jeg sje hættur að hugsa um vega-viðhaldið, eftir að ráðgert var að hafa brúna á fossinum. Jeg tel viðhaldið á vegi frá fossinum engu meiri — jafnvel minni, og veggjarstæðið betra, heldur en frá Höfðanum. Þar er stórt brúarhol með timbúrbrú á veginum (Ægissíðu gil) og Ægissíðu-sund, sem þarf mjög mikið viðhald, og oft er hálf-ófært með vagn. Auk þess myndi brúin á fossinum þurfa miklu minna viðhald, heldur en brúin á Höfðanum. Líklega margfalt minna. 7. Loks segir höf., að það sje ekki brúin, sem jeg berjist fyrir, heldur vegurinn niður að brúarstæðinu. Þetta, ásamt fleiru, er alveg rangt. Hjer er ekki eyðandi orðum að slíkum get- sökum, eða rjettara sagt fullyrðingum, sem á engum fæti eru bygðar. Eftir upphaflegri áætlun var brúin sjálf á fossinum 26 þús. kr. ódýrari heldur en á Höfðanum. Yegur 11 þús kr. Mismunur samt 15 þús. kr. Eitthvað mætti gera við þær, t. d. brúa Varmadalslæk, sem oft er lítt fær, eða eitt.hvað því um líkt. Yæri mið- stöpull í ánni á fossinum, svo að hvort brúarhol þyrfti ekki að vera nema 8—10 íaðma, eða tæplega eins og á Steinslæk og Rauðalæk, þá mund Rangárbrúin verða enn þá ódýrari. En jeg tel þé bezt, að þetta sje einlæg hengibrú, eins og mannvirkjafræð- ingurinn áleit rjettast. Að endingu. Höf. barmar sjer sárt yfir því, að menn sjeu látnir hlaupa með í blöðin villandi og vitlausar greinar, og kemur með þær ráðlegg- ingar, að bezt sje, að láta ekki ota sjer fram til slíks starfa, og þykist hann þar sjá flísina í síns bróður auga. En gott hefði hann af því, að gæta að bjálkanum í sínu eigin. JÞorsteinn Jónsson. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Fnndnr 16. marz. 1. Byggingarnefndargeiðir frá 14. þ. m. lesnar og samþ. 2. Beiðni frá Lýð Bjarnasyni um eftir- gjöf á aukaútsvari hans hálfu 1910 hafði fatækranefnd mælt á móti, og bæjarstjói-n synjaði henni. 3. Frestað að taka ákyörðun um girðing bæjarlandsins til næsta fundar. 4. tit af frumvarpi um kosning borgar- stjóra, sem nú er fyrir alþingi, samþykkti bæjarstjórn svohljóðandi tillögu : „Borgarstjóri skal kosinn til 6 ára í senn á þann hátt, að bæjarstjórn velur úr 3 af umsækendum. Einn af þeim velja allir at- kvæðisbærir kjósendur bæjarins, og er sá rjett kjörinn, er ílest atkvæði fær. Kosn- ingin er leynileg, og fer fram á tilsvarandi hátt, sem prestkosning nú að lögum. Sjeu umsækjendur 3 eða færri, skulu bæjarbúar

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.