Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 01.04.1911, Blaðsíða 2

Reykjavík - 01.04.1911, Blaðsíða 2
54 REYKJAVIK Ókeypis! Ókeypis! «) Areiðanlega síðasti dagurinn í dag. Pað tilkynnist öllum og sjerhverjum að enn til laug’ardag-skvölds 1. apríl verður íitbýtt alveg ókeypis 1 pá. ekta kemiskir sápuspænir op 1 pd. ekia Lessive lútardufl. Hvorttvegtrja fáið þjer alveg ókeypis, ef þjer kaupið vörur fyrir 1 kr. Flýtið yður að kaupa. ékeypis að eiri5 í dag í Sápuhúsinu, A.usturstræti 17, og Sápubúðinni, ^ Laugaveg 40. ^ l&------------------------s Hvað sannar svo skjal þetta? Fer ekki hjer sem oftar, að þegar einhver ætlar að sanna meira en sann- leikanum er samkvæmt, þá snúast sönnunargögnin við í höndum hans, og sanna einmitt það gagnstæða við það, sem hann ætlaðizt til? Skjal þetta sannar til fulls, að allt það, sem „Rvíku hefir sagt um þetta mál, er í alla staði sannleikanum samkvœmt. í 12. tölubl. „Rvíkur", 1. bls., 3. d., 20.—24. línu að neðan, stendur: „Alls hafði Skúli fengið heitorð eitt- hvað 11—12 manna, auk sinna 6 fylgismanna, um að þeir mundu þola hann út þingið". Öðru en þessu hefir „Rvík“ aldrei haldið fram um fylgi Skúla. Og hvað sýnir skjalið, sönnunar- gagnið hans? Það sýnir svart á hvítu, að elnir 6 menn úr Sparkliðinu, auk Skúla sjálfs, segjast styðja tilnefning Skítla Thoroddsens (þeir Sig. Stefánss., Bjarni frá Vogi, dr. Jón, Jón á Hvanná og Ari). Það sýnir og svart á hvítu, að 11 sjálfstæðismenn hafa lýst yfir því einn, að þeir mundu eftir atvikum fallast á (þ. e. láta sjer lynda), að Skúli yrði ráð- herra, og lofað að fella hann ekki á þessu þingi. Um stnðning þessara manna er ekki að tala. Auk þess hefir 12. maðurinn, Björn Jónsson, sem ekki gat svo mikið sem fallizt á, að Skúli yrði ráðherra, þó lofað honum því, að verða ekki með í að fella hann á þessu þingi. Og þetta loforð um að þola Skúla Thoroddsen sem ráðherra út. þetta þÍLg, er svo sem ekki veitt skilyrðis- laust. Öðru nær. En það kemur ekki málinu við. Skjalið sýnir með öðrum orðum, að fullyrðing Skúla um að hann hafi haft stnðning meiri hluta þingsins er með öllu tilhæfulaus. Stuðningsmenn hans hafa aldrei verið fleiri en 6. Eða 7 að honum sjálfum meðtöldum. Hinir 11—12, sem hann telur stuðningsmenn sína, hafa verið ófáanlegir til að lofa hon- um öðru eða meira en þvi, að iáta hann hlutlausan. Hve margir hafi verið reglulegir stnðningsmenn Kristjáns Jónssonar, vitum vjer ekki með vissu, enda skiftir það engu. Hitt vita allir, að hann nýtnr transts ekki að eins meiri hluta alls þingsins, heldur meiri hluta allra þjóð- kjörinna þingmanna, og auk þess allra hinna konungkjörnu þingmanna. Það sýna meðal annars afdrif van- traustsyfirlýsingarinnar annáluðu, sem þeir Skúli og hans stuðningsmenn voru að burðast með 18. þ. m. U aín arm álið. Við 2. umræði í neðri deild síðastl. laugardag var sú breytingartillaga samþykt (frá Pjetri Jónssyni, Eggert Pálssyni og Stefáni í Fagraskógi), að tillag landssjóðs til hafnargerðarinnar skyldi vera ait að 400,000 kr., en á- byrgð landssjóðs 1,200.000 kr. — — Breytingartillaga Björns Þorlákssonar um að landssjóður skyldi fa */* af hreinum ágóða hafnarinnar, var aftur á móti felld. — Þriðja umræða í neðri deild var á miðvikudaginn. og var frumvarpið þá þannig orðað samþykkt með 19 samhljóða atkvæðum, og af- greitt til efri deildar. Stjórnarskrármálið. Á mánudaginn um hádegi hófst 2. umræða í neðri deild um það mál. Breytingatillögur nefndarinnar voru 23 að tölu, og var skýrt frá þeim helztu í síðasta blaði, en auk þeirra komu ekki færri en 63 breytinga- og viðaukatillögur frá þingmönnum. Það var þess vegna á margt að minnast, enda stóðu umræður þarin dag allan, eða til kl. 8 um kvöldið, og sama tíma daginn eftir. Á þríðja degi (mið- vikudaginn) höfðu þingmenn loks sagt flest það, er þeir vildu sagt hafa, og var þa gengið til atkvæða. Flestar breytingatillögur þingmanna voru felldar með miklum atkvæðamun, og engar stórvægilegar breytingar gerðar á frumvarpi nefndarinnar (meiri hlutans), flestar aðal-tillögur hennar samþykktar. Þó var sú breyting sam- þykkt á viðaukanum 61. gr. stjórnarskrárinnar, að breytingar, sem alþingi samþykki á sambandinu milli ísiands og Danmerkur, skuli bornar undir atkvæði allra kosningarbærra manna í ] índinu, og skuli sú atkvæða- greiðsla vera leynileg, í stað þess að nefndin lagði til, að þá skyldi þing rofið og stofnað til nýrra kosninga. Þá var og samþykkt sú breyting á 18. gr. stjórnarskrárinnar, að enginn skuli vera kjörgengur, nema hann hafi að minnsta kosti siðasta árið verið heimilisfastur á íslandi. Enn fremur var samþ. eftir tillögu H. Hafstein, að láta kosningarjettar- Markús Þorsteinsson Frakkastig 9 — Reykjavik tekur að sjer allskonar aðgcrð á ----- Hljóðfserum. -------- aldurstakmarkið vera það sama og nú er, 25 ár, í stað 21 árs, eins og neíndin hafði Jagt ti]. « Samþykkt var og ný grein, er þeir Jón Þorkelsson og Bjarni frá Vogi voru höfundar að, svohljóðandi: „Sjerrjettindi, er bundin sjeu við nafnbætur og lögtign, má eigi lögleiða. Svo og má enginn maður hjer á landi bera neinar orður nje titla, er konung- ur og landsstjórnin veitir honum". Sömul. var samþykkt svohljóðandi viðauki við 10. gr. frumvarpsins (17. gr. stj.akr.): „Með lögum má binda kosningarrjett til alþingis víð þekkingar-skilyrði*. Eftir tillögum Jóns Ólafssonar, Jóns á Hvanná og Jóns Þorkelssonar var samþykkt, að breytingartiliögur við fjárlögin, sem hafa í för með sjer ný eða aukiu útgjöld, megi ekki aðrir bera fram á alþingi, en ráðherrar og fjárlaganefndirnar í heild sinni, en þessu ákvæði megi þó breyta með lögum. Vjelritun alls konar tek jeg að mjer, hvort heldur heima hjá mjer eða á skrifstofum manna (legg œjer ejálf til vjel). Fleiri samrit i einu, ef óskað er. Rannveig Forvarðsdóttir, vjelritunar-kennari i Verslunarakóla íslands. Pingholtsstræti 28. (Lagaskólahúsid). Ráíherra-eftirlaun. Mál þetta er nú komið frá nefnd i efri deild. í frumvarpinu var fyrst svo ákveðið, að eftirlaun ráðherra skyldu vera 1200 kr. ári i jafnmörg ár og hann hefði því embætti gegnt (sjá þingmannafrumv. nr. 11). í neðri deild var sú breyting gerð á frum- varpinu, að 9ftirlaunin voru lækkuð ofan í 1000 kr. á ári, en jafnframt ákveðið, að þau skyldu haldast æfilangt. Hitt þótti koma í bága við stjórnar- skrána. — Meiri hluti nefndarinnar í efn deild, þeir Júlíus Havsteen og Jósef Björnsson, ræður deildinni til að samþykkja frumvarpið eins og það kom frá neðri deild. Helztu ástæð- urnar, sem meiri hluti nefndarinnar telur mæla með frumvarpinu, eru þessar: 1. Að telja má mjög Hklegt, að sjeu eftirlaun ráðherra látin halda sjer eins og þau eru nú, þá Jíði ekki á öngu áður en kostnaður sá, sem af þeim leiðir fyrir landssjóð, verði mjög tilfinnanlegur; en þá ber líka nauðsyn til að draga úr þessu í tíma. 2. Að eftirlaun þau, sem frumvrpið gerir ráð fyrir, sjeu viðunandi, þótt laun ráðherra sjeu ekki hækkuð- Því verði sá maður ráðherra, sem áður var embættismaður, þá hefir hann rjett til þeirra eftirlauna, er því embætti fylgdu, og því geta eftirlaunin orðið rnun hærri, en 1000 kr. þegar embættið hefir ver- ið vel launað. En hafi ráðherra ekki verið embættismaður áður en hann varð raðherra, má telja liklegt, að hann geti að öllum jafnaði gengið að þeirri atvinnu aftur, er hapn áður hafði, og

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.