Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 01.04.1911, Blaðsíða 1

Reykjavík - 01.04.1911, Blaðsíða 1
1R ep k j a v t k. XII., 14 Laugardag' 1. -A.pi*íl 1911 XII., 14 „REYKJAYlK" ^r8angurinn kostar innanlands 3 kr.; erlendis kr. 3,50 — 4 sh. — 1 doll. Borgist fyrir 1. júli. Augiýsingar innlendar; á 1. b*s* kr. 1,50; 3. Off 4. bls. kr. 1,35. — Útl. augl. 33'/»#/o hærra.— Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst Ritstj. og ábyrgðarm. Öteián R-u.n61fs8oiit Pingholtsstr. 3. Talsími í 8 8. jfffgreiisla ,Reykjavíkur‘ er í ísílfólastræti 3 (beint á móti verkfræðing Knud Zimsen). Afgreiðsla blaðsins er opin kl. 9—12 árd. og kl. 1—6 síðd. - Talsimi 199. Ritstjóri er til viðtals virka daga kl. 12—1. — Pinglioltsstr. 3. A lþingi. YII. fingraannafrumYÖrp. Enn hafa þessi frumvörp bætzt við Þau, sem áður eru talin: 71. Frumv. til laga um viöauka við tilskipun um fiskiveiðar útlendinga við ísland 12. febr. 1872, Vóg 27. sept. 1901 um fiskiveiðar hlutafjelaga í landhelgi við ísland, og lög 31. júlí 1907 um breyting á þeim lögum. Flm. : Sig. Hjörleifsson. (Hittist út- lent síldveiðaskip í landhelgi, þótt eigi sje að veiðum, varðar það 200—2000 kr. sekt til landssjóðs, nema nætur sjeu í búlka innanborðs þann tíma allan, sem skipið er í landhelgi, og nótabátar á skipi uppi á venjulegum stað. Má leggja löghald á skip, afla og veiðatfæri, og seija að undangengnu fjárnámi til lúkningar sektum og kostnaði). 72. Frumv. til laga um toll af póstsendingum, sem koma til Íslands fr'á úllöndum. Flm.: Bj. Kristjánss., Bjarni frá Yogi og Þorl. Jónsson. (Auk burðargjalds skal greiða 10 aura toll í landssjóð af hverjum böggli, sem til landsins flytztj og vigtar aut að 5 pundum, og 20 aura toll af bögglum, sem vigta frá 5-i0 pundj Deraa í böggiunum sjeu prentuð blöð eða bækur. Tollurinn greiðist í frímerkjum við móttöku). 73. Frumv. til laga l(ni farmgjald af aðfluttum vörum. Flm.: Bj Kiist- jánsson, Bjarni frá Vogi og í>0rl. Jónss. (1- gr. frumvarpsins hijóðar svo: »Af vörum, sem fluttar eru til ís- iands, skal greiða farmgjald í Jandssjóð eftir vigt hverrar vörutegundar með umbúðum eða teningsmáli, sem hjer segir: 1. flokkur. Af gipsi, glerílátum, giuggagleri, hverflsteinum og brýnum, kókólit, kartöflum, leirvörum, lin- ^eikju, netakúium, sápu alls konar, sapuspónum, sápulút, sóda, spegilgleri, stalbiki og tiörn s joru, — 10 aurar af hverjum 100 pd. 2.flokkur. Af ávaxtavínum, eplum og öðrum aldinum, bað]yfjUm, eggjum, ed.ki, fernisolíu, gosdrykkjum, húsa- íarfa, hampgjörðj^m, kálmeti, legstein- um, línoleumdúk, plöntufeiti, pappír alls konar, ritföngum, vélaolíu og öðr- um olíutegundum að undanskildri steinolíu, sekkjum utan um ull, smjöri, smjörlíki, svínafeiti, plöntufeiti, tólk, veggjapappa alls konar, vaxdúk og þak- pappa, — 25 aurar af hverjum 100 pd. 3. flokkur. Af akkerum, akkeris- festum, ávaxtasafa, bitum úr járni, blikki, bátum, sem koma til landsins sem farmur, eldavjelum, gufukötluin, gufuvjelum, flutningavögnum og vagn- hlutum, herfum, málmum óunnum, öðrum en járni, mótorum alls konar, ofnum, peningaskápum, plógum, renni- bekkjum, rakstursvjelum, smíðajárni og sfáli í stöngum og plötum, sjó- klæðum (olíufötum), sláttuvjelum og þakjárni — 50 aurar af hverjum 100 pd. 4. flokkur. Af brauði alls konar, blikkvörum, eldspýtum, hljóðfærum, hampi, köðlum alls konar, járnvörum (sem eigi eru taldar í 3. flokki), lömpum, og lampapörtum, matvælum alls konar og nýlenduvörum, sem eigi hvílir nú sjerstakur tollur á, og eigi eru sjer- staklega tilteknar í öðrum flokkum, netum, osti, stofugögnum, skotfærum og seglgarni, — 1 kr. af hverjum 100 pd. 5. flokkur. Af baðmuJlargarni, fatn- aði alls konar (nema sjóklæðum), gólf- mottum, glysvarningi alls konar, leðri sútuðu, litunarefnum, skinnum sútuð- um, stundaklukkum, skófatnaði alls konar, tvinna, ullarbandi og vefnaðar- vörum alls konar, — 2 kr. af hverjum 100 pd. 6. flokkur. Af trjegluggum, hurð- um, húsalistum og alls konar trjáviði — 3 aurar af hverju teningsfeti. 7. flokkur. Af öllum öðrum vörum, er eigi geta talizt með neinum flokki hjer að framan, og eigi eru undan- þegnar farmgjaldi samkvæmt 8. flokki, greiðist 1 kr. af hverjum 100 pd. Ef tilgreindar eru á farmskrá fleiri vörutegundir en ein í sömu umbúð- um skal reikna farmgjaldið eftir þeirri vörutegundinni, sem á hvílir hæsta farmgjaldið. Ef vörusending er minni efi 100 pd., skal greiða gjaldið fyrir hver 10 pd. ag rjettri tiltölu, brot úr lO pundum reiknast sem full 10 pund. 8. flokkur. Af áburði tilbúnum, bókum prentuðum, gólfplötum úr íeir og steini, húðum ósútuðum, heyi, járni óunnu í klumpum, kornvörum alls konar, kalki, kokes, kolum, leir, salti, sementi og líkum steinbindingsefnum, steinolíu, saltkjöti íslenzku í tunnum, skinnum ósútuðum, tunnum tómum, tunnustöfum, tígulsteinum alls konar, vörum sem keyptar eru og sendar í nafni landssjóðs, og vörum sem sjer- staklega er lagður tollur á, skal ekkert farmgjald greiða". Ætlast flutningsmenn til að lög þessi öðJist gildi 1. jan. 1912. Bjarni frá Vogi gerir ráð fyrir, að farmgjald þetta nemi, auk innheimtu- launa og annars kostnaðar 200,000 kr. á ári). 74. . Frumv. til laga um sölu á kirkjujörðinni Sigurðarstöðumjj Prest- hólahreppi. Fim.: Ben. Sveinsson. Leikfielag Reykjavíkur: Annað kvöld, sunnndag 3. apríl kl. 8 Fagra malarakonan í Marly ogr Litli hermadu Aðeins leikið þetta eina skiíti. (Verð eftir mati dómkvaddra manna, þó ekki lægra en 6,600 kr.). 75. Frumv. til laga um breyting á Vógum 8. okt. 1883 um bœjarstjórn á Aknreyri. Flm.: Sig. Hjörleifsson. (í niðurjöfnunarnefnd verði 7 menn, og endurskoðendur bæjarreikninga 2). 76. Frumv. til laga um sölic á kirkjujörðinni Presthólum í Presthóla- hreppi. Flm.: Ben. Sveinsson. (Heimild til að selja síra Halldóri Bjarnarsyni á Presthólum nefnda jörð, og skulu dómskvaddir menn ákveða verðið). Þing8ályktnnartillögur þessar hafa enn verið lagðar fram í viðbót við áður taldar: í efri deild: 10. Þingsál.till. frá Sig. Hjörleifs- syni og Stefáni Stefánssyni kennara um að skora á stjórnina að rannsaka, hvort ekki sje þörf á að aðgreina sýslu- mannsembættið í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógetaembættið á Akureyri í tvö embætti, með því að þau sjeu nú orðin svo umfangsmikil, að lítt kleift sje einum manni að gegna þeim — og leggja málið fyrir næsta þing. I neðri deild: 18. Þingsál.till. frá Jóni Þorkels- syni um að neðri deild skori á stjórn- ina að skipa nefnd til þess að rann- saka, að hve miklu leyti fje því, er geflð heflr verið til guðsþakka hjer á landi, sje varið samkvæmt sannarleg- um tiJgangi, og að hve miklu leyti það sje tryggilega varðveitt, og koma með tillögur um þetta efni. 19. Þingsál.till. um hin svo nefndu lög um hina stjórnarlegu stöðu íslands í ríkinu frá 2. jan. 1871. Flm.: Jón Þorkelsson, Ben. Sveinsson, Bjarni frá Vogi og Jón á Hvanná. (Neðri deild alþingis ályktar, að lýsa yflr því, að svo nefnd lög um hina stjórnarlegu stöðu íslands í rikinu frá 2. jan. 1871, geti ekki viðurkennzt skuldbindandi fyrir ísland). Sönnunargögnin. Jafnvel þótt þingræðisbrots-uppspun- inn ætti að vera útrætt mál, með því að allir vita, að ásökun sú í garð ráð- herra Kr. Jónssonar og konungsins, hefir aldrei haft við neitt að styðjast, ekki einu sinni nokkra málamynda- átyllu, þá halda þau hjónaleysin, Þjóð- viljinn og ísafold, enn þá áfram þessum tilhæfulausa áburði, sækja málið enn af kappi miklu, og hamingjan ein veit, hvað lengi þau geta haldið áfram að tönnlast á þossu „þingræðisbroti", sem þau svo kalla. Skúli Thoroddsen fullyrðir í Þjóð- viljanum, að hann hafl haft stuðning 19 þingmanna, og segist sanna það það með skjali, er gengið hafi á milli Björnsliða og Sparkverja. Vjer getum ekki stillt oss um að til- færa hjer skjal þetta, eins og það er prentað í blaði Skúla sjálfs, Þjóð- viljanum. Það hljóðar svona: „Til svars upp á meðtekið bréf 8. þ. m. frá 6 alþingismönnum sjálfstæð- isflokksins, þess efnis að spyrjast fyrir um, hvort vjer, sem vorum ósamþykkir vantraustsyfirlýsingu til ráðherra Björns Jónssonar viljum styðja Skúla Thor- oddsen til ráðherra fram að kosning- um, gefum vjer hjer með þá yflrlýs- ingu, að vjer munum eftir atvikum fallast á, að hann verði ráðlierra1) og ekki fella hann á þessu þingi. Þessi yfirlýsing er þó af vorri hendi bundin eftirfarandi skilyrðum, sem vjer ætlumst til að veiði skriflega gefin og undirskrifuð af Skúla Thoroddsen og þeim mönnum er honum fylgja úr hinum hluta Sjálfstæðisflokksins: 1. Að Skúli Thoroddsen og allir flokksmenn hans skuldbindi sig til að vinna af alefli að því, að stjórn- arskrábreyting nái fram að ganga á þessu þingi; en verði þess ekki auðið, verði þingið þó leyst upp og efnt til nýrra kosninga í sumar. 2. Að konungkjörnir þingmenn til næstu 6 ára frá því kjörtíma nú- verandi konungkjörinna þing- manna er útrunninn, verði til- nefndir af flokknum í heild sinni eða af hvorum flokkshluta um sig tiltölulega margir eftir atkvæða- magni flokkshlutanna beggja. Alþingi 11 marz 1911. Sigurður Hjörleifsson. Kristinn Daníelsson. Sigurðnr Gunnarsson. Þorleifur Jónsson. Jens Pálsson. Gunnar Ólafsson. Björn Kristjáns- son. Björn Sigfússon. Jósep Bjórns- son. Bjórn Jónsson (að fella hann ekki á þessu þingi). Björn Þorláks- son. Magnús Blöndáhl. Vjer undirritaðir alþingismenn göng- um að framanskrifuðum skilyrðum og styðjum tilnefning Skúla Thoroddsen1). Alþingi 11. marz 1911. Skúli Thoroddsen. Sigurður Stef- ánsson. Bjarni Jónsson frá Vogi. Jón Þorkelsson. Jón Jónsson frá Hvanná. Benedikt Sveinsson. Ari Jónsson“. 1) Leturbreytingin eitir Þjóðviljanum.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.