Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 20.05.1911, Blaðsíða 3

Reykjavík - 20.05.1911, Blaðsíða 3
REYKJAVlK Nýtt Kaffi- og Matsöluhús verður opnað laugardaginn 20. maí á efra lofti í Hafnarstræti 22 (Sivertsenshúsi). Þar geta menn fengið fult fæði um lengri eða skemmri tíma, einnig einstakar m á lt í 9 i r . Sjerstakar stofur fyrir kaffiveitingar. iúkkulaði o. s. frv. Enn- íremur er hægt að fá þar haldnar veizlur, hvort heldur matarveizlur eða súkku- laði og kaffl, fyrir allt að 30 manns. Vönduð matreiðsla, lærð á „den kgl. Skydebane“ i Kaupmannah. Skemtileg lierbergi. Ágætt útsýni. Sanngjarnt verð. þeim, sbr. 9. gr. nefnds samnings og bréfi ráðh. 18. VI., 30, VI. og 2^ VII. 1910 bls. 77, 78 og 79. — Skiftin eftir gæðum voru og ófor- svaranleg, svo sem Rée hæstarjett- armálaflm. hefur eftir hr. Tulinius i bréfi 1. VII. 1910: «om nogen Del- ing in natura kan der jo eftir Der- es Udtalelser ikke være Tale«, bls. 70. Og slik skifting var þvi hættu- meiri fyrir landsjóð, sem réttar- gæslumenn hans við afhendinguna, Magnús Blöndahl í Kaupmh. og Guðmundur Jakobsson á Eskifirði, báru þá eðlilega lítið skyn á silf- urberg. — Með afhendingu hálfra hirgðanna til hr. Tuliniusar var og sköpuð óheppileg samkepni við landsjóð og leiguhafa Helgustaða- námunnar. Og enn leiðir það af aðferð þessari og ákvæði samnings- ins um jöfn sölulaun af öllu silf- urbergi, er þeir Guðmundur Jak- obsson og Magnús Blöndahl seldu, að landssjóður hlaut að tapa öllu hundraðsgjaldi af þvi silfurbergi, er féll í hluta hr. Tuliniusar, en varð hins vegar að greiða þeim sölulaun, 45°/o af þeim hluta, er honurn hlotnaðist við skiftin. Það er ómögulegt að verðleggja tap landssjóðs út af þessari aðferð, en sennilega nemur það mörgum tug- «m þúsunda. Hr. Tulinius tjáist í bréfi til konsúls Brillouins, 13 jan. þ. á„ bls. 74—75, hafa selt nokk- urn hluta birgða sinna fyrir, eftir því sem næst verður komist, kring- um 75,000 kr. Af þeirri upphæð hefði landsjóður samkv. samn- ingnum við hr. Tulinius átt að fá sem næst helming, eða um 37,000 kr„ en í stað þess fjekk landsjóð- ur silfurberg, að magni til jafnt því, er hr. Tulinius seldi tyrir ný- nefnt verð, og verður að borga seljendunum 45°/o í sölulaun af því, þegar það selst. Loks er það mjög aðfinningar- vert, að ekki sjest, að fyrv. ráðh. hafi látið hafa neitt eftirlit með námuvinslunni né með sölu silfur- bergsins. Að vísu hafa fyrirrenn- arar hans heldur ekki haft nægi- legt eftirlit í því efni, en þeim var meiri vorkunn, því flð í þeirra tíð þektu menn hér á landi ekki hið sanna verðmæti silfurbergsins. Aftur á móti er eftirlitaleysi fyrv. ráðherra óafsakanlegt, eftir að »B. Franc.« og Jena-Zeiss fóru að keppa um Helgustaðafjallsnámuna. Yið svo lagað eftirlitsleysi má ekki með nokkru móti lengur standa. það verður bæði að hafa eftirlit með vinslu námunnar, flokkun silf- urbergsins, og, eftir því sem kostur er, með sölu þess, enda mun nefnd- in hlutast lil um, að farið verði fram á fjárveitingu i þvi skyni á næstu ljárlögum, og ef vel ætti að vera, þyrfti lika að rannsaka með- ferð fyx-verandi leiguliða á hérað- lútandi hagsmunum landssjóðs. IV. Viðskiftaráðanauturinn. í því máli er brot fyrv. ráðherra alveg Ijóst. Hann hefur frá 1. á- gúst 1909 ráðstafað fé þvi, er var ætlað 2, nálega öllu til 1 manns. Ráðherra mátti (bls. 95) veita við- skiftaráðanautnum 1909 —31/n: kr. 2083,33 en veitti kr. 4166,65 1910: — 6000,00 — — — 11069,21 1911: — 6000,00 — — — 10000,00 kr. 14083,33 en veitti kr. 25235,86 kr. 14083,33 °g hefur þannig greitt hon- um um lög fram . . . . kr. 11152,53 Og sje nú annars vegar litið til árangursins af erindisrekstri við- skiftaráðunautarins, er skýislur hans bera órækastan vott um, og svo hins vegar til þess, að Norð- menn borga sínum útlendu við- skiftaráðunautum ekki nema 2500— 5000 kr. á ári, bls. 136, þá verð- ur varla annað sagt, en að við- skiftaráðunauturinn hafi orðið land- inu óþarflega dýrkeyptur. Og þó er því slept hér, að viðskiftaráðu- nauturinn hefir dvalið hérlendis tímunum saman, t. d. það, sem af er þessu ári, enda vafasamt, hvor- um megin telja eigi þá dvöl, tekju- megin eða gjaldamegin. V. Thore-málið. Um það mál vísast sumparl til 13. gr. A 2 gildandi fjárlaga, sem vafalaust vanheimilar að borga Thorefélaginu þær 12,000 kr. fyrir póstflutning, er fyrverandi ráðherra hét því í 9. gr. samnings hans við félagið 7. Agúst 1909, og sumpart til þingskjals nr. 931,x) er lýsir því ljóst, að skilyrðum 13. gr. C. 1 fyrir 10 ára samningi hefir eigi verið fullnægt. Leggi maður nú saman liið beina tjón, er fyrv. ráðherra Björn Jóns- son hefir valdið með berum brot- um á gildandi lögum, þá koma út þessar upphæðir: 1. með landsbankavastrinu 12,741 kr. 71 2. með skipun við- skiftaráðunautar 11,152 — 53 3. samningnum við Thore.,........ 12,000 — 00 eða alls 35,894 kr. 24 á tæpum 2 árum. Hér er þó ótalið tjón það, er hann hefir bakað landinu með af- skiftum sínum af silfurbergsmálinu og ýmsum öðrum stjórnarathöfnum. Eftir því sem hér hefir verið sagt og sýnt, virðist í rauninni ástæða til, að hann væri kærður fyrir lands- dómi, en bæði er það, að þingtím- inn er þrotinn og svo er alþingi nú svo skipað, að slíkri kæru yrði vit- anlega ekki fram komið. Alþingi, 8. maí 1911. Lárus II. Bjarnason, formaður. Stefán Stefánsson, Aug. Ftygenring. skrifari. Þessi ágripsskýrsla er að eins stuttur formáli fyrir bréfum og skjölum, sem nefndin ljet prenta um þau mál, sem hér er minst á. Þau eru alls 142 bls. og fylgja skjalaparti þingtiðindanna. Nefndarmennirnir voru, sem kunnugt er, 5. Síra Sig. Stefáns- son hefir ekki skrifað undir þenn- an formála, sem hér er tekinn upp, en hafði þó sagt, að hann sæi ekkert i honum, sem ekki mætti þar standa, og undir mótmæli gegn nokkru atriði þess skrifaði hann ekki. Fimti nefndarmaðurinn, Sigurður Hjörleifsson, ritar fáar línur aftan við foi-málann, segist ekki geta komið með »rökstudd mótmæli«, en heldur þó fram, að ekkert sé sannað, sem fyrv. ráðherra B. J. verði víttur fyrir. Fetta er svo vesæl vörn, að þing- manninum hefði betur sæmt að þegja alveg. En til þess að reyna að bæta úr vöntun »rökstuddu mótmælanna«, hefir honum hug- kvæmst það eitt, að hnýta aftan í varnaruppgjöf sina aðdróttun til samnefndarmanna sinna allra um hlutdrægni, án þess þó að nefna þar til nokkurt dæmi. Línurnar hans sýna það eitt, að i ransóknarnefndinni hefur verið 1) Skjal þetta er prentað í 19. tölubl. maður með eindregnuiu vilja til þess, að verja allan ósómann. En »rökstuddar« varnir hefur hann ekki til, samkvæmt eiginni yfirlýsingu hans, og verður því að láta sjer nægja máttlaus ummæli. (Lögr.). Þilskipin hjer við Faxaflóa hafa aflað mjðg vel síðastl. vetrarvertíð. Hjer er listi yflr aflann : Ása þús. Geir . 45 — Sea-Gull .... . 43 — Sæborg . 4UA — Hildur . 40 — Haffari . 36 — Svanur — Guðrún Gufuness . 35 — Valtýr . 35 — Ragnheiður . . . . 34 — Langanes .... . 3372 — Björn Ólafsson . . . 33 — Milly . 31 — Hafsteinn .... . 30 — Keflavík . 30 — Skarphjeðinn . . . . 30 — Sigurfari .... . 297* — Margrjet . 28 — Bergþóra .... . 27 — Greta . 27 — Iho — Josefina — Portland .... . 25 — Guðrún Zoéga. . . . 24 — Sumarsjöl svört með silkikögri. og skújatvinnmn ágxti lóðið 0,75 og 0,85 í Austurstræti 1. Ásg. G. Gunnlaugsson S> Co. Acorn 217í — Hákon 21 — Ester 20 — Guðrún Soffia .... 20 — Isabella 18 — Toiler 16 — Niels Vagn 14 — Haínarfjarðarskipin hafa fiskað þetta á vertíðinni: Robert 367? þús. Surprise 367* — Morningstar . . . . 327a — Gunna 30 — Sjana 287a — Himmalaja 18 — Elín 9 — Elín er smáskúta, sem lagði mjög seint út. 45 Stúlkan hneppti ósjálfrátt frá sjer kjóllifinu. Leynilögreglumaðurinn hrifsaði skjal eitt, er kom i ljós í barmi hennar. Stúlkan rak upp óttalegt óp, og hneig hágrátandi á gólfið. En leynilögreglumaðurinn rjetti ungfrú Darling skjalið. Það var hjúskapar-loforðið.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.