Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 20.05.1911, Blaðsíða 1

Reykjavík - 20.05.1911, Blaðsíða 1
1k kj a v t k. Lausrardag: 30. Maí 1911 XII., 31 # Odýrastar í bæni im eru án nokkurs efa hjá oss. Nýkomið feiknin öll, sérstak- lega af Þvottasápum. Ennfremur §ápuduft. Zepra, Amor, Itlákka ete. Þá má eigi gleyma að vjer seljum Ódýrast í þessum bæ allar ffllatvörur, Kaffi, Sykur, TóbaK etc. Xerzlunin „Víking-ur44. Carl Lárusson. xii., ai „RETKJAVÍK" Árgangurinn kostar innanlands 3 kr.i erlendis kr. 3,50 — 4 sh. — 1 doll. Borgist fyrir 1. júli. Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50; 3. o? 4. bls. kr. 1,25. — Dtl. augl. 337»<7« hærra.— Afsláttur að mun, ef mikid er auglýst. Ritstj. og ábyrgðarm. Steíán Runólísson, Pingholtsstr. 3. Talsimi i 8 8. yfygreiðsla ,Reykjavíkar‘ er í Skólastræti 3 (beint á móti verkfræðing Knud Zimsen). Afgreiðsla blaðsins er opin kl. 9—12 árd. og kl. 1—6 síðd. — Talsimi 199. Ritstjórl er til viðtals virka daga kl. 12—1. — Þinglioltsstr. 3. Lög afgreiíd af aljimgi. í síðasta blaði var þess getið, að 45 lög hefðu verið afgreidd af alþingi, og eru þau þessi: 1. Lög um sóttgœzluskírteini skipa. (Stjórnarfrumvarp). Skylda skipa að hafa með sjer sóttgæzluskírteini stað- fest af dönskum verzlunarfulltrúa á brottfararstað fellur niður. 2. L'óg um vita, sjómerki o. fl. (Stj órnarf rum varp). 3. Lög um samþykktir um liey- ásetning og lieyforðabúr (Þingm.frumv). Sýslunefndir mega gera samþykktir um heyforðabúr fyrir hvern hrepp innansýslu, sem óskar þess. I sam- þykkt má setja ákvæði um heyásetn- ingareftirlit, um stofnun heyforðabúrs, svo sem með því, að hreppsnefndin semji við mann eða menn um að hafa til ákveðinn forða af góðu heyi handa þeim, sem heylausir kunna að verða, eða tryggja á annan hátt það, að á- kveðinn heyforði sje til í hreppnum til hjálpar í heyþroti o. s. frv. 4. Lög um vitagjald (Stjórnarfrv.). Öll skip með fullu þilfari eða gang- vjel, sem taka höfn hjer á landi, greiði 25 aura af hverri smálest í vitagjald. Gjaldið rennur í landssjóð, og greiðist á fyrstu höfn, er skipið kemur á í hverri ferð frá útlöndum. Skip, sem að eins er í förum hjer við land, greiða gjaldið, minnst 4 kr., einu sinni á ári. Herskip undanþegin gjaldi. 5. Lög um breyting á lögum 16. nóv. 1907 um laun sóknarpresta. (Stjórnarfrumv. breytt). i. gr. laganna orðist svo: Hver sóknarprestur fær að byrjunarlaunum 1300 kr. á ári. Eftir 12 þjónustuár fær hann í laun 1500 kr. á ári, og eftir 22 þjónustuár fær hann í laun 1700 kr. á ári. Öðlast gildi 6. júní 1911. 6. Lög um breyting á lögum 16. nóvbr. 1907 um stofnun lagasköla. (Sjá þingmannafrumvarp nr. 32). 7. Lög um viðauka við lög 14. des. 187/ um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum o. s. frv. (Sjá þingmannafrumv. nr. 38). 8. L'óg um sjerstakt varnarþmg í víxilmálum. (Sjá þingmannafrumv. nr. 17). 9. Lög um verzlunarióðina í Vest- mannaeyjum. (Sjá þingmannafrumv. nr. 39). 10. Lög um aukatekjur landssjóðs. (Stjórnarfrumv.) Langur lagabálkur, 69 greinar, er breytir og nemur úr gildi aukatekjulögin frá 1894. 11. Lög um afnám fóðurskyldu svo nefndra Maríu- og Pjeturslamba. (Sjá þingmannafrumv. nr. 15). 12. Lög um breyting á gildandi ákvœðum um almennar auglýsingar og dómsmálaauglýsingar, (þingm.frumv.). Almennar auglýsingar og auglýsingar um dómsmál, sem opið brjef 4. jan. 1861, lög 12. apríl 1878 og lög 28. ág. 1903 ræða um, skal að eins skylt að birta í blaði því, er fer með stjórn- arvalda-auglýsingar hjer í landi að lögum. 13. Lög um dánarskýrslur. (Stjórn- arfrumv.). Prestur má ekki jarðsetja lík neins manns, sem dáið hefir í kauptúni sem er læknissetur, fyr en hann hefir fengið dánarvottorð hans frá lækni þeim, er stundaði hinn látna Í banalegunni. Vottorðið skal læknir láta í tje ókeypis, ritað á eyðublað, er landlæknir lætur gera; skal þar til- greina nafn hins látna, lögheimili, stöðu, dánardægur, dánarár og dauðamein. Nú deyr maður í kauptúni, sem er læknis- setur, og er ekki auðið að ná í lækni þann, er stundaði hinn látna, eða hafi enginn læknir sjeð hann í banalegunni, þá skal innan sólarhrings frá andlát- inu sækja hjeraðslækni eða annan lög- giltan lækni, búsettan í kauptúninu, ef kostur er, til að skoða líkið og semja dánarvottorð. Fyrir þá líkskoð- un fær læknir 1 kr. Skal greiða þann kostnað úr landssjóði. — Þá er prest- ur jarðsetur lík manns, er dáið hefir utan kauptúns, sem er læknissetur, skal hann, auk venjulegra atriða (nafns, aldurs, stöðu, dánardægurs og greftr- unardags), rita í kirkjubókina dauða- mein hins látna eftir þeim skýringum, er hann getur beztar fengið. — Stjórn- arráðið lætur prestum í tje eyðublöð undir dánarskýrslu, og tilgreinir prest- ur þar dauðameinið, og getur þess stuttlega við hvað stuðst sje. Skal semja skýrslur fyrir hvert prestakall eða hluta úr prestakalli í hverju læknis- hjeraði. Þessar skýrslur skal prestur senda hjeraðslækni sínum, ásamt dán- arvottorðum, ef nokkur eru, svo og útdrátt úr manntalssskýrslu sóknar- innar um manntal kauptúnsins. Hjer- aðslæknir rannsakar skýrslurnar, er til dauðameinsins kemur, og bætir úr því, er hann finnur ábótavant; skal hann því næst scmja eina dánarskýrslu fyrir allt hjeraðið eftir fyrirmælum landlæknis, og senda þá skýrslu til hans ásamt öðrum dánarskýrslum, og láta fylgja skýrslu prestanna. 14. Lög um framlenging friðunar- tíma lireindýra. (Sjá þingmannafrum- vörp nr. 54). 15. Lög um rjett kvenna til em- bœttisnáms, námsstyrks og' embœtta. (H. Hafstein). Konur eiga sama rjett eins og karlar til að njóta kennslu og ljúka fullnaðarprófi í öllum mennta- stofnunum landsins. — Konur eiga sama rjett eins og karlar til hlutdeild- ar i styrktarfje því, sem veitt er áf opinberum sjóðum námsmönnum við æðri og óæðri mentastofnanir lands- ins. Til allra embætta hafa konur sama rjett og karlar, enda hafa þær og í öllum greinum, er að embættis- rekstri lúta, sörnu skyidur og karl- menn. — Með lögum þessum fellur úr gildi tilskipun 4. des. 1886 um rjett kvenna til að ganga undir próf hins lærða skóia í Reykjavík, presta- skóians og læknaskólans, og til þess að njóta kennsiu í þessum síðasttöldu skólum. 16. Lög um breyting á 20. og 29. gr. laga 8. okt. 1883 um bæjarstjórn á Akureyri. (Sjá þingmannafrumv. nr. 75). 17. Rafnarl'óg fyrir Reykjavíkur- kaupstað. (Laga þessara hefir áður verið getið hjer í blaðinu). 18. Lög um stýrimannaskólann i Reykjavík. (Stjórnarfrumv. breytt). Meiri kunnátta heimtuð af þeim, sem taka próf, heldur en hingað til, líkast því, sem heimtað er við stýrimanna- próf á Norðurlöndum. Enginn getur gengið undir próf, nema hann hafi áður verið háseti á skipi að minnsta kosti 12 mánuði eftir 15 ára aldur. 19. Lög um brúargerð á Jökulsá á Sóllieimasandi. (Sjá þingmannafrv. nr. 55). 20. Lög um viðauka við tilskipun um fiskveiðar útlendinga við Island 12. febr. 1872, lög 27. sept. 1901 um fiskveiðar ldidafjelaga í landlielgi við ísland, og lög 31. júlí 1907 um breyting á þeim lögum. (Þingmanna- frumv.). Þegar útlend síldarveiðaskip eru á landhelgissvæðinu, þá er þeim skylt að hafa báta sína uppi á skip- inu á venjulegum stað, og nætur inni í skipinu, en þó ekki í bátunum. — Brot gegn ákvæðum laga þessara varða sektum frá 100—1000 kr., og má leggja löghald á skip, afla og veiðar- færi og selja að undangengnu fjár- námi til lúkningar sektum og kostnaði. VerzlMarstarf. Lipur og áreiðanlegur piltur frá 14 til 18 ára að aldri, sem er góður í reikningi og hefir góð meðmæli, get- ur fengið atvinnu við búðarstörf hjer í bænum frá 1. júní. Skrifleg eigin- handar tilboð merkt: „Yerzlunarstarf“ sendist afgreiðslu „Rvíkur" í síðasta lagi fyrir fimtudag næstkomandi. 21. Lög um skoðun á síld. (Þing- mannafrumv.). Á svæðinu milli Horns og Langaness skal skoðun fara fram á allri nýveiddri síld, sem ætluð er til útflutnings og veidd er í herpinót eða reknet og söltuð er á landi eða við land. Auk þess skal öllum á þessu svæði gefast kostur á að fá mat á saltaðri síld, hafi hún legið hæfilega lengi í salti.----Brot á á- kvæðum þessara laga varða 50—2000 kr. sekt, er rennur í landssjóð, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt hinum almennu hegningarlögum. — Lög þessi öðlast gildi 20. júlí 1911 og gilda til ársloka 1913. (Frh.). Jón Sigurðsson. Minnis- merki hans er nú komið það langt áleiðis, að gipsmynd Einars Jónssonar fór af stað til Kaupmannahafnar með Sterling í gær. Þar verður steypt bronsmynd eftir henni, og er talið iíklegt, að hún verði komin hingað fyrir 2. ágúst, og verður hún þá af- hjúpuð þann dag. Sagt er, að brons- myndirnar verði hafðar tvær, og fer þá önnur þeirra til Vestur-íslendinga. Gipsmyndin var höfð til sýnis hjer nokkra daga, áður en hún fór, og luku allir upp einum munni um það, að hún væri reglulegt listaverk. Hún er um 41/* alin á hæð, eða sem næst hálf önnur mannshæð. Síðan Einar Jónsson lauk við gipsmyndina, hefir hann verið að vinna að upphleyptri mynd, sem á að verða framan á fót- stallinum. — Mikið hefir verið ritað ! um það og rætt, hvar myndin ætti

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.