Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 10.06.1911, Síða 2

Reykjavík - 10.06.1911, Síða 2
94 REYKJAVIK Leikhúsið. Þessa viku heflr að eins einn leikur verið leikinn, en hann heflr verið leik- inn í 5 kvöld, og allt af fyrir fullu húsi, þar af eitt kvöld ókeypis fyrir börn, og var það falleg hugulsemi af leikendunum. Leikur sá, sem leikinn hefir verið, er „Elverhoj11, eftir J. L. Heiberg. Danir skemmta sjer ætíð vel við leik þennan, enda er hann danskur í húð og hár. íslendingar, sem haía sjeð leikinn ytra, vissu hvað hjer var í boði, og gerðu sjer þess vegna ekki miklar vonir. En fjöldinn allur, sem aldrei hefir sjeð hann, en að eins heyrt gum Dana af leiknum, vonuðust hjer auðvitað eftir góðri skemmtun, en — því meiri urðu vonbrigðin. Efni leiksins er þetta: Erik Walkendorff, bóndi á Hojstrup, heflr fyrir bænastað Kristjáns IV., Danakonungs, tekið til fósturs foreldra- laust ungbarn, Elisabeth Munk, og hefir konungur látið festa dýrindis- gullhring við háls barnsins með keðju. Kona Walkendorffs týnir barninu á einhvern hátt, en um það, á hvern hátt það hefir atvikazt, þegir leikurinn. Um sama leyti kemur Walkendorff heim úr ferð til útlanda, og hefir með sjer ungbarn eitt, bróðurdóttur sína, sem líka heitir Elisabeth. Kemur þeim hjónum þá saman um, að leyna barns- hvarfinu, og láta þetta barn koma í staðinn. En kona ein, Karen á Trygge- vælde, finnur týnda barnið úti hjá Álf- hól; hyggur það vera álfabarn, en hefir það þó heim með sjer, nefnir það Agnete, eftir barni, sem hún er nýbúin að missa, og elur það upp sem dóttur sína. Þegar leikurinn hefst, eru stúlkur þessar báðar gjafvaxta orðnar, og báðar trúlofaðar á laun, Elisabeth trúlofuð Ponl Flemming, einum af hirðmönn- um konungsins, en Agnete Albert Ebbesen, konunglegum ljensmanni á Tryggevælde. Konungurinn veit ekk- ert um trúlofanir þessar, en hann ætlar að sjá fósturdóttur sinni, Elisa- beth, fyrir gjaforði, og hefir ákveðið að gifta hana ljensmanni sínum, Ebbe- sen. Brúðkaupið á að fara fram að heimili brúðurinnar kvöld það, er leik- urinn gerist. Konungurinn er kominn út á Tryggevælde til Ebbesens. Hann ætlar ekki að verða í brúðkaupinu, heldur ætlar hann að senda hirðmann sinn, Flemming, í sinn stað. Þegar Ebbesen er farinn af stað til brúðkaupsins, verður Agnete háifsturluð af örvæntingu, og játar móður sinni ást sína á Ebbesen. En Karen gamla segir henni þá eins og er, að hún sje ekki móðir hennar, heldur sje hún álfamær, sem hún hafi fundið úti hjá Álfhól, þegar hún var barn, og svo alið upp sem dóttur sína; hún hafi aldrei verið skírð, og sje því heiðingi. Og svo segir hún Agnete, hvað hún skuli gera: Hún skuli fara út að Álf- hói, ná í hringinn góða, sem þar sje grafinn í jörð á tilteknum stað; kalla síðan fram álfakónginn, og rjetta hon- um hringinn. Ef álfakóngurinn taki við hringnum, þá verði hún að veia með álfum upp frá því, en taki hann ekki við honum, þá skuli hún kasta hringnum í álfakónginn, og sje hún þá laus allra mála við álfana. Agnete kemst svo út að Álfhól og nær í hringinn, en í sama bili kem- ur Kristján konungur þar að. Hann hafði um kvöldið brugðið sjer þangað á dýraveiðar með mönnum sínum. Hann sjer hringinn á hendi stúlkunn- ar og þekkir hann undir eins. Vill hann fá að vita, hvernig á því standi, að hún hafi hring þennan, og segir hún honum þá upp sögu þá, er Karen hafði sagt henni. Skilur þá konungur, hvernig í öllu liggur, og að þetta er Elisabeta Munk. Tekur hann hana þegar með sjer, og hraðar ferð sinni sem mest hann má til Hojstrup. Þeg- ar þangað kemur er allt að komast í uppnám, því að brúðhjónin vilja alls ekki eigast, og Ebbesen segir konungi hreinskilnislega, að hann skuli aldrei giftast Elisabet. En konungur sver og sárt við leggur, að hann skuli ganga að eiga Elisabeth Munk, eins og ákveð- ið hafi verið. Og því næst leiðir liann fram Agnete, og segir, að hjer sje hin rjetta Elisabeth Munk og sýnir hring- inn til sannindamerkis. Walkendorff verður að meðganga, að Elisabeth fósturdóttur sín, sje ekki sú hin sama, sem konungur hafi fengið sjer til fóst- urs. — Svo endar alt eins og í sögu Ebbesen fær gömlu unnustuna sína, Agnete, þ. e. hina rjettu Elisabeth Munk, og Flemming ■ fær sína gömlu unnustu, Elisabeth Walkendorff. Þetta er efni leiksins, og sjá allir, að vel þarf að fara með það, ef nokk- uð á úr því að verða. Inn í þetta er að vísu fljettað ýmsri hjátrú og fieiru, og dansar og söngvar eiga að gera leikinnn fjörugri. Tvær skemti- legar persónur eru og í leiknum, sem ekki koma efninu við. Það eru Mogens veiðimaður og Bjern Olufson, ráðs- maður á Hojstrup. Leikendurnir Ijeku margir mjög vel. Boesen Ijek Kristján IV. prýðilega, og gerfið var ágætt. Frú Boesen ijek Karen gömlu listavel. Carla Múller Ijek Elisabeth (fósturdóttur Walken- dorffs) mjög vei og náttúrlega, og Carl Grooth ljek bæði Mogens og Björn einstaklega skemmtilega. Anna Alger Ijek og Agnete mjög laglega og með köflum rjett vel. Allar aðrar persón- ur miður leiknar. Kórsöngvarnir voru afleitir. Hefði sjálfsagt verið innan handar að fá betri söngflokk, ef reynt hefði verið, og gengur ósvífni næst, að bjóða mönnum siíkan söng. Sumum kór- söngunum var auk þess alveg sleppt úr leiknum. Og óviðfelldið er það, að heyra kvennmannsraddir í veiði- mannasöngnum. Dansarnir, sem eiga að vera eitt aðalatriði leiksins, voru og hreinasta ómynd — nutu sín ekki vegna þrengsla á leiksviðinu. Leiktjöldin eiga og að gera mikið til þess, að gera" leik þennan hugð- næman, en þau voru alls ekki góð — öli upplituð og ónáttúrleg, og svo lítil, að leiksviðið hjer hefði þolað þau hálfu stærri, og hefir það þó ekki stærðinni fyrir að fara. Hljóðfæraflokkurinn var furðu góður. Listavinur. Hvað er ad frjetta? Prófastur í Mýraprófastsdæmi er síra Magnús Andrjesson á Gilsbakka skipaður 22. þ. m. Laus embætti, sem konungur veitir: 2 prófessorsembætti við guðfræðisdeild háskólans, 3 prófessorsembætti við lagadeild há- skólans, 2 prófessorsembætti við læknadeild há- skólans, prófessorsembættið í heimspeki við há- skólann, prófessorsembættið í íslenzkri málfræði og menningarsögu við háskólann. Byrjunarlaun allra þessara embætta eru 3000 kr., en launin hækka á hverjum þriggja ára fresti um 200 kr. á ári, upp í 4800 kr. Auglýst laus 8. júní 1911. Umsóknarfrestur til 10. ág. 1911. Laus embcetti, sem ráðherra veitir: Dócentsembættið við guðfræðisdeild há- skólans, Dócdntsemdættið í íslenzkri sagnfræði við háskóiann. Árslaun 2800 kr. Auglýst laus 8. júní. Umsóknarfrestur til 10. ág. 1911. Háskólinn verður stofnaður á laugar- daginn kemur, á aldar-afmæli Jóns Sig. urðssonar. En til þess. að það gæti orðið, varð ráðherra að setja xnenn til bráða- birgða í öll embætti við háskólann. Þessir hafa því 8. þ. m. verið SkipaOir prófessora** °0 dócentar wið háskólann frá þessum tíma til 30. september í haust (án sjerstakra launa): Prófessor við guðfræðisdeildina Jón Helgason lector. Prófessor við sömu deild H a r a 1 d u r Níelsson. Dócent við sömu deild Eíríkur Briem. Prófessor við lagadeildina Lárus H. Bjarnason. Prófessor við sömu deild Einar Arn- ó r s s o n. Prófessor við sömu deild Jón Kristj- á n s a o n. Prófessor við 1 æk nad e i 1 d i n a G u ð m. Björnsson landlæknir. Reykjavik Teater. (Det, danske Skuespillerselskab). Sondag 8/o Kl. 8lh for sidste Gang: Elverhej. Tirsdag u/« Kl. 81 /v: En Forbryder. Skuespil i 5 Akter af Sven Lange. Prófessor við sömu deild Guðmundur Magnússon lækni. Prófessor íísl. málfræði og menn- ingarsögu Björn M. Olsen prófessor. Prófessor í heimspeki Ágúst Bjarna- s o n mag. Dócent við heimspekisdeildina (ísl. saga) Hannes Þorsteinsson alþm. Háskóla-skipulag. í dag hafa há- skólakennararnir kosið fyrir Rector Magni- flcus (forseta háskólans) próf. B. M. Olsen. Deildirnar hafa og kosið sér forstjóra (Decanos). Decanus lögfræðideildarinnar er próf. Lárus Ii. Bjarnason; læknisfræðideildar- innar próf. Guðm. Magnússon; guðfræði- deildarinnar próf. Ján Helgason; heim- spekideildarinnar próf. Agúst Bjarnason. lltflutt smjör árið 1910. Árið 1910 hafa verið flutt út tæp 300,000 pd. alls af smjöri frá smjörbúunum. Eftirfarandi skýrsla sýnir hvað smjörið var mikið frá hverju einstöku búi, og upp- hæð smjörstyrksins, er nam alls 14 þús. kr. Nöfn smjörbúanna Smjör Verðlaun pd. kr. a. 1. Apár, (Arn.) . . 6963 325 86 2. Arnarbælis, ,(Árn.) . 20396 954 29 3. Arlæltjar, (Arn.) . . Baugstaða, (Arn.) 14366 671 81 4. 22834 1068 57 5. Birtingaholts, (Árn.). 7370 344 90 6. Deildár, (Skaftaf.). . 10941 512 02 7. Fljótshliðar, (Rangv.) 14964 700 27 8. Fnjóskdæla, (Þing.). 2736 128 05 9. Fossvallalækj., (Árn.) 7670 358 94 10. Fram, (Skagaf.) . . 993 46 47 11. Framnes, (Arn.) . . 9791 458 14 12. Framtíðin, (Skagaf.). 6189 289 63 13. Geirsár, (Borgf.) . . 5424 253 82 14. Guftiár, (Mýra). . . 2613 122 29 15. 16. Hjalia, (Árn.) . • • Hofsár. (Rangv.). . 8501 9914 397 463 83 97 17. Hróarslækjar. (Arn.) 21235 993 72 18. Hvítárvalla, (Borg.) . 5270 246 62 19. Kálfár, (Árn.) . . . 6681 312 66 20. Kerlækjar, (Snæf.) . 1431 66 98 21. Kjósarmanna, (Kjós.) 6357 297 48 2 2. Landmanna, (Rangv.) 8128 380 36 23. Laxár, 610 28 55 24. Laxárbakka, (Borg.). 6872 321 61 25. L.jósvetninga, (Þing.) 3834 179 42 26. Möðruvalla, (Eyjaf.) . Rangár, (Rangv.). . 3634 ,170 07 27. 22660 1060 40 28. Rauðalækj., (Rangv.). 22058 1032 25 29. Reykdæla, (Þing.) 3732 174 66 30. Torfastaða, (Árn.) 14743 689 94 31. Yxnalækjar, (Arn.) . Þverár, (Eyjaf.) . . 8853 414 30 32. 2197 102 70 33. Þykkvabæj-, (Rangv.) 9219 431 42 Samtals. 299169 14000 00 Alt smjörið seldist fyrir meir en 80 au. pd. [Eftir ,,Frey“]. Daglegar líkamsæjingar eftir Olav Schrnder er bók, sem allir þurfa að eignast. Af henni getur hver maður lært tilsagnariaust allar þspr likamsæfingar, sem hverjum manni eru nauðsynlegar til viðhalds heilsunni. Allar hreyfingar akýrð- ar með ágætum myndum. Hún fæst hjá öllum bóksölum, og kostar í bandi að eins 1 krónu. K. A. Knudsen, leikfimisumsjónarmaður i Kaupmannahöfn, segir meðal annars um bók þessa: „Þetta . . . heldur vefunum mjúkum, það er að segja, líkaminn varðveitir eðlilegan mjúkleik sinn, er ber vott um góða heiísu, að sínu leyti eins og stirðleiki sá, sem mörg- um eykst um of með aldrinum, ber vott um veiklun og hnignun. Ef líkaminn er látinn stirðna um skör fram fyrir tímann, þá stafar það af samskonar vanrækslu, eins og þegar vjel er látin liggja i hirðuleysi og ryðga. Stirður líkami og ryðguð vjel vinna bæði jafn illa. og baka eiganda sínum óþarfa amstur. — Æfingarnar i kveri þessu eru einhverjar hinar beztu, sem kostur er á. Jeg veit það af reynslunni. að ef menn að eins vilja eyða til þess fáeinum minútum kvölds eða morgna, eða þegar menn þreyttir eftir vinnuþurfaað teygja úr sjer, þá munu þessar æfingar hressa menn og styrkja og veita þá vellíðan, sem margborgar fyrir- höfnina11. Til bökunar. Florians ekta búðingsduft 10 aura. Florians eggjaduft, jafngildir 6 eggjum, 10 aura. Vanille bökunarduft 4 og 8 aura. Venjulegt bökunarduft 4 og 8 aura. í/í pd. Sukkade fyrir 18 aura. Bezta Vanilla í stöngum 10 og 15 aura, Kirseberja, Sítrónu, Vanillu, Hindberja Karde- mommu og Möndl-udropar frá 15 aurum. Byrgðir af allskonar kryddi. Lyftiduft, Vanillusykur o. s. frv., o. s. Irv. fæst bezt og ódýrast í Sápuhúsinu ogr Sápubúdinni Austnrstræti 17, Laugaveg 40. lllllll.................. I ....i ir

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar: 24. tölublað (10.06.1911)
https://timarit.is/issue/174414

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

24. tölublað (10.06.1911)

Gongd: