Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 17.06.1911, Síða 1

Reykjavík - 17.06.1911, Síða 1
I 1R e'£ k í a v t k. XII., 35 Laugardag 17. *J úní 1911 XII., 35 Jón Sigurðsson. 1^11 — 17. jilní — 1911. Hjer eí ekki rúm til þess, að seprja sögu þess manns, sem talinn er að verið mestur og beztur allra íslendinga, og nefndur var með rjettu „sómi íslancls, sverð og skjöldvr“, og sizt, af ’öllu er rúm til þess, að fara út í það, sem var aðal-æfistarf hans og mesta áhugáefni, baráttu hans fyrir stjórnarfars- ’légií sjálfst'æði þjóðarinnar. Það yrði allt'óf langt mál. Hjer verður að láta nægja, að minnast á að eins örfá atriði úr æfi hans og lifi, og er það, sem hjer fer á eftir, að mestu leyti kaflar teknir á víð og dieif úr æfisögu hans eftir dócent.Eirík Briem, sem prentuð er í 6. árg. Andvara. Jón Sigurðsson var fæddur á Rafnseyri í .vArnarfiiði 17. júní 1811, og ólst upp hjá foreldr- nm sínum, síra Sigurði Jónssyni Qg konu hans íÞórdisi Jónsdóttur. í foreldrahúsum vandist Jón i'áils konar vinnu, eins og siður er til sveita, og ‘sjó stundaði hann á námsárum sinum. Faðir hans kenndi honurn í heimahúsum skólalærdóm að öllú Téyti’. Vorið 1829 fór Jón til Reykjavikur, •og var íítskrifaður þar af Gunnlaugi dómkirkju- presti Oddssyni. Var hann svo næstu ár við jverzfun i Reykjavík, en vorið Í830 fór hann að fLaugarnesi sem skrifari til Steingríms biskups Jónssonar, og vár hjá honum næstu 3 ár. Biskup var sögumaður mikill, og átti bókasafn gott, og mun Jón hafa notað það rækilega í tómstund- ura sinum. Síðla sumars 1833 sigldi Jón til ■háskólans í Kaupmannahöfn, og gaf Steingrímur biskup honum þá þann vitnisburð. að hann væri sjerlega vel gáfaður, kost.gæfinn og siðprúður. í desembei- sama ár tók Jón hið fyrsta próf við háskólann, og árið eftir annað próf, hvorttveggja með fyrstu einkunn. Því næst fór hann að stunda málfræði, og fagði mikið kapp á það nám. En ári siðar fjekk hann styrk af gjafasjóði Árna Magnússonar, og fór hann þá að stunda sjerstakT lega ísl. bókmenntir,. og litlu siðar hætti hann ■alveg við að lesa málfræði undir embættispróf, en sneri sjer eingöngu að sögu íslands. Og um sama leyti var hugur hans farinn að hneigjast mjög að öðru: Hann var orðinn gagntekinn af áhuga á því, að láta til sín taka í málefnum Islands, og koma svo miklum góðum fram- kvæmdum til leiðar, sem honum væri auðið. Og hann hafði marga þá kosti til að bera, sem öðrum fremur gerðu hann hæfan til að koma mikiu til leiðar í málefnum ís- fánds. Hann elskaði ættjörð sína af hjarta, og hafði óbifanlegt' traust á fram-í förum hennar, Um leiðtogahæfileika hans farast Jóni sagnfræðing Jónssyni svo orð í hinni ágætu bók sinni „ísfenzkt þjóðerni" : »Ef menn ættu í fljótu bragði að tilnefna þann eiginleglaika, sem þeir álitu nauðsynfegastan og mest ómi.ssandi þeim, sem vill gerast leiðtogi heillar þjóðar, þá er við því búið, að svarið yrði nokkuð misjafnt, því sitt sýnist hverjum í því efni. Sumir mundu vafalaust taka fjör og áhuga frarn yfir allt unnað, aðrir viljaþrek, og enn aðrir sálarþroska og hagsýni. Þessir kostir allir -og margir fleiri að auki voru sameinaðir hjá Jóni Sigurðssyni. Hjá honum var eldfjör og áhugi samfara gætni og stillingu, einbeittur vifji samfara póli- tískum þroska og hagsýni, og brennandi ættjarðarást og framfaraþrá samfara djúpri og víðtækri þekkingu. Þetta allt hvað með öðru gerði hann að óvið- jafnanlegum leiðtoga í sjálfstæðisbaráttunni, og um leið að einhverjum þeim mikilhæfasta manni, sem ísland hefir nokkru sinni átt‘‘. Arangurinn af aðalstarfi Jóns Sigurðssonar, baráttu hans fyrir sjálfstæði íslands, er öllum kunnur. Hann varð að lokum sá, að konungur veitti íslandi sjerstaka stjórnarskrá 5. jan. 1874, og færði landsmönnum hana sjálfur á 1000 ára hátíðinni. „Þahnig var þá um sinn bundin endi á þessa löngu og hörðu stjórnar- •deilu“, segir í áður tilvitnuðu riti, ísl. þjóðerni, „að vísu ekki eins heppilega og landsmenn hefðu frekast ákosið, en þó all-viðunanlegur, og miklu betri en áhorfðist í fyrstu. Jón Sigurðsson hafði unnið það á með baráttu sinni, að stjórnin hafði að lokum gengið inn á kröfur hans í flestum aðal-atriðunum, •og mátti því með sanni segja, að ekki var til einskis barizt. Þó vannst hon- wm enn þá betur í ýmsum öðrum velferðarmálum landsins. Honum var það t. d. manna mest að þakka, að verzlunin var að lokum gefin frjáls við allar þjóðir 1854, og að slcólamálin komust í nýtt og betra horf, að fjárhagsmálið var leitt til farsælla lykta, og ótal margt annað, sem hvert um sig er ærið nóg til að tryggja honum ævarandi ást og þakklæti hjá þjóðinni. En þó er hitt mest um vert af öllu, að Jón Sigurðsson svo að segja umskapaði þjóðina með baráttu sinni. íslenðingar voru í mörgum greinum eins og ómálga börn, þegar hann fyrst tók að sjer mál þeirra, en hann skildi við þjóðina eins og þrosk- aðan ungling vel á veg kominn, þótt enn væri að vísu mikils á vant í ýms- um greinum. Hann eins og leysti þjóðina úr álögum, leiddi liana út í lífið, og kenndi lienni að þeklcja sjálfa sig, sitt gildi og sínar kröfur. Þess vegna getur ísienzka þjóðin aldrei gleyxht Jóni Sigurðssyni, fyr en ef svo kynni að fara,úað hún aftur gleymdi sjálfri sjer, — og það verður vonandi ekki í bráðina. * * * Árið 1850, árið fyrir þjóðfundinn, séhdi Jón út ávarp til íslendinga, og er hjer ofurlítill kafli úr því, er sýnir, hvernig honunr fóroist orð, er hann hvatti menn til að fylgja málUm sínum, og hve laus hann var við ióskynsam- legar æsingar : ••.•*'' rj „Bindið nú þjóðlegt samband um allt land. Fundi og umræður um alþjóðleg efni mun ehg- inn geta bannað yður með ijettu, en gætið þóss, að hafa afla meðferð yðar á fundum sem reglu- legasta og sem sómasamlegasta í alla staði. Farið eigi í faunkofa með það, sem allir eiga að vita; hafið og hefdur eigi annað fyrir ^tafni, en opinbert má verða. Látið h.vergi, eggjast til að fara lengra eða skemmra, en skynsamlegt er, og sæmir gætnum og einörðum mönnum. Látið á engan hátt eggjast til að sýna em- bættismönnum yðrum vanvirðu, eða ótiihiýðileg- an mótþróa; minnist þess, að embættismenn eru settir til að gæta laganna, og þegar þeir koma fram í laganna nafni, þá óvirðir sá lögin, sem óvirðir þá, en með iögum skal land byggja, en með ólögum eyða. Leitist við sem mest, hver í sinn stað, að útbreiða og festa meðal yðar, þjóð- legt samheldi, þjóðlegaskynsemd ogþjóðlega reglu “. * * ♦ • Umframkomu Jóns Sigurðssonar á þingi og utan þess og um störf hans ýms segir meðal annars í æfisögu hans:( „Rgeður hans höfðu venjulega mikil áhrif, enda var röddin ákaflega sterk og framburðurinn hrífandi. Það var einkennilegt, að hann nafngreindi mjög sjald- an þá menn, er voru á annari skoðun en hann, eða sneri máli sínu beinlínis móti þeim, hvort sem heldur var í ræðum eða ritum. Aftur sparaði hann eigi að vitna t.il orða þeirra manija, er voru á sarna máli.oghann; þótti þeinr oft vænt um það. Hann hugsaði eigi um að svala geði sínu, heldur um það, að vinna sem flesta til að fylgja því, er hann áleit rjett, eða að minnsta kosti koma þeim til að leggja sem minnst á móti því. Hann talaði aldrei undir rós, og keksni og kýmni þótti honum ósamboðin virðingu þingsins. Yfir höf- uð hafði hann mikil áhrif í því tilliti, ,að kenna mönnum góða þingsiðu og skipulega meðferð á málum. En það vo>u eigi að eins þingmál, er Jón leit- aðist við að hrinda áleiðis, heidur og sjerhvað annað, er studdi framfarir lands- ins, t. d. að ísl. menn lærðu búfræði. Vildi hann lielzt að búnaðarskóli yrði stofnaður i landinu, en þegar það gat ekki orðið, þá reyndi hann að hjáipa á allan hátt þeim, er búfræði vildu nema í útlöndum. Hann útvegaði þeim styrk, stundum hjá stjórninni, stundum hjá danska landbúnaðarfjelaginu, og leiðbeindi þeim á annan veg. Þeim, sem voru að leitast við að koma upp innlendri verzlun á íslandi, veitti hann marga mikilvæga aðstoð og ieiðbein- ingu, og útvegaði þeim skýrslur og upplýsingar og gerði sjer mikla fyrirhöfn þeirra vegna. Iðulega brýndi hann fyrir mönnum, hver nauðsyn væri á að bæta jarðir sínar, auka útveg sinn og vanda vörur sínar. Sýna rit hans, svo sem Fiskibókin, Varningsbókin o. fl. áhuga hans í þeim efnum. — Jón leitað- ist við að örfa menn til alls konar fjelagsskapar og samtaka, og var það eigi að eins til þess, að hverju einstöku máli yrði betur ágengt, heldur og öllu fremur til þess að vekja og glæða fjelagsandann yfir höfuð og allt þjóðiegt líf.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.