Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 24.06.1911, Side 3

Reykjavík - 24.06.1911, Side 3
REYKJAVÍK 103 UDdan Alþingishúsinu. Á svöl- um Alþingishússins hjelt Jón Jónsson sagnfræðingur þessu næst minningarræðu þá um Jón Sigurðsson, sem prentuð er hjer í blaðinu. Talaði hann svo hátt og skýrt, að allir heyrðu vel til hans. Að ræðunni lokinni Ijek lúðrasveitin „Ó, guð vors lands". Því næst kom söngflokkur undir stjórn Sigf. Einarssonar fram á svaiirnar sunnan á „ Hótel Reykjavík", og söng þar kvæði íyrir minni Jóns Sigurðssonar eftir Þorstein Erlingsson, með nýju lagi eftir Árna Thorsteins- son. Vorkvæði Hannesar Haf- stein með nýju lagi eftir Jón Laxdal, og fleiri eldri söngva. Minningarsamkoma Bókmennta- fjelagsins. Hún hófst ki. 4 síðdegis í hátíðasal menntaskólans. For,- seti Bókmenntafjelagsins, pró- fessor B. M. Olsen háskólarektor, flutti minningari'æðuna, og tal- aði aðallega um hina miklu starfsemi Jóns Sigurðssonar fyrir Bókmenntafjelagið. Er sú ræða prentuð í Skirni. Þá ræddi og forseti nokkuð um samein- ing deilda Bókmenntafjelagsins, sem nú er að komast á, og Ijet útbýta meðal fjelagsmanna prentuðu frumvarpi Hafnar- deildarinnar um sameininguna, ásamt bráöabirgðaákvörðunum og brjefi frá laganefnd Hafn- ardeildarinnar. Einnig var út- býtt nefndaráliti laganefndar Reykjavíkurdeildarinnar um frumvarpið, og leggur hún til, að frumvarpið sje samþykkt með óverulegum breytingum. Eftir frumvarpinu verður fje- lagið hjer eftir eitt og óskift, með heimili í Reykjavík. Öllum meðlimum fjelagsins er i frum- varpinu tryggður kosningar- rjettur. Þeir eiga að kjósa skriflega, hvar í heiminum sem þeir eiga heiina. Forseti er kosinn til tveggja ára í senn, en við hlið honum eru 6 full- trúar, kosnir til 6 ára, og fara þeir frá 2 og 2 í senn annað- hvert ár. Á samkomu þessari var og útbýtt meðal meðiim- anna tveim mjög merkum minn- ingarritum. Var annað Brjef Jóns Sigurðssonar, i. hefti, 39 arka bók, með myndum af Jóni Sigurðssyni, konu hans, frú Ingibjörgu Einarsdóttur, og bú- stað þeirra hjóna í Kaupmanna- höfn. Hitt var tvöfait hefti af Skírni, sem allt er helgað minningunni um Jón Sigurðs- son, og er það einnig með myndum. í því eru Minning- arljóðin eftir Hannes Hafstein, sem prentuð verða í næsta blaði, og orkt voru fyrir minningar- hátíðina á Rafnseyri; þá rit- gerð eftir Þorl. H. Bjarnason kennara (Frá uppvexti Jóns Sig- urðssonar og fyrstu afskiftum hans af landsmálum); þá æfi- söguágrip síra Sigurðar sál. Jónssonar, föður Jóns, eftir síra Odd sál. á Rafnseyri; þá rit- gerð um vísindastörf Jóns Sig- urðssonar eftir prófessor Finn Jónsson; þá ritgerð um Jón [Framh. á 4 bls.] Afhjúpun andlitsmyndar Jóns Sigurðssonar í hátiðasal Mentaskólans. Þú salur! þar nú sitjum vjer, þin saga’ er frá þeim degi ger, í þjer er vigðist þing; þvi fyrr en skóla lið þú leist, þú leist hjer þing vort endurreist; þess hetju að sjá þjer hefur veist, sem hóf hjer vopnin sling. Hjer stóð hann, hetjan trækn og frið, svo frjáls, á undan sinni tið, hann benti’ á nýja braut, og geisli skein aí ársól inn á enni bjart og rjóða kinn, er brýndi’ hann hugmóð bræðra’ og sinn, að bila hvergi’ í þraut. Þú skóla salur, salur þings, með sætum þjóðfulltrúa-hrings á undanfarnri öld! hjer þings var skóli’ i þínum rann, og þjóðmæringur kenna vann, vor þingmeistari — heiðrum hann vort hinsta fram á kvöld. Og þvi er myndin snillings sett, vor salur, á þinn vegginn rjett: hún mitt sje meðal vor! en andinn þess hins itra manns hjer yfir svífi hörnum lands, i skóla stöð, á staðnum hans, sem steig hjer frægðar spor! Sigr. Th. Iðnsýning'in opnuð. I. Ræða Kl. Jónssonar landritara. Það er langt síðan, að menn fundu það og skildu, að opinber sýning á munum, handvinnu og yflr höfuð öllum hlutum hefði afarmikla þýðingu, því að það er svo auðskilið, að smiðurinn t. a. m. vandar til hlutarins, eins og hann best getur, þegar sýna á hann opinberlega, og bera hann saman við samskonar grip, er annar hefur smíð- að; það hlýtur svo að fara, að kapp og metnaður komi þá upp lijá hverjum einstökum manni, sem sýnir handa- vinnu sína, að kapp og metnaður komi upp hjá hverjum iðnflokki út af fyrir sig, og ef um allsherjar þjóðarsýningu er að ræða, að það rísi upp kapp og metnaður milli þjóð- anna um að vanda alt sem best, og geta sjer hinn besta orðstír. Tilgangurinn með sýningum er því að efla kapp og metnað manna á milli og þjóða á milli. Það liggur því í augum uppi, hve afarmikla þýðingu sýningar geta haft. Það er svo sjálfgefið, að sá, sem hlotið hefur verð- laun fyrir vöru sína eða handavinnu á auðveldara með að selja hana en aðrir, og því hægra á hann með það, því almennari, fjölbreyttari og því fjölsóttari sem sýningin er. Sýningar hafa því eigi einungis þann mikla kost í för með sjer, að hvetja og eggja einstaklinginn og heilar stjeltar til að vanda verk sin sem best, og ná þeirri fullkomnun sem aðrir hafa sýnt, að þau geta fengið, heldur verða þær einnig lyftistöng fyrir viðskiftum og verslun, þær ýta því undir framfarir, þær niiða hreint og beint til þess að efla alt viðskiftalíf manna á nieðal, en, þvi meira seni það er, þvi meira vex velmegun þjóðanna, og henni fylgir aft- ur andlegur þroski og þjóðarinenning. Af þessum ástæðum, sem lijer eru aðeins alment og stuttlega fram settar, er það Ijóst að sýningar eru eigi að eins rjettmætar,heldurlíka nauðsynlegar ogþvíeru sýningar nú orðnar mjög almennar með útlendum þjóðum og eru þær margvíslegs eðlis; þær geta verið í mjög smáum stýl, og alveg sjerstaks eðlis, svo sem gripasýningar, og hafa þær verið nokkuð tíðar einnig á voru landi, og sjálfsagt haft talsverða þýðingu; þvi vissulega hafa þær sumar hverjar verið fremur uppörfandi, og aðrar hafa hlotið að kenna og sýna, hve skaint vjer erum komnir í samanburði við aðrar þjóðir, og sá lærdómur er líka eða œtti að minsta kosti að vera oss hollur. Enn eru svo kallaðar iðnsijn- ingar, og eiga þær sjerstaklega að sýna, hve langt menn eru komnir í hagleik og hverskonar handavinnu, og loks eru heimssýningar, á þeim er sýnt alt milli himins og jarðar, sem andi mannsins hefur upphugsað, og hendurnar framkvæmt. Slik sýning hefur eðlilega aldrei verið hjá oss, og það verður sjálfsagt mjög langt að biða þess, að hún komist á; hve lengi þess mun vera að bíða, er eigi unt að segja; spádómar koniast hjer engir að, það geta liðið aldir áður en það verði, en nógu stórt er landið til þess, og nóg auðæfi á það til þess, að það er hugsanlegt að svo mætti fara, að slík sýning kæmist á. Þessi iðnsýning, sem hjer verður opnuð í dag, er samt ekki hin fyrsta, sem haldin er hjer á landi, en hún er eins og vera ber sú langstærsta, sem haldin hefur verið. Smásýningar hafa verið haldnar úti um landið, og hafa án efa haft nokkra þýðingu í þvi hjeraði, sem þær voru haldnar í, og hjer í Reykjavík hefur aðeins ein slík sýn- ing áður verið haldin, nú fyrir 28 árum, sumarið 1883. Sú sýning var i injög smáum stýl, haldin í tveimur stof- um í barnaskólahúsinu, nú pósthúsinu; ekki var áhugi blaðanna meiri þá en svo, að í öðru þeirra blaða, sem þá komu út í Reykjavik, var þess getið í 3—4 línum, að sýning hefði verið opnuð þá fyrir hálfum mánuði, en í hinu blaðinu var hennar alls ekki getið; að öðru leyti var þessi sýning nafnfræg fyrir það, að nálega allir sýnendur fengu viðurkenningu, þeir sem ekki fengu silfur eða bronse- medalíu, fengu viðurkenningarskrá. Eftir því, sem mjer taldist til áðan, að væri, eða ætti að vera markmið sýninga, þá er það ljóst, að því takmarki verður ekki náð, ef dómurinn um sýningarmun- ina er ekki einungis alveg rjettlátur, heldur líka óhlut- drægur og framkvæmdur af þeim dómendum, sem hafa vit á að dæma rjett og vilja til að dæma rjett. Sje þetta ekki svo, sje verðlaunum kastað út, svona af handahófi, þá er svo langt frá að nokkuð gagn verði af sýningum, að þær þvert á rnóti eru skaðlegar, þær svíkja framleið- andann, telja honum trú um, að hann hafi leyst fullkomn- ara verk af hendi, en hann hefur í raun og veru, og þær svíkja viðskiftamenn, setja þann stimpil, það merki á hlut- inn, að hann sje fyrsta flokks, þótt hann sje það ekki, þær gefa honum þá þýðingu og það gildi, sem hann hef- ur ekki. Þetta vildi jeg óska að ekki kæmi fyrir í þetta sinn, að dómendur hefðu það hugfast, að því að eins lief- ur sýningin sína þýðingu, að dómurinn sje strangur en rjettlátur; til þess eru víti að varast þau. Þessi sýning er iðnsýning. Það var vafalaust mjög heppilega ráðið, að takmarka sýninguna svo; frá fornu fari hafa fslendingar verið hagleiksmenn, og sá hagleikur hefur aldrei dáið út, og er nú eins og alt annað á framfaraskeiði. Listfengi og hegurð, sjerstaklega á hverskonar smiði, sauma og vefnað hefur verið eitt af einkennum íslend- inga\ alt fram á þennan dag; við þurfum ekki annað en ganga upp í fornmenjasafnið til þess að sannfæra okkur um þetta, og sjerstaklega um það, að íslenskar konur hafa kunnað að fara með nál á undanförnum öldum; hinn listhagasti maður heimsins á síðustu öldum var og ís- lenskur að faðerni, og listfengi sína hefur hann fengið í arf frá föður sinuin og föðurfrændum. Það má telja alveg vist. Á þessari sýningu eru nú saman komnir margir snildar- fallegir gripir og jeg þykist ekki tala of mikið, þó jeg segi það, að það sjeu, eftir mínu viti, öll líkindi til, að sýningin í heild sinni verði stofnendum hennar og um leið landinu til sóma og gagns, og að hjer sjeu margir þeir gripir sýndir, sem mundu fullkomlega sóma sjer á hverri sýningu sem er, og vekja þar bæði eftirtekt og aðdáun, jeg gæti nefnt slíka gripi, ef það ætti við að gera það i þessari tölu. Sýningar benda ljóslega á það, á hverju menningar- stigi sú þjóð er, sem þær halda. Þessi sýning verður líka skoðuð svo í augum útlendinga, að hún sje spegill og ímynd þess, er vjer getum; það hefði því verið mjög æski- legt að listfróðir menn úr öðrum löndum hefðu komið hingað, menn, sem bæði hefðu haft vit á og vilja til að dæma um oss eins og rjett er. Það hefði getað vakið eftirtekt þjóðanna á oss til góðs; viðskiftalíf vort við ná- grannaþjóðir vorar, hefur hin siðari árin eigi verið eins æskilegt og vera skyldi; álit þeirra á oss hefur farið heldur minkandi; það hefði því verið mjög æskilegt, ef vjer hefðum getað notað þessa minningarhátíð, þessa sýningu sjerstaklega, til þess að hefja álit íslands í þeirra augum. Jeg skýt því til nefndarinnar, það er eigi of seint enn, hvort það gæti eigi komist í verk, að óhlutdrægir dómar um sýninguna kæmust í útlend blöð, því jeg er sannfærð- ur um, að það gæti orðið oss til verulegs gagns. Það er varla nokkurt það málefni til, sem snertir frelsi og framfarir landsins, sem Jón Sigurðsson hefui ekki borið fram og hvatt landa sína til að halda fram, og

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.