Reykjavík

Issue

Reykjavík - 29.07.1911, Page 3

Reykjavík - 29.07.1911, Page 3
REYKJAVlK 127 Glaðlyndi og ánægja eru samfára notkun Sunlight sápunnar. Eins og sóls- kinið lýsir upp og fjörgar nátturuna, eins gjörir Suniight sápan bjart yfir erfiði dagsins. SUNLIGHT SÁPA vöxt safnsins og viðgang, sem og um það, að alþýða notaði safnið. Um mörg ár var hann og aðstoðar- maður við Forngripasafnið, og gegndi því starfi með alúð og áhuga. Hann var prýðisvel greindur maður, hygginn, stilltur og dagfarsprúður, mjög vel að sér um marga hluti, og sæmdarmaður í hvívetna. Heiðursmerki dbrm. fjekk hann 1899, og á síðasta þingi voru honum ætluð dálítil eftirlaun eða ellistyrkur úr lands- sjóði. Sighvatur sái. var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Steinunn ísleifsdóttir, Gissurssonar bónda á Seljalandi. Þau giftust 30. apríl 1843, og voru rúm 40 ár í hjónabandi. Börn þeirra eru Jórunn, kona Þorvaldar Björnssonar lögregluþjóns í Reykjavík, og Sigurður bóndi á Þórunúpi í Hvolhrepp. Stein- unn andaðist 7. nóv. 1883. — Síðari kona Sighvatar sál. er Anna Þorvarðs- dóttir, Jónssonar prests á Prestsbakka. Þau giftust 26. apríl 1885. Lifir hún mann sinn ásamt tveim börnum þeirra, Sigríði, konu Tómasar Jónssonar kaup- manns hjer í Reykjavík, og Árna, verzlunarstjóra Thomsens-verzlunar. Jarðarför Sighvatar sál. fór fram í gær að viðstöddu miklu fjöimenni. Sjera Ólafur Ólafsson flutti húskveðj- una, en sjera Jóhann Þorkelsson ræðu í dómkirkjunni. Við húskveðjuna voru sungiu ljóð þau eftir sjera Friðrik Frið- riksson, sem hjer fara á eftir: Bændaprýði, sveitar sómi, silfurhærður æakublómi hvildi yfir öldnum þjer; fremst þú gekkst i flokki hölda fyrirliði’, unz tók að kvölda. Ættjörð faðmi son að sjer. Langur heiður lífsins dagur liðinn er svo sumarfagur. Sælt er komið sólarlag; margt var starí og mikil vinna, meDjar bera verka þinna byggðir lands í bættum hag. Þar sem mestan barstu blóma brosa mun í sólarljóma grund, er verkin geymir þín; lengi mun hjá lýð og þingi lofið geymast þjóðmæringi. Minning góð ei deyr nje dvín. Hvíld er sæl og sigur fenginn, sæmdarbraut til enda gengin; Með þjer vina fagnar fjöld; Gleði’ og sorg í hendur haldast, hrimi og sólbrá tindar faldast við þín síðstu sumarkvöld. Hjer í þínum heima ranni harma börnin þín og svanni. Orðið fyrir skildi er skarð; fram áefstu æfitsundir auðnan þín á flestar lundir þeim til gagns og gleði varð. Lof sje guði! Lífs var brautin íöng og dáðrik, hinnsta þrautin yfirstígin er í náð; vonin yfir leiði Ijómar, lífsins geislar, sigurhljómar boða Drottins dýrðar-ráð. Vmbindindi og eiturþorsti. Menn munu kannast við þær stað- hæflngar bannfjenda, að við aðflutn- ingsbann áfengis aukist að eins til- hneiging manna til að neyta annara eiturefna, og að ein nautn komi í stað annarar. Á þessu byggja þeir það, að það sje árangurslaust eða jafnvel skað- legt, að banna aðflutning eða sölu áfengis. Jafnvel þótt áfengið sje eitthvert hið skaðlegasta nautnarefni, þá væri þó ástæða til að líta á þetta, ef það væri sannreynd. Bindindisvinur einn í Ameríku, dr. Holitscher að nafni, heflr varið miklu starfl til þess að rannsaka, hvort þetta sje á nokkrum rökum bygt. Er nú birt eftir hann grein um þetta efni i I ýmsum enskum blöðum og tímaritum í Ameríku. Þar neitar hann því ger- samlega og með skýrum rökum, að rjenun áfengisnautnar fylgi nautn ann- ara eiturefna, svo sem „morfíns", j „ópíums", „eters", „cocains" o. s. frv., og bendir á, að það sje að eins grýla bannfjenda til þess að styrkja mál sitt en andæfa bindindishreyfingunni. Dr. Holitscher segir, að ef þessi kenning bannfjenda væri rjett, þá benti það á, að í líkama mannsins væri ó- slökkvandi löngun eftir nautnarefnum, svo að menn hlytu að fullnægja henni, en sýnir jafnframt, hve mikil fjarstæða það er. Fjöldi manna lifir svo, að bragða aldrei nokkurt sterkt eiturefni, og án þess að finna til löngunar til þess, og þeir menn eru einmitt sælli en hinir, sem eitursins neyta. Ýmsar stórþjóðir heimsins hafa og blómgazt án þess að neyta nokkurra nautnarefna. Dr. Holit- scher bendir t. d. á Múhameðsmenn, sem neyttu engra nautnarefna frá dögum Múhameðs og þar til farið var að drekka kaffi og te og neyta tóbaks. Og menn- ing Araba var einmitt á hæsta stigi meðan þeir neyttu engra eiturefna. Ennfremur bendir hann á það, að flest nautnarefni eru ólystug og í fyrstu ó- geðfeld þeim, sem neyta, þótt þetta breytist, er menn hafa vanið sig á að neyta þeirra, og segir, að það bendi alls ekki á, að í manninum búi þörf til þess að neyta þeirra, heldur miklu fremur gagnstætt. Þá kemur hann að því að svara þeirri spurningu almennt, hvort reynsl- an sýni, að þjóðir, sem lítið neyta á- fengis eða bannað hafa innflutning þess, neyti meira annara nautnarefna en hinar, sem mikils áfengis neyta. Hann sannar það með áreiðanlegum skýrsl- um, að svo er ekki, og heldur því hiklaust fram, að auðugir áfengissalar og aðrir bannfjendur láti ýms blöð, sem þeim eru háð, bera út slíkar fregnir. Hann bendir á, að þessar fregnir hafl borizt úr bannríkjunum í Ameríku og frá Noregi. Skýrslur lækna- stjórnarinnar í Kristjaníu segja Ijósum orðum, að þær sögur sem borizt hafi frá Noregi, um að mikið væri þar um neyzlu „morfíns“, „ópíums“ og „eters“, væri einber tilbúningur. Hið sama er að segja um skýrslur úr bannríkjunum i Ameríku. Dr. Holitscher getur þess, að Frakkar neyti mest áfengis af Norðurálfuþjóðum, en Norðmenn og Finnar minnst, og bendir á það til samanburðar, að hvergi er neytt eins mikils af eiturefnum auk áfengis, eins og einmitt á Frakklandi, en minnst í Noregi og á Finniandi. Á Finnlandi verður naumast vart neyzlu „morfins“ eða annara slíkra eiturefna. Enginn hefir orðið þess var, að neyzla „morfíns8, „ópíums" eða ann- ara slíkra eiturefna hafi aukizt síðan bindindishreyfingin hófst, þar. Dr.Holit- scher hefir fengið skýrslur fjölda lækna og annara manna á Þýzkalandi um það efni, og ber þeim saman um það nær undantekningarlaust, að neyzla „morfins", „ópíums“ eða annara eitur- efna fari alls eigi í vöxt, en geta þess jafnframt, að neytendur þeirra eitur- efna sjeu einmitt úr flokki drykkju- manna, og bindindishreyflngin miði til þess að draga úr nautn eiturefna yflrleitt. [Nl.]. [Niðurl.]. Öll umsetning bankans og útbúa hans var árið 1910 nálægt 59 milj. króna, eða rúmar 196 þúsund krónur hvern virkan dag að meðaltali. Næsta ár á undan var umsetningin tæpar 53 milj., hefur því vaxið um fullar 5 miljónir á árinu. Peningainnborganir gegnum kassa bankans og útbúanna námu árið 1910 rúml. 28l\z milj. króna. Innlög á dálk og hlaupareikning voru fullri milj. króna hærri árið 1910 en næsta ár á undan. Árið 1909 voru slík innlög við bankann og útbúin tæpar 7 milj., en því nær 8 milj. árið 1910. Innlán voru í ársbyrjun igioíbank- anum og útbúum hans 13V2 hundrað þúsund krónur, en voru í árslok orðin því nær 1600 þúsund krónur; höfðu því vaxið á árinu um því nær U4 milj. króna. Sparisjódsinnstœðujé hjá útbúum bankans hækkaði um rúmar po pús- und krónur árið 1910. Handveðslán hækkuðu á árinu um 26 þúsund krónur. Veitt voru rúm 76 þúsund kr. í slíkum lánum, endur- borguð tæp 45 þúsund. Aftur á móti lækkuðu sjálfskuldar- ábyrgðarlán um full 17 þúsund kr. Veitt voru c. 91 þúsund kr. í slíkum lánum, en endurborguð tæp 108 þús- und kr. Bæði handveðslána- og sjálfskuldar- ábyrgðarlána-veitingar voru nokkru meiri úr bankanum 1910 en næsta ár á undan. I reikningslánum var veitt rúm hálf- fjórða miljóh króna. — Lán þessi voru þó alls c. 17 þúsund krónum lægri í árslok en í ársbyrjun. — Reiknings- lána-umsetningin var við bankann og útbúin fullri miljbn króna hærri árið 1910 en árið 1909. Víxla keypti bankinn og útbú hans 53 »— En þú gleymir víst ekki, góðurinn minn, að gefa vini þínum einhver ofurlítil ómakslaun ?« »Stendur nokkuð um mig i samningnum?« spurði að- komumaðurinn með ógnandi röddu. »Ja, bara að jeg vissi það. Þú veizt, að jeg get ekki lesið þetta bölvað hrafnamál. »Hvar er hann þá?« »Nei, Gústav minn, þú færð hann ekki svona alveg endurgjaldslaust . . . .? »Hvar er hann, segi jeg?« »Hvaða ósköp liggur þjer á Gústav. Og það er . . . já, þú ert eitthvað svo skrítinn í málrómnum, að jeg kannast varla við röddina þína. Hvað viltu borga mjer fyrir samn- inginn?« »Við skulum nú ekki vera að gera að gamni okkar! Ef þú segir mjer ekki áður en 6 sekúndur eru liðnar, hvar hann er, þá fær þú 6 skambyssukúlur i hausinn. Þetta er alvara!« Hann setti aftur byssuhlaupið að enni honum »Hvaða kjánalæti eru þetta! Við erum þó skollann ekki komnir til Caracas ...... Aðkomumaðurinn tók aftur byssuna frá enni sendherr- ans, og tók nú að leita til og frá í herberginu. »Láttu min plögg vera, heyrir þú það! Et þú snertir við nokkurum sköpuðum hlut, þá kalla jeg á hjálp. Og þá er úti um þig«- Hinn hjelt áfram leitinni, og ljet sem hann heyrði þetta ekki. Don Joachim ætlaði að fara að öskra á hjálp, en þá greip hinn allt í einu fyrir kverkar honum með annari hend- inni, en hjelt með hinni vasaklút fyrir vitunum á honum, hvernig sem hann reyndi að brjótast um.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.