Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 12.08.1911, Blaðsíða 1

Reykjavík - 12.08.1911, Blaðsíða 1
1R e$ k \ a\> t k. Langardag 13. Agúst 1911 XII., 34 Verðskrá h.|f. Sápuhússins og Sápubúðarinnar í Reykjavík. Til þvotta. Agæt grænsápa — brúnsápa — Kristalsápa — Maseillesápa — Salmiaksápa — Stangasápa Prima Do. Ekta Lessive lútarduft Kem. Sápuspænir Príma Blegsodi 8—10—11—17 Gallsápa á mislit föt Blámi í dósum 3 pd. sóda fínn og grófur pd. 0,16 — 0,18 — 0,22 — 0,25 — 0,30 — 0,20 — 0,30 — 0,20 — 0,35 au. pd. st. 0,18 0,08 0,15 Handsápur frá 5 aurum upp í 1 kr. Á tennurnar. Sana tannpasta Kosmodont Tannduft frá Tannburstar frá 0,30 0,50 0,15 0,12 í hárið. Franskt brennivín glasið 0,28 Brillantine glasið frá 0,25 Eau de Quiníne við háriosi i stórum glösum 0,50—0,60—1,00. — Champoo- ing duft (með eggjum) 0,10—0,25. Góðar hárgreiður á 0,25—0,35—0,50 -0,75—1,00. Ilmvötn. í glösum frá 0,10 Ekta pröfuflöskur 0,45 Eftir máli 10 gr. 0,10 Skóáburðnr. Juno Creme, svart 0,10 Standard í dósum 0,25 Filscream Boxcalf 0,20 Skócreame í túpum á svarta, brúna og gula skó 0,15—0,25. Brúnn áburður í dósum 0,20 Allskonar burstar og sápa, Gólfklút- ar, Svampar, Hárnælur, Kambar, mjög mikið úrval og gott verð. h/f Sápuhúsið, Austurstræti 17. Sápubúðin, Laugaveg 40. Talsimi 155. Talsími 131. XXI., 34 | ÍJréfkafli frá merkisbónda og Hvar. [Framh. frá síðasta blaði]. Þá segið þér mér, að ykkur bænd- unum sumum flnnist sem framkoma okkar sumra þingmanna sé sú, að vér metum ekki starf ykkar ogýmislegt,sem að landbúnaði lýtur, svo sem vera ber. Geflð þér i skyn, að þetta eigi meðfram að vera sneið til mín, og skjótið því til mín að athuga, hvort mér beri sú sneið. Vel skil ég það, að yður mun virð- ast, ég eigi sneiðina; því að ég hefl ekki svo sjaldan heyrt þessu að mér foeint, að ég meti eigi landbúnaðinn sem vera bæri. — En ég verð alger- lega að neita því, að ég eigi þá sneið. Og ég hygg, að yður og öðrum ýrði skotaskuld úr því að sýna fram á rök fyrir því. Þegar ég hefi beðið ein- hverja, sem þetta segja, um röksemdir sínar, þá hafa þeir ekki getað sýnt fram á neina atkvæðagreiðslu mína á þingi, er í þessa átt benti; eina rök- semdin hefir jafnan verið sú, að ég hafi gert lítið úr landbúnaðinum á þingi, og hafa þá bent á ræðu eftir mig, sem „Ægir“ prentaði upp eftir þingtíðindunum. En er þar gert lítið úr landbúnaðinum í sjálfu sór ? Síður en svo; en hitt sagði ég þar, sem satt er og engum getur dulist, sem vill gefa því gaum, að landbúnaöurinn er eklci lengur aðal-atvinnuvegur þessa lands, þótt hann hafi eitt sinn verið það. Sá atvinnuvegur hlýtur ómót- mælanlega að teljast aða?-atvinnuvegur hvers lands, sem framleiðir langmest af afurðum landsins. Landshags- skýrslur vorar sýna það, svo að ekki verður véfengt, að afurðir landbúnað- arins eru ekki nema brot af afurðum þessa lands. Það er sjávarútvegurinn, sem framleiðir langmestar afurðir. Þetta er bert, ef vér lítum á verzl- unarskýrslurnar; vér flytjum út marg- falt meira af afurðum sjávarútvegs heldur en af afurðum landbúnaðar. Afurðir sjávarins eru megin-útflutn- ingsvörur landsins; afurðir landbún- aðarins aftur tiltölulega lítill hluti þar á móts við. Ef vér lítum á tekjur landssjóðs, verður það sama ofan á. Af land- búnaðar-atvinnuveginum eru tekjur landssjóðs svo litlar, að þær nema ekki því, sem árlega er greitt ur landssjóði þessum atvinnuvegi til stuð- nings. Því síður að hann gjaldi einn eyi'i til allra annara útgjalda lands- sjóðs, stjórnarkostnaðar, kirkjumála, iæknamála o. s. frv. Það er sjávar- útvegurinn, ásamt öðrum atvinnuveg- um, sem greiðir öll þau gjöld, og auk þess það af styrknum til landbúnaðar, sem gjöldin af þeim atvinnuvegi hrökkva ekki til sjálf. Með öðrum orðum, þegar öllu er á botninn hvolft, þá er landbúnaðar- atvinnuvegurinn i landinu (í heild sinni skoðaður) rekinn með landssjöðs- styrk. Þessu hefir enginn enn orðið til að hrinda með rökum. Enda mun það eigi auðið. Þetta er Jdutfallið milli þessara tveggja atvinnuvega. Það ,er engin niðrun á landbúnaðinum, að segja það eitt um hann, sem er ómótmælanlegur sannleiki. Landbúnaðinum er hvorki gagn gert né virðing sýnd með því, að loka augunum og stinga höfðinu niður í sandinn eins og strútsfuglinn, þ.egar hann ætlar að fela sig. Ég held það sé hollast í þessu sem öðru að horfast í augu við sannleik- ann, hvort sem hann er Jjúfur eða leiður. Þá segið þér, að sumir þingmenn haldi því fram, að vísindi og listir eigi að ganga fyrir framleiðslu til fæðis og klæða. Hvaða þingmann haflð þér heyrt segja þetta? Ég hefi aldrei heyrt neinn segja það, og meðan ég heyri það ekki eða sé tilvitnun í slík orð L þingtíðindunum, er mér nær að ætla, að enginn þingmaður hafi svo talað — ekki einu sinni þir.gsins mesti skýja- glópur, sem mest gjammar um vís- indi og listir, en hefir aldrei sýnt, að hann hafi vit á vísindum, og hefir margsýnt, að hann hefir ekki vit á listum. Hins vegar eru vísindin ekki einskis verð fyrir því. Þér takið ekki hand- tak í yðar búnaði, sem ckki sé árangur vísindanna. Páll og reka, orf og ijár, pappír og penni — alt er það árangur vísinda. Eða vilduð þér vera án eld- spýtna ? Þær eru árangur vísindanna. Eða vilduð þér þurfa að spinna, vefa og sauma alt í höndunum, í stað þess að vélarnar vinna alt þetta betur og ódýrara fyrir yður? Eða mundi nokk- ur húsfreyja nú vilja vera án sauma- vélar og verða að sauma alt í hönd- unum? En allar vélar eru árangur vísindanna. Það sem menn nú kunna betur en áður að grasrækt, hagnýting áburðar, að skynsamlegum kynbótum — alt er það vísindunum að þakka. Frystivélar, kælirúm, gufuskipaferðir — alt er þetta vísindunum að þakka. Vilduð þér vera án þess ? Fyrst þegar farið var að flytja smjör- líki hingað til lands, risu bændur upp og báðu um að hefta þennan ófögnuð með verndartollum, svo að það spilti ekki smjörsöiu bænda til sjávarmanna. Þessu fylgdu flestir bændur á þingi, og málið virtist ætla að ganga fram mót- mælalaust. Eg sat, þá í e. d. alþingis, og sýndi þá sem oftar lítilsvirðing mína og vanþekkingu á landbúnaðinum með því, að rísa upp og andmæla þessu. Og ég gerði það svo rækilega, vann svo ótrauðlega móti þessu, að þjóðin má kenna mér (eða þakka — hvort sem henni sýnist nú réttara), að frum- varpið féll. Ég drap það — steindrap það svo, að það hefir aldrei náð fram- gangi síðan — og hver mundi nú vilja bera það fram ? Af hverju óttuðust bændur þá smjör- Ukið ? Af því að þeir kunnu alment ekki að verka smjör. ísl. smjör var þá yfirleitt, svo illa til reitt, að það var ekki boðlegur varningur neinum, sem kost áttu á öðru betra. Þetta stafaði bæði af vanþekkingu og þá tíðkanlegum skorti á þrifnaði og hrein- læti — af íslenzkum sóðaskap, sagði ég þá, og fékk marga hnútu fyrir. Ég benti þá á það, að smjörlíkið væri oss meðal annars nauðsynlegur keppinautur til að knýja oss til að læra sjálfir smjörgerð eftir kröfum nú- tímans, og þá mundi smjör vort verða útflutningsvara og liœkka í verði. Alt þetta hefir reynslan staðfest. Þér talið um vanþekking okkar þing- mannanna, sem nú sóum kaupstaðar- búar, á landbúnaði. Ég skal að eins minna á það, að sumir þessir þing- menn hafa verið bændur • í sveit og búið vel. Getið þér nefnt mér marga bændur, sem hafa búið betur en séra Eiríkur Briem? Hann er nú þing- maður og kaupstaðarbúi. Jón Jakobs- son var nokkur ár þingmaður og kaup- staðarbúi. Þekkið þér aðra, sem hafa búið betur og grætt betur fé á bún- aði, en hann gerði meðan hann var bóndi á Víðimýri? Ég get auðvitað ekki sagt Um mig, að óg hafi fengist neitt, sem heitir, við landbúnað. En auk þess að hafa unnið ofurlítið að nálega öllum algeng- um verkum í sveit hér, hefi ég á yngri árum einnig unnið flesta algenga bænda- vinnu í Ameríku, einnig að gripahirð- ing. Og maður þarf ekki nauðsynlega að hafa rekið búnað sjálíur til þess að fá jafnvel glögga þekking á búnaði og búnaðarháttum, ef manni hefir verið hugðnæmt að veita honum eftir- tekt og hefir farið meira og minna um allar sýslur þessa lands og einnig séð búskaparlag manna í öðrum - lönd- um. Ég gæti jafnvel hugsað mér, að maður, sem það hefði gert, gæti að einhverju leyti verið víðsýnni en góður bóndi í sveit, sem aldrei hefir svo að segja skygnst út fyrir hrepp sinn eða hérað. Loks segið þér: „En þeir menn, sem í alvöru halda fram, að fyrst beri að byrja á vísindum og listuin, haf- skipabryggjum, vélum og járnbrautum, ættu ekki að vera löggjafar hjá fé- lítilli þjóð“. Her finst mér nú að þér blandið skyldu og óskyldu saman. Hvað eiga „listir* náskylt við hafnargerðir, vélar og járnbrautir ? Ég býst við að þér skoðið vísindi og listir sem aðra óþarfa- vöru, glingur og hégóma, líkt og brenni- vín, brjóstsykur, barnaleikföng og þvíuml. En þó að ég telji auðvelt að hrinda þeirri skoðun með rökum, þá skal ég nú ekki um það fást hér. En „hafnargerðir, vélar og járn- brautir" virðist þér skoða í sama númeri — eins og óþarfa glingur. Hafnargerð í Reykjavík álítið þér verri en glingur: stór-skaðlega. Ég tek hér upp kafla úr bréfi yðar, sem ég feldi úr um daginn: „Fjárveitingin til hafnargerðar í Reykjavík er að maklegleikum afar-óvinsæl, því að það þarf úrvals-heimskingja til að trúa því, að það sé lyftistöng fyrir þjóðina. Þvert á móti gerir það þjóðinni utan Rvíkur ógagn á tvennan hátt: eykur henni kostnað og dregur fólk úr sveitunum til Reykjavíkur“. Ég fæ nú ekki séð, að þetta sé á neinum rökum bygt hjá yður. Yiljið þér reikna út, hvað árlega er lagt úr landssjóði til landbúnaðar, og hve mikið Reykjavík borgar af því árlega, og þá munuð þér fljótt sjá, að Reykja- vík er veitandi en ekki þiggjandi af landssjóði. Venjulega ver hvert þing ærnu fé til allra kjördæma á landinu, nema til Reykjavíkur. Það er örsjaldan að hún beiðist neins, og enn sjaldnara að hún fái neitt úr landssjóði. Og hvað er svo þetta sem þingið hefir veitt? Einar 400,000 krónur, til fyrirtækis, sem kostar yfir 1,600,000 kr. Þ. e. einn fjórði partur kostnaðarins. Og hver fær svo arðinn af fyrir- tækinu? Auðvitað Reykjavík nokkurn, en óefað landið, þjóðin, utan Eeykja- víkur, miklu meira. Nú er ekki auðið að hafa fasta far- daga fyrir skip héðan, nema með þvi að ætla þeim svo og svo marga legu- daga hér, og hrekkur þó einatt ekki til. Það getur tekið vikur að ferma og afferma skip hér. En sé hér svo örugg höfn, að skip geti affermt hér og fermt á 2 dög- um, haldið þér þá ekki að skipa-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.