Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 12.08.1911, Blaðsíða 4

Reykjavík - 12.08.1911, Blaðsíða 4
136 REYKJAVlK cTunóur i „%£ramu í kvöld (langardag 12. á- gúst) í (rOod-Templarahúsinu kl. 81/* e. m. Lárus H. Bjarnason talar. 2 herbergi óskast til leigu frá 1. okt. Upplýsingar í Gutenberg. Lán það handa landssjóði, að upp- hseð 500,000 kr.t sem síðasta alþingi sam- þykkti að taka, tókst ráðherra loks að fá hjá þrem bönkum f Kaupmannahöfn, Handels- banken, Privatbanken og Landmandsbanken. Landssjóður greiði 4'/» af hundraði í vexti, en fær lánið útborgað án afdráttar. Sambandsmálið. Á siðasta þingi var meðal annars samþykkt í neðri deild þings- ályktunartillaga um það, að skora á ráðh., „að gera sitt ítrasta til þess, að lög um aamband Danmerkur og íslands, er samþ. voru á alþingi 1909, verði sem allra bráð- ast tekin til meðferðar á ríkisþingi I)ana“. Ráðheri-a varð við áskorun þessari, og talaði við forsætisráðherrann, Klaus Bernt- sen, og reyndi að fá hann til að leggja sambandslagafrumvarp þetta fyrir rikisþing- ið. En engu vildi forsætisráðherrann lofa í þá átt, fyr en hann hefði ráðgast um það við helztu menn þingflokkanna. Og senni- lega kemst mál þetta aldreí r/iikið lengra. Standmynd Jóns Sigurðssonar, sem. væntanleg var með „Vestu“ 7. þ. m., kom ekki. Steypunni ekki alveg lokið, er „Vesta“ fór frá Kaupmannahöfn. En brjef hafði komið um það, að hún yrði send með „Sterling“, sem kemur hingað 14. þ. m. Að líkindum verður myndin þá afhjúpuð um næstu helgi. Látinn er 28. f. m. að heimili sínu merk- isbóndinn Gisli Guðmundsson í Bitru í Hraungerðishreppí. Þýzka skólaskipið „Vietoria Louise", sem getið var um nýskeð hjer í blaðinu að væntanlegt væri, kom hingað sunnudaginn 6. þ. m., og hefir verið hjer þessa viku. í fyrrakvöld hjelt þýzki konsúllinn og hjer búsettir Þjóðverjar foringjunum og foringja- efnunum dansleik í „Iðnó“ og buðu ýmsum bæjarmönnum á þá skemtun. Ljetu allir vel yfir. Skemmtiskip þýzkt, „Kronprinzessin Cecilie", 8,700 smál., farþegar um 200, kom hingað á miðvikudagsmorguninn og fór aft- ur næstu nótt. Var ferðamönnunum skemmt hjer i landi með samsöng o. fl. Um kvöldið Klœðevsver €ðeling, Viborg, Danmark sender portofrit 10 Alen sort, graat, inkblaa, inkgrön, inkbrun finulds Chevi- ots Klæde til en flot Damekjole for kun 8 Kr. 85 0re, eller 5 Alen bredt sort, inkblaa, graanistret renulds Stof til en soIí«l og smuk Herre- dragt for kun 13 Kr. 85 0re. Ingen Risiko! Kan ombyttes eller tilbage- tages. Uld köbes 65 0re pr. Pd. Strikkede Klude 25 0re pr. Pd. Mestu birgðir af trj<‘smíða-vjeluin og trjesmíða-verkfærum af beztu tegund sem fáan- leg er. — Verðlistar sendir, ef um er beðið. i C. Th. Rom & Co., Köbenhavn B. bauð skipstjóri fjölda manna úr landi á dans- leik um borð, og þótti það ágæt skemmtun. Heiðursmerki. Tryggvi Gunnarsson, fyrv. bankastjóri, hefir nýlega verið sæmdur kommandörkrossi 1. stigs. Sigurður sýslumaður Pórðarson í Am- arholti er nýlega gerður að riddara af Dbr., og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tónskáld í Kaupmannahöfn, hefir fengið prófessors- nafnbót. Islendingasundið fer fram á morgun, kl. 6 siðdegis, frá sundskálanum við Skerja- fjörð. Hafnargerðin. Góðar vonir gerir hafn- arnefndin sjer um það, að nægilegt fje fá- ist með aðgengilegum kjörum til hafnar- gerðarinnar hjer. Þó er ekki fullsamið um það enn þá. Ekki er búizt við, að hægt verði að byrja á hafnargerðinni fyr en á næsta vori. Þar þarf mikinn undirbúning. Slys. I fyrradag nál. kl. 2 síðd. hvarf maður einn hjeríbænum, Bjarni Asbjörns- son, vinnumaður og pakkhúsmaður hjá Gunn- ari kaupmanni Gunnarssyni, og er hann kom ekki heim um kvöldið, var tekið að leita hans. Eannst húfa hans um kvöldið í fjörunni hjer austan til við bæinn, en lík hans fannst í gærmorgun á floti nálægt Bakkabúðarbryggjunui. Bjarni sál. var á fimmtugsaldri, ættaður af Akranesi. Hann hafði verið vinnumaður Gunnars i 19 ár, og ætíð reynzt trúr og áreiðanlegur, reglusam- ur og sístarfandi. Hann var fjörmaður, glaðlyndur og ljettlyndur og hvers manns hugljúfi, þeirra, er honum kynntust. Hafði aldrei orðið vart við, að þunglyndi brygði fyrir hjá honum, og þess vegna talið óhugs- andi, að hjer geti verið um sjálfsmorð að ræða. Talið sennilegast, að hann hafi farið þangað inn eftir, til þess að gæta að fiski, I sem húsbóndi hans átti geymdan þar við sjóinn, en hafi svo reikað ofan á bryggjuna og annað hvort orðið snögglega illt, eða orðið fótaskortur og fallið i sjóinn. Bræð- ur hans tveir hafa, að sögn, áður orðið bráðkvaddir. Létinn er 4. þ. m. hjer í bænum Gísli Nikulásson, frá Norðurkoti i Vogum,” ó- kvæntur maður, 53 ára að aldri. Brunnið inni. „Þjóðviljinn11 flytur þá fregn eftir Ameríkublöðunum, að íbúðarhús Olafs Sigurðssonar í Winteri|uarters í Ame- ríku hafi brunnið til kaldra kola 15. júni síðastl., og hafi Olafur brunnið þar inni. Ólafur sál. var ekkjumaður, 52 ára að aldri, ættaður frá Búðarhólshjáleigu í Austur- Landeyjum, Kosninga-vísa úr ónefmln kjördæmi 1911. Heiður væri’ og héraðs-bót, heldur að kjósa fulltrúann innan-sýslu idiót en utan-sýslu vitran mann. Ó. M. Mjólkurbrúsar, Balar, Fötur, Pottar o. fl. nýkomið til BrítiJ frímerti keypt: Almenn (Chr. IX. og 2 kóngar), 1 eyrir pr. 100 st. 60 aura. 3 aur. — stykki 2 — 4 — ! — — 2 T- 5 — / •_ , i -v- 6 — — — 4 10 — — — l — 15 — — *: 7 i— 16 — — —• 12 r 20 — — — 5 — 25 — — — 15 ; 40 — — — 20 — 50 — — — 35 — 100 — — — 85 200 — — — 170 Þjónusta. 3 aurar pr. stykki 2 aura. 4 —■ — — 3 — 5 — — — 4 — 10 — — — 6 — 15 — — — 7 — 16 — — — 12 —: 20 — — 12 — 50 — — — 35 — A. Gregersen. Hittist á Hótel ísland daglega kl. 5—8. Úrsmídastoían Jr*int£holtsst.3, Rvíb. Hvergi vandaöri úr. Hvergi eins ódýr. Fullkomin ábyrgð. Stefán Runólfsson. LiftryggiO yöur í LífsábyrgðarQelaginu ,DAN‘. Fjelagið er mjög útbreytt hjer á landi. Umboðsm.: Pjetur Halldórsson bóksali, h Hvar á að kaupa öl og vín? En í Thomsens M a g a s í n. Ritstj. og ábyrgðarm.: Stefán Runólfsson. Prentsmiðjan Gutenberg. 61 Slunginn hjeraðsfögeti. 1. kapítiili. ► / Strokufanginn. »Einn af föngunum hefir brotizt út úr hegningarhúsinu í nótt. Jeg ætla bara að láta ykkur vita af því«. Gestgjafinn í smáþorpi einu úti í sveitinni horfði mjög alvörugefinn á nýju gestina, tvo unga málara, sem ætluðu að verða þar um sumarið. Hann var gamalt og hjartveikur, og þurfti þess vegna ekki mikið til þess að gera hann skelk- aðan, en jafnvel þótt hann væri veitingamaður, þá hafði hann það þó ætíð fyrir sið, að vara menn við, ef hann hjelt að hætta væri-á ferðum. Málararnir ljetu þetta samt ekki bíta á sig, og kváðust hplda fast við ósk sína um það, að mega vera þar í sumar. Og það varð úr. Við borðið var haldið áfram að ræða um þetta mál. »Hafa þeir ekki von um að ná í þrjótinn?« spurði Gray málari. »Ekki snefil af von . . . .« »Hefir Campnell greifi verið látinn vita af þessu?« spurði hinn málarinn, og leit á veitingamanninn. »Campnell greifi — hver er það?« »Leynilögreglumaðurinn! Þekkið þjer hann ekki?« Gamli maðurinn brosti vorkunnlátur. »Nú, þjer eigið við hann, privat-spæjarann, sem heldra fólkið þarna inni í höfuðborginni notar . . . .« Gamli mað- urinn hristi höfuðið. »Hann dugar ekki mikið í samanburði við hjeraðsfógetann hjerna. hað er karl, skuluð þið vita, sem er margfalt slungnari og duglegri, heldur en allir ykkar — greifar!« »Svo-o ?« Málararnir lögðu báðir frá sjer gatflana, og hlustuðu með athygli, því að nú tók gamli maðurinn að segja þeim sögur af dugnaði og slægð hjeraðsfógetans. Og þeir urðu að játa það, að ef allt hefði í raun og veru atvikazt eins og hann sagði frá, þá var hjeraðsfógetinn ekki lamb að leika við. Og það var gott til þess að vita, eins og nú stóð á, að hann skyldi vera svona duglegur. Það gerði roenn miklu öruggari. Málararnir voru því ókvíðnir með öllu, og næstu daga bar ekkert til tíðinda. Lí. lcapítixli. ískyggilegt og óviðfeldið. Málararnir, Gray og Lane, fóru snemma morguns út í hagana, til þess að leita að fallegu landslagi, er þeir gætu málað eftir. Veðrið var ágætt, og þeir voru báðir í bezta skapi.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.