Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 12.08.1911, Blaðsíða 3

Reykjavík - 12.08.1911, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK 135 >EGAR að Sunlight-sápan er notuð við þvottinn, þá verður erfiðið við hann hreinasta unun. Vinnan verður þá bæði fljótt og vel af hendi leyst, þið þurfið ekki að vera hræddar við að þvo jafnvel hið finasta tau, ef þið notið Sunlight-sápuna. SUNLIGHT SÁPA Tækifæriskaup! í nokkra daga seljum yjer: llargarine fyrirtaks gott, pd. á 43 au. (áður 50 aura). Mysuost ágætan, pd. á 20 au„ í 10 pd. 18 aura. Cervelatpylsur pd. á 48 aura, (áður 60 aura). Næta saft potturinn 70 aura (þrátt fyrir 50 aura toll). Chocolade, c. 400 pd. er hefir slegið sig, en er jafn gott til suðu, pd. að eins á 50 aura. Munið okkar brenda og malaða Kaffl og Cacaoduftið góða. pr. Verzl. Víkingur. Carl Lárusson. En hann getur þetta ekki. Banka- stjórarnir mundu undir eins segja hr. Ó. B., að ég hafi skýrt rétt frá. Hefir nú hr. Ó. B. drengskap til að skýra rétt og satt frá þessu, eftir að honum hefir verið bent á, hve auðvelt só fyrir hann að fá að vita sann- leikann? Hann gefur nú manniýsingu af sjálf- um sér með því, að sýna, hvað hann gerir. Jón Ólafsson. Bókfreg’ii. Ágúst Hjarnason; Yfirlit yfir sögu manns- andans. Hellas. Rvík 1910. Dr. Valtýr Quðmundsson ritar svo í „Eimreiðinni", XVII, 3, 233. bls.: Þetta bindi höfum vér lesið með mesi.u ánægju. Teljum vér það bæði höf. þess til sóma og íslenzkum bók- mentum stórfeng. Hvort alt er þar hárrétt eða ekki, erum vér ekki færir um að dæma, en yfirleitt virðist með- ferðin góð og efnið er skínandi, sem nærri má geta, þar sem verið er að lýsa andans gróðri mestu mentaþjóðar fomaldarinnar — og óhætt að segja allra alda, ef rétt er metið. Og auk þess er efnið afarfjölbreytt. Er þar fyrst stutt, en þó einkarglögt yfirlit yfir sögu Grikkja frá því um 2000 til 146 e. Kr., er sjálfstæði þeirra leið algerlega undir lok og Grikkiand varð að rómversku skattiandi. Þá er ann- ar kafli um trúarbrögð þeirra (ariatrú og áardýrkun, goðaheim þeirra, Orfev- skuna og Díónýsátrúnaðinn). Þriðji kaflinn er um listir og mentir (Jjóða- gerð, leikrit, byggingarlist, höggmynda- list, málaraiist, lýðmentun og sagna- ritun) og er þar fljótt yfir sögu farið, en hverju þó í rauninni markað hæfl- legt rúm. Lengstur er fjórði kallinn, um heimspeki og vísindi, enda skiftist hann í marga smærri kafla og grein- ar, t. d. um náttúruna, hugspekina, vísindaöldina í Alexandriu, Jífspekina og trúspekina. Kennir þar margra grasa eða réttara sagt heilabrota, sem bæði er gaman og líka er vert að kynnast, enda er bókin yfirleitt stór- mentandi. Viljum vér því ráða sem flestum til að lesa hana og ekki einu sinni, heldur oft. Auðvitað er þar ekki alt jafn gullvægt, og nokkuð hátt ílogið á stundum, en svo mikið er þar af andlegum auði, að bókin getur i höndum hugsandi manna orðið þeim hreinasti Draupnir, er af drjúpi nýtt hugargull í sálum þeirra. Þeim krón- um er vel varið, sem veittar eru til að styrkja slík rit sem þessi, og hafi höf. þökk fyrir starfa sinn. Vér höfðum við lesturinn ritað nið- ur ýmislegt, sem vér vildum fetta fingur út í, en það er svo smávægi- ilegt, að vér sleppum því. Fylgjum reglu Epikúrs, að minnast þess, sem oss hefir til yndis verið við lesturinn, en látum hitt i gleymsku falla. Nöfn og’ nýjungar. Fuodur í Fram verdur haldiun í kvöld á venjulegum stað og tíma. Prófessor Lár- us H. Bjarnason talar. Áríðandi að menn fjölmenni á fundinn, og eru sjómenn þeir sem nú eru heima við, sjerstaklega mintir á að nota tækifærið. Hestad heitir Norðmaður einn, kennari frá Vestdal í Noregi, sem er væntanlegur hingað með „Flóru“ á morgun. Ætlar hann að halda hjer fyrirlestur í Good-Templara- húsinu annað kvöld um bindindishregfing- una i sambandi við bókmennlir og lislir. Verður það án efa fróðlegt erindi og skemmti- legt, því að hr. Hestad kvað vera fræði- maður mikill og vel að sjer um marga hluti, Hann hefir lært töluvert í íslenzku, og skil- ur hana og talar nokkurn veginn. Fyrírlesturinn verður ókeypis, og þarf víst ekki að efa, að hann verður vel sóttur. Ráðherrann kom heim úr utanför sinni 6. þ. ro. Lækkun símgjalda milli landa. Um næstu áramót er 5 ára tímabil það á enda, sem simtaxtar þeir milli landa, er ákveðnir voru 1906, áttu að gilda. Er því nú byrjað að semja um nýja taxta, er gildi um ákveðið árabil. Hefir ráðherra góðar vonir um, að taxtarnir fáist nú lækkaðir að mun. Áður en hann fór frá Kaupmannahöfn, kom For- berg landsimastjóri þangað, að tilhlutun landstjórnarinnar, til þess að aðstoða ráð- herra í samningunum um þetta mál. Samn- ingum er þó enn eigi lokið. 62 Undir eins og þeir voru komnir út ur húsdyrunum, tóku þeir að þjarka um málaralistina, og umræður þær urðu svo heitar og ákafar, að þeir gleymdu öllu öðru. Og það var ósjálfrátt með öllu, að Gray nam loksins staðar, til þess að kveikja í pípunni sinni — eldurinn, sem í henni hafði verið, var sem sje fyrir löngu dáinn af leiðindunum að hlusta á þetta lærða bull þeirra. Hann leit af tilviljun í kringum sig — rendi augunum snöggvast yíir hið yndisfagra landslag .... og honum sýnd- ist allt í einu eitthvað renna sjer otan af hæð einni í svo sem hundrað faðma fjarlægð. En það var beint undir sól að sjá, svo að honum gat vel hafa missýnzt. Og að þeirri niður- stöðu komst hann. Og svo hjeldu þeir áfram kappræðum sínum. Litlu siðar leit hann þó aftur ósjálfrátt við, og nú skrækti hann upp yfir sig af hræðslu. Lane leit einnig við. »Hver þremillinn er þetta, maður?« mælti hann forviða. Það var sem sje ekkert að sjá. »Ja, jeg veit ekki . . . .« Gray brosti vandræðalega. »En mjer sýndist .... mjer sýndist svo greinilega að jeg sæi eitthvert ákaílega andstyggilegt andlit gægjast upp yfir hæð- ina þarna«. Þeir biðu dálitla stund. »Hvaða bull! Þig er bara að dreyma, góðurinn minn. Þú ert hræddur við strokufangann, þar frá stafar það. Komdu nú — við skulum nú halda áfram«. Lane tók þegar aftur að rekja sögu málaralistarinnar. Gray hlustaði á hann með athygli nokkra stund — svo varð hann að líta við aftur. »Sjáðu!« Hann þreif i handlegginn á vini sínum. »Þarna 59 ekki haft neina ábyrgð á. Annars hafið þjer nú fengið samn- inginn aftur, jafngóðan og ólesinn af öllum«. Þeir störðu hvor á annan. Skrifstofustjórinn skildi nú allt í einu, hvernig á þessu háttalagi leynilögreglumannsins stóð. Aðstoðarmaðurinn sat þarna inni i skrifstofunni, og í hans áheyrn mátti auðvitað ekkert segja. Málalokin urðu að vera þessi einu eðlilegu : Panama-sendiherrann kom sjálfur með samninginn, og bað afsökunar á misgáningnum. Skrifstofustjórinn sneri undir eins við blaðinu : »Já, auðvitað, auðvitað. Þakka yður mikillega fyrir! Nú, þegar jeg hugsa mig um, man jeg það glöggt, að samn- ingurinn lá í þeim stað á borðinu, að hann hlýtur að hafa slæðst með skjölum þeim, sem jeg afhenti yður. — Já, það er ekki hætta á þvi, að ekki megi treysta útlendu sendiherr- unum nú á dögum. Þeir eru allir mestu heiðursmenn — mestu sæmdarmenn. Það er af sem áður var i því efni«. Campnell greifi hneigði sig. Skrifstofustjórinn mælti að skilnaði: »Verið þjer sælir! Þið ætlið þá að gera svo vel, herrar minir, að koma heim til mín kl. 6 í kvöld. Það verða engir aðrir boðnir; bara privat-miðdegisverður i ró og næði . . .« ★ ★ ♦ Og þannig var það. Heima hjá skrifstofustjóranum, þar sem enginn gat truflað, gaf Campnell greifi honum ná- kvæma skýrslu um það, hverníg hann hefði hagað sjer i þessu vandræðamáli, sem hann nú hafði lokið á ákjósanlegasta hátt.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.