Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 12.08.1911, Blaðsíða 2

Reykjavík - 12.08.1911, Blaðsíða 2
134 REYKJAVIK leigan lækki við það og þar með farm- gjaldið (fragt) ? Og mundi það ekki koma niður á vörunum ? Og hverjir kaupa þær vörur, er til Reykjavíkur flytjast ? Minstan partinn Reykvík- ingar, því að Rvík er þegar birgða- staður mikils og viðlends umhverfis, en yrði með góðri höfn birgðastaður meiri hluta landsins. Og haldið þér ekki að meira verð fáist t. d. fyrir smjör og nýtt kjöt, ef eimskip með kælirúmum geta fermt sig með þessum vörum glænýjum á einum degi? Þá ættum vér að geta átt vísan arðsaman kjötmarkað á Bret- landi 3 mánuði ársins. En er það ekki efling landbúnaðinum, að afurðir hans geti komist sem greiðlegast á heims- markaðinn og þá í því ástandi, að þær nái hærra verði en nú ? Að hafnargerðin dragi fólk úr sveit- um til Reykjavíkur, skil ég ekki, nema þá meðan á hafnargerðinni stendur; þá kynnu einhverjir að fá vinnu við hana, þótt óvíst sé að á sveitafólki þurfl að halda til þess. En eftir að hún er komin á, þá þarf fœrri hendur ti) að ferma skip og afferma, en nú. En járnbrautin þá — járnbrautin austur yfir fjall og austur að Markar- fljóti? Hana munuð þér, einsogVig- fús í Engey, telja heimskuna allr- ar heimsku. Þeir menn mega ekki á þingi sitja, að yðar áliti, sem að slíku ráðleysisins óheillaverki vilja vinna. Þér hafið víst dáðst að Vigfúsi, þegar hann var að reyna að sýna fram á, að framleiðslan í sveitunum, sem braut- inni væri ætlað að liggja um, væri skki svo mikil, að hún gæti veitt brautinni svo mikinn flutning, að lagn- ing hennar og rekstur borgaði sig. Eins og nokkrum okkar, sem járn- brautar-málinu fylgjum, hafl dottið það í hug, að hún borgaði sig fyrstu árin. Hugmyndir ykkar Vigfúsar eru sjö- tíu ára gamlar — sjötíu árum á eftir tímanum. AmeríkumeDn hafa fyrir löngu koll- varpað þeim hugmyndum. Þeir byrj- uðu fyrstir á því, að leggja járnbrautir um óbygðir, þúsundir enskra mílna gegn um al-óbygð lönd. Til hvers? Til þess að löndin gætu bygst. Til þess að það borgaði sig fyrir fólk að flytja sig þangað og rei?a þar bygðir og bú. Og sjá! Landið bygðist; fólks- íjöldi þjóðarinnar tvöfaldaðist ekki að eins, hann margfaldaðist. Suðurlands-undirlendið hér mundi leikandi framtleyta 250,000 manns, ef það væri í góðri rækt, og afurðum landsins væri auðkomið á markað. Ef landssjóður nú jafnframt tæki 6 miljóna kr. lán, til að framkvæma áveituna miklu austanfjalls, þá borg- aði sig vel fyrir eigendur jarða, þeirra er áveitan bætti, að láta landssjóð fá t. d. helming (eða meira) af öllum jörðunum, og hefðu þó stórhag af því sem hinn helmingurinn batnaði. Þau lönd, sem landssjóður eignaðist á þenn- an hátt, gæti hann se)t aftur land- námsmönnum með 50—60 ára af- borgunum, eða jafnvel lengri. Fólk mundi þá flytjast þangað úr öðrum sveitum og frá öðrum löndum, því að alt af er jarðnæðisþröng í Norðurálf- unni. Það fólk samlagaðist því fólki, sem fyrir er og yrði að íslendingum. Nautgripi yrði og sjálfsagt að flytja inn fyrst í stað. Þarna mundu menn reka búskap með áhöldum og aðferð annara þjóða. Og skyldi járnbrautin þá ekki fá nóg að gera? Aðrar þjóðir eru allar komnar á undan oss í landbúnaði og allri fram- leiðslu. Vér getum ekki kept við þær á heimsmarkaðinum með afurðir vorar, nema vér framleiðum eins vel og eins ódýrt og þær. En það getum vér ekki, ef vér einir vinnum alt það i höndun- um og með ófullkomnum áhöldum, sem aðrir framleiða ódýrara og betra með vélum og nýtízku verkfærum og aðferðum. Annars hættir búskapur vor að borga sig. Vér verðum að taka upp aðferðir keppinauta vorra, eða finna aðrar betri. Annars erum vér úr sög- unni. í samkepninni við aðra er ekki um annað að gera, en annaðhvort að duga eða drepast. Það er háskalegt fyrir landssjóð, eins og fyrir einstaklinginn, að taka lán til eyðslu-eyris. En hitt er hyggins manns háttur, að taka lán til að græða á þvi. Lánstraustið er höfuðstóll, sé það rétt notað. Þér álítið mig nú sjálfsagt æran draumóramann eftir alt þetta. En það verður að hafa það. Hvort sem við lifum það eða ekki, þá mun þetta alt rætast, sem ég hér hefl málað upp fyrir yður. Stjórnarkostnaðurinn vex lítið væntanlega. En þegar fólkinu fjölgar, verður léttara að bera hann, er framleiðslan er orðin margföld. Því þéttbýlla og betur yrkt og hag- nýtt, sem hvert land verður, því létt- bærari verða landssjóðsgjöldin. Lán til slíkra hluta sem þessara eiga að takast til langs tíma, svo að fyrirtækin geti borgað þau aftur sjálf með arði sínum. Þegar um styrk er að ræða til at- vinnuvegar, t. d. landbúnaðar, þá skal ég játa, að ég álít talsverðu af því fé, sem Alþingi veitir í því skyni, vera illa varið — ekki af því að landbún- aðurinn sé þess ekki verður, heldur af því að það kemur að litlu eða engu gagni. Mér er ekkert vel við fjárveiting, sem varið er til að búta niður í uokk- urra kióna „verðlaun" handa smá- búnaðarfélögum eftir dagsverkatali eða faðmatali túngarðahleðslu eða þúfna- sléttunar eða annara þvílíkra verka, sem vinnandi hefir gert og sjálfum honum er hagur í. Þetta eru leifar frá eymdar og niðurlægingar tíð lands- ins, þegar vanþekkingin og rænuleysið var orðið svo mikið í alþýðu, að ein- valdskonungarnir vóru farnir að kaupa menn ti) að gera sjálfsögðustu verk til hagsbóta sér. En sé um að ræða að veita fé til stórfyrirtækja, sem ofvaxin eru kröft- um einstaklinga eða sveitarfélaga, en sýnilegt er að bera muni arð fyrir alda og óborna, — þá er ég með. Slíkt vil ég styðja. Eins vil ég styðja ti) þess, að menn, sem vit hafa á, Jeiðbeini mönnum í búnaði („ráðunautar“ Búnaðarfélagsins). Ég var fyrsti maðurinn hér á landi, sem lagði það til (áður en því var hreyft á þingi) að veita verðlaun fyrir útflutt smjör, til þess að hvetja menn til að læra að vanda smjörgerð sína. En til hins ætlaðist ég ekki, að slíkur styrkur skyldi haldast um aldur og ævi. Ég vildi veita hverju nýju rjómabúi ríflegan styrk fyrsta árið, og verðlaun, sem færu lækkandi á hverju ári, segjum t. d. 5 ár, og félli svo burt. Búnaðarskólum vil ég einnig að landið haldi uppi. Petta er nóg til að sýna, á livern hátt ég vil styðja landbúnaðinn. Hvort þetta ber vott um vanþekkingu mína eða vanmet á landbúnaðinum, verðið vo þér og aðrir að dæma um eftir betri þekking og meira víðsýni. Mikil er trú yðar á, að „þjóðin" muni sjálfkrafa og óboðið safnast um góða þingmenn. En því miður stað- festir reynslan hana ekki. Og svo er það ekki þjóðin í heild sinni, sem kýs þingmenn, heldur kjósendur i einstök- um kjördæmum, og þá er oft hugsað mest um hagsmuni þess kjördæmis eins, á annara kostnað — kjördæma- bitlinga. Það er „hreppapólitíkin", sem ræður oft. Svo kemur þar inn í alls konar privatkunningsskapur — ef ekki stundum eitthvað verra. En torvelt virðist að hafa mikla tröllatrú á kjós- endum, sem velja sér Vog-Bjarna og Dr. Jón Þorkelsson fyrir fulltrúa, e)a þá einhvern ræfil, hvort sem hann er nú bóndi eða prestur, sem ekki er nefndarálitsfær*) og til einskis nýtur á þingi annars en að vera taglhnýt- ingur annara. En vonandi er að þjóðinni smá-fari fram í þessu sem öðru. Annars á hún enga viðreisnar von. Hún sýnir það nú með kosningun- um í haust, hvort hún er á leiðinni til að verða fær um að stjórna sér sjálf eða ekki. Því að hvort henni er vel stjórnað eða illa, það á hún alveg undir sjálfri sér. Fyrirgefið nú þetta íanga mál. Þótt ég hafi eigi verið yður samdóma um æði margt, þá er ég yður þakklátur fyrir bréf yðar af því, að það lýsir hreinskilnislega áliti yðar, sem þér standið eigi einn uppi með, og af því að það veitti mér tækifæri til að skýra mínar skoðanir þar sem þær eru gagn- stæðar yðar. Vona ég þér virðið svar mitt vel. Það getur ekki skaðað að litið sé á málin frá báðum hliðum. Lesendur aðhyllast þá það sem þeim finst réttara. Yðar með vinsemd og virðingu Jón Ólafsson. Alþingis-tíðindin. Þingi var ekki óðara lokið, en skjalapartur þingtíðindanna var full- prentaður, og var hann þó full 18 hefti. Nú er komið fram undir miðjan Ágúst, og enn eru að eins komin út 3 hefti af umræðum neðri deildar, og að eins 1 hefti af umræðum efri deildar og sameinaðs þings. Hverju sætir þetta ? Hvort getur það verið, sem talað er, að ísafoldar-prentsmiðja og Félags- preutsmiðjan, sem hafa þessa parta til prentunar, dragi prentunina þannig af ásetningi, til þess að varna því, að umræður og atkvæðagreiðsla óaldar- flokksins geti orðið kunnugt út um land áður en kosningar fara fram i haust? Skiljanlegt væri það, að óaldarflokk- urinn skammaðist sín fyrir frammi- stöðu sína og reyndi að dylja hana sem lengst. En hvað hugsa forsetar Alþingis að þola þetta ? Ég spyr ekki um forseta efri deildar, sem ekki er í bænum, en hefir sett hr. Einar Hjörleifsson til að gegna forsetastörfum sínum við umsjón með *) Að vera ekki „nefndarálitsfær“ er fyrir þingmenn líkt og að vera ekki „aendibréfs- fær“ fyrir hreppstjóra eða oddvita. prentun umræðanna í e. d. og samein- ubu þingi. En ég spyr forseta neðri deildar, sem allir vita að er réttvís maður og óhlutdrægur. Hvað kemur honum til þess meinleysis, að þola ísafoldar- prentsmiðju þennan drátt? Eða eru samningar við prentsmiðj- una svo linir, að henni sé ekki ætlað að lúka nema 2 örkum á viku ? Eða ef prentsmiðjan vanheldur samningana, því er þá ekki verkið tekið af henni og farið með það til Gutenbergs, ef sú prentsmiðja vill taka við þeim nú? Hefði henni frá öndverðu verið falin prentunin, þá hefðu umræðurnar verið alprentaðar nú eða þar um bil. Oefað tefur það fyrir ræðupartinum, hver sem hann prentar, að breytt var til með niðurskipunina og farið að raða eftir málum, í stað þess að raða eftir fundum, eins og áður var gert. Sá yfirlitsléttir, sem vinnast átti með því, er lítils virði (því að auðvelt var að rekja gang máls hvers eftir efnis-skránni), á móts við það, ab alt yfirlit mistist yfir, hvað starfað var hvern dag á þinginu, og hver mál vóru samtíða á ferðinni. Þetta var miklu meira vert, og það sést nú ekki á tíðindunum. En það er einmitt mjög áríðandi að sjá og margvíslegur fróðleikur í því fólginn, sem nú er glataður. Þessu ætti að breyta aftur í eldra horfið, af því að bæði er sú niðurröð- un hagfeldari í sjálfu sér, og þá ekki síður fyrir þá sök, að þá er auðið að hafa prentun allra þingtíðindanna lokið 2—3 mánuðum eftir þinglok. Jón Ólafsson. Bíræfni „ísafoldar“. Ég frétti það væri einhver skamma- grein til mín (að vanda) í „ísafold" síðustu. Það er siðaðra blaða siður að senda hverjum þeim manni, sem blaðið ræðst á, eintak af þeirri grein. Það gerði Björn Jónsson mér alla tíð meðan hann stýrði blaðinu. Ég held ekki blaðið og sé það ör- sjaldan. En í þetta sinn rakst ég á „ísaf.“ á rakarastofu og las snöggvast, en hefi hana nú ekki fyrir mér. Ritstj. „ísafoldar" neitar því þar, að fyrv. ráðherra Björn Jónsson, hafi eytt 75,000 kr. af því landssjóðsfáni, sem átti að kaupa veðdeildarbréf fyrir, til annara þarfa, og aldrei staðið bank- anum skil á því fé. Hr. Ólafur Björnsson fer hér með hœfulaus ósannindi. Hvort sem hann vitnar í Indriða Einarsson eða aðra, þá fer hann jafnt með ósannindi fyrir því. Hr. I. E. hefir aldrei borgað það fé inn í bankann, og enginn annar heldur. Hr. Ólafur Björnsson fer hér ann- aðhvort með víssvitandi ósannindi, eða hann sýnir óverjandi skeytingar- Jeysi í að kynna sér sannleikann, sem honum er þó innan handar. Hann þarf ekki annað en að ganga skáhalt yflr strætið og yfir i bankann. Eða hví fær hann ekki viðurkenn- ing hankastjórnarinnar (eðá þá gjald- kera bankans) fyrirþví, að þetta fé sé greitt bankanum? Ef hann gerir það, þá sýnir hann, að ég fari með rangt mál. Annars

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.