Reykjavík - 02.09.1911, Page 2
146
REYKJAVlK
í beztu ull, sem hefir komið frá
Norðurlandi, hafa verið 12% aí
óhreinindum, annars eru i Norð-
lenzkri ull 12—18% óhreinindi.
Sunnlenzk ull og önnur islenzk
ull er að mun verri, því að óhrein-
indi hennar eru frá 16—25°/0 —
auk þess er mjög kvartað yfir því,
hversu mikið af grasi, lyngi og
sandi sje i henni. Er hún yfirleitt
^farilla þvegin, og illa meðhöndl-
uð, að dómi Amerikumanna.
En þetta, hversu óhreinindamis-
munurinn er mikill i ullinni, hefir
mikil áhrif á verð hennar. Sá sem
ullina kaupir, verður altaf að reyna
að sjá um, að skaðast ekki á kaup-
unum, og verður því altaf að áætla,
hversu mörg pund af óhreinni ull
hann fái. Þegar kaupandinn veit
t. d., að fjórði hluti allrar sunn-
lenzkrar ullar getur verið óhrein-
indi, þarf hann að áætla 25%, en
hætt við að hann áætli jafnvel
28—30%; en hinsvegar getur ullin
verið margfalt betri, jafnvel svo,
að í nokkrum hluta hennar sje
ekki nema 16% af óhreinindum.
Þess vegna má vænta, að mikil
verðhækkun fáist, þegar seljandinn
getur sjálfur sagt, hversu mikil ó-
hreinindi eru í ullinni, eins og t.
d. Sýríubúar og íbúar Dónárhjer-
aðanna gera, enda fá þeir gott verð
fyrir ull sina.
— Svo þú álitur þá nauðsynlegt,
að verka ullina sem bezt?
— Já, það ætti að vera áreiðan-
legur hagnaður að því, enda voru
ullarnotendur sammála um það.
Þá er það þvotturinn.
Það sem mest ríður á við ullar-
verkunina, er, að vanda þvottinn
sem mest.
— En hvað er helzt að þvottin-
um nú?
— Fyrst og fremst er þvælið haft
of heitt, það má ekki vera heitara
en 43°—57° C., eftir því hversu
óhrein ullin er; svo er slæmt að
þurka ullina á grasvelli eins og nú
er títt. Með því móti er oft óvart
rifið upp gras, er fer saman við
ullina þegar hún er tekin saman.
Og margir fleiri annmarkar eru á
þvottinum.
— Hver ráð eru þá til þess að
bæta hann?
— Það er bezt að gera það með
somvinnufjelagsskap — þvottastöðv-
um, er þvoi ullina fyrir þau svæði,
er þangað eiga að sækja, og að
ullin sje flutt út frá þeim, með
sjerstöku merki fyrir þvottastöð
hverja, likt og rjómabúin hafa nú.
Með þessu vinnstþað, að ullin
verður mikið betur verkuð, er van-
ar konur fást við þvottinn, og
merki hverrar einstakrar þvotta-
stöðvar ætti að geta verið til þess,
að tryggja henni gott álit, og að
ullin yrði vönduð að frágangi.
— EftirJit þarf með því. —
— Já, auðvitað er það sjálfsagt,
að þvottastöðvarnar starfi undir
eftirliti, og að ull þeirra verði
llokkuð.
— Já, en —
— En hvað?
— Heldurðu að þvottastöðvarn-
ar komist á?
— Þvi ekki það? Ef bændur
vilja fá gott verð fyrir ull sína,
eru þær eina hyggilega ráðið til
þess; og þeir hafa sýnt það með
rjómabúunum, að þeir vilja starfa
að vöruvöndun.
Hjer er auk þess hægara um vik
til framkvæmda, því að ólíkt hæg-
ara er að flytja ullina á þvotta-
stöðvarnar, heldur en mjólkina,
sem flytja verður daglega.
---------Þetta fannst mjer deg-
inum ljósara, og jeg óskaði með
sjálfum mjer, að sveitungar mínir
yrðu þeir fyrstu; en upphátt sagði
jeg:
— Þú gefur þeim leiðbeiningar?
— Já, með ánægju, svaraði hann.
Þá er flokkunin.
— Ekki leggja Amerikumenn eins
mikla áherzlu á vandlega flokkun,
eins og á hitt, að ullin sje í raun
og veru vel þvegin og þurkuð.
— Hvernig viltu láta flokkahana?
— Eftir samtali við marga ullar-
notendur þar vestra, komst jeg að
þeirri niðurstöðu að bezt sje að
flokka hana í þrjá flokka:
1 fyrsta flokk alla hvíta vorull,
bæði langa og stutta, nema gölluð
sje, og á hún þá að vera í öðrum
flokki.
I annan llokk alla gula vorull,
(vellótta eða leirlitaða); ennfremur
hvíta vorull, er kindin hefir dregið
á eftir sjer, eða sem gras eða fræ
er i, svo sem upptýning eða haga-
lagða.
1 þriðja flokk alla mislita vorull
(gráa, svarta eða mórauða), og
verður að leggja áherslu á, að hún
sje vandlega aðgreind trá hvítu ull-
inni; og eins verður að aðgreina
vel alla algula ull frá henni.
Alla fiausiull ber að hafa sjer í
flokki, hversu góð og hvit sem hún
kann að vera, og má aldrei blanda
henni saman við vorullina.
— Löng og stutt ull — hvað
er það?
— Löng ull eru löngu ullar-
hárin nefnd;þaueru miklu verð-
mætari, og eru notuð í fataefni.
En að flokka ullina eftir því, hvort
hún er löng eða stutt, er ekki
heppilegt, vegna þess að við kemb-
inguna blandast mikið af stuttu
ullinni saman við löngu ullina,
svo kaupandinn getur greitt til-
tölulega hærra verð, ef það er ekki
aðgreint.
Hvert á að senda ullina?
Til Belgíu — eða hvað?
— Nei, þeir nota ekki islenzka
ull; og fyrst verðum við að gera
hana að góðri vöru, áður en við
reynum nýja markaði. Annars er
því fljótsvarað, það á að senda
hana til Ameriku.
— Hvers vegna?
— Vegna þess að hún er mest
notuð þar, og óþarfi að láta Eng-
lendinga, Dani eða Þjóðverja vera
milliliða vora i þeim efnum, eins
og nú er. Þeim mun færri milli-
liði, þeim mun meiri hagnaður.
— En þangað ganga engin skip?
- Þá er að fá þau. Jeg átti tal
um þetta við kaupmenn i New
York og Boston, og töldu þeir
engin vandkvæði á þvi; og Norð-
menn tiðka nú mjög slíkan flutn-
ing. Bezt væri þá að taka ullina
hjer á t. d. 4 höfnum.
— En seljandi þar?
— Þar er bezt að selja ullina á
uppboði, en vitanlega ekki alla i
einu; ætti þar af leiðandi að geyma
hana í vörugeymsluhúsi til sölu-
dags.
— — Margt fleira sagði hr. S.
E. mjer, en rúmsins vegna verður
þetta að nægja, enda kemur skýrsla
hans til landsstjórnarinnar vænt-
anlega á prent áður en langt um
líður.
— Hverjar verða þá tillögur
þinar i fáum orðum? spurði jeg
að lokum.
— Helztu tillögur minar verða
þessar:
1. að komið sje upp þvottastöðv-
um, er þvoi ullina svo, að i
henni verði sem næst 10%
óhreinindi; að fara nær lág-
markinu, til að byrja með,
er ekki vert.
2. að þvottastöðvarnar starfi und-
ir eflirliti.
3. að ullin sje llokkuð í þrjá
flokka.
4. að haustull sje höfð sjer.
5. að engin ull sje send út ó-
þvegin.
6. að ullin sje send beint til
Ameriku.
Jeg þakkaði hr. S. E. kærlega
hinaft’ mörgu og miklu upplýsing-
ar. Petta er sannarlega mikill á-
rangur; en nú er undir bændum
komið, hvort þeir vilja gera ullina
sem bezta og verðmesta, og jeg
býst við því, að þeir verði ekki
lengi að hugsa sig um í því efni,
og að strax að vori starfi hjer
margar þvottastöðvar.
Y a t n a r.
--- — ----------
Jréj til „Reykjavikur".
Um borð í „Austra“, 26. ágúst 1911.
Nú er hádegi, og við erum undan
Skeiðarársandi; höfum síðan í nótt
haft snarpan mótvind. Búumst við
að koma á Eskifjörð í fyrramálið.
Hefðum náð þangað um kl. 2 næstu
nótt, ef eigi hefði blásið á móti.
Vel fer „Austri“ í sjó, svo að furða
er um eigi stærra skip. Viðurgern-
ingur og þrifnaður er ið bezta. Ég
hefi komið niður á 2. farrými, og þótti
vel um gengið af skipsmanna hálfu.
Ég tek þetta fram af því, að mig
minnir að ég sæi nýlega í „Reykja-
vík“ aðfinslu að þrifnaðinum á 2. far-
rými. Það er nú auðskilið, að eitt-
hvað geti orðið ábótavant stund og
stund í svo mikium þrengslum, þar
sem farþegar eru sjóveikir, og sumir
óþrifnir. En ef slíkt kemur fyrir, þá
er að snúa sér fyrst til bryta, og ef
það ber eigi árangur, þá til skipstjóra.
Og það er ég sannfærður um, að þá
muni þeir bæta úr hverju sem að er,
ef það stendur i þeirra valdi. Hitt
er miður drenglegt, að hlaupa í blöö
með kvartanir um það, sem yfirmönn-
um hefir ekki verið gert aðvart um
og þeir vita ekki um.
Lofum pólitík að vera pólitík, en
hún á engan mann að hefta frá að
segja satt um skipin, og því síður
frá að unna skipsfólkinu sannmælis.
„Austri" er svo gott skip að sigla
með, sem vænta má eftir stærð þess
(og þessa ferð má hann heita tómur
þó af öðru en farþegum). Það er
auðvitað þröngt á öðru farrými, en
vel virðist mér þar líft, ef farþegar
eru sjálfir þrifnir. “Á 1. farrými er
gott að vera.
Markús Þorsteinsson
Frakkastig 9 — Reykjavik
tekur að sjer allskonar adgerð á
---- Hljóöfserum. -------
Og það er ég sannfærður um, að
öllum öðrum ólöstuðum, að ekkert
skip er það í förum hér við land, þar
sem skipstjóri og þjónustumenn allir
láta sér annara um farþega sína, heid-
ur en á „Austra“, og stór þægiridi
eru það, einkum fyrir alþýðumenn,
sem ekki tala útleiid mál, að skip-
stjóri og stýrimaður eru íslendingar.
Þá er það vænt á ekki slærra skipi
að hafa baðherbergi með heitu og
köldu vatni, og getur maður baðað sig
þegar maður vili.
Ég nenni nú ekki að skrifa meira
um skip og fólk, og sný mér að öðru.
En þess vildi ég óska, að á sem flest-
um skipum, sem hér eru í förum,
væri íslenzkir menn. Það mun reyn-
ast hér vinsælast og bezt.
27. ágúst, kl. 9 árd.
Hvesti, er áleið í gær og hvass
fram eftir nótt, en nú lygnari. Erum
komnir hjá Austurhorni. Straumur
harður á móti; en verður með, er við
komum hjá Papey. Náum væntanl. á
Eskifjörð kl. 1-—2 í dag. Fundurinn
þar byrjar kl. 4.
Nú ekki meira um ferðina.
Guðs friði!
Jón Ólafsson.
IJvað er mest að varast?
Eftir Þórh. biskup Bjarnarson.
(Grein þessi er tekin úr „Nýju Kirkja-
blaði“ frá 15. þ. m., ogerhúnlítið eitt stytt).
„Hingað kom fyrir einum 20 árum
burgeis úr Bandafylkjum. Hann var
eitthvað lifrarsjúkur, fúll og fámáll.
Þorlákur kaupmaður Johnsen var að
hafa ofan af fyrir honum, og fór
með hann upp á þing. Lengi var
Ameríkukarlinn að virða fyrir sjer
þingmennina, stundi síðan þungan
og mælti : „Only honest faces".
[Það skín út úr þeim öllum ráðvendninj.
„Eitthvað annað að sjá okkar scound-
rels [erkifantaj á löggjafarbekkjunum
vestra".
Ekki veit jeg hvernig svona karli
hefði litist á þingmannasvipina ofan
frá svölunum nú síðast verið. Flestir
skikkanlegir, vænti jeg. En víst er
um það, að breyttur bragur er á
þingið komið þessi hin síðustu árin
— til hins verra. Þingspillingin hefir
stórum magnast með þingvöldunum.
J sjálfu fyrirmyndarlandi þingveld-
isins, á Englandi, eru völdin minnst
hjá þingmönnunum, heldur hjá stjórn-
inni, eða rjettara sagt hjá einum
manni, eða örfáum mönnum innan
meirihluta flokksins, sem þjóðin hefir
þá í bili treyst bezt til að fara með
völdin. Kosið beint upp á traustið
til foringjanna. Og ræður þá að
mestu sú mynd, sem hjá þjóðinni
hefir skapast af mannkostum þeirra.
Einmitt í þessu er bezta bótin við
þingveldisgöllunum. I Bandafylkjun-
um má hver einstakur þingmaður —
jeg tala nú ekki um öldungana —
sín margfalt meira en á Englandi.
Forsetinn þar er býsna óháður þing-
mönnum, sjerkosinn af þjóðinni, en
ráðaneyti forsetans er miklu háðara
hverjum einstökum þingmanni en á
Englandi. Og þá komast að kaup
og sala, og þá opnast á víða gátt