Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 02.12.1911, Blaðsíða 2

Reykjavík - 02.12.1911, Blaðsíða 2
204 REYKJAVlK það var sem þeir höfnuðu við kosn- ingarnar 1908. „Sjálfstæðis“menn munu þó hafa sjeð einhver missmíði á þeirri pólitík, að drepa hendi við íslenzkum fána, en láta Dannebrog óáreitta. Á síðasta þingi komu þeir því fram með frum- varp um íslenzkau fána. Að vísu var þeim kunnugt, að málefninu gátu þeir ekkert gagn með því unnið, því að það var fyrir fram vitanlegt, að efri deild mundi ekki sinna frumvarpinu. Og í öðru lagi hlýtur þeim að hafa verið það Ijóst, að þó að báðar deildir þingsins hefðu samþykkt frumvarpið, þá var óhugsanlegt, að það öðlaðist staðfestingu konungs, — af þeirri ein- földu ástæðu, að fána getum vjer ekki fengið fyr en vjer höfum fengið það, sem fáni á að t&kna,: viðurtcenndríkis- rjettindi landsins! Hvörs vegna komu þá „Sjálfstæðis"- menn fram með þetta frumvarp á sið- asta þingi? Hvers vegna er verið að hampa miklum og vandasömum mál- um, sem snerta instu taug þjóðernis- tilfinningarinnar, án þess að nokkrar líkur sjeu til, að þau fái hinn minnsta byr, hvort heldur er innan lands eða utan? Þeir sem þekkja stjórnmálaferil „Sjálfstæðis“manna, munu ekki verða í vandræðum með svarið. í íslenzk- um þjóðsögum segir einhversstaðar frá fjósastrák, sem hófst til valds og virð- ingar á einkennilegan hátt. Hann sá einu sinni óvenjulega mikla mergð af flugum á fjóshaugnum, og sletti hann þá rekunni á hauginn, og lágu fimtíu flugur dauðar. Pilturinn hagDýtti sjer nú þetta þrekvirki á þann hátt, að hann fjekk sjer gullskjöld og ljet letra á hann: „fessi drepur 50 í einu höggi“. Síðan fór hann víða um lönd með sköldinn við hlið, en hvar sem hann kom í orustur, varð mönnum felmt við á hann að ráða og lögðu flestir á flót.ta, svo mikill geigur stóð mönnum af höggum hans. Að lykt- um eignaðist hann kóngsdótturina og hálft konungsrikið. Og hafði hann þó ekkert þrekvirki unnið annað en þetta, að merja nokkrar flugur á fjóshaug. En hitt hafði hann kunnað, að láta ekki minna yfir verkum sínum en vert var, — enda hefir það gefist vel mörg- um fleirum en honum bæði fyr og síðar. Ekki skal getum að því leitt, hvort þessi flugnabani og hamingjumaður úr þjóðsögunum hefir beinlínis verið fyrirmynd „Sjálfstæðis“-leiðtoganna, en hitt er víst, að 1908 höfðu þeir sömu aðferð og hann gagnvart íslenzku þjóð- inni og heppnaðist hún þeim vel. Síðan hefir öll þeirra pólitík nálega ekki verið annað en gort og glamur um stórvirki, sem þeir hefðu unnið eða ætluðu að vinna, en nú hafa kosn- ingarnar væntanlega sýnt þeim svart á hvítu, að þeir verða að leita sjer annars ráðs, ef þjóðin á að trúa þeim fyrir völdunum í annað sinn. Hvergi kom þessi furðulega bardaga-aðferð „Sjalfstæðis“-manna betur fram en við meðferð fánamálsins á síðasta þingi. Flutningsmönnum frumvarpsins var fyrst og fremst bent á, að þeir hefðu rifið fánamálið út úr rjettu samhengi, og að óvit væri að hreyfa því máli, nema rjettarstöðu landsins væri um leið gerbreytt. Þeir voru spurðir, hvort þeim sýndist vel til fallið, að alþingi færi að samþykkja lög um siglingafána, meðan stafirnir D. E. (dansk ejendom) væru höggnir á hvert einasta íslenzkt skip! Þeim var sýnt fram á, að siglingafáni ætti að tákna hverju riki skipið tilheyrði, undir vernd hvaða ríkis það stæði, en ísland væri ekki viðurkennt ríki, hvorki utanlands nje innan, og mundi því engin þjóð taka neitt mark á fána, sem vjer tækjum upp að svo vöxdu máli. Þeim var ennfremur bent á, að Danir mundu fjandskapast við málið og konungur með öllu ófáanlegur til að staðfesta það, — af þeim ástæðum, sem að ofan eru greindar og mörgum fleirum! Loks voru þeir spurðir, hvað þeir ætl- uðu til bragðs að taka, til þess að fá fána viðurkenndan, sem þannig væri samþykktur þvert á móti vilja sam- bandsþjóðarinnar, þveit á móti vilja konungs og þvert á móti alþjóðavenju og alþjóðalögum ! Hverju svöruðu nú „Sjálfstæðis"- menn ? Framsögumaður þeirra, Skúli Thoroddsen, var hvorki smávirkur nje seinvirkur, þegar hann var að slátra andmælum mótstöðumannasinna. Hann lýsti því fyrst og fremst yfir, að það væri hin mesta fjarstæða, að „vjer þyrftum að fá viðurkenning annara ríkja fyrir fánanum". (Auðvitað hefir fáni því að eins nokkurt gildi, að hann sje viðurkenndur af öðrum ríkjum!). Um Dani sagði hann, að óþarft væri að óttast mótstöðu þeirra gegn frum- varpinu, því að þeir hefðu með stöðu- lögunum viðurkennt fánarjett vorn. Samkvæmt, stöðulögunum væru sigl- ingar sjermál, „en fáni er eins óskiljan- legur liluti skips, eins og t. d. stýri eða seglu! 1 Einn af andmælendum hans hafði vitnað í rit merkra þjóð- rjettarfræðinga, — en ekki gat fram- sögumaður „Sjálfstæðis“-manna verið að taka neitt tillit til slíks: „Hver þjóð á að hafa þann rjett, sem henni þóknast, og það kemur engum við“ !! Allar aðrar mótbárur hrakti hann með viðlíka rökum. Er ekki skemmtilegt, að sjá foringja „Sjálfstæðis“manna byggja rjett vorn til fána, sjálfstœðismerkis, á stöðulög- unum, hinum ótvíræðu innlimunarlög- um ? Og er ekki gott til þess að vita, að vjer eigum svo fullhugaða foringja, að þeir treysta sjer til að skapa oss hvern þann rjett, er þeim sýnist, án þess að taka nokkurt tillit til annara þjóða, eða skeyta hið minnsta um laga- setning þeirra og rjettarvenjur? Getur nú nokkrum manni blandazt hugur um, hver meiningin hefir verið með öllu þessu fleipri og fimbulfambi? Engum mun þó koma til hugar, að mennirnir hafi haldið þessum fáránlegu fjarstæðum fram í fullri alvöru. Nei, hitt var, að þeir vissu að þjóðinni er fánamálið hjartfólgið mál, og að hún mundi fyr eða síðar heimta fána sinn af þeim mönrium, sem höfðu ginnt hana til þess að hafna honum, þegar henni var boðinn hann. Að útvega þjóðinni fána, það vissu þeir að þeir voru ekki menn til. Og því varð þetta fanga- ráðið, — að sletta rekunni á fjóshaug- inn og freista svo, hvort ekki mætti takast að telja almenningi trú um, að ,enn á ný hefðu „Sjálfstæðis“menn stig- ið stórt og þýðingarmikið spor í frels- isbaráttu þjóðaiinnar. Þeir höfðu brall- að .annað eins áður með helzt til góð- um átangri! Annar höfuðtalsmaður fánafrum- varpsins af hendi „Sjálfstæðis“-manna var Bjarni Jónsson frá Yogi. Hann hóf ræðu sína á þessa leið: „Skáldið lætur Sverri konung segja þessi orð í banalegunni: Breidd skal Sigarflugu sængin svo til hinsta flugs ei vænginn skorti gamlan Birkibein. En hvað mun Ijetta þeim flugið, sem engan eiga fánann?"!! Þingmaðurinn heldur svo áfram í sama stíl og flyt- ur langt erindi á fornu máli. Hann játar að vísu, að frestur kunni á því að verða, að fáninn fái viðurkenningu, og nú er hann þeim mun vitrari en 1908, að hann skilur, að viðurkenn- ing á fánarétti er sama sem viður- kenning á ríkisrétti. Honum mun hafa verið ókunnugt um þetta, þegar hann prjedikaði sem geystast móti frumvarpi millilandanefndarinnar sem innlimunarfrumvarpi! En þangað til fáninn fær viðurkenningu á hann að tákna vilja vorn og kröfur og vonir! Með örðum orðum: í stað löghelgaðs þjóðfána frumvarpsins eigum vér að fá vonarfána „Sjálfstæðis“manna! Er það kyn, þótt mörgum manni finnist að sem möru sje ljett af þjóð- inni, eftir að hún hefur losað sig und- an forustu slikra leiðtoga? ^jónleikixr. Um síðustu he!gi tók „Leikfjelag Reykja- víkur“ ti! starfa, og sýndi frakkneskan leik eftir Dinaux og Lemoine, er kallaður var á íslensku „Heimanmundurinn“. Efnið í þessum sjónleik er sannrjettir við- burðir úr daglegu l(fi manna á tímum stjórn- arbyltingarinnar miklu á Frakklandi um og eftir árið 1790. Sonur ríkrar greifafrúar hefir fengið ást á fóstursystur sinni, en faðir hans hefir lagt þá ákyldu á herðar honum í erfðaskrá sinui, að hann gengi að eiga aðra stúlku. Til þess að hJýðnast vilja mannsins síns, tekur greifafrúin það ráð, að gifta fósturdóttur sína óbreyttum, en duglegum og heiðarlegum almúgamanni, að nafni Chenu. Fósturdóttirin gengur að þessu, enda þótt hún elski greifann. Greifinn kemst að þessu, og framkoma hans gerir það að verkum, að ekkert verður úr giftingunni, en Chenu fer burt með unnustu sína til heimkynna sinna í Bretagne. Sex) árum síðar eru þau Chenu og Suzette, fósturdóttir greifafrúarinnar, komin til Parísar, og eru þá orðin forrík, og halda allir að þau sjeu hjón. Greifa- frúnni hefur verið kastað í fangelsi — eins og öðrum aðalsmönnum á stjórnbyltingar- árunum — en sleppt úr því aftur, og lifir hún nú sem fátsekur einstæðingur í hrörlegu kvistherbergi í Paris. Sonur hennar hefir farið af landi burt, þegar hann missti af Suzette, og hefir orðið fyrir því happi, að frelsa líf móður Chenus. Ábóti nokkur hefir frá öndverðu gert tilraunir til að ná ástum Suzettu, og af því að hann skoðar greifann ætíð sem meðbiðil sinn, kemur hann með hrekkjabrögðum nafni hans á skrána yfir landflótta aðalsmenn, sem dæmd- ir hafa verið til dauða. Móðir Chenus hefir sent greifann til sonar síns, og kem- ur hann því til leiðar, að greifinn er náðað- ur, í launaskyni fyrir að hafa frelsað móður Chenu. Chenu hefur fengið ást á Suzette, en kemst þá að því, aðgreifinn oghún unna hvort öðru hugástum enn þá. Hann álítur sig þess vegna ekki hafa rjett til að giftast henni, en gefur hana greifanum með þess- um orðum: „Þjer hafið frelsað líf móður minnar; jeg gef yður Suzette. Jeg vona, að við eigum ti! einskis að telja hvor hjá öðrum“. Aðulhlutverkið, Chenu, leikur herra Helgi Helgason, og tekst vel. Hann er blátt á- fram leikinn og innilega. Frúin og Suzette eru einnig blátt áfram og eðlilega leiknar. Sízt leikinn er sonurinn, ekki svo mjög vegna meðferðar á efninu, eins og vegna hins, að ástarhlutverk hæfa ekki leikaranum. Fjöregg leikritsins er vinur Chenus og fje- lagi, Picheloup að nafni, og kona hans, Cadiche, og eru þau bæði með stærri hlut- verkum leikritsins. I’ykir öllum Picheloup vera skemmtilegur karl, en Cadiche er þó að vorum dómi betur leikinn. Er það skemmti- leg, örgeðja og fjörug stúlka, og hefir leik- andinn sýnilega lagt sig fram með, að þetta kæmi allt greinilega í ljós. Hvergi eru nein stór lýti á leiknum, og teljum vjer engan Nlarkús Þorsteinsson Frakkastig 9 — Reykjavik tekur að sjer allskonar aðgerð á --- Hljóðfœrum. -------- vafa á því, að þeir, sem á horfa, munu skemmta sjer vel. Leikurinn fer ágætlega' á leiksviði, er vel byggður og skýr, og er laus við þá galla, sem margir svo kallaðir „litterærir“ sjón- leikar hafa, að vera viðburðalaus eiutöl sálarinnar við "sjálfa sig, draumórar meira eða minna velgefinna skálda, sem ekkert eiga saman við sjálft lífið að sælda, og eng- inn maður hefur þolinmæði til að hlusta á. Frá Leikfjelagsins hendi er leikurinn prýðilega úr garði gerður, bæði að leik- tjöldum og búningum. Leiktjöldin í fyrsta og öðrum þætti eru máluð af Carl Lund. Tvennt er það, sem gerir aðsókn að leikn- um miklu aðgengilegri; fyrst það, að nú er komið gasljós á leiksviðið, og er þvi birt- an miklu betri en verið hefir. Annað er það, að nú er leikið á þrjú hljóðfæri á milli þátta, og gerir það veruna miklu vistlegri. Vjer teljum það ekkert efamál, að rjett sje að hvetja almenning til að sjá þennan sjónleik, enda á fjelagið það skilið, því að allt hefir sýnilega verið gert af þess hálfu,. til þess að leikurinn mætti fara sem best fram. Listavinur. . Leiðrétting. Út af ummælum frú Bríetar Bjarn- héðinsdóttur í síðasta tbl. „Rvíkur“„. um skóla Ásgríms Magnússonar, skal eg láta þess getið, að eg flutti nokkur erindi í nefndum skóla veturinn 1909—’ 10, og leyfði Ásgrími að aug- lýsa það um haustið. í fyrra haust gaf eg honum ádrátt um að flytja eitt erindi eða svo einhvern tíma vetrar, ef eg sæi mér fært, án þess þó að það væri auglýst fyrir fram,. enda veit eg eigi til að hann hafi gert það. Aftur á móti hafði blaðstjóri einn hér í bænum getið þess í grein um skólann, að eg mundi kenna þar í fyrra vetur, og kom Ásgrímur nokkru síðar til mín og bað mig afsökunar á því, og kvað gert án sinnar vitundar.. Annað hefir okkur eigi á milli farið í þessu máli. Rvík, 28. nóv. 1911. Jón Jónsson, sagnfr. H: Vegna ummæla frú Btíetar Bjarn- héðinsdóttur á bæjarstjórnarfundi 23.. nóv., er hún sagði, að sér væri kunn- ugt um, að hr. Ásgr. Magnússon tæki engan inn á skóla sinn fyrir minna en 25 kr. borgun fyrir fram, og vegna þess, að hún hygst að sanna þessi xirnmæli sín með einu vottorði í síð- asta tbl. „Reykjavíkur", þá vottum við undirritaðir kennarar skólans, að okkur er kunnugt um, að hún fer hér ekki með rétt mál. Kenslugjaldi er þannig hagað, að hver sá nemandi skólans, er óskar eftir þátttöku í 3 námsgreinum eða fleiri, alt að 11, borgar kr. 4,19 mán- aðarlega eða kr. 25,00 fyrir alt tíma- bilið, eftir samkomulagi. Aftur á móti eru margir, sem taka þátt í 1—2 námsgreinum um lengri eða skemri tíma, og borga þá þeim mun minna gjald, svo að skólagjaldið verður sem Dæst 15 kr. á hvern nem- anda að meðaltali, svo sem forstöðu- maður skólans hefir áður tekið fram. Reykjavík, 30. nóv. 1911. Pórli. Jóhannesson, Jónas Jónasson, (stud. med.). (stud. med.).

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.