Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 02.12.1911, Blaðsíða 3

Reykjavík - 02.12.1911, Blaðsíða 3
REYKJAVlK 205 Stjirnbyltingin i Kina. [Niðurl.]. ---- Með því að uppreistarmennirnir hafa lagt undir sig mörg auðugustu hjeruð- in í Kína, og sömuleiðis helztu iðnað- arborgirnar, og hafa komið í veg fyrir allan aðflutning peninga, vista og vopna til Peking, er stjórnin orðin í mestu vandræðum með peninga, og hefir ver- ið að leitast við að fá ián. Var lengi talið líklegt, að hdn mundi fá það í Bandaríkjunum í Norður-Ameriku, gegn því, að Bandaríkin fengju að birgja Kína með vörur, og fengju leyfi til námareksturs og járnbrautalagninga í Kína, og herskipasmíða fyrir Kínverja. Ekki hafði Þó, er síðast frjettist orðið úr því, að lánið fengist. Upphlaups- menn hafa aftur á móti nóg fje, því að bæði hafa þeir lagt undir sig alla opinbera sjóði í borgum þeim og þorp- um, er þeir hafa náð á sitt vald, og svo hafa þeir einnig fengið ógrynni fjár sent frá hinum auðugu kínversku kaupmönnum í Ameríku og á Ind- landi. Auk þess hafa þeir gefið út peningaseðla, sem þeir lofa að leysa inn einu ári eftir að þeir hafa borið sigur úr býtum og nýja stjórnin er sezt að völdum í Kanton. Peninga- seðlar þessir eru prentaðir á frönsku og ensku, og ganga vel út með á- kvæðisverði. Aftur á móti vill nú enginn sjá bankaseðla stjórnarinnar. I raun og veru eru tvær stjórnir í Kína nú sem stendur: Keisarastjórnin í norðanverðu ríkinu, og lýðveldisstjórn í suðurhluta þess. Og upphlaupsmenn eru allt af að færa sig norður á bóg- inn, og her þeirra vex svo þúsundum skiftir á degi hverjum, og margar her- sveitir keisarans hafa svikið stjórnina og gengið í lið með upphlaupsmönn- um. Þeir hafa náð á sitt vald járn- brautinni frá Hankow til Peking, og var búizt við, að þeir mundu þá og þegar ráðast á höfuðborgina Peking. Og mátti þá eiga víst, að dagar Mandshu-stjórnarinnar væru taldir. Þegar svona var komið, tók stjórnin það ráð, að kalla saman þjóðfund í Peking. — Shihto prins setti fundinn, og forseti hans var hinn eiginlegi stjórnandi í Kína, Na-Tchung, sem er forseti „hins mikla ráðs“. Keisarinn sjálfur er barn að aldri. Samkvæmt kínverskri venju var ekki minnst einu orði á uppreistina, heldur snúið sjer að því að ræða um það, hve æskilegt það væri, að einveldið væri afnumið, og frjálslegra stjórnarfyrirkomulag lög- leitt. Var siðan samin stjórnarskrá, og í henni ákveðið, að Mandshu- keisaraættin skyldi sitja að völdum áfram, en vaid keisara skyldi vera þingbundið. Þingið tilnefnir og keis- ari skipar forsætisráðherra, og eftir tillögum hans skipar keisari hina aðra ráðherra. Menn úr ætt konungs mega ekki eiga sæti á þinginu, og ekki sitja i hinum æðstu embættum. Sama ráðuneyti getur ekki roflð þingið nema einu sinni. Keisarinn er yfirforingi hers og flota, með skilyrðum, er þingið ákveður. Keisaraboðskapur getur ekki komið í stað laga, nema brýn nauð- syn krefji. Samninga við önnur ríki má ekki gera, nema þingið samþykki. Þingið ákveður hirðeyririnn. Þjóð- fundurinn er í stað þings, þar til það kemur saman. Mörg fleiri ákvæðí eru í stjórnarskránni, og öll svipuð því sem gerist i þeim löndum, þar sem er þingbundin stjórn. Hinn 30. okt. gaf stjórnin svo út opið brjef, og lofaði þjóðinni stjórnarskrá þessari undir eins og nýtt ráðuneyti væri myndað, sem Mandshúríumenn ættu ekki sæti í. í brjefi þessu hjet hún og öllum uppreistarmönnum al- gerðri uppgjöf saka. í þessu opna brjefi er keisarinn litli meðal annars látinn komast svo að orði: „ Jeg hefi nú setið að rikjum í þrjú ár, og hefi ávalt reynt samvizkusamlega að gæta rjettinda þegna minna. En jeg hefi ekki borið gæfu til að hafa dygga menn í þjónustu minni, af því að jeg er enginn stjórnfræðingur. Jeg hefi ráðið of marga tiginborna stjórn- málamenn í opinberar stöður. — í járn- brautamálum brást mjer maður, sem jeg hafði sýnt mikið traust. Varð það til þess, að alþýðan snerist á móti mjer. Þegar jeg hefi viljað koma á einhverjum umbótum, þá hafa embættismenn og fyrirmenn notað þau tækifæri til að stela úr sjálfs sins hendi. Menn þessir hafa sölsað undir sig mikið af almanna fje, en engar verulegar umbætur hafa orðið til almennra þjóðþrifa. — Nokkr- um sinnum hafa verið gefnar út tilskipanir, en þeim hefir ekki verið hlýtt. Illur kur hefir verið í almenningi, án þess jeg hafi vitað um það. Ólán hefir vofað yfir, enjeg hefi ekki orðið var við neitt. — Allt keis- aradæmið er í uppnámi. Alt er þetta mjer að kenna, og hjer með geri jeg það kunnugt allri þjóðinni, að jeg vinn eið að þvi, að gera þá breyting, er tíl batnaðar verði, og án herskara og aðhalds alþýðu að halda stjórnarskrána dyggilega, koma á hagkvæm- ari lögum, fylgja fram áhugamálum alþýðu, en lina a kúgun þeirri, sem hún á við að búa, samkvæmt óskum hennar og áskorun- um. Hin forna löggjöf er orðin óvinsæl og skal úr gildi numin. Jeg ætla að koma á þeirri sameiningu milli Mandshúríumanna og Kínverja, sem keisarinn næsti á undan l Eins og tekið var fram í byrjun greinar þessarar, voru það aðallega á- hrif Norðurálfumenningarinnar, sem komu byltingu þessari af stað. En ekki er ólíklegt, að Norðurálfumenn hafi að byltingunni lokinni ástæðu til að segja: „Of mikið hefi jeg kennt þjer, strákur!“ Það verður ekki ein- ungis stjórnin í Kína, sem feilur, heldur hljóta áhrif byltingarinnar að verða miklu víðtækari, og ná til allra ná- granna-þjóðflokkanna. Japanar beita hinni mestu harðstjórn í Kóreu, Rússar ráða og ríkja í Mandshuríu, Englend- ingar hafa lagt undir sig allar auðs- uppsprettur Indlands, og Frakkar halda dauðahaldi í Tonkin. Óeirðir munu fljótlega byrja í öllum þessum löndum, og tilraunír til þess að reka útlend- ingana af höndum sjer, því að þótt þjóðflokkar þessir sjeu harla ólíkir hver öðrum, þá hafa þeir þó eitt sameigin- legt, og það er hatrið til hinna hvítu manna. Stjórnarbyltingin í Kína getur áður en langt um líður orðið að heims- byitingu. * * * Eftir að framanrituð grein, sem átti að koma í síðasta blaði, var sett, kemur lausafregn um það, að upp- reistarmenn sjeu búnir að taka höf- uðstaðinn, Peking. Sje það satt, þá eru dagar Mandshúríu-stjórnarinnar taldir. Yuan-Shi-Kai hefir rekið er- indi stjórnarinnar, og lagt mikið kapp á það, að fá lyðveldismenn til að falla Kína og nágrannalöndin. mjer ráðlagði að koma til vegar. Fjármál og stjórnmálastefna er í vondu lagi. Jafn- vel þótt allir verði samtaka, óttast jeghrun ríkisins. Ef þegnar ríkisins taka ekki tillit til og hafa í heiðri bendingar forlaganna, en iáta leiðast af æsingum, þá er ekki til þess að hugsa, að Kínaveldi fái lengur stað- izt. Jeg ber ugg og ótta dag og nótt. Eina von mín er það, að þegnar mínir sjái, að þeim ber að gera skyldu sína.“ Yuan-Shi-Kai var því næst beðinn að mynda hið nýja ráðuneyti, en hann færðist undan, og segja síðustu frjettir, að hann sje að semja við uppreistar- menn, er skiftast i tvo flokka : lýð- veldissinna og menn, sem heldur kjósa þingbundna keisarastjórn. Er talið líklegt, að hinn síðar nefndi flokkur verði yfirsterkari, enda mun Yuan- Shi-Kai styðja hann að málum. Sagt er, að stjórnin sje orðin alveg vonlaus um sigur, og að hirðin sje þegar lögð á flótta norður og austur 1 land. Það má telja áreiðanlegt, að einveldi Mandshu-ættarinnar sje nú á enda. Það eina, sem nú gæti bjargað einveldinu, væri hjáJp frá öðrum rikj- um, og er þá varla um aðra að ræða, en annaðhvort Japana eða Rússa. Þeir mundu sjálfsagt hvorir um sig fúsir til þess að styðja Mandshu-stjórnina. En sjálfsagt yrði sú hjálp Kínverjum æði dýr. frá kröfum sínum, og sameinast þeim, er kjósa þingbundna keisarastjórn, og er nú talið líklegt, að það veiði hon- um sjálfum að falli. Áreiðanlegar fregnir ei'u ekki komnar; en víst er það, að stjórnin er í hættu. Bylt- ingin hefir geisað yfir eins og snjó- skriða, sem enginn máttur fær stöðvað, og hafi upphlaupsmenn ekki þegar tekið Peking, þá verður þess að minnsta kosti ekki langt að bíða, að þeir geri það. Fyrir sunnan Peking eru allir vegir lokaðir, og eina úrræðið fyrir keisaraættina er það, að flýja norður til Mukden í Mandshúriu, bæjarins, sem forfaðir núverandi keisai'a-ættar kom frá, þegar hann brauzt til valda í Kína 1664. Nöfn og nýjungar. Fimmtugsafmseli Hannesar Hafsteins er á mánudaginn, 4. þ. m. Verður honum og fjöJskyldu hans þá haldið fjöimennt sam- sæti í Bárubúð. Þá verður og stofnaður minningarsjóður H. Hafsteins, sem safnað hefir verið til í sumar. „Lord Nelson". Botnvörpuskipið „Marz“ kom á sunnudagsmorguninn með skipbrotsmennina, og hafa þeir borið það hjer fyrir rjetti nú í vikunni, að ásiglingin hafi að öllu leyti verið hinum enska botn- vörpungi að kenna. Hann heitir „North- man“ 414, og er frá Aberdeen. Bátsskaði. A þriðjudaginn hvolfdi bát á leið fra LaugarneBÍ til Viðeyjar, með 2 mönn- um á, er drukknuðu báðir. Þeir hjetu Samúel Símonarson, er var hjeðan úr bænum, og Halldór Guðbjarnarson af Akranesi, miðaldra menn og kvæntir báðir. Samúel sál. átti 5 börn á ómaga-aldri. Menn þessir höfðu hald- ið til í Viðey í haust, og annast um mjólk- urflutning í land. ítalskur konsúll hjer í bæ er hr. Chr. Zimsen nýlega orðinn. Kosning í niðurjöfnunarnefnd fór fram hjer í bænum á miðvikudaginn, og voru kosnir 7 menn í stað jafn margra, er ganga eiga úr nefndinni. Listarnir urðu þrír, og voru kosnir af A-Iista (Sjálfstæðismanna): Guðm. Olsen, kauptnaður, Ungfrú Sigurborg Jónsdóttir, verzl.k., Ari Antonsson, verzlunarmaður. Af B-lista (Heimastjórnarmanna): Kristján Kristjánsson, járnsmiður, Frú Helga Torfason, Jón Jóhannsson, ökumaður. Af C-lista (Verkmannafjel.) Árni Jónsson, daglaunamaður. Fjárhags-ásetlun Reykjavikurbæjar fyrir 1912 var samþykkt við þriðju umræðu á bæjarstjórnarfundi í fyrradag, og verður hún að likindum birt í næsta blaði. Sunnudag 3. des. kl. 8 síðdegis í Iðnaðarmannahúsinu. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Fundnr 2. nóv. 1. Bygginganefndargerðir frá 30. f. m. lesnar og samþ., þar með samþ., að lystihús Odds Gíslasonar megi því að eins standa, að hann rífi torfþakið af því. 2. Veganefndargerðir lesnar og samþ. 3. Fátækranefndargerðir frá 25. f. m. lesnar upp, samkv. tillögu nefndarinnar var Olafiu G. Þói'ðardóttur, Njálsgötu 30 B, gefið eftir útsvar manns hennar, Jóhanns heitins Hanssonar, er drukknaði 16. sept. þ. á., 12 kr. 4. Skólanefndargerðir frá 27. f. m. lesnar upp. 5. Fjelagið „MálmUr“. Nefndin í því máli kom með svo hljóðandi nefndarálit: „Málsókn gegn „Málmur“ eða stjórn hans ætti að mega falla niður, ef útlent eða inn- lent ábyggilegt fjelag fengist til þess að taka að sjer greiðslu skulda „Málms“ til bæjar- sjóðs, og taka á sig sömu skuldbindingar gagnvart bæjarsjóði Tramvegis og á „Málmi“ lágu. Gegn þvi vill bæjarstjórnin heimila slíku fjelagi rjettindi „Málms“, með eftirfylgjandi breytingum á skilmálum fyrir námurjetti fje- lagsins „Málmur“ í Reykjavikurlandi, samkv. ályktun bæjarstjórnar á fundi 15. júní 1905. a. Að undan allri yfirborðsnotkun leyfis- hafa sje þegin svæði þau, er E. Briem og E. Helgasyni hafa verið heimiluð, og bæn- um heimil frjáls grjóttaka úr Eskihlíð og flutningur þangað, sem nota á grjótið. b. Prófgrefti og prófborunum ska! lokið innan tveggja ára frá 1. jaU. 1912. > c. íslendingum skal gefinn jafn kostur á hluttöku í fjelaginu, sem öðrum þjóðum. d. Aftan af 4. lið skilmálanna falli: „og bæjai'stjórnarinnar, hvernig hátta skal vinn- unni“, en i þess stað komi: „enda hafi bæjarstjórn eftirlit með því, að fjelagið gangi ekki á rjett bæjarfjelagsins eða einstaklinga þess“. e. í stað 5. liðs skilmálanná komi: „Bæj- arstjórnin hefir eftirlit með reikningum fje- lagsins og annari starfsemi, að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er til þess að tryggja sjer uppfyllingu á skuldbindingum fjelagsins gagnvart bæjarfjelaginu“.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.