Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 16.12.1911, Blaðsíða 2

Reykjavík - 16.12.1911, Blaðsíða 2
212 REYKJAVÍK Austurstræti 17. Laugaveg 40. Hvergi er betra að kaupa allt til bökunar fyrir JÓLIN, t. d.: Yanillíu-Gerpúlver, — FIorians-Eggjaduft — Sítrónudropar frá 10 au. upp að 30 au. — Vanilludropar frá 10 au. upp að 25”au. — Mðndludropar frá 10 au. upp að 25 au. — Carde- mommudropar, einnig steyttar og ósteyttar Cardemommur — Sukat. — Ilmvötn ótal' tegundir, á glösum frá 10 au. upp að 5 krónum. Mjög hentugt ttl jólagjafa. Grrsensápan á 15 au. pd. er nú komin aftur. —= Handsápur, =— hvergi meira úrval, hvergl lægra verö. ií, að hvergi er betra að kaupa, en i I hIf. Sápuhnsið, © Sápulníðín. Austurstræti 17. Talsimi 155. Laugaveg 40. Talsimi 131. atriði í st.jórnarskrárírumvarpinu minnir óneitanlega á það sem Njála segir um frásögn Gunnars Lambasonar í höll Sigurðar jarls, þegar hann sagði frá brennunni: „Ok um allar sagnir hallaði hann mjök til, en 16 víða frá“. í dönskum blöðum er venjulega skýrt svq frá, að í inu nýja stjórnarskrár- frumvarpi sé hannað að bera íslands- œál upp í ríkisráðinu, eða lögákveðið, að ekki megi bera þau þar upp. Stundum er jafnvel látið í veðri vaka, að með stjórnarskrárbreytingunni sé stofnað íslenzkt ríkisráð, og gefur dr. Berlin í skyn, að í þeim tilgangi á- kveði frumvarpið, að ráðherrar skuli vera 3. Dönsk blöð, sem hafa þetta eftir, gera það af því, að þau vita ekki betur. En dr. K. B. veit vel, að hann segir þetta alt ósatt. Hann heflr lesið stjórnarskrárfrumvarpið og veit því, að þar er ákveðið að einn að eins af ráðherrunum fari á fund konungs og beri upp fyrir honum málin; svo að þegar með því einu er útilokuð öll hugsun um íslenzkt ríkis- ráð. Hann veit einnig vel, að frá því 5. Jan. 1874 og til þessa dags hafa íslenzk mál jafnan verið borin upp fyrir konung í ríkisráðinu, án þess að nokkur íslenzk lög kvæði á um það, fyrri en Alberti smeygði því inn í endurskoðuðu stjórnarskrána, sem dag- sett er 3. Okt. 1903. Hann veit því vel, að til þess að gera breytingu á þessu þarf meira en að nema orðin „í ríkisráðinu" burtu úr stjórnarskránni. Til þess þarf sér- staka ríkislöggjöf. Hvað „ísafold" eða Bjarni frá Vogi eða aðrar ámóta merkar skilnaðarver- ur segja um þetta, skiftir hér engu máli. Dr. B. veit vel, að hvorki Björn Jónsson eða Bjarni frá Vogi eðaneinn annar, hvorki merkur maður eða ó- merkur, getur neinu áorkað um það, hvar og hvernig málin eru borin upp fyrir konungi, án samþykkis ins danska ríkisvalds. Loks telur dr. B. það yflrdrepsskap einn af mér og öðrum sambandsmönn- um að segja, að vér teljum þetta í rauninni lítilsvert, en segja þó hins vegar, að það muni fáir fúsir til að bera ábyrgð á staðfestingarneitun stjórn- arskrárfrumvarpsins fyrir þessa skuld, eða alþingi muni ófúst á að taka orð- in upp aftur í frumvarpið. Ef alþingi hefði farið að lögleiða nokkra breytingu á uppburði mála fyrir konungi í ríkisráðinu, þá hefði það farið út fyrir núverandi valdsvið sitt, og þá var sjálfsagt að synja breyting- unni staðfestingar; og hefði aíþingi gert slíkt glapparskot, þá var sjálfsagt að það beygði sig íyrir afleiðingunni, staðfestingarsynjuninni; eða þó öllu heldur, að það beygði af fyrir bend- ingu konungs og léti aldrei koma til staðfestingar-synjunar. En ég get ekki kannast við, að al- þingi hafi gert hér neina breytingu á uppburði mála í ríkisráði, heldur að eins numið í burtu þýðingarlaus orð, sem ekki eiga heima í löggjöf vorri, þar sem vér vitanlega ekkert löggjafar- vald höfum yflr ríkisráðinu. Slíkt hefir engin áhrif á samband landanna og kemur því Danmörku ekkert við. Og það ættu allir góðir danskir menn að geta skilið, að vér kunnum illa íhlut- un Dana um nokkurt atriði stjórnar- skrár vorrar, sem ekki snertir á nokk- urn hátt sambandið milli landanna, þó að atriðið sé í sjálfu sér lítils vert. III. Hr. J. C. Christensen minnir oss í einum kafla greinar þeirrar, sem um er getið hér á öðrum stað í blaðinu, á það, hve mikið vér eigum konungi vorum að þakka, hve vel hann vilji landi voru og hve sárt honum mundi falla, ef út úr þessu atriði yrði ágreiningur milli konungsvaldsins og íslands, með því að hann geti með engu móti ritað undir þessa stjórnarskrárbreytingu. Enginn þarf að minna oss á það, hvað vér eigum vorum ástsæla kon- ungi að þakka. Þess munum vér æ minnast, sem verðugt er, og íslend- ingar munu eigi ótilneyddir vilja verða valdir að neinni misklið milli sín og konungsvaldsins, og ég vona í lengstu lög, að einhver leið verði til að kom- ast hjá þessu þrætuefni. En hins veg- ar er það einnig skylda vor að gæta þess, að ekki sé gengið á valdsvið vort af íhlutun neinna óviðkomandi manna. Skyldi móti von minni svo fara, að ekki verði komist hjá misklíð út af þessu efni með þeim afleiðingum henn- ar, sem öllum hljóta að vera full-ljós- ar og allaj hlýtur að óa við, þá ættu þeir Danir, sem hafa eyra konungs og nota þá afstöðu sína til að afflytja málstað vorn íyrir honum, að hugsa út í það, að þótt við íslendingar séum lítilmagnarnir í þessu máli, þá er þó ekki alls kostar víst, að allar afleiðing- arnar verði Dönum eingöngu til á- nægju eða til vegsemdar. Jón Ólafsson. J.C.Christensea um íslandsmál. í blaði sínu „Tiden“ ritar fyrverandi forsætisráðherra Christensen 1. þ. m. um kosningarnar hér ogsegir meðal ann- ars: „Sigur heimastjórnarflokksins við alþingiskosningarnar var fögur uppreisn fyrir ósigurinn 1908; en mönnum skjátlar, ef þeir ætla, að sigur flokks- ins hafi einnig verið uppreisn fyrir millilandanefndarfrumvarpið . . . .“ „Nefndarfrumvarpið var í rauninni felt á alþingi 1909, með því að því var gersamlega umsteypt; og við kos- ningarnar nýafstöðnu hefir heimastjórn- arflokkurinn ekki viijað almennilega kannast við frumvarpið; þvert á móti hét flokkurinn kjósendum því, að það mál skyldi ekki verða tekið fyrir né því ráðið til lykta án þess að kjósend- ur fengju aftur færi á að láta álit sitt í ijósi um það. Því verða menn að ganga að því vísu, að frumvarp nefnd- arinnar sé nú í rauninni dautt, og að það sé að eins sögulegt minnismark þess, hve mikla samkomulagsfýsi danskir menn sýndu íslandi árið 1908. íslend- ingar vildu, að svona skyldi fara, og þeir hafa fengið viija sinn“. Svona ritar hr. J. C. Christensen, sá danski stjórnmálamaður, sem oss heflr reynst bezt, að konunginum und- anteknum. Og ég h'efi í rauninni eng- an efa á, að herra J. C. Chr. vilji enn sýna oss sömu velvild og sanngirni sem áður. En hann hefir ekki haft nákvæmlega réttar fréttir fyrir sér og ég er viss um, að það muni gleðja hann, að ég leiðrétti nokkur atriði í ummælum hans. Það er mjög fjærri því að vera rétt, að við heimastjórnarmenn höfum ekki fyllilega vilja kannast við fylgi vort við sambandslagafrumvarpið. Þvert á móti birtum við það skiimerkilega, að fyrsta og fremsta atriðið í stefnuskrá vorri væri sambandslagamálið á grund- velli frumvarpsins, En af því að geng- ið var að því vísu, að kosningar í haust gyltu að eins til eins árs og brýnasta nauðsynin af öllu var sú, að sameina alla krafta þjóðarinnar til bar- áttu gegn óstjórn þess flokks, sem við völdin hafðiverið,þá settum vér þetta at- riði (þá baráttu) fremst á dagskrá vora til kosninganna, en alls ekki á stefnuskrá flokksins. Hvert einasta þingmanns- Markús Þorsteinsson Frakkastíg 9 — Reykjavík tekur að sjer allskonar aðgerð á ---- Hljóöfœrum. --------- efni vort, sem telur sig heimastjórnar- mann, lýsti yflr því, að fylgi sitt við frumvarpið væri jafn heitt og einlægt eins og áður, og svo mundi verða svo lengi sem vér hefðum nokkra von um, að Danir gengju ekki frá tilboði sínu. En með því að vér þurftum að taka höndum saman við ýmsa menn, sem ekki voru sambandslaga-menn eins og vér, en vildu hins vegar vera samtaka oss um að fella óstjórnarflokkinn við kos- ningarnar, og með því að sannfæring vor er enn fremur, að ekki beri að samþykkja jafnvel ið bezta mál að þjóðinni nauðugri, þá þorðum vér ekki að svo komnu að láta kosningarnar snúast um sambandsmálið eitt, en hét- um kjósendum því, að ráða sambands- málinu ekki til lykta fyr en þjóðin hefði fengið færi á að greiða atkvæði um það sérstaklega (t. d. með nýjum kosningum, sem snérust um sambands- málið eingöngu). Hinu höfum vér alls ekki heitið, að taka ekki fyrir sam- bandsmálið á þessu þingi, heldur að eins að ráða því ekki til lykta. Kosningarnar sýna, að af 34 þjóð- kjörnum þingmönnum eru 21 fylgjend- ur sambandslagafrumvarpsins, á grund- velli nefndar-uppkastsins 1908 og minni hlutans (heimastjórnarflokksins) á þing- inu 1909. Og óhugsandi er, eftir því sem kosningarnar hafa farið, að ekki verði flestir inna konungkjörnu sama megin í því máli. Þar sem svona er ástatt, vona ég, að ummæli herra J. C. C. um, að menn verði að ganga að því vísu, að sambandalagafrum- varpið só dautt, þurfi ekki að marka, þar sem þau eru bygð á skakkri vit- neskju um það, sem í raun réttri á sér stað. Ég vona einmitt, að J. C. C. sýni málinu sömu velvild sem áð- ur og neyti sinna góðu hæfileika og stóru áhrifa til að styðja að því, að landar hans standi við samkomulags- boð sín frá 1908, þegar þjóð vor heflr vitkast svo, að hún gengur að sam- ningnum. Því næst ritar hr. J. C. C. um stöðulögin, samband íslapds og Dan- merkur frá öndverðu o. fl., og skal ég ekki deila neitt við hann um það. Ég er honum samdóma um mikið af því, sem hann segir; en það er mitt álit, að þessi söguatriði liðinna alda eigi að vera praktiskri pólitík óviðkomandi. Eg hefl aldrei bygt pólitískar kröfur á mygluðum skinnblöðum, heldur á náttúrlegum rétti og þörf þjóðarinnar. Ég er samdóma hr. J. C. C. um, að mótmælin gegn stöðulögunum 1871 séu ekki annað en hlægiieg högg út í loftið. En ég er óánægður með þau sakir þess m. a., að þjóðin er vaxin upp úr þeim. Ég hefði óskað, að þau hefðu ekki orðið til sem ofríkis-lög; en að efninu til býst óg við, að þjóð- in hafl ekki verið meiru vaxin 1871. En nú eru þau orðin spennitreyja á framfarir vorar í sumum atriðum. Og tæplega er það rétt, að engin smáþjóð í heimi í sambandi við aðra Þjóð njóti svo víðtæks frelsis og virðingar frá sambandsþjóðarinnar hlið eins og Is- lendingar njóti af Dana hálfu. Ef Danir standa við nefndarfrumvarpið frá 1908, þá skal óg taka moð gleði undir þessi ummæli hr. J. C. C. Að öðrum kosti get ég ekki orðið honum fyllilega sammála.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.