Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 16.12.1911, Blaðsíða 3

Reykjavík - 16.12.1911, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK 213 fást í Tóbaksverzlun R. P. Levi Austurstræti 4. Merskúmspipur af ýmsum tegundum. Langar pipur úr horni, afar skrautlegar. Langar pípur úr Weichel. Vindlamunnstykki úr merskúm & raf. Vindlaveski margar tegundir. Cigarettuveski margar tegundir. Tóbakstunnur sjerstaklega fallegar. Vindlar, Cigariilos, Cigarettur. Bœjarins stœrsta Úrval. Sjerslök kjarakaup nú fyrir jólin. Góð yoru jólavindla-kaupin síðastliðið ár, en ekki verða þau verri nú. mm Komið og reynið. mm Virðingarfyllst R. P. Levi. Herra J. C. C. segir, að sigur heima- stjórnarflokksins nú við kosningarnar, og afleiðingarnar af honum, standi ekki í neinu sambandi við sambandslaga- málið. Ég get ekki ætlað, að herra J. C. C. hefði ritað þannig, ef honum hefði verið kunnugt um, að af 34 þjóðkjörnum þingmönnum væri nú 21 fylgjandi sambandslagafrumvarpinu, og ekki er loku fyrir skotið, að þeir kunni að reynast 22 til 24 er á þing kemur. Loks ritar herra J. C. C. um orðin „í ríkisráði“ í stjórnarskrárfrumvarpi síðasta þings. En með því að ég hefi ritað aðra grein á öðrum stað í biað- inu um það mál, þá fjölyrði ég ekki meira um það hér. Að eins vil ég geta þess, að hr. J. C. C. segir full- um fetum, að konungur hafi tjáð nú- verandi ráðherra ótvírætt, að hann mundi aldrei skrifa undir nýju stjórn- arskrána, ef þessi orð væru úr feld; en ráðherra hafi ekki gefið kjósendum hér fulla vitneskju um þetta á undan kosningunum; og þetta telur herra J. C. C. vítavert. Um þetta skal ég ekki dæma, en verð að ætla, að hér eigi sér stað ein- hver misskilningur á orðum konungs, annaðhvort. hjá hr. J. C. C. eða ráð- herra vorum. Ég þykist þess viss, að hvor þeirra um sig hafi skýrt svo frá, sem honum hefir skilist rétt vera. Mér hefir skilist svo á ráðherra, sem fullnaðarályktun hafi eigi tekin verið um þetta mál enn. En þar stendur ráðherra vor næstur til svara sjálfur, ef hann finnur tilefni til. J. Ól. Veizlukosturinn. Hr. ritstj.! Samkvæmt prentfrelsis- lögunum krefst jeg þess, að þjer takið eftirfarandi grein ásamt meðfylgjandi vottorðum upp í næsta tölubl., sem út kemur af blaði yðar. Út af árás, sem jeg hefi orðið fyrir frá Jóni Ólafssyni í 55. tbl. „Reykja- víkur“ fyrir veizlu þá, sem haldin var hr. H. Hafstein 4. þ. m., skal jeg að eins taka það fram, sem hjer segir: í veizlunni voru 165 manns. Til veizlunna.r var iagt frá minni hendi 102 pd. af dilkakjöti, 130 pd. af fiski, 97 pd. af kartðflum, 36 pottar af sósu (þar með „Gelé“ og ,,Compot“), 5 teg- undir af osti, 8 pd. smjör og 5 pd. af hreinni og óblandaðri tólg, 160 egg, 3 flöskur rihnskvín og 1 flaska mar- chanico-likjör, 9 pottar af rjóma, 4 pt. nýmjólk og 6 pt. saft. Þar að auki þrennskonar brauð, nýbrauð, fransk- brauð og kex. Auk þessa var auð- vitað lagt til ýmislegt krydd, sem jeg sje ekki ástæðu til að telja upp. En af þessu vona jeg að allir sann- gjarnir menn sjái, að fullsæmilega hefir verið til veizlu þessarar lagt, hvernig svo sem veizlugestir hafa skift matnum á milli sín. Það skal enn fremur tekið fram, að fyrir tilmæli var maturinn færður nið- ur úr því verði, sem fyrst var ráð fyrir gert, til þess að sem flestir gætu tekið þátt í veizluhaldinu. Var því verðið á matnum einungis 2 kr. 25 aur. íyrir manninn. Til þess að sýna og sanna, að mat- urinn hafi verið eins mikill og jeg segi, og að hann hafi verið góður og óskemmdur, læt jeg fylgja hjer með vottorð frá þeim, sem seldu mjer kjöt- ið, fiskinn og tólgina. Frekar en þetta sje jeg, eftir atvik- um, ekki ástæðu til að svara áður- nefndri „Reykjavíkur“-grein. Rvík 15. des. 1911. H. Thorlacius. * * * Frá „ísfjelaginu við Faxaflóa11 hefi jeg undirritaður selt fröken Helgu Thorlaciua í Bárubúð 102 pd. af dilkalærum, sem tekin voru úr íshúsinu 30. nóvember þ. á., og votta jeg, að áðurnefnt kjöt var í alla staði óskemmt frá íshúsinu. Reykjavik 14. des. 1911. J. Nordal. Jeg undirritaður votta hjer með, að þau 130 pd. af fiski, er frk. Thorlacius keypti í íshúsi h/f „ísbjörninn“ til veizluhalds í Báru- búð h. 4. þ.-m. var nákvæmlega samskonar vara og öðrum er seld og hefir hlotið al- mennt lof. Reykjavfk í5/ia 1911. íshúsvörðurinn Erlendur Jónsson. Frá „Sláturfjelagi Suðurlands“ hefi jeg undirritaður selt fröken Helgu Thorlacius 5 pd. af tólg þann 30. nóvember þ. á., og votta jeg hjer með, að sú tólg var í alla staði hrein og óblönduð. Reykjavík 14. des. 1911. Jón Collín. rVöín og nýjungar. Samsöng hjelt „Söngfjelagið 17. júní“ í gærkvöld í Bárubúð. Það er fyrsti sam- söngurinn þess. Var það ágæt skemmtun og tilkomumikil, enda voru áheyrendur eins margir og húsrúm leyfði. Eins og auglýst er á öðrum stað hjer í blaðinu, lætur söng- fjelag þetta heyra til sín aftur annað kvöld kl. 6 á sama stað. Maður horfinn. Páll Jónsson, múrari, frá Brunnhúsum í Reykjavík, hvarf í Viðey á mánudagskvöldið. Hafði verið þar við uppskipun. Er talið líklegast, að hann hafi fallið út af bryggju og drukknað. Ný frimerki með mynd Jóns Sigurðs- sonar eru komin, og verða höfð til sölu á gamlársdag. „Byggingarsjóður ■' Skúla fógeta ‘ heitir sjóður, sem nemendur verzlunarskól- ans hafa stofnað til minningar um Skúla fógeta. Er ætlast til, að sjóðnum verði var- iðjtil þess, svojfljótt sem unnt er, að koma upp hæfilegu húsi fyrir skólann. Nemendur skólans^ gáfu til að byrja með 125 kr., en von á miklu meiri samskotum. „Minningarsjóður Skúla fógeta'. Til hans hefir verið safnað í öllum kaup- stöðum landsins. Ovíst enn, hvað safnast hefir. Hjer í Reykjavík hafa gefizt til sjóðs- ins um 3,300 kr. Er ætlazt til, að vöxtum sjóðsins verði með tímanum varið til þess, að „styrkja efnilega íslenzka verzlunarmenn til að framast í grein sinni erlendis“. Laus embcetti. Sýslumannsembættið í Snæfellsness- og Hnappadalssýslum. Árslaun 3000 kr. Umsókr.arfrestur til 1. marz 1912. — Hjeraðslæknisembættið í Reykjavíkur- hjeraði. Árslaun 1500 kr. -þ 800 kr. fyrir kennslu við læknadeild háskólans. Umsókn- arfrestur til 15. marz 1912. — Hjeraðslæknisembættið í Þingeyrar- hjeraði. Árslaun 1500 kr. Umsóknarfrest- ur til 15. marz 1912. teikfjelag Reykjavikur: * ■ Sunnudag 17. des. kl. 8 siðdegis í Iðnaðarmannahúsinu. í síðasta í-iimi! 3óns Sigurðssonar gipsmynd, er nú til sölu hjá úrsmið Guðjóni Sigurðssyni og listaverzlun fröken Kristínar Jónsson Kirkjustræti. Agæt vinargjöf á jólunum. Jeg* beti nú með s/s. »Sterling« síðustu ferð fengið mikið af kven- og barna- nærfatnaði: Kvenbolir, Kvenbuxur, úr hálfsilki og ull, Barnabolir, Barnabuxur, úr ull. Einnig al-ullar Karlmanspeysur’og hina alþekktu röndóttu Uilarboli. Allt er þetta með lægsta verði sem þekkist. Jtfagnús porsteinsson. Bankastræti 12. Leikhúsið. „Heimanmundurinn“ verð- ur leikinn í siðasta skifti annað kvöld. Leikur þessi er með fallegri alþýðuleikum, sem hjer hafa verið sýndir, enda ijúka allir lofsorði á hann. Laus sýslan. Yfirfiskimatsmannssýsl- anin í Vestmanneyjum, er nær yfir Vest- manneyjar og Vík í Mýrdal, er laus. Árs- laun 800 kr. Umsóknarfrestur til 1. marz 1912. 81 »Ráðherrann las nöfnin i hljóði, og var svo skjálfhentur, að það lá við að hann missti skjalið á gólfið. »Samsæri ,.... gegn mjer! A siðasta augnabliki........ Campnell greifi! Hvernig------« Hann rjetti honum hönd- ina, skjálfandi af geðshræringu. En hann var íljótur að ná sjer aftur, og varð þá æði þungbrýnn. »Já — þetta er nú mikið gott, þetta er ágætt, hr. greifi, en —! Við erum ekki enn þá komnir nema hálfa leið. Þjer hafið náð í skjalið, og það kemst bráðlega upp. Og hvað gera þeir þá? Viðvörunin, þessi bráðnauðsynlega viðvörun? Sem sagt, ráðuneytið verður að þegja, og láta svo sem það viti alls ekkert«. »Það sögðuð þjer mjer þegar er þjer báðuð mig fyrir málið«, svaraði leynilögreglumaðurinn. »Jeg hefi auðvitað hagað mjer samkvæmt fyrirmælum yðar. Jeg hafði bara ekki lokið sögu minni áðan, þegar þjer gripuð tram i fyr- ir^mjer®. Og svo bætti hann við brosandi: »Jeg hefi veitt þeim hina nauðsynlegu viðvörun, og auðvitað á þanu hátt, að þeir hafa engan grun um það, hvaðan hún er komin. Þegar jeg hafði náð í þetta þýðingarmikla skjal, lagði jeg annað skjal í þess stað, og á það hafði jeg ritað með breyttri hendi nöfn allra undirskrifendanna. Og neðan við nöfnin stóð með stóru letri »Þessir eru samsærismennirnir!« Ráðherrann starði augnablik forviða fram undan sjer. Svo rauk hann allt i einu að Campnell greifa, og tók fast og innilega i hönd hans. »Já, jeg skil yður. Við höfum unnið taflið. Nú er jeg sannfærður um að öllu er óhætt«. Það fór eins og páðherrann gizkaði á. Um óeirðir heyrðist ekkert kvis eftir þetta. Hins vegar

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.