Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 16.12.1911, Blaðsíða 1

Reykjavík - 16.12.1911, Blaðsíða 1
1R cv k í av t fc. XIX., 56 Laug’ardag' 16. Desember 1911 m 'S'Xe) I © 1' MAXDARINUR, kassar með 25 slk. 1,35. \ Konfect RÚSÍNUR, HNETUR. 1 (ajfö í <SL pv Verzlunin „EDINBORG“. _ Nú fyrir J Ó L l N œtlu menn ekki að vanrækja TE ad líta inn i Edinborg, því þar getur hver og einn J6 fengið allar þœr vörur, er þörf er á. En sjer- Jj[ staklega viljum vjer að þessu sinni vekja athygli á 8 Jóla-ávöxtunum. I Par d meðal : Wagner EPLI, Baldwins EPLI, S ¥ I Hvergi annað eins dvaxta-úrval i bænum. Pd mega menn ekki gleyma að kaupa Jóla-Hveitið á 12 aura. sem er selt alla Jólu-vikuna í VerzL EDINBORG. & ■JSÍ m „I ríkisráðinn“. i. Allir muna það, hversu núverandi stjórnarskrá vor varð til. Alþingi hafði samþykt frumvarp til stjórnar- skrárbreytingar, þess efnis aðallega, að vér skyldum hafa sérstakan íslands- ráðherra, sem mætti á alþingi, en væri búsettur í Höfn. Þetta var frum- varp dr. Valtýs Guðmundssonar, sem þeir Björn Jónsson og Skúli Thorodd- sen studdu mjög fast ásamt flokki þeirra — ég man nú ekki, hvaða nafn flokkurinn bar það árið. •— Heima- stjórnarflokkurinn var ekki ánægður með þetta frumvarp; vildi hafa stjórn landsins (ráðherrann) í landinu sjálfu, en ekki í Kaupmannahöfn. Því sendu heimastjórnarmenn Hannes Hafstein á fund konungs og stjórnar til að reyna að fá því framgengt, að ráðherra ís- lands væri búsettur á íslandi. Þessu hét stjórnin. Vorið eftir lagði kon- ungur frumvarp fyrir þing þessa efnis, en tjáði þinginu jafnframt, að hann væri fús til að samþykkja Yaltýs- frumvarpið frá fyrra þingi, ef þingið óskaði þess heldur; en ef þingið kysi heldur frumvarp það, er stjórnin nú legði fyrir, þá mætti enga efnisbreyt- ingu á því gera. En Alberti, sem þá var íslandsráðgjafl, hafði Jaumað inn í frumyarpið tveim orðum, sem enginn átti von á og öllum komu á óvart. í 2- gr. standa ákvæði um, að ráðherr- ann skuli hafa aðsetur í Reykjavík, en fara svo oft, sem nauðsyn er á til Kaupmannahafnar til að bera upp fyrir konungi í ríkisráðinu lög og mikils- varðandi stjórnarráðstafanir. — Dað voru þessi orð „í ríkisráðinu*, sem Alberti hafði smeygt inn. Þingmenn voru hér í vanda staddir. Allir, svo að segja, nema Björn Jónsson og Skúli Thoroddsen (og Valtýr?) vildu auðvitað hafa stjórnina búsetta innanlands. Þeir Skúli og Björn höfðu látið í ijós í blöðum sínum veturinn áður, að æskilegast væri, að stjórnin væri bú- sett í Raupmannahöfn. En þjóðin reis einhuga á móti því, svo að eng- inn þorði að halda Hafnarbúsetunni fram, er á þing kom. Enginn þing- maður vildi verða til að taka upp Valtýs-frumvarpið og bera það fram á þingi í þetta sinn. Hins vegar var öllum illa við inn- skots-orð Albertis, og þau hefðu án efa verið numin burt í einu hljóði, ef þingið hefði ekki óttast, að með þvi yrði spilt framgangi málsins og inni miklu stjórnaráót, um innlenda stjórn í Iandinu sjálfu. Alt til þessa höfðu engin lagaákvæði um það verið, hvar eða hvernig ís- landsmál væri borin upp fyrir konungi. En málin höfðu alla tíð verið borin upp fyrir konnngi í ríkisráðinu. Engin sennileg ástæða var heldur til á móti því, að svo væri gert. En enginn ís- lendingur hafði hingað til verið ráð- herra, og fáir þektu til þess, hvað fram fer í ríkisráðinu. Margir voru svo fákænir, að þeir hugsuðu, að frum- vörp og önnur mál væru rædd þar eins og á þingi, og síðan gengið ti atkvæða um þau. Menn trúðu ekki frásögn þeirra sem rétt vissu og rétt sögðu frá. í ríkisráðinu fara engar umræður fram og engin atkvæðagreiðsla. Alt slíkt er um garð gengið áður (í ráð- gjafaráðinu); en í ríkisráðinu tekur enginn til máls um neitt málefni, nema sá ráðherra, sem það mál ber upp fyrir konungi, og konungur lætur í Ijósi samþykki sitt á tillögum ráð- herrans með orði eða bendingu. Konungur mun sjaldan undirskrifa mál í ríkisráðinu, heldur eru honum send skjölin til undirskriftar á eftir, og lætur hann senda þau aftur ráð- herra, þeim er í hlut á, eftir að hann hefir undirskrifað. Hitt er auðvitað, að konungur hefir kynt sér hvert mál áður en það er borið upp fyrir hon- um í ríkisráðinu, og hann og ráðherra, sá sem í hlut á, hafa þannig komið sér saman um alt fyrir fram. Upp- burðurinn í ríkisráði er þannig ekki annað en form eitt. Hannes Hafstein markaði frá önd- verðu sérstöðu íslands-ráðherra meðal annars með því, að mæta eigi í ráð- gjafaráði, en ræða málin að eins við konung. Þá er um mál var að ræða, sem snertu bæði löndin (t. d. síma- málið o. fl.), ræddi hann auðvitað við forsætisráðherra ríkisins eða þann ráð- herra, er sérstaklega átti hlut að máli, og bar síðan málið upp fyrir konungi í ríkisráðinu. Eins og á þessu sést, sem hór hefir sagt vérið, hefir það ekki in allra minstu áhrif á málefnin sjálf, hvort þau eru borin upp í ríkisráðinu eða á einhverjum öðrum stað. En hvað hefir þá komið mönnum til að vera að amast við þessum orð- um „í ríkisráðinu" í stjórnarskránni? Ég veit auðvitað ekki inn í huga skilnaðarmanna og annara þjóðremb- ings-skúma (chauvinista). En ég þekki mínar eigin ástæður, sem vóru þess valdandi, að frumvarp það sem við Jón í Múla bárum fram, fór fram á að nema þessi orð í burtu. Ég lít svo á, að öll löggjöf um ríkisráðið sé sameiginlegt mál, og að meðan engin lög eru til um samband íslands og Danmerkur, samþykt af báðum þjóð- unum, þá beri alþingi ekki ákvæðis- vald um þetta mál; slíkt ákvæði eigi ekki réttilega heima í stjórnarskrá um sérmál íslands. Konungi einum beri réttur til að ráða því á meðan svona stendur, hvar og á hvern hátt íslands- mál yrðu borin upp fyrir honum. Mér hefir aldrei eitt augnablik komið til hugar, að á uppburði íslandsmála 1 ríkisráðinu yrði nokkur breyting gerð í framkvæmdinni, þó að orð þessi væri numin burt úr stjórnarskránni. Þau yrði borin þar upp eftir sem áður, og á sama hátt sem áður, og með sama rétti sem áður, alt þar til er ný lög um samband íslands og Danmerkur verða samþykt af löggjafarvöldum beggja landanna. II. Samkvæmt því sem hér er sagt, hlýtur það að vera auðskilið, öllum þeim- sem vilja skilja, að í mínum augum var það alls ekkert aðalatriði í stjórnarskrárfrumvarpi síðasta þings, að nema þessi orð burtu. Hefði mér eða öðrum, sem eins líta á þetta mál, komið til hugar, að þetta yrði sá ásteytingarsteinn, sem raun hefir á orðið, meðal danskra stjórnmálamanna, og að reynt yrði af Dana hálfu að nota það til þess að leggja þvingandi aðhald á konung vorn til þess að fá hann til að synja stjórnarskrárfrum- XII., 56 Hjer með tilkynnist við- skiftavinum verksm. ,Sanitas‘ að frá 16. þ. m. selur verk- smiðjan gosdrykki að eins í heildsölu, minnst 100 flöskur, en gosdrykkir verksmiðj- unnar fást í smásölu hjá neðanskráðum og kosta: SlTRÓN og LfMONADE; 1—10 fl. 15 au. hver, 10—25 fl. 12 au., 25—50 fl. 11 au., 50—100 fl. 10 au. hver. SÓDAVATN og APPOLLINARIS: 1—10 fl. 10 au., 10—25 fl. 9 au., 25—50 fl. 8 au., 50— 100 fl. 7 au. hver. Gunnar Porbjörnsson, Th. Thorsteinsson, G. Olsen, H. Zoega, Lúðv. Hafliðason, Jón Árnason, B. S. Þórarinss., SiggeirTorfas., B. H. Bjarnas., G. Gunnarss., Ó. Ámundason, Jón Helgas., Jón frá Vaðnesi, Á. Einarss., Kristín Björnsd., J. P. T Brydes-verzlun, Sveinn M, Hjartarson, Hjálmtýr Sigurðsson o. fl. ,Sanitas‘ gerilsneyddu gosdrykkir eru viðurkenndir fyrir gæði og heilnæmi. u/i2—Tl. F. h. »Sanitas«. 6ísli Guðmunðsson. varpi síðasta þings um staðfestiug sína, þá hefði ég hvorki farið fram á að nema þessi orð burtu, né heldur greitt atkvæði mitt slíkri tillögu, þótt hún hefði komið fram. Og sama hygg ég mundi verið hafa um alla vini sambandslagafrumvarpsins. Það hefir ekki lint látum í dönsk- um blöðum síðan þingi sleit í vetur, út af úrfellingu þessara orða úr stjórnar- skrárfrumvarpinu. Og þar hefir dr. Knud Berlin gengið fremstur í fylkingu að hamast út af þessu. Það er nú ekki annað en vænta mátti af honum; en ef menn þektu að eins stöðu mannsins og lærdóm, vissu hvað vel hann er að sér í máli voru, en vissu ekki, hve óráðvandur hann er 1 frásögu um alt, er ísland snertir, í blaða-greinum sín- um, þá hefðu menn átt að geta vænt þess, að hann hefði skýrt löndum sínum rétt frá málavöxtum. En það heffr hann ekki gert; og hann virðist vera uppsprettulind altof margra danskra blaða um alla frásögn frá alþingi í þessu máli. En frásögn danskra blaða, margra hverra, um þetta

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.