Reykjavík - 27.01.1912, Side 1
1R k í a\> í k.
Laugardag S7. Janúar 1913
XIXI., 4
W Stór rýming-arútsala
hjá Arna Eiríkssyni.
ÍO—400/o alsláttur gefinn af öllum vörum
XIII., 4 |
Skógrzktarmálið.
I.
Þegar ég kom af Austfjörðum síðast-
liðið sumar, varð ég samskipa skóg-
ræktarstjóra landsins hr. A. J. Kofoed-
-Hansen.
Mér hefir jafnan verið skógræktar-
málið áhugamál, en í því átti ég víst
sammerkt við fleiri, að mér var málið
ekki eins ijóst eins og mér var það
kært.
En til þess að geta stutt gott mál,
er ekki nóg að manni sje það kært;
maður verður einnig að reyna að gera
sér það Ijóst —- skilja það til fullnustu
—, svo að maður vinni ekki af van-
þekkingu því máli mein, er maður
vildi gagna.
Að því er skógræktarmálið snertir,
þá er ekki nóg að vera hrifinn af in-
um fagra draumi skáldsins:
„fagur er dalur og fyllist skógi
og frjálsir menn, þegar aldir renna".
Menn verða líka að reyna að gera sér
ljóst, hver er vegurinn til að láta
drauminn rætast.
Skógræktarmálið er mál, sem kostar
þjóðina ærið fé að efla og styðja. En
það er ekki nóg að vilja veita fé út í
bláinn; menn verða og að gera sér
grein fyrir, hvernig því verði svo
varið, að það komi að sem mestu
haldi, að því sé varið skynsamlega, en
ekki á þann hátt, sem ekki getur borið
tilætlaðan árangur.
Og verði þjóðin fyrir vanefna sakir
að hafa þetta fé af skornum skamti,
þá ríður því meira á, að því sé sem
haganlegast varið. Sé það ekki gert,
getur það leitt til þess, að vinna góðu
máli ið mesta ógagn; menn verða
leiðir á, að leggja til langframa fram
fé, sem ekki ber tilætlaðan árangur,
og hætta þá við nýbyrjað verk — hafa
þá kastað þegar greiddu fé í sjóinn
og mist trúna á málefni, sem í sjálfu
sér er gott og nytsamt; mist hana
fyrir það eitt, að þeir höfðu ekki farið
rétt að.
Þessar eða þvílíkar hugleiðingar drógu
mig til að leita viðtals við skógrækt-
arstjórann. Ég vildi fræðast af hon-
um. Ég vissi, að hann var maður-
inn, sem öll skilyrði hafði tíl þess, að
gtra Ijósa grein fyrir takmarfcinu,
sem slcynsamlegt vœri að keppa að, og
fyrir því, hver leið væri fœrust og
greiðust til að ná takmarkinu.
Þegar vér höfum fengið ágætan
mann með fullri þekkingu á málinu,
með heitum áhuga á því, að starfið
komi landinu að sem beztum og happa-
drýgstum notum, og nú eftir nokkurra
ára kynningu af landinu með nægum
kunnugleika til að sjá, hvað bezt hent-
ar og hvers vér erum megnugir, þá
vigum vér að láta liann ráða, fylgja
þvi sem hann segir oss að bezt sé, ef
oss er alvara með málið.
Ég átti langt tal við hr. Hansen
um borð í „Austra", og fanst mér það
sem hann sagði mér, vera svo Ijóst og
röksamlegt, að mér fanst málið verða
mér alt ljóst — svo Ijóst, að ég vildi
stuðla til, að öllum landsmönnum yrði
það jafnljóst. Ég sá vel, að ég hafði
áður, sakir þekkingarskorts, verið blind-
ur í málinu.
Skyldi ekki svo vera um fleiri?
Það sem hr. Kofoed-Hansen sagði
mér, þótti mér svo einkar-hugðnæmt
og fróðlegt, að ég bað hann að láta
mér 1 té skriflegt, það sem hann hafði
sagt mér um málið, svo að ég gæti
birt það. — Þetta gerði hann 3. Nóv-
ember síðastliðinn, og leyfi ég mér nú
að birta það helzta úr því, svo að það
geti breiðst út um landið í fjöllesnu
blaði.
Nú gef ég hr. K.-H. orðið.
J. Ól.
II.
Hugvekja hr. Kofoed-Hansens
um skógræktar-málið.
Það álít ég aðaltilganginn í skóg-
ræktar-máli íslands, og að því marki
hefi ég beint öllu starfi mínu í þjón-
ustu þess máls, að endurreisa þá
skóga, sem enn eru leifar af nálega
um alt land; en þær leifar eru víðlend
svæði, þakin meir eða minna lágvöxnu
kyrkings-kjarri.
Ég er viss um það, að þetta aðal-
markmið er rétt valið. En eftir að ég
hefi fengið nokkurnveginn fulla þekk-
ing á staðháttum og högum hér, er
mér einnig orðið það ljóst, að ég hefi
„sniðið brauðefnið stærra en bakað
verður“ með þeim stuðningi, sem
landsstjórnin getur í té látið eða vill
í té láta. Til slíks stuðnings tel ég
einnig áhuga á málinu:
1910, árið eftir að skógalögin voru
í gildi gengin, fór ég fram á það við
ráðherrann1), að hann sendi út um-
burðarbréf til allra eiganda og leigu-
liða skógjarða, áður en ég legði á stað
í ferðalög um landið; en aðaltilgangur
ferða minna það ár var, að fræða bænd-
ur um það sem þeir þurftu að vita,
til þess að halda ákvæði laganna, og
velja þau skógsvæði, sem framvegis
skyldi friða fyrir búpeningi á tímabil-
inu frá 1. Október til l. Júní. í um-
burðarbréfinu skyldi hvétja ábúendur
á skógjörðum til þess að friða eftir
fremsta megni þau svæði, sem valin
yrðu til friðunar, og brýna fyrir þeim,
að ef þeir gerðu þetta ekki, þá yrði að
álíta á glæ kastað öllu því fé, sem
landssjóður verði árlega til eflingar
skógræktarinnar. Enn freraur átti í
umburðarbréfinu að minna á, að þeim
sem brytu skógalögin, yrði refsað eftir
ákvæðum laganna.
Ég varð þó einskis vísari frá
stjórnarráðinu áður en ég lagði á stað.
En með því að mér gat ekki annað
’) Þá var B. J. ráðherra. — J. Ól.
til hugar komið, en að umburðar-
bréfið yrði sent, þá skýrði ég frá því,
hvar sem ég kom, að von væri á slíku
umburðarbréfi, og slíkt ið sama lét ég
skóggæzlumennina einnig gera.
En umburðarbréfið var aldrei sent
út, og hefi ég orðið þess var, að þetta
vakti víða óánægju. Ég er í engum
vafa um það, að hefði stjórnarráðið
látið mál þetta þannig til sín taka,
þá hefði það orðið að gagni, þótt mér
sé nú Ijóst orðið, að aldrei verður
auðið að‘ þröngva bændum til að friða
skógsvæði, sem ekki eru umgirt; ber
víða til þess vilja-skort, en víða geta
bændur það blátt áfram ekki, með því
að víða í sveitum verður að skoða
kjarrlendið sem afrétti, þar sem allra
annara manna fé getur gengið tálm-
unarlaust í engu síður en fé ábúand-
ans, sem landið heyrir undir.
Það verður ekkert ágengt án girð-
inga; það hefi ég nú séð, og sömu-
leiðis, að ekki verður auðið að fram-
kvæma verkefni skógræktarinnar í svo
stórum stýl, eins og ég hafði hugsaö
mér upphaflega, því að stjórnin getur
naumast séð sér fært, að leggja fram
svo mikið fé, sem til þess þarf, að
girða öll þau skógsvæði, sem (nálega
undantekningarlaust með samþykki
bænda) hafa verið valin til friðunar.
En þó að vér verðum þannig að
hverfa frá stærra verkefninu, þá verður
að taka fyrir minna verkefni, og það
sem allra fyrst; því að ýmislegt bend-
ir til þess, að málefðið sé að verða
óvinsælt, og verði málið það að marki,
þá er hætt við að alt lendi í ófæru.
Til þess að varna þvi, þá verður að
gera málinu svo hátt undir höfði með-
al verkefna þeirra, sem fyrir þjóðinni
liggja, að almenningur fái virðing fyrir
þvi og mönnum skiljist, að hér sé um
alvörumál að ræða.
Það er á valdi stjórnar og þings að
gera þetta, með því að hækka svo
fjárveitingu til þess, að auðið sé að
vinna verk, sem sannarlegt verðmæti
er í, svo að almenningur geti gengið
úr skugga um, að þeir sem vinna í
þjónustu skógræktarinnar, séu að vinna
eitthvert gagn í stöðu sinni.
Allir ættu að geta orðið sammála
um það, að því að eins er vit í að
setja á stofn og kosta skógræktarstjórn,
að hún hafi viðfangsefni að vinna að
og viðhalda, sem sé svo verðmætt,
að það samsvari stjórnarkostnaðinum.
Eins og nú stendur, verður varla
sagt að svo sé; og ég veit tilþess, að
sumir hafa haft ill orð um það, að
vér skógræktarmenn vinnum eigi svo
mikið, sem af oss mætti vænta í stöðu
vorri. Að því er síðasta árið snertir,
hefir þessi áburður ekki verið alveg
ástæðulaus. Yér höfum þ etta ár (1911)
lokið öllum rannsóknum; en það sem
eftir var af þeim að vinna þetta
ár, var ekki svo umfangsmikið, að
vér hefðum ekki einnig gétað unnið
í allstórum stýl að skóg-girðingum.
En til þeirra skorti fé; það fé, sem
fyrir hendi var, hrökk ekki algerlega
fyrir kostnaðinum við rannsóknirnar.
Þeim störfum, sem áttu að vera
undirbúnings-grundvöllur að skógrækt-
arstarfseminni framvegis, er nú lokið.
En fjárveitingin til skógræktar er svo
óskynsamlega lítil, að það neyðir oss
til um tvö löng ár að láta oss nægja
plöntuskóla-vinnu og litilsháttar skóg-
arhögg í skógum þeim sem landssjóð-
ur á, Hallormsstaðarskógi og Vagla-
skógi. En til þessa þarf ekki skóg-
ræktarstjórn, sem kostar landið árlega
7500 kr. (Meira næst).
Fágætur Iandssjóðs-
starfsmaður.
Það hefir einatt verið sagt um ýmsa
embættismenn og þjónustumenn lands-
ins, að þeir hefðu lítið að gera, og að
þeim þætti því betra sem þeir hefðu
minna að gera.
Þetta á nú orðið ekki við um all-
marga af embættismönnum vorum;
margir hafa nú svo annrík embætti,
að hverjum manni er nóg verk að
annast.
En ekki minnist ég þess, að hafa
nokkru sinni beyrt neinn starfsmann
landssjóðs kvarta yfir því, að hann
hefði ekki nóg að gera.
Það má því heita eindæmi, að skóg-
ræktarstjórinn skuli fást um það, að
hann hafi ekki nóg að gera; kveðst
geta unnið meira, ef hann fengi fé til
að leggja í skógagirðingar.
Hann er ekki að biðja um meiri
laun; hann er að mælast til, að úr
því að landið borgar honum og öðrum
skógræktarmönnum laun, þá láti landið
þá fá að vinna að því, sem nauðsyn-
legast er og brýnust þörf á, og fyrst
geti borið árangur í skógræktinni.
Þetta ber, að mér finst, svo mikinn
vott um áhuga á málefninu, svo
mikla löngun til að geta sýnt verö-
mætan árangur af starfi sínu, að þak
hlýtur að vekja athygli á máli hans
og vekja góðan hug manna og traust
til hans.
Ég fjölyrði ekki meira um þetta í
dag, en ætla að minnast aftur á það,
er hugvekju hans er lokið hór í
blaðinu. J. Ól.