Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 06.04.1912, Síða 1

Reykjavík - 06.04.1912, Síða 1
/ a v ♦ XIII., 14 Liaugardag' 6. Apríl 1913 XIXX., 14 Skilnaður ríkis og kyrkja. II. Þá halda sumir því fram, að það mundi verða mesta tjón allri trú og kristinaómi, ef ríkis-hækjurnar væru teknar undan lútersku kyrkjunni. Ég hygg nú þvert á móti. Hvernig er trúarlífið í þeirri kyrkju nú ? Húslestrar eru af lagðir hvervetna um alt land að kalla. Kyrkjuræknin er mikið til farin sömu leið. í öllum fjölda kyrkna er messað 3, 4, 5, 6 sinn- um á ári. Menn reisa að vísu hér og hvar rétt myndarlegar kyrkjur — af fordild eða monti. Því að tómar standa þær mestan ársins hring í sveitunum. Það eru nú eitthvað 14 ár síðan ég sá síðast skýrslur um altarisgöngur og messuföll í þjóðkyrkjunni. Það var í Móvember-blaði „Yerði ijóss“ 1897. Þá hafði í helmingi allra prestakalla landsins orðið messufall annan hvern messudag ársins og þar yfir. í 18 prestaköllum liöfðu messu- föllin orðið 40 og þar yflr. 54 messu- föli var ogþar að finna (af 60 messudög- um á árinu). Það er varla efi á, að siðan þá hefir messuföllum fjölgað, en ekki fækkað — líklega hríðfjölgað. Þetta sama ár var í 12 prestaköll- um alls engin sál til altaris, ekki einu sinni presturinn eða nokkurt fermingar- barn! í 5 prestaköllum vóru frá 1—5 til altaris. í að eins 13 prestaköllum var svo mikið sem helmingurinn til altaris af öllu fólki á altarisgöngu-aldri. Hér í Reykjavík vóru þá 3293 sálir fermdax-, en af þeim vóru einir 152 til altaris (um helmingur þeirra væntanl. fermingarbörnin, og hitt aðallega for- eldrar einhverra af þeim). Þá var engin fríkyrkja hér í Rvík. Ég hefi engar skýrslur um altarisgöng- ur nú hér, en tel víst að altarisgöng- um í samanburði við fólksfjölda hafi e. t. v. fjölgaðsíðan — bæði í þjóðkyrkju- söfnuðinum og frikyrkju-söfnuðinum. Ber þetta ástand vott um mikið trúarlit hjá söfnuðunum? Dettur nokkrum í hug, að menn, sem af frjálsum vilja mynda söfnuð og ráða sér prest eða forstöðumann, mundu iáta sér lynda 5—6 sam- komudaga áári? Nei, þeir mundu án efa heimta meira af presti sínum en það. En svo segja aðrir, að heilmargir muni í ekkert trúarfólag, engan söfnuð ganga, ef klafi iíkiskyrkjunnar verði leystur af hálsi þeim — ef þeir sé ekki bundnir nauðungar-oki. Vel má vera að svo fari í fyrstu. En þar til er því að svara, að þetta munu þeir einir verða, sem eru þegar áður dauðir limir á Jíkama kyrkjunnar, og verða það áfram svo lengi sem þjóð- kyrkju-fyrirkomulagið heldst. Þeim er engin eftirsjá í — nema til að gjalda þjóðkyrkjuprestunum. En hér munu myndast nokkur trú- fólög önnur en ið lútei-ska. Og ein- hver þeirra kunna að fullnægja þörf m $ éHarlmenn uncjir og gamlir, Rvœníir og oRvœnfir, munld aö á liorninu á IIÓTGL Í8LAID fæst allt. sem þiö þurfiö meö til þes§ aö líta vel út hátídisdagana. Reinh. Anderson. sumra þeirra manna, sem ekki vilja vera í lútersku kyrkjufélagi. Og þegar trúarfólögin eru fleiri, þá vex áhuginn á að efla og útbreiða sína trú. Þá verður gert sér far um, að hoöa þeim trú og vekja þá til trúar, sem eru sof- andi og hugsunarlausir. Og algerlega tríilausir eru sárfáir menn, en hugsunarlausir, skeytingar- lausir um þau efni eru margir. En hjá flestum lifir móttækileiki fyrir trú, ef menn hafa lag á að leita hans og setja sig inn í huga þeirra. Án nokk- urrar lífsskoðunar eru sárfáir. En öll lífsskoðun hvílir á einhverri trú, hvort sem það er meðvitanlegt eða ekki. Þessara manna er nú ekki leitað í þjóðkyrkjunni; en þeirra verður vafa- laust ieitað, er þjóðkyrkjan hverfur, og vafalaust ekki allra án árangurs. Ég veit t. d. að hér á landi er fjöldi manna víðsvegar um alt land — lík- lega ekki allfáar þúsundir, sem eru únítarar (eingyðismenn eða einingar-/ menn), sumir játandi það afdráttar- laust, aðrir, sem varla eða ekki hafa gert sór grein fyrir því, en kannast undir eins við það, er þeir heyra hvað únítara-kenning er. Þá er það enn ætlun sumra rnanna, að hér muni fjölga mjög svo trúfiokk- um í landinu, og þá muni alt loga í fjandskap og trúardeilum, og vitna þeir þar til landa vorra í Vesturheimi, og ætla þeir, að svona muni vera um öll Bandaríkin og Canada, af því að þar er trúarbragðafrelsi og engin þjóð- kyrkja. — En þetta er alls ekki svo. í Canada verður ekkert vart við presta- krit og trúardeilur flokka, milli, nema meðal íslendinga. Og þó ber nú til- tölulega lítið á deilum milli ólíkra ís- lenzkra trúflokka. Þær mega nú heita hættar. En aftur er risinn allmikill fjandskapur milli tveggja stefna innan íslenzku lútersku kirkjunnar þar. Alveg eins er í Bandaríkjunum. Þar vóru lengi harðar og skarpar deilur meðal Norðmanna, Dana og Svía, er allir vóru lúterskir; en það var ósamlyndi og ágreiningur innan lútersku kyrkjunnar. Sama var meðal lúterskra Þjóðverja sín á milli. En alveg ólíkir trúarflokkar lifðu í friði og spekt sín á meðal. Það eru aðallega útlendingar, vanir og uppaldir í ríkiskyrkju, sem harð- astir eru deilumenn innan síns^ þjóð- ernis. En þetta smáhverfur. Næst er mér að ætla, að lúterska kyrkjan vestan hafs sé illindasömust innra, og Norðmenn og íslendingar þar sýnu verstir, þá Svíar, en Danir beztir. En er nú nokkuð friðsamara í þjóð- kyrkjunni hjá oss? Nóg er hér úlfúðin milli gamlkyrkju- manna og innar „nýju guðfræði". Að illindin eru þó vægri hér, stafar mest af þeirri deyfð og áhugaleysi um trúbrögð yfir höfuð, sem er gamalt einkenni vor íslendinga. Og prestarnir! Þeir virðast flestir hugsa mest um „brauðið“. Aldrei hefir nokkur prestur hér lagt niður prestskap fyrir sakir trúarskoð- ana — aldrei! Enda er kyrkjustjórnin ekki að fjargviðrast neitt um það, hverju prestar trúa og hverju ekki. Söfnuðurnir ekki heldur. Hér eru prestar örsjaldan settir af em- bætti, þótt hreinir hneykslismenn séu að lifnaði og munnsöfnuði — jafnvel þótt safnaðarmenn kæri þá, og annars aldrei. Fýrir trú eða vantrú aldrei, þótt vitanlegir afneitendur séu þjóðkyrkju- trúarinnar. ^ Nei, hér er „friðsamt“ í kyrlfunni, nema hvað urgur kemur stundum upp milli prests og safnaðar — út úr ein- hverjum veraldlegum hagsmunum. Þetta kemur rc. a. af þvi, að söfn- uður á þess hér engan kost, að losna við prest, hve hataður sem hann verð- ur, ef hann verður ekki staðinn að ó- lifnaði (drykkjuskap, kvennafari) eða glæp. Og jafnvel fyrir þessu er aug- unum stundum lokað. Nei, ekki mundi þetta ástand versna við abskilnað ríkis og kyrkju. Það væri blátt áfram óhugsandi. [Framh.j. . Jón Olafsson. Samskot í Danmörku tii ekkna og barna þeirra manna sem drukknuðu á ,Geir‘. í gær símaði blaðið „Berlingske Tidende“ Landsbankanum hér, að það væri að safna fé til þeirra sem mistu forstöðu sína við drukknun mannanna á „Geir“. Segir 1000 kr. þegar komnar og kveðst senda ávísan fyrir þeirri upp- hæð sem fyrstu sending; samskotin haldi áfram. Þetta er fljótt og drengilega undir vikist. „ J. Ó. teikfjelag Reykjavikur: Leikur í 5 þáttum eftir Walter Christmas. Annan páskadag' kl. S síðd. í Iðnaðarmannahúsinu. Fáum líkar tillaga „ísafoldar" um kosning innar nýju stjórnar. Afleitast af öllu þykir mönnum að vogað sé að nefna Dr. Jón Þorkelsson til þeirra hluta. Hann er forseti Þjóðvinafélags- ins og Sögufélagsins, en þau eru bæði keppinautar bókmentafélagsins. Hann ætti, ef í stjórn Bókmentafél. væri, að hafa eftirlit með sjálfum sér með út- gáfu Fornbréfasafnsins. En þar er þörf á skörpu eftirliti :— skarpara en verið hefir, því að með trassaskap sínum hefir dr. Jón nú svift félagið landsjóðs- styrknum til Fornbréfasafnsins. Ráð- herra getur ekki borgað hann út, má það ekki, af því að félagið hefir ekki fullnægt skilyrðum þeim, sem styrkur- inn er við bundinn í fjárlögunum. Þar stendur: „Styrkurinn er bundinn því skilyrði, að sams konar registur sem við 1. bindi sé gefið út við hvert hindi af safninu." Tvö síðustu bindin, sem út eru komin, eru registurslaus. Maðurinn hefir auk þess ekkert skyn á almennum hökmentum — að eins á fornbréfum og ættartölum. Einar Hjörleifsson var aftur ekki illa til fallinn í tillögunni. En siðau hún var gerð, er það í ljós komið, að hann er að setja á stofn ársfjórðungsrit — keppinaut við Skírni, og gerir það hann ófæran til að vera í stjórn félagsins, meðan hann er keppi- nautur tímarits félagsins. Ég hefi vei'ið beðinn að birta til- lögu þá, sem hér kemur á eftir, og skal ég geta þess, að ég á engan þátt í samningi hennar: Stjórn Bóhmentafélagsins. (Tillaga, að þessir verði kosnir í vor.) Próf., dr. B. M. Ólsen forseti. Rektor Stgr. Thorsteinsson varaf. Próf., dr. Ágúst Bjarnason. Dr. Ouðm. Finnbogason. Próf. Ouðm. Hannesson. Próf. Ouðm. Magnússon. Dr. Helgi Jónsson. . Bóks. Sig. Kristjánsson. Þeir, sem eiga ókosið, ættu að sam- eina sig um þennan lista. Listinn er laus við alla pólitík, enda er hann víst saminn af mönnum af ýmsum flokkum — og að eins með gagn fé- lagsins fyrir augum.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.