Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 04.05.1912, Blaðsíða 1

Reykjavík - 04.05.1912, Blaðsíða 1
1R e$ k í a \> t k. XIII., 18 Laugardag 4. Maí 1912 xin., 18 Frumvarp til laga Leikfielaaið oo Joo“. Skilnaður rikis og kyrkjn. um einkarjett og einkaieyfí til kolasölu á íslandi. (Niðurl.). 6. gr. Verðlagi á kolum, sem leyfishafi selur til útlendra skipa, ræður hann, en það skal vera jafnt til allra slíkra skipa, er kol taka á sömu höfn og á sama verðlagstimabili, nema þar sem sjerstakir samningar um birgingu af kolum um ákveðið tímabil hafa verið gerðir, enda hafi allir jafnan aðgang að slíkum samningum, án tillits til þjóðernis. Á þeim stöðum, þar sem leyfishafi hefur ekki útsölu, nje samning við innlenda kaupmenn um sölu til útlendinga, er landsmönnum heimilt að selja útlendum skipum kol, sem þeir hafa keypt af leyfishafa, enfgreiðajskulu þeir útflutningsgjald í landssjóð, 4 krónur af hverju tonni. Þegaríumboðsmaður leyíishafa annast söluna, skal gjaldið vera svo sem ákveðið er í 12. gr., en það er á ábyrgð leyfishala, að umboðsmaður hans skýri rjett frá sölunni, enda stendur hann landssjóði skil á gjaldinu af því, er umboðsmenn hans selja. 7. gr. Nú strandar skip hjer við land, sem hefur kol innanborðs, og má þá selja þau við opinbert uppboð eins og lög standa til. Af hverju tonni afslík- um kolum, skal gi'eiða gjald i landssjóð, 2 krónur af hverju tonni. 8. gr. Einkaleyfið og samningur þessi gengur i gildi 1. jan. 1913 og gildir um öll kol, sem seld eru eptir þann tíma. Þó er leyfxshafa ekki skylt að hafa kola- birgðir eða fasta útsölu annarstaðar en í Reykjavik, ísafirði, Hafnarfirði, Seyð- isfirði og Eskifirði, fyr en 1. júní 1913, þó með þeim sama fyrirvara, sem tekinn er fram í 11. gr. Á timabilinu frá 1. janúar til 1. júní það ár er hon- um heimilt að miða söluverð annarsstaðar, ef kolin eru tekin frá innlendum sölustað, við gangverð á fyrsta flokks höfn, þannig, að við sje bælt nauðsyn- legum aukakostnaði og öðrum aukaútgjöldum, er salan hefur í för með sjei'. - Einkaleyfissamningur þessi nær yfir 15 ár og verður því á enda 31. desember 1927. Leyfið má endurnýja, ef leyfishafi óskar og alþingi samþykk- ir. Leyfishafi má ekki framselja einkaleyfi þetta. 9. gi'. Leyfishafx skal vera undanþeginn aukaútsvai'i til sveitai- og bæjarsjóða af kolavei'zlun sinni, svo og tekjuskatti til landssjóðs, en starfsmenn hans, bú- settir hjer á landi, eru auðvitað ekki undanþegnir þessum gjöldum. 1°. gr. Leyfishafi skal eigi greiða hærri bryggjugjöld á nokkrum stað, en venju- legt ei', hvort sem bryggjurnar eru eign landsstjói'narinnar eða einstakra manna. Þurfi hann að fá lóð til kolageymslu, til húsabygginga, eða undir bryggjui', skal hann greiða fyrir lóðina eptir mati dómkvaddra manna, ef ekkifæstsam- komulag á annan hátt. 11. gr. Ef ís tálmar skipagöngum, eða alment verkfall kemur upp á Skotlandi, eða annað slíkt, sem kalla má vis major, þá er leyfishafi vitalaus, ef hann gei'ir það, sem í hans valdi stendui', til að fullnægja samningnum, eptir al- mennum venjum og grundvallarreglum um skaðabótaskyldu í samningsmálum. 12. gr. Til endui'gjalds fyrir einkaleyfi þetta skal leyfishafi greiða í landssjóð 1 krónu 50 aura af hverju tonni af kolum, sem hann selur til innlendrar notkunar (sbr. 5. gr., fyrstu málsgr.) og 2 krónur 50 aura af hverju tonni af kolum, sem seld eru til útlendra skipa (sbr. 6. gr.). í lok hvei's ársfjórðungs skal leyfishafi senda landsstjórninni yfirlitsi’eikning yfir kol, sem seld hafa verið, og jafnframt skal hann greiða i landssjóð þau gjöld, sem honum ber samkvæmt reikningnum. Ársreikning skal semja og senda landsstjórninni ásamt fullnæg- jandi sönnunargögnum fyrir febrúarlok ár hvert; skal hann endurskoðaður í Stjórnarráðinu, svo sem aðrir reikningar fyrir landsjóðstekjum, og gjaldið síðan greitt að fullu, eptir því sem athugasemdir, viðurkendar af leyfishafa, segja til, sje gjaldið eigi greitt áður að fullu. Yerði ágreiningur um upphæð gjaldsins, skal farið með liann svo sem segir í 14. gr. Stjórnarráðið getur, hvenær sem vera skal, átt aðgang að því að skoða verzlunarbækur leyfishafa hjer á landi. 13. gr. Til tryggingar því að leyfishafi fullnægi skuldbinding sinni samkvæmt samningi þessum, skal hann jafnan hafa til geymslu í banka i Reykjavík £ 2000. Af fje þessu má landssjóður taka, án frekari umsvifa, þær skaðabætur og gjöld, sem leyfishafa kann að vera gert að skyldu að greiða af gerðarmönnum, eða samkvæmt lögum, svo sem til er tekið í 14. gr. Vextir af þessari upphæð greiðast leyfishafa. [Framhald á 2. bls.J. Fyrir skömmu síðan var Ego nokkur á ferðinni í ísa- fold með illindaraus í garð Leikfjelags Reykjavíkur. Jeg hefði eigi svarað manni þessum neinu, ef grein hans hefði verið byggð á einhverri sanngirni í fjelagsins garð. En svo er eigi. Hún er einhliða óvildarnart í fjelagið og barnalegt gleið- gosaskjall um nokkrar stúlkur í kvenfjelaginu „Hringurinn“. Tilgangur höf. er auðsær. Hann er fyrst og fremst sá, að reyna að' æsa menn gegn starfsemi fjelagsins og beina hugum þeirra til annara leik- enda, er hann nefnir. Hann er í öðru lagi tilraun til að kveikja vafa um það, hvort sæmilegt sje af löggjafar- valdi og bæjarstjórn að styrkja slíkan fjelagsskap með fjár- framlögum. Ego þykist vita að fjelaginu muni ókleift að starfa styrk- laust. Og þá yrði það að logn- ast út af. Og þá lægi það ekki lengur á leikhúsi bæjar- ins eins og ormur á gulli, svo að Ego og aðrir ágætis leik- endur, er hann þekkir, gætu hlaupið þar saman til leika, er þeim byði svo við að horfa. Og þá væri leiklistinni borgið í þessum bæ! Ego tekst allur á loft er hann hugsar um leiksnilli Hrings-stúlknanna, og er hon- um það ekki of gott að vísu. Þessar „gjafvaxta yngis- meyjar" sýndu okkur nýlega danskan gamanleik, og gerðu það hvorki vel eða illa. Og engum kom til hugar að taka til þess, þó að þær færu ekki með neina list, eða neitt í áttina til hennar. Þær voru að þessu í líknarskyni, og menn heimtuðu ekkert af þeim. En þær reyndu að skemmta fólki. Þær leituðust ekki við að skila leiknum svo af sjer, að neitt vit væri í honum í heild sinni. Hver um sig reyndi að eins að auðkenna sjálfa sig með meira og minna skringilegu látbragði. Og sum- um þeirra tókst það, og fólkið hló að þeim. Það hló á sama hátt og hlegið er að ijelegum eftirhermum og gamanvísna- dóti. Það vissi að þetta var engin list. Og jeg veit að engum andlega fullveðja manni hefir fundizt það. Öðru máli er að gegna með Leikfjelagið. Það er styrkt af almannafje og menn eiga heimting á, að það vinni r þarfir listarinnar. Og því verð- ur ekki með nokkurri sann- girni neitað, að það hefir reynt JFrh. á 2. bls.) III. Þeir sem nú orðið hafa á móti að- skilnaði ríkis og kirkju, eru auðvitað ekki þeir sem eru annarar trúar en þjóðkirkjan. Og yfirleitt mun meiri hluti, væntanlega talsverður meiri hluti leikmanna í þjóðkirkjunni vera skil- naði hlyntur — sumir af því að þeir eru trúaðir menn, sem þykjast sjá það hollast trúarlífinu, og aðrir af réttlætistilfinning gagnvart þeim sem ekki eru þjóðkirkjumenn. Prestarnir eru tvískiftir. Sumir eru skilnaðarmenn, og eru það venjulega prestar með trúaráhuga og réttlætis- tilfinning. Þó eru til trúaðir menn í stéttinni, sem eru andvígir, og ber þá oftast það til, að þeir gera sór alls konar ímyndaðar grýlur, draga álykt- anir af röngum hugmyndum, sem þeir hafa um kirkjulífið í löndum, sem enga þjóðkirkju hafa, eiga yfir höfuð örðugt með að átta sig á öðru en því, sem þeir hafa vanist frá barnsbeini. Loks eru allir pokaprestar og galla- gripir í stéttinni ákafir ge'gn skilnaði ríkis og kirkju. Þeir gera sér ein- hverja hugmynd um, að atvinnu þeirra sé þá lokið — það muni enginn annar söfnuður vilja hafa sig, og þeirra gamli söfnuður muni gefa sér „reisupassa“, undir eins og hann fái því ráðið. Þessara manna ástæður eru skiljan- legar, en þær eru ekki mikils virði fyrir aðra en sjálfa þá. IV. Þá er það eitt, sem einmitt lúterskir menn ættu á að líta, og það er það, hve holt kirkjunni sjálfri muni vera sambandið við ríkið. Alþingi er skipað mönnum trúuðum, hálfvolgum og vantrúuðum — mönn- um, sem játa lúters-tjú og sem af- neita henni, leynt eða ljóst. Menn eru ekki kosnir á þing eftir trúarbrögðum. Til þeirra er alls ekkert tillit tekið við kosningar. Sama er að segja um stjórn lands- ins. Þeir sem hana hafa á hendi, geta haft hverja trú sem vera vill, leynt eða ljóst. Er það nú kirkjunni holt, að vera þannig ambátt rikisins, að málum hennar ráði menn, sem margir hverjir heyra henni ekki til, og sumir e. t. v. sé henni beint andstseðir ? Þó að kirkjumálanefndin síðasta ynni eitt ið versta verk með því að fjötra ríki og kirkju fastara saman en áður fjármunalega, þá veröur þó varla annað sagt, en að kirkjan sé fjármuna- lega ölnbogabarn ríkisins, og kjör presta eru yfirleitt svo, að þau eru mjög léleg. Enda. er nú reynslan að færast í þá átt, að ekki gefi sig til guðfræðisnáms nema hrat stúdentalýðsins (með sárfám uudantekningum). Og það er eðlilegt: þetta er lóttasta námið, og lélegust lífskjör í boði á eftir. Enda eru prestar farnir að veltast úr prestskap og leita sér annarar lífvænlegri atvinnu. En er frjálsir söfnuðir ráða sér prest, og þurfa ekkí að burðast með prest, sem þeim líkar ekki, þá er eng-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.