Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 04.05.1912, Blaðsíða 3

Reykjavík - 04.05.1912, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK 71 \ TREGT gengur fljóðum verk að vinna, segir málshátturinn, en þegar Sunlightsápan kemur til hjálpar við þvottinn, pá vinnst þeim verkið fljott. Ohreinindi hverfa fyrir Sunlight sápunni eins og döggin fyrir hinni upprennandi sól. SUNLIGHT SÁPA S k ý r s I a skóla Asgríms Magnússonar Reykjavik veturinn 1911—1912. Skólinn var settur 28. okt. (síðasta sumar- dag) 1911 með 65 nemendum, en umsóknir höfðu komið frá nær 90. 76 stunduðu nám um lengri og skemmri tíma, en að meðal- tali 50 allan námstímann, sem var 6 mán. Skólanum var skift í tvær deildir. Nem- endur voru frá 14 ára til 30 ára. Þeir voru úr þessum sýslum og kaupstöðum landsins: Gullbringusýslu 2, Reykjavik 33, Hafnarfirði 2, Mýra- og Borgarfj.sýslu 11, Snæfellsnessýslu 2, Dalasýslu 2, Barðastr,- sýslu 3, ísafjarðarsýslu 3, ísafirði 2, Skaga- fjarðarsýslu 2, Akureyri 1, N.-Múlasýslu 1, S.-Múlasýslu 4, Yestur-Skaftafellssýslu 1, Rangárvallasýslu 3, Á rnessýslu 4. Kennarar skólans voru þessir : í'orstöðu- maður Ásgrímur Magnússon, kennari Asm. Gestsson, háskólastúd. Þórh. .Tóhannessson, frú Valgerður Ólafsdóttir, háskólastúd. Jónas Jónasson, glímukappi Sigurjón Pjetursson. Þessar námsgreinar voru kenndar : íslenzka, danska, enska, stærðfr., landafr., náttúrufr., söngfr. (og söngur), bókfærsla (einf. og tvöf.), handavinna, líkamsæfingar. Auk þess flutti hr. Guðmundur Hjaltason 6 fyrirlestra um ýms fræðandi efni. Þessar bækur voru notaðar við kennsli*na, auk áhalda þeirra, er skólinn á: íslenzk málfræði J. Jónassona.r Fornsöguþættir P. Pálssonar og Þórh. Bjarnarsonar. Skóla- ljóð Þórh. Bjarnarsonar. D a n s k a : Byrj- unarbók J. Ófeigssonar og Jóh. Sigfússonar. Danskbogen IV., P. Andersen og Julius Christensen etc. E n s k a : Byrjunarbók G. T. Zoega. Royal Reader IV. Stærðfr.: Reikningsbók S. Á. Gislasonar III. og IV., Begnebog, Paul la Cour og J. Appel., Praktisk Geometri, P. V. Br. Deinboll. Landafr. : Landafræði K. Finnbogas. Náttúrufr.: Byrjunarbók B. Sæmundss. S ö n g f r.: Byrjunarbók Sigf. Einarssonar (og kennt að syngja ýms ættjarðarljóð með röddum). B ó k f æ r s 1 a : A. H. V. Sabroe í'orretningsgang. Líkamsæfingar : Mín aðferð (Möller’s System). í handavinnu var kennt ýmiskonar útsaum (hvítt og með litum) og voru munirnir aug- lýstir til sýnis almenningi í skólanum í páska- leyfi nemenda. Kennsla fór fram daglega frá kl. 6—10 síðd. Hún var mestmegnis sniðin eftir kennsluaðferð útlendra lýðháskóla, en sú hlið fræðslunnar höfð sjerstaklega fyrir aug- um, sem að mestum notum kemur í lífinu, og leitast við að vekja og glæða áhuga hjá nemendunum með fræðandi samtali og fyrir- lestrum í þeim fræðigreinum, sem þvi varð við komið. Nemendur gerðu skriflegar æf- ingar í málunum; sjerstök áherzla lögð á móðurmálið og einnig á það, að kenna nem- endum að tala og rita hin útlendu mál. Sjerstakar talæfingar í ensku fóru fram á sunnudögum kl. 3—4 síðd. siðari hluta skólatímans. Málfundafjelag er við skólann, stofnað um nýár í fyrra. í því eru allir nemendur ásamt kennurum, með 1 kr. tillagi. Til- gangur þess er, að æfa nemendur við að ræða ýms mál, og að láta skoðanir sínar skipulega í Ijósi. Fjelagið á sjer sjóð, sem nú er um 80 kr., með góSri skipulagsskrá, sem ákveður, að verja skuli ákveðnum hluta tekna hans til styrktar sjúkum nemendum, verðlauna o. fl. Nemendur og kennarar komu vikulega saman í þessu fjelagi (á sunnu- dögum kl. 4—6 síðd.) og voru þar oft fjör- ugar umræður, en stjórnmál og trúmál voru þar útilokuð, samkvæmt lögum fjelagsins. Meðal hinna mörgu mála, er fjelagið hafði til umræðu og úrslita, þykir hlýða að nefna hjer að eins tvö, sem afgreidd voru og snertu sjerstaklega íramtíð skólans. Hið fyrra er, að samþykkt var, að stofnað yrði samlagsbú við skólann fyrir nemendur á komandi hausti, með líku fyrirkomulagi og haft er við ýmsa aðra skóla hjer á landi, til sparn- aðarauka fyrir þátttakendur. Tveir kennar- ar og þrír nemendur (sem verða næsta vetur) voru kosnir í nefnd, til að standa fyrir fram- kvæmd i þessu máli. Ráð var fyrir gert, í sMatnaöarverzlnn Jóns Stefánssonar Laugaveg 14 gerast þau beztu kaup, sem hægt er að fá í bænum. T. d,: Kvenstígvjel á 5 kr. Karlm.stígvjel á 6 kr. 50 a. að eitthvað af kennurum skólans yrðu þátt- takendur í væntanlegu samlagi, svo að allt færi sem bezt og skipulegast fram. í öðru lagi kom fram beiðni frá nemendum skólans, á fjelagsfundi, um að nafni skólans yrði breytt úr unglingaskóla (eða kvöldskóla) í Lýðskóla. Astæður sem færðar voru fyrir þessari beiðni, voru meðal annars þessar: A ð skólinn væri sniðinn eftir dönskum lýðskólum. A ð flestir þátttakendur skólans væri fullorðið fólk. A ð eftir aðsókninni að dæma væri fullt útlit fyrir að skólanum yrði breytt í dag- skóla. Mál þetta ræddu svo kennarar skólans á sjerstökum kennarafundi, pg að framan- greindum ástæðum yfirveguðum o. fl. sam- þykktu þeir nafnbreytinguna, frá fyrsta sumardegi þ. á. að telja. Milli 10 og 20 af nemendum skólafls hafa þegar sótt um inntöku á skólann næstkom- andi vetur. Skólanum var ságt npp á síðasta vetrar- dag, að 40 nemendum viðstöddum og öllum kennurum, nema Sigurjóni Pjeturssyni, sem nú er erlendis. — Að lokinni skólauppsögn gengu allir til skilnaðar-samsætis. Þar voru mörg minni flutt bæði af kennurum og nem- endum. Eftir sameiginlegt minni kennara flutti nemandi Ólafur Benediktsson frumort kvæði, er hjer fer á eftir. Á var p til kennara við Lýðskóla Ásgr. Magnússon- ar Reykjavik, flutt í skilnaðar-samsæti á síð- asta vetrardag 1912 af höf„ Ólafi Benediktss. í fjallanna byggðum i fjarveru sjós jeg fæddur og uppalinn var, mjer fyrir augunum menntunar-ljós mennirnir báru’ ekki þar. Fann jeg þó neista einn falinn mjer hjá og fyr honum virðingu bar, jeg man það víst lengi, mig langaði þá að lifga það örlitla skar. Torsótt mjer þótti því takmarki ná en trauðlega frá því jeg vjek, heimur að baki sjer hrinnti mjer þá og heimtaði líkamlegt þrek. En nú hef jeg hugglaður hætt við þá raun • og hreppt það sem lengi jeg bað, ástríkar þakkir þið eigið í laun af alvöru mæli jeg það. Jeg leitaði að vegum og likaði ei neinn lýðurinn hrépaði þá : „heyrðu nú, maður ! hjerna er einn ! hann skal jeg vísa þjer á“. Jeg þáði ei boðið, og var það mín trú að villan mig skaði ei enn, og hjartanlega ánægður hitti jeg nú hrósverða og göfuga menn. Það eru mín forlög í heiminum hjer að hafa ekki á peningum vald, þess vegna bið jeg að þiggist af mjer þakklætis-ávarp í gjald. Þið hafið lýst mjer með Ijósi á þá braut er leitaði þreyttur jeg að. Falli’ ykkur gleðin og gæfan í skaut guð bið jeg launa’ ykkur það. Nöfn og nýjung'ar. Iþróttasýning fer fram á morgun á íþróttavellinum á Melunum til ágóða fyrir Olympíuförina. Er bæjarbúum nýtt um þann varning nú, og má því óhætt gera ráð fyrir aðsókn mikilli. Það er góð og holl skemmtun, og auk þess ódýr. Ásigling. Síðastl. þriðjudag sigldi þil- skipið Hafsteinn, eign Duus-verzlunar, skip- stjóri Engilbert Magnússon, á enskan botn- vörpung austur á Selvogsgrunni, og brotn- aði töluvert, varð svo lekur, að skipverjar áttu fullt i fangi með að halda honum á floti. Bað skipstjóri botnvörpunginn að draga skipið til Reykjavíkur, en hann neit- aði þvi í fyrstu, sagði honum að sigla, en Innilegar þakkir vottum við öllum þeim, sem á ýmsan hátt sýndu okkur hluttekningu við andlát og jarðarfdr okkar ástkæra sonar Friðþjófs Leons. Kristinn Guðmundsson, Ragnheiður Jónsdóttir. kvaðst mundi veita honum eftirför og hafa gát á honum. Var þá hagrætt seglum á Hafstein, eftir því sem hægt var, og siglt í fullá klukkustund, og stóðu ætíð 6 menn við dæluna. En þá kom botnvörpungurinn, og tók skipið og dró það til Reykjavikur. Voru þá þegar hafin rjettarhöld út af ásigl- ingunni og er þeim eigi lokið enn þá. Kenná hvorir öðrum um, og vansjeð hvernig málið fer. Hlálverkasýning Einars Jónssonar verð- ur opin í síðasta skifti á morgun. Ættu menn að nota tækifærið og lita þar inn. Það er ódýr og fyrirhafnarlítil aðferð til þess að kynnast ýmsutn fegurstu hjeruðum iandsins. Verkfrseðingafjelag íslands heitir fjelag, sem stofnað var hjer í bænum 19. f. m. í því fjelagi er ætlazt tit að verði verkfræðingar og lærðir brggingameistarar og aðrir fjölvirkjar, sem „teljast til þess hæfir“. Samkvæmt 2. gr. fjelagslaganna er tilgangur fjelagsins sá, „að efla fjelagslyndi meðal verkfróðra manna á íslandi og álit vísindalegrar mentunar í sambandi við verk- lega þekkingu, að gæta hagsmuna stjettar- innar í hvívetna og styrkja stöðu hennar í pjóðfjelaginu. Tilgangi sínum leitast fjelagið við að ná með því, að lialda fundi með fyrir- lestrum og umræðum, og þess utan á hvern þann hátt, sem heppilegur þykir á hverjum tíma til eflingar þessum eða þvílíkum til- gangi“. f stjórn fjelagsins eru Jón Þorláksson (formaður), Th. Krabbe, P. Smith ogRögn- valdur Ólafsson. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Ankafundiir 27. apríl. Svohljóðandi tillaga um lántöku til hai'n- argerðarinnar var samþykkt: „Bæjarstjórnin samþykkir að taka tilboði, dagsettu 4. október 1911, frá Privatbanken í Kaupmannahöfn, den danske Landmands- bank og Kpbenhavns Laane- og Disconto- 17 hatði hlotið hjá honum fyrirgefning yfirsjónar sinnar. Hún var yndislega barnsleg og sakleysisleg, þar sem hún sat þarna í látlausa kvöldbúningnum sínum. Við vinstri hlið húsbóndans sat Anthony Huxtable, vel- æruverðugur stiftis-prófastur í Belchester og yfirprestur i Newport Parva — feitur og sællegur, nauðrakaður preláti, sem auðsæilega kunni vel við sig við þessa góðu og ríkmann- legu kvöldmáltið. Þessi hefðarklerkur hafði rekizt þangað snemma um kvöldið alveg óvænt, og hershöfðingjanum hafði með miklum tortölum loksins tekizt að fá þennan gamla góðvin sinn til að bíða og vera hjá sjer um nóttina, til þess að gera fyrstu heimsókn dóttur hans og tengdasonar enn þá hátíðlegri. Það eina, sem vantaði á að gleði og ánægja þremenn- inganna væri fullkomin, var það, að tengdasonurinn kom ekki. Frú Lovell ílutti kveðju hans, og bað með mörgum fögrum orðum afsökunar á því, að hann hefði neyðst til að takast ferð á hendur til Edinborgar í einhverjum áríðandi erindagerðum, sem stæðu í sambandi við hina nýju stöðu hans i Ameriku. ! Hershöfðinginn hafði i fyrstu verið fokreiður yfir því, að »Disney« skyldi svíkjast um að koma, en dóttir hans var íljót að blíðka skap hans með ýndislega hlátrinum sinum, og nú við lok máltíðarinnar ríkti tjör og gleði og eining. Klerk- urinn var ákaflega viðfeldinn maður og skrafreifinn, eins og klerkar eru vanir að vera. Hann minnti ungu konuna á ýmsa atburði frá æskudögum hennar, því að þá hafði hann oft verið gestur á heimili hershöfðingjans í Cheltenham. »Munið þjer eftir þvi, þegar þjer fylltuð alla vasa mina með hesta-Írastaníum, eihíí sinni þegar jeg sat úti i garðinum

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.