Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 04.05.1912, Blaðsíða 2

Reykjavík - 04.05.1912, Blaðsíða 2
70 REYKJAVIK inn vafi á því, að þeir muni vel gera og sómasamlega við prest, sem nýtur virðingar þeirra og trausts. Sú hefir reynslan á orðið annarstaðar. Og sé fleiri trúflokkar en einn í Jandinu, þá munu allir söfnuðir, sem af sama flokki eru, mynda kirkjufélag sér, og hverju kirkjufélagi um sig mun þykja metnað- ur í því að eiga ekki síðri presta en hin, og gera ekki verr við þá. Það er eðlilega í öliu svo, að hver- jum manni þykir meira í varið það sem hann af fúsum vilja leggur eitt- hvað í sölurnar fyrir, heldur en hitt, sem kúgað er upp á hann. Jón Ólafsson. Verzlunarskóla Islands var aagt upp 2. þ. m. — Nemendafjöldi var þar í haust yfir 80. — í efsta bekk var 21 nemandi, og stóðust þessir 20 burtfararpróf: 1. Axel Kristjánsson........5,38 2. Ingibjörg Halldórsdóttir . . . 5,38 3. Þorvaldur Jónsson........5,14 4. Hallgr. Tulinius.........5,02 5. Ágúst Eiríksson . . .... 4,99 6. Leifur Böðvarsson ...............4,98 7. Halldór Þorleifsson......4,89 8. Jón Heiðdal..............4,88 9. Arnmundur Gíslason .... 4,77 10. Snæbjörn Jónsson ................4,74 11. Helgi Jónsson............4,63 12. Pétur Pálsson............4,60 13. Teitur Þórðarson.........4,54 14. Guðm. Hafliðason.........4,44 15. Jóh. Ferd. Jóhannesson . . . 4,43 16. Eggert Briem.............4,42 17. Þóra Vigfúsdóttir........4,28 18. Elizabet Pétursdóttir .... 4,27 19. Margrét Jónsdóttir.......4,09 20. Guðjón Guðmundsson .... 4,03 Þess má geta, að 1. einkunn er 4,50 til 6,00 (þar af 5,51 til 6. ágætiseinkunn); 2. einkunn er 4,00 til 4,50: — Þeir sem ekki ná aðaleinkuninni 4,00 sem meðaltali, stand- ast ekki próf; sama er, ef einhver nemandi nær ekki 3,00 í einhverri námsgrein. Ágœt stoffa (mót austri) til leigu frá 14. Maí á Vatnsstíg 11. Hungnrsneyðin á Rússlandi. — Það eru hroðalegar sögur, sem berast sí og æ af hungursneyðinni á Austur- Rússlandi. Me^ kveður að hallærinu í 12 austurfylkjunum, meðfram ánni Volga. Þar hrynur fólkið niður hrönn- um saman af hungri og harðrjetti. Ríkið hefir veitt um 250 milj. kr. lán til hallærishjeraðanna, og sam- skot handa hinum bágstöddu hafa farið fram um allt ríkið. Og nú hefir stjórnin gefið leyfi til þess, að tekið yrði við samskotum frá öðrum löndum, en það hafði áður verið bannað. En nýlega er fullyrt, að ekkert af þessu fje sje enn komið í hendur þeirra,' sem það var ætlað, heldur liggi það hjá embættismönnum stjórnarinnar, sem aJlt af eru að í- huga það, hvernig fjenu skuli verja. En á meðan þeir eru að bollaleggja það, hrynur fólkið unnvörpum niður í kring um þá úr hor og hungri. Fje því, sem ríkissjóður hefir lánað hallærishjeruðunum, hefir ekki heJdur verið útbýtt enn þá, vegna þess að embættismönnum fylkjanna þykja lán- tökuskiJyrðin eitthvað íhugunarverð. Þetta seinlæti embættismanna hefir sætt afarhörðum dómum í rússnesk- um blöðum, og segja þau þá bera ábyrgð á dauða fjölda fólks. Annars er sagt, að ástandið sje svo Ijótt, að blöðunum sje bannað að segja það eins og það er. 14. gr. Nú verður ágreiningur um það, hvort samningur þessi sje rofinn af hálfu annarshvors málsaðila að einhverju leyti, eða um útreikning á gjaldinu til landssjóðs eða um skilning á einhverri grein eða greinum í þessum samn- ingi, og skal þá útkljá þann ágreining þannig, að hvor aðila tilnefni einn gerðarmann; geti þeir ekki komið sjer saman, skal hinn íslenzki landsyfirdóm- ur útnefna oddamann. Úrskurði þeim, sem meiri hluti gerðarmanna kveður upp, skulu málsaðilar skyldir að hlýða, svo framarlega, sem upphæð sú er eptir honum ber að greiða, fer ekki fram úr £ 100. Að öðrum kosti má leggja málið undir úrskurð dómstólanna. 15. gr. Þegar máli þannig er skotið til dómstólanna, eða ef til máls kemur út úr ágreiningi, er ekki snertir skaðabætur eða landssjóðsgjaldið, þá skal málið a prima instantia rekið fyrir gestarjetti Reykjavíkur. Skal leyfishafi vera skyldur til að sæta þeirri málsmeðferð eptir stefnu sem til innanbæjarmanns, birtri á aðalskrifstoíu hans í Reykjavík. Ef mál hefur verið í gerð og kemur síðan í dóm, þá má ekki í dómsmálinu beita þeim játningum og tilslökunum, sem málsaðilar kunna áður að hafa gert til samkomulags, gegn honum. 16. gr. Birgðir þær af kolum, sem til eru fyrirliggjandi i landinu, þegar einka- leyfið byrjar, mega eigendurnir nota afgjaldslaust til eigin þarfa og atvinnu- reksturs sins í landinu eða á hjer skrásettu skipi. Selja mega eigendur kolabirgðir sínar til innanlands notkunar, ef einkaleyfishafa hafa verið boðnar þær fyrst, og eigi gengið saman um kaupin. Jafnframt skal skýra lögreglu- stjóra frá þvi, svo að hann geti látið ransaka vörumágnið eptir þeim reglum, sem Stjórnarráðið ákveður. Ef leyfishafi kaupir nokkrar slíkar kolabirgðir, sem eru fyrirliggjandi 1. janúar 1913, greiðir hann hið ákveðna sölugjald í landssjóð jafnóðum og hann selur þær út aptur, en ef slíkar birgðir eru seldar af eiganda þeirra, greiðir hann 1 kr. 50 aura i landssjóð fyrir hyert tonn, jafnóðum og salan fer fram. Slíkar kolabirgðir má ekki nota til að selja út- lendum skipum, nema með þeim skilyrðum, er segir í síðari málsgrein 6. gr. Sjeu innlend kol, eða surtarbrandur tekinn til notkunar, meðan einkaleyfi þetta stendur, skal um síik kol fylgja sömu reglum, eins og nú hefur verið tekið fram um kolabirgðir við byrjun leyfistímans. 17. gr. Landsstjórninni er skylt, að gera alt, sem í hennar valdi stendur, til þess að hindra, að nokkur opinber gjöld, hvers konar sem er, önnur en þau, sem tekin eru fram í lögum þessum, verði lögð á innflutning, losun, land- flutning og afhending kolanna, hvort heldur er með sveita-reglugerðum eða samþyktum, svo og að sjá um, að engin sjerstök hlunnindi verði gefin nokkr- um manni eða firma, hvort heldur innlendum eða útlendum, sem mundi stríða á móti bókstaf eða anda þessara laga. Skyldu samt sem áður nokkur þau gjöld verða á lögð, meðan þetta einkaleyfi stendur, sem mundi auka kostnað leyfishafa fram yfir það, sem hann er skyldur til að bera samkvæmt lögum þessum, þá má hann hækka hið fastákveðna söluverð í þeirri höfn eða höfnum, þar sem slík gjöld hafa verið lögð á um jafnmikla upphæð, sem mismunurinn á kostnaði leyfishafa nemur. 18. gr. Ef leyfishafi skyldi á einkaleyfis-tímabilinu hætta að birgja landið með kolum á þann hátt, er lög þessi tilskilja, eða brjóta samning sinn í verulegum atriðum, skal hann hafa fyrirgert einkaleyfi sinu. Nú álítur gerðardómur, sbr. 14. gr. að hann hafi fyrirgert rjetti sínum samkvæmt lögum þessum, og er ráðherra íslands þá heimilt að veita öðru áreiðanlegu verzlunar-firma einkaleyfið með sömu kjörum, þangað til alþingi ákveður öðruvísi, fyrir þann tima, sem þá er eptir, eða gefa verzlunina frjálsa. 19. gr. Útflutningsgjald af kolum, sem selcJ verða til útlendra skipa*af öðrum en leyfishafa, sbr. 6. gr. og 16. gr. skal greitt hlutaðeigandi lögreglustjóra inn- an mánaðar frá söludegi. Um leið og gjaldið er greitt, skal seljandi afhenda lögreglustjóra vottorð að viðlögðum drengskap, að eigi seldi hann meira.v en frá er skýrt. Að öðru leyti gilda um innheimtu gjaldsins, lögtakshæfi, reikn- ingsskil, innheimtulaun og fl. tilsvarandi reglur sem um annað útflutnings- gjald, eptir því sem þær eiga við. 20. gr. Brot gegn ákvæðum 1. gr. laga þessara varða sektum frá 1000—5000 krónum. Auk þess skulu öll þau kol, sem flutt eru inn i heimildarleysi, gerð upptæk, og síðan seld við opinbert uppboð, og rennur andvirði þeirra í lands- sjóð að helmingi og til leyfishafa að helmingi. * Ef kol eru seld til útlendra skipa af öðrum en leyfishafa, sbr. þó 6. og 16. gr., þá varðar það sektum frá 500—5000 krónum, og auk þess skal seljandi skyldur að greiða 4 krónur í útflutningsgjald af hverju tonni. Brot gegn ákvæðum 16. gr. laga þessara varðar sektum frá 100—2000 krónum. 21. gr. Með mál, sem rísa út af brotum gegn lögum þessum, skal farið, sem almenn lögreglumál. Sektir allar samkvæmt lögum þessum renna i landssjóð að helmingi og til leyfishafa að helmingi. 22. gr. Lög þeasi öðlast gildi 1. janúar 1913. Leikfjel. og Ego, frh. fra 1. bls. það og gert það. Að vísu er það sem stendur mannfátt af góðum leikendum, og ýmsir eru notaðir, sem sjálfsagt er að kvarta undan, en hitt er er Jíka víst og órengjandi, að fjelagið hefir á að skipa — eftir okkar mælikvarða — nokkrum afbragðs-leikendum. Það hefir hvað eftir annað ráðizt í að sýna hin merkustu og beztu skáldrit, og að jafn- aði komizt sæmilega frá því og stundum ágætlega. Og nokkrir leikendur hjer, bæði konur og karlar, hafa sýnt megnasta sálarstríð og öflugt tilfinningalíf afburðavel á leik- sviði, og er það einmitt hið æðsta og hæsta, sem leiklistin á til í eigu sinni. Jeg gæti leitt rök að þessu með dæm- um úr ýmsum hlutverkum, en mjer þykir þess eigi þörf. Jeg vil nú spyrja góða menn — auðvitað ekki Ego — hvort þeim sýnist ráðlegt að drepa Leikfjelagið og taka Ego og klikku hans í staðinn. Með Leikfjelaginu hverfur um ófyrirsjáanlegan tíma allur vísir til íslenzkrar leik- listar. Yert er að geta þess, að það eru ekki lökustu leikkraftar fjelagsins, sem Ego er að ráð- ast á. Það eru ekki þeir leik- endur, sem öllum kemur sam- an um, að aldrei eigi á leik- svið að koma. — Það eru beztu leikendurnir, þær fáu mann- eskjur, sem virða. list sína mikils, og leggja á sig mikið erfiði hennar vegna, »g hafa komizt furðu langt áleiðis. Það er þetta fólk, sem Ego vill feigt fyrir alla muni. — Það er það, sem almenningur vill sjá og heyra á leiksviði, og það er það, sem liggur á húsinu, Ego til mikillar raunar. Jeg geng að því vísu, að al- menningsálitið líti annan veg á málið en þessi ísaf.höf. Ýms- ir mætir menn hafa fyr og síðar lokið lofsorði á starfsemi fjelagsins. Þeir hafa sagt, að við værum að eignast góða Jeikendur. Og þeir hafa bent á örðugleikana, sem öll list ætti hjer við að stríða, og þeim hefir skilizt svo, sem framfarirnar væru langt fram yfir allar vonir. Þeir mennn eru merkari og vitrari en Ego og hans Jíkar. Leikfjelagið þarf að eignast marga góða Jeikendur. Það má ekki láta hugfallast, þó að einn og einn reynist illa, sá er býður sig til leiks. Það á að vísa honum brott, ef hann er ónýtur. Og jeg þykist vita, að það taki fegins hendi hvern nýjan leikanda, sem einhver fengur er í. — Það má ekki gefast upp. Leiklistin íslenzka má ekki kulna út. Hún á að lifa og þroskast, og góðir menn eiga að hiynna að henni. Og það er trú mín, að sú komi tíðin, að íslenzk leiklist verði álitin ómissandi með þessari þjóð. Þeir menn vinna illt verk, sem leggja Leikfjelag Reykja- víkur í einelti, hvort semþeir gera það af öfund, þægð eða heimsku. Vox populi.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.