Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 22.06.1912, Blaðsíða 1

Reykjavík - 22.06.1912, Blaðsíða 1
V avtk. Lauffardagr 33. 1913 XIII.. 35 | Dagtnn og veginti. Oef oss í dag vort daglegt brauð. — Það var einu sinni lítil stúlka, sem las íaðirvorið sitt á hverju kveldi. Móðir hennar tók eftir því, að hún tautaði eitthvað lágt fyrir munni sér á eftir orðunum „daglegt brauð“. Móðir henn- ar gekk á hana og spurði hana hvað hún væri að segja. Loksins meðgekk litla stúlkan það að hún segði: „og nóg smjör ofan á“. Móðirin var nefni- lega eitthvað knöpp á smjörinu. Nú eru sumar húsmæður hér í bæn- um, sem, þegar þær lesa faðirvor, skjóta inn á eftir „gef oss í dag vort daglegt brauð“ orðunum: „og láttu ekki bak- arann stela vigtinni". Það er einhver kurr í húsmæðrun- um út af brauðavigtinni hjá sumum bökurunum. Húsmæður hafa spurt mig, hvort engin lög værp til um þyngd brauða, sem seld eru. Ég hefi orðið að segja þeim, sem satt er, að ég sé ekki svo fróður að vita það, en þykist mega fullyrða að svo sé ekki. *Hitt þykir mjer líklegt, að bæjarstjórnin mundi hafa heimild til að semja reglu- gerð er ákvæði hverjar þyngdir þær brauðtegundir skyldu hafa, sem selja megi. Þetta þyrfti að minnsta kosti svo að vera, því að það er beint til að freista bakaranna til óráðvendni og ala hana upp í þeim, ef þeir mega selja fólki brauð sín hvaða verði sem þeir vilja, án þess að fólk eigi nokk- urn kost á að vita, hvað mikið eða tivað lítið það er sem það kaupir. Annaðhvort ættu brauðhleifarnir að hafa ákveðna vigt, eða þá að brauðin væru vegin í hvert sinn er þau væru seld, svo að kaupandinn vi3si, hvað hann fengi fyrir peningana. Mjólkur-einokunin. — Menn kveina hástöfum — og ef til vill ekki alveg á- stæðulaust — undan einokun á kolum, óðara en hún er rædd og um hana taiað. i Og sú fyrirhugaða einokun átti þó að vera ýmsum lagatryggingum bundin. En það á ekki úr að aka fyrir vesl- ings Reykjavík með „einokun". Það er eins og forsjónin elti oss með ein- okunum. Einokaðir skulum vér vera. Ég tala náttúrlega ekki um einokanir skaparans, sem hefir einokun á veður- lagi, aflabrögðum, grasvexti og öðrum lífsins gæðum og þægindum. Um þá einokun tjáir ekki að kvarta; enda hefir einokunarherrann þar farið vel með okkur í alla staði það sem af er þessu blessaða ári. Nei, ég átti við þá einokun, sem mannanna börn leggja á okkur. Steinolíu-einokunina erum við búnir að hafa í svo mörg ár, að við erum hættir að kvarta. En nú byrja bændurnir í og umhverfis Rvik á samtökum til að einoka mjólkur- söluna. Þeir slá sér nú saman og auglýsa oss, að mjólkurverð hjá sér hækki frá 16. þ. m., svo að nýmjólk, sem til þessa hefir verið 18 aura al- ment fyrir pottinn, skuli nú verða 20 aura fyrir líturinn. En auk uppfærslunnar á verðinu, svíkja flestir, ef ekki allir, mjólkursal- arnir málið og láta oss að eins fá 1 pott í staðinn fyrir 1 lítur af mjólk fyrir þessa 20 aura; en ef potti er helt í líturmál, þá skortir fulla sex af hundraði upp á málið. Það er með öðrum orðum : Þeir einoka okkur í báða enda, bæði löglega (með uppfærslu verðsins) og ólöglega, með sviknu máli. Er nú ástæða til þessarar verð- uppfærslu ? Mjólkursalarnir bera fyrir sig aukinn framleiðslu-kostnað við mjólkur-framleiðsluna og mjólkursöl- una. En það er ekki ljóst, í hverju sá aukni kostnaður sé fólginn, hvorki við framleiðsluna né við söluna. Það er nú ef til vill ónærgætni Reykvík- inga að álíta, að mjólkursalan sé full- arðsamur atvinnuvegur án þess að þörf sé á að auka arðsemina með einok- unar-samtökum. Því kurrar nú í mörgum Reykvík- ingi og menn eru að stinga saman nefjum um, hvort enginn vegur sé til að verjast þessum einokunar-ófögnuði. Þeir einokunar-jherrarnir mega nú ekki taka okkur illa upp, þeim ein- okuðu, þó að við reynum að minnast málsháttarins: „Argur er sá sem engu verst". Og vér getum varist, ef vér að eins viljum. Yér getum lika haft samtök engu síður en þeir. Strangt tekið erum vér Reykvíkingar ekki alveg tilneyddir að kaupa aðra mjólk en þá sem þarf handa ung- börnum. Og jafnvel handa ungbörnum er út-bleytt purmjólk alveg eins holl og góð eins og nýmjólk. Þurmjólkin er ekkert annað en bezta nýmjólk, sem alt vatn er dregið úr, svo að hún verður að dufti; hún er hvorki blönduð sykri eða neinu öðru óviðkomandi efni. Og hún hefir þann stóra kost fram yfir nýmjólkina mjólkursalanna, að ekki þarf að bleyta út í senn meira af henni, en barninu er ætlað að neyta í einu. Hún þarf því aldrei að standa og verða súr, enda er hún víða um lönd tekin fram yfir nýmjólk til barna- fæðu. Þeir sem eigi vilja neita sér um mjólk út i kaffi, geta vel notað „Vík- ing-mjólk“ til þess. Eins má nota hana útþynta eða þá þurmjólk upp- bleytta út á graut. Menn kunna nú að segja, að þetta verði eins dýrt eins og uppskrúfaða mjólkin mjólkursalanna. Já, víst verð- ur það eins dýrt og jafnvel dálítið dýr- ara; en ef menn vildu hafa samtök um, nokkuð alment, að hætta öllum mjólkurkaupum af einokunarmönnun- um og hætta sem flestir í einu, þá skulu menn sjá, að það líöa ekki margar vikur, þangað til einokunar- mennirnir setja niður mjólkina; þeir verða nauðbeygðir til þess. Og þó að einhverjir af inum allra fátækustu mjólkurnotendum kynnu að eiga örð- ugt með að taka þátt í þessum sam- tökum, þá eru hinir nógu margir samt, því að þeir eru miklu fleiri, sem efni hafa á að kosta nokkrum aurum um vikuna til þess, að verzla ekki við mjólkureinokarana. Og þann litla kostnað, sem þeir leggja á sig fáeinar vikur, vinna þeir fljótt upp aftur, þeg- ar einokararnir neyðast til að setja niður verðið. Hvað segja nú húsmæður bæjarins um þetta? Þær eru svo ósparar að leggja á sig ómak á stundum fyrir pilsaþytsfundi og ýmislegan bríetar- skap, sem hvorki hefir orðið þeim til arðs né frægðar. Mundi þeim ekki miklu fremur bæði arður og sæmd í því að hafa myndarskap til að koma á slíkum samtökum? Hér eiga þær heimili sín og hagsmuni að verja. Og með samtökum og hyggindum væri þeim hér sigurinn vís á örstuttri stund. Bannlaga-brot á brimsönduhum. — Eins og menn vita, hvarf vínfangatoll- urinn úr lögum, þegar aðflutningsbann- ið gekk í gildi síðastliðið nýjár. Toll- ana höfum við að vísu mist og hvað höfum vér fengið í staðinn? Fyrst fengum vér í staðinn fyrir nýárið meir en tvöfaldan aðflutning við það sem vant er, af öllum áfengistegundum, einkanlega þeim sterkustu og skaðleg- ustu. í annan stað höfum vér fengið meiri drykkjuskap hér í landið síðan nýjár, heldur en áður hefir átt sér stað í manna minnum á jafnlengdartíma. í þriðja lagi höfum vér fengið sívax- andi leyniaðfluutning á áfengum drykk- jum, svo að það er þegar fyrirsjáanlegt að með lögunum er haldið uppi öflugu og ötulu námsskeiði eða kenslu í að- flutningssvikum. Þar hjálpast að bæði útlendir og innlendir, oss liggur við að segja bæði guð og menn, yfirvöld og undirgefnir. Sá sem fyrstur varð uppvís að því að brjóta aðflutningsbannið, var guð almáttugur (eða náttúran, ef menn vilja heldur hafa það orð). Hann sendi á land eftir nýárið austur á Skafta- íellssýslusanda fyrst rauðvínsámu, sem Skaftfellingar vissu ekkert hvað átti við að gera, því þeir kunna ekki að drekka rauðvín. Þar næst sendi haun Skaít- fellingum á Sandana 12 tunnur af frönsku kúníakki. Þetta er bersýni- lega hreinasta lögbrot, því að enginn hefur leyfi til að flytja nú áfengi inn í landið. Lögin hafá þar ekki undan- skilið guð almáttugan eða forsjónina fremur en aðra, og þarna standa allir ráðalausir, stjórnarráð og óæðri yfir- völd, alt frá ráðherranum niður til hreppstjórans. Ekki má selja óþverr- ann á uppboði, ekki einu sinni selja hann fyrir tolli, því að tollurinn er úr lögum numinn. Af þessu eru nú sprotuar meðal al- þýðu allskonar kynjasögur um, að em- bættisbréfin fljúgi fram og aftur eins og örfadrífa milli hreppstjóra, sýslu- manns og ráðherra. Líklega verður niðurstaðan sú, að einhver andans maður i stjórnarráðinu fær þann inn- blástur, að við þessar glæpsamlegu tunnur sé ekki annað að gera en að hella niður úr þeim. En fyrir því er hvorki trúandi hreppstjórum né bænd- um, og verður líklega að senda sýslu- manninn þangað embættisferð á lands- sjóðs kostnað til að framkvæma þessa bleyti-fórn og líklega verður að kveðja dómkvadda menn til að þefa fyrst úr tunnunum, því að sýslum. er bind- indismaður og Goodtemplari og þekkir ekki kúníakks lykt. Já, svona verður það haft — nátt- úrlega. XIII., 25 Bara að það verði nú ekki lekið alt úr tunnu-skömmunum þegar til kemur. Þær hafa stundum viljað verða lekar kúníakkstunnurnar þar austur á sönd- um. Heiðrunardropinn á höfninni. —■ Hér á höfninni er mér sagt að liggi farmur af kúníakki í frönsku koladöll- unum, sem liggja hér fyrir akkerum ár eftir ár. Þessir dallar eru gamlir, ósjófærir skipaskrokkar, sem frakknesk- ur kolamangari hefir fengið leyfi bæjar- stjórnarinnar til að prýða og tryggja höfnina með, og geyma í kol, sem seld eru þar frá skipi gufuskipum, sem leggjast að skipshlið og taka þar kol. Yæntanlega hefir þó bæjarstjórnin að eins leyft þeim að liggja þarna í því einu skyni, að þau sé höfð fyrir kolaforðabúr, en ekki leyft að nota þau til geymslu og afhendingar á vín- fangabirgðum fyrir menn, sem ekki hafa leyfi að lögum hvorki til að flýtja vin hingað til lands né til að afhenda það hér í landhelgi. Þetta kúnjakk kvað vera handa frakkneskum fiskiskipum, sem birgja sig af því hér — þykir ódýrra að láta senda sér það frá Frakklandi, en að kaupa það hér. Auðvitað er þetta hreint og beint brot gegn aðflutningsbannslögunum. Um það þarf engum blöðum að fletta. En nú kemur ískyggilegasti þáttur sögunnar. Því að hún segir, að þetta sé framið samkvæmt stjórnarráðs- úrskurði, sem hafl leyft þetta lögbrot. Getur þetta verið satt ? Ef satt væri, þá hefir stjórnarráðið brotið aðflutningsbanns-lögin, því að þau heimila því hvergi neitt vald til að undanþiggja nokkurn mann frá lög- unum. Því spyr ég nú stjórnarráðið blátt áfram : Er þetta satt ? Eða er það ekki satt ? Vel veit ég það, að stjórnarráðinu ber engin laga-&kylda til að svara mér. En er það ekki siðferðislega skylt gagn- vart almenningi að svara spurning- unni ? Og er það ekki einmitt geðfélt stjórnarráðinu að fá tœkifœri til að svara, og að gera grein fyrir ástæðum sínum, ef það skyldi verða að svara játandi. Og vel má það vita, að sem al- þingismaður get ég á Alþingi fengið tækifæri til að knýja fram svarið. Fleiri stjórnarráðs lögbrot ? — Enn er mér meira á vörum um vinfanga- löggjöfina. Allir vita, að fram til síðasta Nýjárs voru vínföng tollskyld hér á landi. En ég hefi fyrir satt, að síðustu ráðherraf hafi með úrskurði undanþegið tvo kon- súla hér í bænum frá toltskyldu — leyft peim að flytja inn ótolluð öll þau vínföng, sem þeir þóttust ætla til eig- inna nota. Ég vil nú ekki efa, að þessir herrar hafi sjálfir notað öll þau vínföng, sem þeir fluttu inn ótolluð — og ekki selt neitt af þeim. En hvaðan kom ráðherra heimild til að gefa þessum mönnum upp Vögboðin landssjóðs-gjöld P

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.