Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 22.06.1912, Blaðsíða 2

Reykjavík - 22.06.1912, Blaðsíða 2
98 REYKJAVÍK Hattar Og Húfur, afarmikið úrval. Síuría donsson. Gaman væri að heyra heimildina fyrir þessari undanþágu. Ný þingrœðisregla. — Hingað til hefir það heyrst, að þingræðisreglan væri í því innifalin, að konungur kveddi til ráðherra (eða forsætis-ráðherra, þar sem fleiri eru ráðherrar) þann mann, er nyti trausts meiri hluta þingmanna. En af því leiðir, að það skiftir engu máli, hvern minni hlutinn vill liafa fyrir ráðherra. Líkmenn „Ingólfs" inir væntanlegu eru á öðru máli nú um þetta. „Ing- ólfur* er nú málgagn minsta flokksins á þinginu (þriggja manna, það menn fremst vita), en í síðasta tölublaði vill hann fá að ráða því, að sá verði ekhi ráðherra, sem mest traust hefir lang- flestra þingmanna. Blaðið er ekki svo langt leitt þó enn, að það kveði upp úr með það, hverjum þeir vilja skipa oss meirihluta- mönnum að veita fylgi. — Þetta kann að koma af því, ef að fornum vanda lætur, að samkomulagið sé ekki sem bezt í þriggja manna flokknum um það, hver ráðherra skuli verða úr þeirra flokki. — Það er ekkert laun- ungarmál, að sá „fyrverandi tilvonandi", herra Skúli, vill ekki af neinum vita í ráðherrasæti ,öðrum en sjálfum sér. Og Vog-Bjarni telur sig standa öllum fremur til að verða ráðherra-efni. Bene- dikt kvað ekki bera neinn ráðherra í maganum, en vill helzt ekki gera upp milli samflokksmanna sinna á þingi, hinna tveggja, og mun helzt hallast að því að taka vel metinn, og virðu- legan og elskulegan llokksbróður utan- þings í ráðherrastöðuna. Hann kvab helzt vilja hafa Sám kyndara fyrir ráðherra, og Samsi kvað fáanlegur til að verða yfirvörður rétt- vísinnar á þessu landi. Þá er öllu vel borgið — þremenn- ingunum að minsta kosti. Þar fá þeir ioksins pólitískan foringja við sitt hæfi. J. Ól. í slcofatHaðairerzliui Jóns Stefánssonar Laugaveg 14 gerast þau beztu kaup, sem hægt er að fá í bænum. T. d.: Kvenstígvjel á 5 kr. Karlm.stígvjel á 6 kr. 50 a. €rlenð símskeyti. Khöfn 18. júni 1912. Síðastliðinn sunnudag varð stórt járnbrautarslys hjá Linköbing í Sví- þjóð. 20 fórust; þar á meðal eizta dóttir Aug. Strindbergs". Khöjn 22. júni 1912. „Kjörfulltrúa fundur Samveldisflokks- ins (Republikana) byrjaður 1 Chicago. , * Ohemjulæti. Taft virðist yfirsterkari". Tilbúinn Fatnaður ódýrastur í bænum. Sturla Oónsscn. Bókmenntafjelagið. Aðalfundnr. Hann var haldinn í Bárubúð kl. 5 síðd. 17. þ. m. Fundarstjóri var kos- inn prófessor Lárus H. Bjarnason. í byrjun fundarins flutti forseti, B. M. Ólsen prófessor, ræðu, og talaði á þessa leið : „Árið, sem liðið hefir frá síðasta aðalfundi, hefir verið viðburðaríkt fyrir Bókmenntafjelagið. Skal jeg fyrst leyfa mjer að minnast þess, sem er nýjast og sárast, andláts verndara fjelagsins, vors ástsæla konungs, Friðriks hins áttunda. Engan konung höfum vjer átt, sem hefir unnað þjóð vorri heitar en hann, eða haft einiægari vilja til að efla heill hennar og framfarir í öllum greinum, andlegum og verkleg- um. Hjer skal jeg að eins minnast stuttlega á afskifti hans af Bmf. Jafnskjótt sem hann varð konungur, gerðist hann verndari þess. Á hverju ári gaf hann fjelaginu höfðinglega gjöf og ljeði auk þess Hafnardeild fjelagsins ókeypis húsnæði fyrir bókaleifar og til skrifstofu á Amalíuborg. Þegar báðar deildir fjelagsins voru sameinaðar í eitt óskift fjelag með heimili í Reykja- vík, skýrði forseti auðvitað verndara fjelagsins frá breytingu þeirri, sem orðið hafði og óskaði, að hann hjeldi sömu góðvild við fjelagið sem áður. í svari, sem konungur ljet skrifa fje- laginu hálfum öðrum mánuði áður en hann dó (28. marz), segist hann „fús- lega takast á hendur vernd fjelagsins í þess nýju mynd, og óskar því allra heilla í viðleitni þess til eflingar vís- indum og menntun á íslandi". Þessi hlýju orð konungs vors, sem heim- flutningur fjelagsins gaf tilefni til, eru oss því dýrmætari, sem heimflutningn- um var annars tekið með talsverðri þröngsýni af bræðrum vorum í Dan- mötku. Bókmenntafjelagið heflr því sjerstaka ástæðu til að minnast þessa góða konungs með söknuði, þakkláts- semi og lotningu. Blessuð sje minn- ing hans. Af látnum fjelagsmönnum skal jeg fyrst minnast brjefafjelaga vors, frk. Margrjetar Lehmann-Filhés, í Berlin. Þessi nafnkunna lærdómskona og ís- landsvinur, sem dó 17. ágúst í fyrra, hafði ánafnað Hafnardeild fjelagsins 5000 kr. í erfðaskrá sinni og falið próf. Þorv. Thoroddsen að kveða nánar á um, til hvers fjenu skuli varið. Hefir hann afhent fjelaginu sjóðinn, sem ber nafn eítir hinni látnu, og samþykkt skipulagsskrá, sem hefir verið send Stjórnarráði ísiands og hefir nú öðlast konunglega staðfesting. Af vöxtum sjóðsins skal árlega leggja 1!t. við höfuðstól, en verja afganginum til útg. rita, sem snerta íslenzka þjóðfræði (folk lore). Sjóður þessi mun um aldur og æfi halda uppi minningunni um hina göfgu isæmdarkonu og góðvild hennar við ísland og Bókmenntafjelagið. kápur, -buxur, ■*-stakkar, -svunt- ur, -ermar, í miklu úrvali. Síurla cJónsson. Af öðrum, sem vjer eigum á bak að sjá, skal jeg nefna gamla fjelags- menn og tryggðatröll við fjelagið, þá Sigfús Eymundsson bóksala og Árna Gíslason leturgraíara; hafði Sigfús eftir því, sem jeg kemst næst, verið fjelags- maður í full 50 ár, en Árni einu ári fátt í 50 ár. Þá ber og að minnast Þorleifs prests Jónssonar á Skinna- stöðum, gamals fjelagsbróður, Alberts Þórðarsonar bankabókara, Sigurðar kennara Jónssonar frá Álfhólum, Guð- jóns kennara Baldvinssonar á ísaafirði og Ingimundar ráðanauts Guðmunds- sonar. Vil jeg biðja menn að minnast þessara fjelaga með því að standa upp. Lapg-merkasti viðburður ársins er sameining fjelagsdeildanna í eitt óskift fjelag með heimili hjer í höfuðstað landsins. Þjer munið allir, að hin nýju lög fjelagsins, sem fólu í sjer meðal annars sameining deildanna, voru samþykkt hjer á síðasta aðalfundi, 8. júlí f. á., með 100 atkv. gegn 2. Síðan voru þau samþykkt á aðaifundi Hafnardeildarinnar 31. okt. um haustið með 14 samhlj. atkv. Svo er þá þessi mikla breyting á komin með góðu og bróðurlegu samþykki beggja deilda, og mundi fáa hafa grunað það fyrir tveim árum, eins og horfurnar voru þá, því að þá lá við borð, að lagabreyting um heimflutning Hafnardeildarinnar mundi ekki fást uppborin þar í deildinni öðruvisi en með málssókn. En bæði var það hið mesta neyðarúrræði í sjálfu sjer, og svo var óvist, hvernig málið mundi fara fyrir dönskum dóm- stólum". Skýrði hann svo nánar frá, hvernig til hefði gengið um heimflutninginn, og þakkaði forsprökkum í Hafnardeild- inni, sjer i lagi B. Th. Melsted, Sigf. Blöndal, Finni Jónssyni og Jóni Svein- björnsson kand. jur., er hafði sjeð um afhendinguna og heimsendinguna, en við móttökuna hjer hafði fjelagsstjórnin notið aðstoðar Sig. Jónssonar bókbind- ara og Þorvaldar Guðmundssonar af- greiðslum. Er nú öllu fyrirkomið á dómkirkjuloftinu og hefir orðið að gera þar miklar breytingar á skápum og hillum. Allan kostnað við heimflutn- inginn kvað forseti hafa, numið rúm- um 1500 kr. Lauk hann svo máli sínu með þessum orðum: „Vjer viljum víst allir gera höfuð- stað iandsins að þungamiðju hins and- lega lífs þjóðar vorrar og safna hingað öllum hinum beztu kröftum. Því markmiði höfum vjer náð með heim- flutningnum, að því er Bmf. snertir. Að vísu munu árstekjur fjelagsins minka nokkuð við heimflutninginn. Vjer missum t. d. ársstyrk þann, 1000 kr., sem Hd. hafði úr ríkissjóði. En nokkuðjvinnst þetta upp með aukinni fjelagatöju. Mjer telst svo til, að fje- lögum hafi á þessu ári fjölgað um nær 100, og sjeu nú tæplega 1000. Svo há heflr fjelagatalan aldrei verið. Og svo eru líkur til, að með samein- ingu deildanna muni fylgja meiri ein- Og Hálslín, bæiarins stærsta 02 besta ÚRVAL. Sturla donsson. ing í umboðsstjórn fjelagsins, hag- kvæmari og áhrifameiri innheimta á tekjum, og yfir höfuð að tala öflugri framkvæmdir, svo framarlega sem tek- izt hefir nokkurn veginn að veija menn í stjórnina, því að undir góðri stjórn er allt komið. Jeg get ekki skilizt við heimflutn- ingsmálið án þess að minnast á hið ágæta starf, sem Hafnardeildin heflr unnið í þarfir félagsins frá því fyrsta fram til þessa dags. Framan af mátti heita, að hún bæri allar framkvæmdir fjelagsins á herðum sjer, og gætti þá Reykjavíkurdeildarinnar lítið. A hin- um síðasta mannsaldri, síðan deildinni hjer fór að vaxa flskur um hrygg, hefir verið meira jafnvægi milli deild- anna. En einnig á þeim árum hefir Hd. unnið mikið og gott starf, og mega allir fjelagsmenn minnast þess með innilegu þakklæti. Á umliðnu ári fjekk fjelag vort tvc\„ virðuleg heimboð, annað til að vera við 100 ára afmælishátið Hásk. í Kristjaníu, hitt til að vera við 1000 ára minningarhátíð Normandíu. Fyrri hátíðina sótti jeg sem fulltrúi fjelags- ins samkv. kosningu ársfundar og lærði háskólanum ávarp, skrautritað í fornum stíl á pergament. En dr. Guð- mundur Finnbogason tók fúslega að sjer að vera fyrir fjelagsins hönd við Normandíuhátíðina, fjelaginu aðkostn- aðarlausu, ogleysti það starf prýðilega af hendi, og kann jeg honum beztu þakkir fyrir í fjelagsins nafni“. Sakir hins mikla kostnaðar, sem fje- lagið hefði haft síðastl. ár, mundi fjel. ekki gefa út annað enn vanalegar árs- bækur á þessu ári (Skírni, hefti af Sýslum.æfum, Fornbrjefasafni og Safni til sögu íslands). Að endingu las forseti upp úrsiit- stjórnarkosninganna. Höfðu atkvæði verið talin saman 15. þ. m., eins og auglýst hafði verið. En þessir voru kosnir: Forseti: prófessor Björn M. Ólsen (305 atkv.), varaforseti: rektor Stgr. Thorsteinsson (240), og í fulltrúaráð: bóksali Sig. Krisjánsson (263), dr. Björn Bjarnason (221), docent Jón Jóns- son (209), dr. Guðm. Finnbogason (155), bæjarfógeti Jón Magnússon (132) og fornmenjavörður Matth. Þórðarson (115). Á fundi hjá forseta 15. þ. m. hafði störfum verið skift þannig, að Sig. Kristjánsson var kosinn gjaldkeri, Jón Jónsson skrifari, Jón Magnússon kjör- stjóri og Matth. Þórðarson bókavörður. Þá las forseti upp ársreikning og efna- hagsreikning, endurskoðaðan. Nokkr- ar umræður urðu um útgáfu Skírnis, er sumir fundu ýmislegt, að, en aðrir mæltu bót. Athugasemdir voru og gerðar um útgáfu fornbrjefasafnsins, að pappír væri ekki sem skyldi og upp- lag of lítið; og um fleiri af útgáfurit- um fjelagsins, Hafnard., var hið sama fram tekið, að upplag væri lítið, en forseti kvað ráðstafanir gerðar til lag- færingar. Reikningarnir voru sam-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.