Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 22.06.1912, Blaðsíða 3

Reykjavík - 22.06.1912, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK 99 Glaðlyndi og ánægja eru samfára notkun Sunlíght sápunnar. Eins og sóls- kinið lýsir upp og fjörgar nátturuna,'eins gjörir Sunlight sápan bjart yfir erfiði dagsins. SUNLIGHT SÁPA 2240 BÆKUR ==---------------- innlendar og útlendar. — Pappir og Ritföng. — Watermans-sjálfbiekunga. Þetta kaupa allir í BóKaverzluti Sigfnsar Eymnndsgonar Lækjargötu S. ^ þyktir. Endurskoðunarmenn voru end- urkosnir: Kl. Jónsson landritari og Hannes Þorsteinsson skjalavörður. (»Lögr.“) TSTöfn og nýjungar. Grcenlandsfararnir J. P. Kock höf- uðsmaður, dr. AYegener veðurfræðingur og Lundager grasafræðingur, komu til Akur- eyrar með „Floru“ í síðustu ferð hennar, og lögðu þeir af stað 13. þ. m. suður á Vatna- jökul, ásamt Vigfúsi Sigurðssyni Alftanes- pósti, er var þá fyrir nokkru kominn til Akureyrar til móts við þá. Gerðu þeir ráð fyrir að koma aftur úr þeim leiðangri eftir mánaðarmótin næstu, því að um það leyti er von á Grænlandskaupfarinn „Godtbaab“, er flytur þá til austurstrandar Grænlands. Þar ætla þeir að hafa vetursetu, svo sem áður er frá skýrt hjer í blaðinu, og halda svo næsta sumar vestur yfir jöklana. Háskólinn. Kennarar skólans hafa kosið prófessor Guðmund Magnússon rektor næsta skólaár. Pról. B. M. Olsen mæltist undan endurkosningu. Ólympsku leikarnlr verða í þetta skifti háðir í Stokkhólmi, eins og áður hefir verið á minnzt, og hefjast þeir 29. þ. m. Koma þar saman úrvalds íþróttamenn frá flestum eða öllum þjóðum heimsins, og reyna sig í alls konar líkamsíþróttum. Þar verða átta íslenzkir| íþróttamenn: Axel Kristjánsson frá Sauðárkróki, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Halldér Hansen, Hall- grímur Benediktsson og Jón Halldórsson bankaritari, allir úr Reykjavík, Kári Arn- gi’ímsson úr Eyjafirði, Magnús Tómasson og Sigurjón Pjetursson, báðir úr Reykjavík. — Sigurjón Pjetursson hefir dvalið í Kaup- mannahöfn um hríð og reynt sig þar við aflraunamenn og glímukappa úr ýmsum átt- um. Jón Halldórsson sigldi og fyrir nokkru til Khafnar. Hinir íóru allir með ,,Botníu“ 13. þ. m. Dönsku leikararnir, Boesen og flokk- ur hans, fóru með Sterling í gser áleiðis til Færeyja. Hjer hafa þeir leikið 5 sinnum frá því er síðasta blað kom út. Á laugar- dag og sunnudag ljeku þeir „Jeppe paa Bjærget“ eftir Holberg, og höfðu margir búizt við meiru af þeim leik. Aðalhlut- verkin sum voru vel leikin yfirleitt, svo sem Jeppi (Carl J. Lundqvist), Jakob skósmiður (Jörgen Jensen) og baróninn (Fr. Boesen), þó engu betur en menn hafa hjer áður átt að venjast. Nilla (Helga Huld) og flestar aukapersónur leiksins voru alls ekki vel leiknar. Ur sumum atriðum leiksins, svo i sem borðhaldinu, lækna-atriðinu, yfirheyrsl- unni o. fl., varð leikurum þessum miklu miuna, heldur en við var búizt og menn hafa átt að venjast. Og yfirleitt, var einhver lausungar- og kæruleysis-blær yfir öllum leiknum, er gerði hann áhrifaminni og ó- eðlilegri, en vera átti — Á þriðjudaginn og miðvikudaginn Ijeku leikarar þessir hið fræga leikrit Ibsens, „En Folkefiende“ (Þjóð- níðinginn). Leikurinn tókst yfirleitt mjög vel. Boesen ljek Stockmann lækni, og gerði það mjög vel, stældi auðsæilega Björnstjerne Björnsson, bæði að gervi og látbragði, en var ef til vill helzti vasmikill sem Stock mann læknir. Geta verið mjög skiítar skoðanir á því, hvor hafi rjettari skilning á því hlutverki, Boesen eða Jens B. Waage, er ljek það hjer fyrir nokkrum árum, snild- arvel að flesra dómi, en nokkuð á annan veg en Boesen. Frú Stockmann (n.nna Boesen) var ágætlega leikin, og mörg af smærri hlutverkum, svo sem Hovstad rit- stjóri (C. J. Lundqvist) og Billing blaða- maður (Henrik Brynje), voru ólikt betur leikin nú en áður. Pjetur Stockmann bæj- arfógeti (Jörgen Jensen) var vel leikinn, en Morten Kiel, sútari (Marten Söderberg), var miklu ver leikinn, heldur en áður hjá Friðf. Guðjónssyni. Árni Eiríksson ljek á íslenzku gamla hlutverkið sitt, Aslaksen prentara, og ljek það vel eins og áður. Margir voru hræddir um, að óviðkunnanlegt yrði að heyra suma leikarana tala dönsku og suma íslenzku í sama leiknum. En samleikurinn var svo góður og svörin fjellu svo eðlilega á báðar hliðar, að fæstir munu hafa tekið eftir því, hve tungumálin eru ólik. í öðr- um löndum er það og algengt, að aðkomu- leikarar frá öðrum löudum eru fegnir til þess að leika eitthvert fremdarhlutverk sitt eitt og eitt kvöld, og gera þeir það þá ætíð á sínu eigin máli.-----Síðasta leikkvöld dönsku leikaranna var á fimmtudagskvöldið. Þá sýndu þeir aftur „Förste Violin“, er þeir Ijeku fyrstu kvöld sín hjer, og er þess leiks áður getið. Oftast voru leikarnir freaaur illa sóttir, enda var aðgangur dýr. Kirikmyndahúsin. „Bíó“, kvikmynda- húsið i Aðalstræti 8, hefir nm mörg ár verið eina kvikmydahús bæjarins, þvi að þótt önnur kvikmyndahús hafi risið hjer upp, þá hafa þau ekki staðizt samkeppnina, og orðið að hætta rjett strax aftur. Það hefir því verið almennt álit manna, að hjer í bæ gæti ekki þrifizt nema eitt kvikmyndahús; hærinn væri ekki nógu stór fyrir tvö. Samt sem áður mynduðu nokkrir menn fjelag með sjer í vetur, til þess að koma á fót nýju kvikmynahúsi, og tóku þeir Hotel ísland á leigu í því skyni, og liafa siðan verið að hreyta nokkrum hluta þess í kvikmyndasal af beztu gerð. Er því verki nú um það bil lokið. En gamla „Bíó“, sem hingað til hefir taðizt alla samkeppni, vildi ógjarnan láta aðra verða sjer hlutskarpari, og gerði þess vegna hlje á sýningum um tíma og tók að breyta öllum sýningasalnum gamla. Er því verki nú lokið, og salurinn orðinn hinn prýðilegasti, og gagnólíkur því sem áður var. Bekkirnir fara hækkandi eftir því sem fjær dregur myndatjaldinu, og betri sæti öll aðgreind sambrotssæti, eins og tiðkast í leikhúsum erlendis. Anddyri hússins er stórt og rúmgott, og þar eru legubekkir, sem menn geta hvílt sig á, ef þeir þurfa að bíða eftir sýningu. Breiður gangur er úr and- dyrinu með endilöngum salnum, og úr hon- um dyr inn að betri sætunum. Að al- mennu sætunum eru dyr úr anddyrinu, í fyrrakvöld bauð forstöðumaður „Bíós“ fjölda gesta að vera við vígslu salsins, og var þá sýnd ný mynd, „Leikarablóð, eða ástir dansmeyjarinnar“, afarmikil mynd, á- hrifamikil og falleg. Sýningar fyrir almenn- ing hófust svo í gærkvöld með þessari sömu mynd, og verður hún sýnd enn i þrjú kvöld. Aflaleysi hefir verið við ísafjarðardjúp í allt vor, enda beituleysi mikið, með því að ekki hefir enn þá orðið vart við síld þar. i Hjá þeim, sem róið hafa með kúfisk til beitu, hefir aflinn ekki einu sinni borgað beituna. Vetrarvertiðin var og mjög rýr þar við Djúp. Eru því ástæður margra allt annað en góðar vestur þar, eins og við er að búast, þar sem sjávarútvegurinn er hjá flestum aðalatvinnan. Reitingsafli helzt enn á opnabátahjer við Faxaflóa, hjá þeim fáu, sem róðra stunda. Þilskipin. Sagt er, að þeim muni hafa í gengið illa i vor yfirleitt. Tagnetaskipin afla mjög vel enn þá. T. d. er eitt þeirra, leiguskip Hjalta Jóns- sonar og þeirra fjelaga, nýkomið inn með 85 þúsund eftir þriggja vikna útivist og hefir þó ekki verið allan þann tíma að veiðum. Slysfarir. Jóhannes Nordal íshússtjóri datt af hestbaki síðastl. sunnudagskvöld, og meiddi sig mikið á höfði. Hann er þó nú úr allri hættu. Unglingsstúlka frá Lindargötu 9, brenndi sig allmikið á fæti i þvottalaugunum síð- astl. sunnudag. Hún er og sögð úr allri hættu. Embsettispróf wið háskólann. Hinn 19. þ. m. luku þessir embættisprófi í g n ð- f r æ ð i: Tryggvi Þórhallsson með I. einkunn (95 stig). Ásm. Guðmundsson með I. eink. (93 stig). Vigfús Ingv. Sigurðsson með II. eink.(72stíg). Sama dag luku embættisprófii lögfræði: VÍDlríftin 2: ýrnsum málum. Kannveig V Jwlt lllltl Porvíirds(lóttir,F’ingh.t8r. 28. Böðvar Jónsson með I. einkunn (75 stig). Björn Pálsson með II. einkunn (61 stig). Heimspekispróf við háskólann tóku 11 stúdentar 5. þ. m. Ágætiseinkunn fengu: Kristín Ólafs- dóttir, Pjetur Magússon og Vilmundur JónBson. Fyrstu einkunn: Einar E. Hjörleifs- son, Jón Ólafsson, Páll Pálmason, Steindór Guðlaugsson og Þórhallur Jóhannesson. Aðra einkunn: Arni Jónsson og Ja- kob Kristinsson. Þriðju einkunn: Axel Böðvarsson. Fyrri hluta prófs við læknadeild háskólans tóku í gær: Bjarni Snæbjörns- son, Guðm. Ásmundsson, Halldór Kristiáns- son, Jón Kristjánsson og Jónas Jónasson. Ráðherra er sagt að sje væntanlegur með „Ceres“ 26. þ. m. Landritari Klemenz Jónsson hefir verið á eftirlitsferð norður í landi, en kom heim aftur 15. þ. m. Landlseknir leggur af stað í eftirlitsferð um Norðurland 30. þ. m. Gerir ráð fyrir að koma aftur með ágústbyrjun. Fimleika margskonar ætlar norskur fimleikamaður, Odin Schafer, að sýna i Bárubúð í kvöld. Iþróttasýningu heldur ungmeyjafjelag- ið Iðunn á íþróttavellinum á morgun. Hefst með lúðrablástri á Ansturvelli kl. 3‘/». Porlákshöfn. Er nokkuð til í því sem talað er, að Þorlákshafnar-salan sé öll upp í loft nú — Franskurinn ekki getað borgað ? Spyr sá sem ekki veit. 31 Þegar við komum að gistihöllinni, fór Fremantle höfuðs- maður þegar með mig upp í ganginn á öðru lofti, eins og jeg hafði mælzt til. Þar hafði sem sje glæpurinn verið fram- inn. Þegar við fórum gegn um anddyrið — sem var fullt af dyravörðum, þjónum og gestum, eins og vant var — sá jeg að margir litu til okkar óvildaraugum, er sannfærðu mig um það, að umtal mikið hefði þegar oi’ðið um höfuðs- manninn. Jeg held að hann hafi lika tekið eftir þessu sjálfur, þvi að hann japlaði svo ákaft á rauða yfirskegginu sinu, meðan við vorum að fara upp stigann. En hann hafði vit á að halda sjer i skeljum, og stóðumst við vonum betur þessa eldraun, sem hlvtur að hafa verið býsna óþægileg manni með hans skaplyndi. Það var í hliðargangi út úr aðal-ganginum; sem hötuðs- maðurinn hafði rekið sig á líkið. í þeim hliðargangi var og svefnherbergi höfuðsmannsins. Við urðum að ganga langan veg eftir aðal-ganginum, áður en við komum að stað þeim, þar sem morðið hafði verið framið. Áður en við vorum komnir svo langt, kom Hindúi einn út úr herbergi fyrir innan okkur, og hvarf inn í annað herbergi lengra burtu. Hann var með afarstóran rauðan vefjarhatt á höfði, og niður undan hvítu skikkjunni hans sást i bera fætur og buxur með Norðurálfu-sniði. »Þetta var einn af þessum bölvuðu Svertingjum, sem jeg var að segja yður frá«, mælti Fremantle höíuðsmaður glaðlega, eins og ekkert væri um að vera — »sjálfsagt einn af fylgdarliði Raja-þrjótsins. Öll herbergin, beggja megin við ganginn, eru full af hans fólki«. »Hvaða fursti er það frá IndlandL sem heldur hjerna til?« spurði jeg eingöngu af forvitni. »Titill hans er Hans tign Gungaram, drottnari og herra

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.