Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 13.07.1912, Blaðsíða 1

Reykjavík - 13.07.1912, Blaðsíða 1
1R fc \ a\> t k. Lau^ardag 13. .Jiilí 1913 XIII., 38 Ritstj.: Björn Fálsson cand. jur. Talsími 34. Miðstræti 10. Heima daglega kl. 4—5. I. Einkasala á kolum. Þetta frumvarp nefndarinnar hefir stjórnin eigi tekið upp, og jafn ein- dregin sem mótspyrnan hefir verið móti þessu frumvarpi á flestum þing- málafundum, verður að telja sjálfsagt, að þingmenn sýni vilja, kjósenda sinna þá virðingu, að fara ekki að berja það fram á þessu þingi þvert ofan í vilja kjósenda. Hins vegar er ekki því að neita, að svo miklir agnhnúar sem að mínu áliti eru bæði á einkasölu kola í sjálfu sér, og sér í lagi á því að leigja einka- söluna, og á frumvarpi nefndarinnar yfir höfuð að tala, þá hafa andmælin gegn frumvarpinu hingað til flest öll stuðst meira við tilfinningar og hleypi- dóma, en skynsamleg rök. Þetta er mein í mínum augum og annara, sem af sannfæringu á rökum bygðri eru andvígir frumvarpinu. Því að hætt er við að svo fari jafnan um þau mál, sem andæpt er af kappi og æsingu fremur en með skynsamlegum rökum, eða þar sem tilfmningunum er beitt jafnmikið eins og röksemdum, að þar korni afturkast, þegar tilfinningaæsingin sjatnar, svo að jafnvel getur verið hætt við, að mál, sem aldrei mundi hafa framgangi náð, ef að eins hefði verið beitt gegn því skynSamlegum rökum frá upphafi, geti fengið framgang. Þessi bardagaaðferð gegn kolaeinka- sölunni hefir gert nefndinni tiltölulega létt verk í ritlingi um „Kolamálið", sem út er kominn að hennar tilhlutun. í þessu riti er gerðir nefndarinnar varðar og einkasölufrumvarp hennar. Og það skal fúslega játað, að rit þetta er miklu betur skrifa^reldur en flestar blaðagreinar móti frumvarpinu. Hér skal lítið farið út í fyrstu 16 síður ritlingsins, um sparnaðar-hjalið, sem alt af heyrist, þegar verið er að smjaðra fyrir kjósendum, enda heyrist oft í kjósendum sjálfum, þegar þéir láta tilfinningarnar ráða og hugsa ekki út í, til hvers það leiddi, ef tekjur landssjóðs — ég vil ekki segja þverr- uðu, heldur að eins stæðu í stað og ykjust- ekki. Á hverju einasta þingi koma nýjar og nýjar fjárbænir úr hverju einasta kjördæmi og kröfur um framlag til nýrra framfarafyrirtækja í landinu. Þessa krefjast kjósendurnir og þetta bera þingmennirnir fram og róa öllum árum að fjárveitingunni. Allir viija fá fé úr landssjóði en eng- inn vill greiða neitt í haun. Þá byrjar á 16. síðu annar kaflinn: „Hvernig á að fá féð?“ í þessum kafia virðist mér kenna ýmsra grasa. Er eg þar samdóma nefndinni um sum atriði, en um önnur ekki. Ekkert getur ranglátara verið en viðleitni sú, sem gerð hefir verið af fáeinum mönnum til þess að hallmæla nefndarmönnum og jafnvel ata þá sauri fyrir það, að þeir hafa komið fram með frumvarpið, rétt eins og þeir hefðu unnið með því eitthvert ódæði. Það er Alþingi sjálft, sem ályktaði skipun nefndarinnar og gaf henni það skyldu- verkefni: að rannsaka, lwort tiltæki- legt sé að auka tekjur landssjóðs með einkarétti á aðfluttum vörum, svo sem tóbaki, steinolíu, kolum o. fl. Nefndin var því skyld til, ef hún fann að þetta væri gerlegt, að sýna fram á, með hverju móti þetta mætti gera og koma þá með frumvarp í þá átt. Og að þetta sé gerlegt eða fram- kvæmanlegt, að afla landssjóði tekna á þennan hátt, því dettur þó víst eng- um í hug að neita. Ef nefndin komst að þeirri niður- stöðu, að þetta væri ekki að eins ger- legt, heldur og heppilegt, þá var það og sjálfsögð skylda nefndarinnar, að reyna að rökstyðja skoðun sína eins og hún' hefir leitast við að gera. Hitt er alt annað mál, hvort nefnd- inni hafi eigi töluvert missýnst í ýmsu; en það er ekki nema mannlegt að mönnum missýpist og einskis ámælis vert í-sjálfu sér. Sízt er það að kynja, þótt nefndarmönnum gæti missýnst í þessu máli, þar sem þeir voru allir nema einn gersamlega ókunnugir verzl- unarmálum og öllum þeim praktísku skilyrðum, sem hér var þörf að taka tillit til. Jafnvel sá eini nefndarmaður, sem fengist hefir við verzlun, hefir ef til vill ekki haft neina sérstaka þekk- ingu á ‘kolum og kolaverzlun. Því síðúr er þess að vænta, sem ýmislegt bendir á, að sumir þeir kaupmenn hér, sem allmikið hafa við kolaverzlun feng- ist, séu ekki ýkja sérfróðir í því máli. Alveg samdóma er ég líka nefndar- mönnum um það, að alveg ástæðu- laust sé að vekja upp sem grýlu ein- okunarnafníð með endurminningu um gömlu einokunina hér á landi. Með þá einokun og þessa nú (ef menn vilja endilega gefa einkasölunni einokunar- nafn), er svo gersamlega ólíkt ástatt, eða nærri því andstætt hagað, að þar er í raun réttri engu saman að jafna.1) Gamla eiríokunin var bygð á verzlunar- ófrelsis-skoðunum. Ég legg hér þá merking í „verzlunarófrelsi“, aðsúvar hugsun útlends valds, sem yfir oss réð, að landsmenn ættu engan rétt yfir verzlunarmáli sínu; þann rétt ætti ið útlenda vald og ætti að nota sér hann sér til hagnaðar á vorn kostnað, þannig, að selja einhverjum á leigu réttinn til að verzla við oss, og skyldi gjald fyrir það renna í sjóð ins útlenda valds, en vér engin ráð hafa yfir því og engan rétt til þess. Hér aftur á móti er tilgangurinn sá, að þing og stjórn sem umboðsmenn landsmanna kaupi eða kaupa láti eina vörutegund fyrir landsmenn alla, og útvegi þeim hana þannig fyrir ákveðið verð, sem ‘) Að ö ð r u leyti er annars e i n o k u n réttara lieiti en einkasala á íyrirkomu- lagi nefndarinnar, þar sem það bannar öll- um einstaklingum eigi að eins að flytja hingað kol til verzlunar, heldur og til eiginna þarfa. til jafnaðar fari ekki fram úr því, sem landsmenn yrðu fyrir vöruna að gefa, þótt hver keypti fyrir sig á frjálsum markaði; en sameiginlegur sjóður lands- manna allra, landssjóðurinn, fengi þó drjúgan tekjuauka af. — Hvort fyrir- komulag nefndarinnar nái þessum til- gangi, er annað mál. Það er mál al- veg fyrir sig. En hitt ætti ekki að verða um deilt, að einokunin nýja á kolum og einokunin gamla eru svo gersam- lega ólíkar og óskyldar, að það er ekki nema orðaleikur til sjónhverfinga að vera að líkja þeim saman. Einokun, eins og sú sem nefndin fer fram á, er nánast eins konar ríkis- -sósíalismus. Það er beint í ætt við kenningar Iögjafnaðarmanna. En þegar nefndin eða verjandi henn- ar, hver sem hann nú er, sem ritað hefir „Kolamálið“, fer að færa okkur heim sanninn um ágæti frumvarpsins, þé virðist mér farið nokkuð freklega í að slá ryki í augu manna. Ég skal taka til dæmis, að á 27.-28. bls. í kolaritlingnum er tafla, sem á að sýna mönnum, að kolaverð nefndarinnar ið fyrirhugaða, verði lægra en það kola- verð, sem verið hefir hér á einstökum höfnum undanfarin ár. Ýmsir stór- gallar eru á þessari skýrslu, og sá fyrstur, að „fyrirhugaða. verðið sam- kvæmt samningi“ er hér miðað við verð á algengum ofnkolum, eins og það var í Skotlandi í miðjum Júlí 1911. En þá var kolaverð fádæma-lágt þar, lægra en verið hafði um mörg undan- farin ár. En fyrri dálkurinn, meðal- verð kola hér árin 1901—1908, er miðað við þauár,þegar kolaverðiðí Skot- landi var mikið hærra og flutnings- gjald skipa á kolum talsvert hærra, að minsta kosti flest árin, og svo munu þar einnig í fólgnar aðrar dýrari kola- tegundir jafnframt. Hefði nefndin viljað gefa mönnum sannan saman- þurð, þá átti hún að reikna samnings- verðið fyrirhugaða ekki eftir því, hvernig það yrði eftir kolaverðinu i Skotlandi 19-11, heldur eftir því, hvernig það hefði orðið eftir kolaverðinu og flutn- ingsgjöldunum á árunum 1901—1908. En þá hefði samanburður hennar litið alt öðruvís út. Þá er það og villandi, að líta svo mjög á kolaverðið eins og það hefir orðið á einstökum úthöfnum, þar sem lítið sem ekkert er með kol verzlað. Hitt á að ráða mestu, að bera saman kolaverðið -á þeim stöðum, þar sem kolasala er mest. í Dalasýslu eru t. d. aðflutt (árið 1908) ein 34 tonn af kolum, en í Reykjavík sama ár 22,583 tonn; og sér hver maður, hve óendanlega litla þýðingu fyrir landið kolaverðið í Dalasýslu hefir í saman- burði við kolaverðið í Reykjavik. Þá er það stór kórvilla hjá nefnd- inni, að sýna að eins fyrirhugaða verðið á o/nkolum, þar sem þó öll ofnkolaverzlun landsins er ekki nema minstur hluti af kolaverzluninni. Lang- mest er selt hér af kolum handa gufu- skipum. En um þau hefir nefndin engan samning gert, og segir oss ekk- ert um, hvert verðið muni verða á þeim. En þetta var þó einmitt það sem landið varðar lang-mestu. Það er eins og sjóndeildarhringur nefndar- XXXI., 38 innar hafi ekki náð út yfir stofuna, þar sem hún sat í ofnhitanum í vetur. Má þó undarlegt virðast, að minn kæra vin Ágúst Flygenring skyldi ekki ráma neitt í, að til væru botnvörpuskip í þessu landi, og að þeim fjölgar hraðfara. Það eru ýmsir veikir eða jafnvel alveg berskjaldaðir blettfr í vörn þeirra nefndarmanna. Einn allra berskjaldaðasti blettur- inn er það, að engin minsta trygging er gefin fyrir gæðum kolanna. Höf- undi kolaritlingsins hefði verið betra að minnast alls ekki á þetta atriði, látast gleyma því, heldur en að koma með aðra eins vesaldarvörn eins og þá sem er á 50. bls. í ritlingnum. Öll hans vörn er þetta: „Hverja trygg- ing hafa menn nii? Nákvæmlega sömu trygginguna. Þegar kaupmenn semja um kolakaup til nokkuð langs tíma, þá semja þeir um tiltekna kolategund og heimta námuvottorð". Sé þetta ekki að svara út i hött, þá veit ég ekki hvað það er. Eðlilega krafan er sú, að síðustu kaupendur (þ. e. notendur) kolanna hafi einhverja tryggingu; en höf. svarar oss með því að skýra frá, hverja tryggingu kola- kaupmennmiir heimti af sínum sala. Þegar kolakaupmaðurinn er sjálfur námueigandi, verður líklega námu- vottorðiO auðfengið. Það er ósatt, að notendur, í viðskift- um við einkaleyfishafa, hafi sömu trygg- ingu sem nú. Sú trygging, sem kola- notendur nú hafa, liggur alls ekki í neinu námuvottorði, heldur liggur hún blátt áfram í inni frjálsu samkeppni. Fái ég hjá einhverjum kolakaupmanni ekki þau kol, sem mér líkar, þá fer ég blátt áfram til annars, sem selur mér betri kol. Hafi einn kolakaup- maður munum verri kol en annar fyrir sama verð, þá gánga honum sín kol ekki út. í því liggur aðhaldið nú. En þegar ekki er nema í eitt’ hús að venda á öllu landinu, þá hverfur þetta aðhald gersamlega. Hér kemur meðal annars fram sá stóri munur, sem á því er, hvort ríkið tekur sjálft að sér einkasölu á ein- hverjum varningi, eða það selur ein- stökum manni eða félagi einokunar-rétt. Verst af öllu er þó það, að alls ekk- ert er áskilið um það, að jafnan sé nœgar kólahyrgðir til, og sama sem engin trygging sett fyrir að samning- urinn verði haldinn. Hérær hvorki rúm né tóm til að fara út í ýmis athugaverð atriði nfáls- ins, svo sem mótbárur annara ríkja o. s. frv. Eins og áður er sagt, er engin von til að þingið fari að samþykkja frum- varp þetta nú. Og ég býst ekki við, að það verði nokkru sinni samþykt. Engu að síður sé ég ekkert á mótL því, ef einhver nefndarmanna óskar að bera frumvarpið fram á þingi, að þá sé sett nefnd í það og málið rætt af nefnd við kolasölumanninn skozka. Það er aldrei nema gott að mál verði sem rækilegast upplýst. Sé þetta úr- ræði (einkasala kola) ótiltækilegt, eins og ég ætla, þá er bezt að það komi skýrt fram sem allra fyrst, svo að síðari þing þurfi ekki að tefja sig á óþarfri upptöku málsins á ný.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.