Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 13.07.1912, Blaðsíða 4

Reykjavík - 13.07.1912, Blaðsíða 4
112 REYKJAVÍK láns hjá bönkum sex sitt hvers stór- veldanna. Bankarnir vilja ekki þoka um hænufet frá skilmálum þeim, sem þeir settu um eftirlit af hálfu Norður- álfumanna. Við það situr enn. For- seti lýðveldisins, Yuan Shih-Kai, á í vök að verjast. Landssjóður tómur, en uppreist og óspektir daglega um alt land, bæði suður og norður.*Þegar síðast fréttist var hafin uppreist kring um Kanton, en í Kanton er mikil Evrópubygð. Englendingar hafa sent hersveitir þangað til þess að vera til taks að verja hana, ef uppreistin skyldi magnast. Enn er það. að T’ang Shao- Yi, einhver merkasti maðurinn í ráðu- neyti Yuans, hefir sagt af sór. Þykir það ills viti. Styrjöldin. ítalir hafa undanfarið verið að taka eyjar Tyrkja í Grikk- landshafi. Þeir hafa nú náð eitthvað 12 þeirra á sitt vald. Nýlega kusu eyjaskeggjar þessir menn á fund, er kom saman á eynni Patmos. Lét fundurinn þá ósk í Ijós að eyjarnar fengju að ganga í samband við Grikki, en ef þess væri ekki kostur, þá að Ítalía léti eyjarnar íá sjálfstjórn. Nöfn og nýjungar. 50 ára afmceli. Séra Jakob Björns- son að Saurbæ í Eyjafirði hafði þjónað prestsembætti í 50 ár 29. f. m. Sá dagur var og gullbrúðkaupsdagur hans og fæðing- ardagur. Hann er nú 76 ára að aldri. Þann dag héldu sóknarmenn hans honum samsæti og færðu gjafir. Söngskemtun hélt frú Johannc Sæ- mundsen með aðstæð frú Yalborgu Einars- son og P. Bernburg í Bárubúð á fimtu- dagskvöldið var, og gekk ágóðinn til mann- skaða samskotanna. Frúin er nýkomin hingað til bæjarins, og hefir ekki látið heyra til sín fyr. Hún hefir mikla rödd og vel æfða, sérstaklega hefir frúin gott vald yfir háu tónunum. Til ítalu. Héðan fór snemma í vikunni E/S Forsteck hlaðið fiski til Spánar og ítal- íu. Með því tók sér far héðan herra Enrico Gismondí, fiskikaupmaður frá (jenua. Hann hafði með sór tvo íslenzka hesta, féll svo vel við þá hér heima. Fiskur og taða. Óþurkar hafa gengið nú um stund hér sunnanlands svo hey og fiskuT liggur alment undir skemdum. Eftirlitsferð. Þórhallur biskup Bjarn- arson fer á mánudaginn upp í Borgarnes og þaðan landveg norður í land, eftirlitsferð um Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur ofan- verðar. Jón alþm. Jónsson í Múla er til lækninga í New-Castle á Englandi og líður vel, þó kvað hann ekki geta komið hingað fyr en í mitt þing í fyrsta lagi. Dr. Rutherford heimsfrægur radiumfræðingur stundar hann. Trúlofuð. Vilborg Þorkeísdóttir, Þor- bjamarstöðum í Hraunum og Magnús Bjömsson stud. med. Sigríður Benónís- dóttir og Vilh. Jakobsson stud. polyt. Botnía kom frá útlöndum norðan og vestan um land. Með henni var fjöldi far- þega. Af þingmönnum: Séra Bjöm Þor- láksson, Steingrímur sýslumaður og Pétur á Gautlöndum, Guðlaugur Guðmundsson bæjarfégeti, Stefán Stefánsson skólastjóri, Guðjón Guðlaugsson og séra Sigurður Stef- ánsson í Vigur og Valtýr Guðmundsson há- skólakennari frá Kaupm.höfn, ennfremur For Amat0r>Fotografer. Vort nye Katalog 1912 er udkommet. Mange Nyheder. - Billigste Priser. , ’ Stölten &. Simmonsen. Nytorv 3. Kobenhavn. Kataloger ndleveres paa dette Blads Kontor eller tilsendes direkte fra os gratis. Björn Kristjánsson bankastjóri úr eftirlits- ferð til Akureyrar. Auk þessara: Einnur prófessor Jónsson, kapt. Daniel Bruun, Júlíus Havsteen, cand. jur., D. Thomsen konsúll, Héðinn Valdimarsson, kand. phil. Jón Jónasson, stud. jur. Stúdentamir Dan- íel Halldórsson, Hjört.ur Þorsteinsson; Arni Benediktsson og frú, allir þessir komu með skipinu frá útlöndum. Frá Akureyri: Egg- ert Laxdal kaupm., H. Schiöth fyrrum bankagjaldkeri og frú, Sigurður Símonarson sá er fylgdi Koch Grænlandsfara á Vatna- jökul. Frá ísafirði: Guðm. fiannesson lög- fræðingur. Með skipinu var og fjöldi enskra og þýzkra ferðamanna. Glímur. Ferðamönnunum af Victoria Louvise voru sýndar glimur suður á í- þróttavelli á þriðjudaginn, og hefði betur verið ógjört látið. Glímumennirnir tókust á með hangandi hendi og sleptu strax tökum þegar bragð var lagt á. Slæmt líka að ekki skyldi vera dómari við, því sumir glímdu á- fram, þótt margfallnir væru. Utlendingarnir voru í miklum vafa um hvaða fall reiknað- ist bylta. Sumir þeirra héldu að axlir þyrftu að nema við gólf. Þýzka skemtiskipið kom hér eins og til stóð á þriðjudagsnótt. Ferðamenn voru í landi um daginn, gangandi, ríðandi og keyrandi. Af skemtunum í landi hafði mörgum þeirra einna mest þótt koma til samsöngsins í Bárubúð. Kappreiðarnar á íþróttavellinum fóru í hálfgjörðum eða öllu heldur algjörðum handaskolum. Hestarnir voru þó vist með betra móti, en það var stjórnleysi og fyrirhyggjuleysi forstöðumann- anna sem mest bagaði. Þeir höíðu ekki sagt fyrir hvar menn skyldu standa, ruddist því hver sem betur gat, að girðingunni og sá þá enginn neitt, sem stóð að baki þeim fremstu. Vonandi verður úr þessu bætt. þegar næsta skip kemur. Borgarsljóri er í ferðalagi um Borg- arfjörð, hafði fengið fararleyfi um nokkra daga hjá bæjarstjórninni á síðasta fundi. Holrœsi. Þau er verið að leggja um Austurbæinn, Hverfisgötu og Laugaveg. Þetta er i þriðja sinn á þremur árum, sem þessar götur eru sprettar sundur. Hag- sýni það. Eintal og visnakvöld. Annað kvöld (Sunnudagskvöld) halda þau ungfrú V. Christiansen og herra K. Groth skemtun í Iðnó, syngja vísur og leika eintöl. Þau eru á leið til Noregs. Næsta sumar fer herra Groth til Ameríku og syngur hjá dönsku félögunum þar. í haust í Október verður hann í Stokkhólmi. Höfnin. Reykjavík ætlar sér framvegis, að flytja hafnarannál. Þýzka skemtiskipið sem kom í vikunní er stærsta skip, sem til landsins hefir komið. Liðlega 400 tonnum stærra en það sem hefir verið stærst áður. Var nálægt 17000 bruttó tonn. Borgir. Saga Guðm. skálds Magnús- sonar kemur út á dönsku í Agústmánuði hjá Gyldendahl. Þýðandinn frú Margrethe Löbner Jörgensen í Askow. Kolamálið. Um það er kominn bækl- ingur frá nefndinni. A öðrum stað i blað- inu ritar ^tjórnmálaritstjóri þessa blaðs um það mál. Sterling fór frá Lerth 11. júlí. Póstkort. Ferðamennirnir útlendu sendú héðan tæp 4(/00 kort og yfir 200 bréf á þriðjudaginn var. Það er minna en vant er. ' Vestri kom úr strankferð í vikunni. Farþegar alþingismennirnir Mattísas Ólafs- son og Halldór Steinsson. Ennfremur Ólaf- ur G. Eyjólsson skólastjóri. Kreyns vindla- kaupmaður, Groth og ungfrú Christiansen leikarar. Vestri fer aftur þ. 16. og með honum þá augnl. Andrés Fjeldsteð. Þingmenn. Þeir komu 5 norðanþing- mennimir með Ingólfi í gær: Stefán í Fagraskógi. Ólafur Briem og Jósep skóla- stjóri og Húnavatns þingmennirnir báðir, Þórarinn Jónsson á Hjaltabakka og Tryggvi Guðmundsson. Áður voru komnir séra Magnús Andrésson og Jóhannes sýslumaður Jóhannesson auk þeirra sem nefudir eru á öðrum, stöðum í blaðinu. Þeirra sem nú vantar er von á hverri stundu utan Jóns í Múla. Séra Eggert Pálsson og Einar Jóns- son komu í gærkvöldi. Jón Forseti hættir þorskveiðum nú um stund; fer norður eftir helgina til síldveiða. Geir vígslublskup Sæmundsson og frú hans og dóttir komu landveg að norðan um miðja viku, af prestafundinum á Hólum. 25 óra stúdentsafmæli eiga í ár Guðmundur prófessor Hannesson, Guðmund- ur Björnsson landlæknir, Geir vígslubiskup Sæmundsson og sr. Ólafur bróðir hans, Eggert Briem skrifstofustjóri o. fl. Árið 1887 útskrifuðust 20. Margir þeirra eru nú hér í bænum og hafa í hyggju að minnast þessa afmælis á einhvern hátt. Járnbrautin austur. Herra Þórarinn Kristjánsson cand. polyt. hefir í sumar ver- ið að mæla járnbrautarleið anstur í sveitir. Hann er nú kominn að Þingvöllum (46 kílómetra). Kostnaðarsamt telur hann muni verða að leggja bana þessa leið. Brúðkaup. í gær voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af Geir vigslu- biskup Sæmundssyni, ungfrú Þórunn Jóns- dóttir og Júlíus Havsteen cand. jur. Ungu hjónin fara með Flóru í þessum mánuði til Akureyrar og setjast þar að. Islandsbanki. Aðalfundur hans var haldinn 2. þ. m. Samþykt að greiða hlut- höfum 6t/2°/o af hlutum þeirra. í fulltrúa- ráðið var endurkosinn P. O. A. Andersen Statsgjældsdirektör i Kaupmannahöfn. Júlíus amtmaður Havstoen var kosinn aftur endur- skoðari. Pingmálaíundir. Þingmenn hafa verið að halda fundi með kjósendum sínum undanfarið. Hefir þar lítt gerst sögulegt og heldur hafa fundirnir verið illa sóttir. Skaftafellssýsla. Þar höfðu verið samþyktar tillögur um að samþykkja stjórnarskrána óbreytta. Kolafrum- varpinu hafnað. Arnessýsla. Á fundunum þar sam- þyktar tillögur um samkomulag í sam- bandsmálinu. Borgarfjarðarsýsla. Ráðherra hélt fund á Akranesi síðastliðinn laugardag. Lýsti afstöðu sinni til landsmála. Hann kvaðst hafa litlar vonir um að stjórnar- skrárfrumvarpið næði fram að ganga. Á fundinum kom fram tillaga um sambandsmálið, lík þeirri, er samþykt var hér í Reykjavík í vor. Ráðherra bað menn engar tillögur samþykkja og varð það úr. Dalasýsla. Alþingismaður Bjarni Jónsson frá Vogi hélt 6 fundi með kjósendum sínum og voru ályktanti gerðar á þremur. Voru menn mót- fallnir því, að stjórnarskrármálinu yrði frestað og sömuleiðis því, að selja nokkuð af verzlun landsins á leigu. Um þetta voru allir sammála. Enn vildu þeir láta gera tilraun um, að landið tæki að sér verzlun með kol og steinolíu. Seyðisfjörður. Dr. Valtýr Guðmunds- son hélt fund með kjósendum sínum á leið til þings. Þar samþyktar til- lögur um að fresta bæði sambands- málinu og stjórnarskrármálinu. Kola- málinu mótmælti fundurinn og, en vildi láta afnema bannlögin. Lýðskólinn í Bergstaðastr. 3. Þeir, sem vilja sækja um skólann, sendi undirrituðum forstöðumanni umsóknir hið fyrsta. Vegna fráfalls Ásgríms skólastjóra Magn- ússonar frænda míns, verður ekki samlagsbú sett á fót við skólann. (Sbr. að öðru leyti augl. um skólann í „Rvik“ og „Lögr.“). í fjarveru minni, frá 24. þ. m. til jafn- lengdar í Ágúst, veitir hr. prentsmiðjustjóri Þorv. Þorvarðsson Laugaveg 79, umsóknum móttöku og gefur nauðsynlegar upplýsingar um skólann, þeim er óska. Reykjavik, Bergstaðastræti 3, 12. júli 1912. cRrynlaifur cToSíasson Heilræði. í samfleytt 30 ár hefi jeg þjáðst af kvala- fullum magasjúkdómi, sem virtist ólæknandi. Á þessum tíma hefi jeg leitað ekki færri en 6 lækna, og notað lengi meðul frá hverjum þeirra um sig, en öll reyndust þau árang- urslaus. Jeg fór þá að nota Waldemar Petersens ágæta bitter, Kina-Lifs-Eliksírinn °g er Jeg hafði eytt úr 2 flöskum, varð jeg þegar var við nokkurn bata, og þfegar jeg hafði eytt úr 8 flöskum, var heilsa min orðin það góð, að jeg gat neytt aigengrar fæðu, án þess það sakaði. Og nú ber það að eins örsjaldan við, að jeg finni til sjúk- dómsins, og fái jeg mjer þá einn skammt af bitternum; þá er lasleikinn horfinn þegar næsta dag. Jeg Vil þess vegna ráðleggja öllum, er þjást af samskonar sjúkdómi, að nota þennan bitter, og munu þeir aldrei iðrast þess. Yeðramóti, Skagafirði, 20. marz 1911. Björn Jónsson, hreppstjóri og d.brm. Agentur. En i Kpbenhavn godt indarbejdet Agentur- forretning pnsker at repræsentere et Is- landsk Firma for Kpb og og Salg afVarer. Billet mrk. 1690 modt. Nordisk Annonce Bureau, Kpbenhavn. Hvaða mótor er ódýrastur, beztur og; mest notaður ** Gídeon-mótorinn, Einkasali Thor E. Tulinius & Co. Kaupmannahöfn. Símnefni: Verzlun. Verzluu Jóns Zoega selur ódýrast neftóbak, munntóbak, reyktóbak, vindla, cigarettur o. m. fl. Talsfmi 128.___Bankastræti 14. llvar a að kaupa öl og vín? En í Thomsens M a g a s í n. , Prentsm. Gutenberg. t

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.