Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 13.07.1912, Blaðsíða 3

Reykjavík - 13.07.1912, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK 111 TREGT gengur fljóðum verk að vinna, segir málshátturinn, en þegar Sunlightsápan kemur til hjálpar við þvottinn, pá vinnst þeim verkið fljott. Ohreinindi hverfa fyrir Sunlight sápunni eins og döggin fyrir hinni upprennandi sól. SUNLIGHT SÁPA innlendar og útlendar. B Æ KUR =-------------------- - Pappir og Ritföng. — Watermans-sjálfbiekunga. Þetta kaupa allir í Bókaverxlun Sigfúsar Eymniidsionar (• Lækjargöta 2. jum eða fyrir vagni, hungraðir og lé- magna. Sumir hestarnir eru að nasla, en flestir standa þeir og híma við hliðin; þeir vita sem er, að ekki er til neins að reyna. að bjarga sér. Þetta þarf nauðsynlega að laga, annaðhvort með því að útvega betri haga eða þá leggja niður girðinguna, svo að ferðamenn, sem hér eru ókunnugir í bænum, glæpist ekki á því að senda hesta sína þangað. Óvanalegnr ofaníburður. Tjörnin og göturnar kring um hana ættu að geta orðið hin mesta bæjarprýði, þótt hvorugt hafi mátt heita það til þessa dags. Það kvað eiga að framlengja Fríkirkjuveg suður með tjörninni, og ætlast til að það verði aðal-skemtigata bæjarins. Þessari framlengingu hefir miðað fremur lítið áfram síðustu árin, ekki nema fáeinar álnir á ári. Nú þykjast menn hafa fundið hvað veldur drættinum. Götunni miðar svona seint af þvi, að það fellur ekki nóg til af óþverra og óhroða í bænum til að bera ofan i hana og fylla hana upp. Þetta mun þykja lygilegt, en satt er það samt. Gatan er fylt upp með alls konar óþverra og úrkasti, sem í öðrum bæj- um er vanalega brent eða ekið svo langt burtu, að ekki sé heilsutjón af búið. í þessum geðslega ofaníburði ægir öllu saman sem nöfnum tjáir að nefna, lifrænu og ólífrænu, ösku og úldnum þorskhausum, tinstokkum og taði, matarleyfum og mykju. Á vorin og fram eftir sumrinu er þetta látið úldna og rotna, og er þá ekki komandi suður í götuendann; síðan er stráð ofan á það nokkrum vagnhlössum af mold, sléttað yfir, og búið er nú. Vegurinn er lagður. Bæjarstjórnin kýs víst heilbrigðis- nefnd, og launar heilbrigðisfulltrúa. Er það með þeirra ráði gjört að götur bæjarins séu lagðar undir sorphauga ? Eða hver ræður þessum ofaniburði ? Nú kvað eiga að leggja brú þvert yfir tjörnina frá Fríkirkjuvegi yfir í skothússtangann. Það sézt líka vestan verðu við tjörnina, að þar er gata í aðsigi upp frá tanganum. í seinni tíð hefir verið ekið þangað vænum hlöss- um af samskonar ofaníburði og áður var hafður í Fríkirkjuveginn. Biblíu-íyrirlestur í BETEL, sunnudagskvöld kl. 8. J. C. Raft frá Kaupmannahöfn talar (með túlk) um Dýrðlegt loforð — Friður fyrir hinn efasama, huggun fyrir hinn hrygga og hvíld fyrir hinn þreytta. Allir velkomnir. Samsæti var séra Matthíasi skáldi Jochumssyni haldið á Hótel Reykjavik á laugar- dagskvöldið 6. þ. m. Voru þar alls um 80 manns. Fyrir minni skáldsins mælti Hannes Hafstein. Var ræðan snildar-falleg, en hér verður ekki haldið nema þræð- inum. Hann kvaðst hafa ætlað að búa sig undir að halda ræðu hér í kvöld, en þegar hann Iiefði farið að hugsa um efnið, þá hefði honum þótt það svo umfangsmikið, að ekki væri hægt að segja það á einni kvöldstund, og hefði hann því sofnað út frá því í örvæntingu. XJm nóttina sagði hann að sig hefði dreymt draum, sem hann mundi þegar hann vaknaði. Hann þóttist staddur í víðum og dýrlegum sal, sem allur var uppljómaður og skreyttur skínandi perlum og iýsigulli. Þar sá hann inni margt manna og þekti marga, þó ekki hefði hann séð áður nema fáa. Þekti hann þar inni Jón Arason, Guðbrand biskup, Eggert Ólafsson, Skúla fógeta, Hallgrím Pétursson o. fl., og af mönn- um, sem hann hafði séð, þekti hann Jón Hjaltalín landlæknir, Jón Sigurðs- son, föður sinn o. fl. Sá hann þegar, að allir þar inni voru dánir menn og allir íslendingar. Innar af þessum sal var annar salur. Þar sá hann einnig marga menn og þekti suma, þótt aldrei hefði hann séð þá. Þar á meðal Shakespeare, Byron og Esias Tegner. Öllum þessum mönnum, sem hann nefndi, lýsti hann gjörla. Glatt var á hjalla þar inni og fagnaður mikill; mjöður og munngát í gullnum kerum sveif þar fram og aftur að munnum manna, óborið af mannahöudum — alveg eins og hér á landi verður þegar aðflutningsbannið er komið á. Alt í einu opnaðist salshurðin, og leit hann þar mann, er staðnæmdist utan við dyrnar. Þekti hann gjörla, að þar var kominn heiðursgesturinn. Þá jókst fagnaðurinn þar inni í sölun- um báðum, og þeir menn er hann hafði nefnt gengu til dyra að fagna komumanni. Litu þeir glaðlega til hans og hýrt. Þab athugaði hann, að íslendingarnir sem til dyra gengu voru menn, sem Matthías hafði gjört ódauð- lega með kvæðum, sem hann hafði um þá orkt. En útlendingarnir voru heims- fræg skáld, sem Matthías haíði snúið Ijóðum eftir á íslenzku. Það sá hann að þeir réttu skáldinu höndina og vildu bjóða honum inn. En þá heyrði hann rödd fyrir utan, sem mælti: ,Ekki enn, heldur síðar. Hann stendur enn í nokkrum ábyrgðum fyrir þjóð sína“. Hvarf þá salurinn og alt sem þar var inni, en ræðumaður vaknaði og fór að hugleiða hvað röddin hefði átt við með þessum orðum, að hann stæði enn í ábyrgðum fyrir þjóð sína. Mintist hann þess þá hver sögumað- ur M. J. væri, og hve hugijúf honum væri saga þjóðar sinnar. í fornöld hefðu menn eigi viljað vita mann liggja óbættan hjá garði sínum, og réttlætis- tilfinning og hjarta skáldsins (M. J.) hefði verið þess valdandi, að hann gæti eigi min8t merkra manna í sögu þjóðar sinnar, sem honum fyndist, samtíðin eigi hafa sýnt nóg réttlæti, án þess að bæta fyrir hvern um sig með dýrlegri^drápu. Þá þóttist hann vita að röddin hefði við það átt, að hann ætti enn eftir að erfa í ljóðum nokkra merka menn í sögu lands vors. Hann sagði sér hefði sýnst á skáldinu, að hann hefði feginn viljað farainn áður en röddin kallaði á hann, og hefði að vonum fýst að koma þar í hóp hinna ódauðlegu; en ekki þyrfti hann eftir þessu að sjá, það stæði honum á minstu hvort hann kæmist þangað nokkrum árum fyr eða síðar, því fremur sem hann væri þegar orðinn ódauðlegur hér megin hallardyranna. Guðmundur skáld Magnússon llutti heiðursgestinum kvæði það er hér fer á eftir : Vort aldraða þjóðskáld, þín ágætu ljóð vér elskum. Þau jafnan til vor hljóma. Þau bera’ í sér glampann af íslands ís og glóð, og íslands sögu beztu helgidóma. Þau hefja sem örn yfir hátinda flug að himinsins geislaríku lindum. Þau kalla' oss til fylgis með hetjuhug og dug og heima opna, fylta glæsimyndum. Þau hringja’ yfir sorgina huggun og frið; þar himin-senda gleðikveðjan streymir, sem hjalar hvert smábarn svo hlýlega við um hjarta það, sem engu lífi gleymir. Og harpan þíd tónar svo hátignarfull, með hreiminn forna’í bylgjum strengja sinna, því aldrei skein bjartar vort islenzku-gull, og aldrei var þar skærri hljóm að finna. Það virðist sem ellin ei vinni þér bug, þér vængi þína’ er enn þá létt að spenna. Og augun, þótt hátt sértu’ á áttunda tug, af eldi þinna fyrri daga brenna. Þú „skáldið af guðs náð“,með gneistanní sál, sem glæðir oss æsku-hugarmóðinn, vér heilsum þér, Matthías, hringjum við þig, — skál, með hjartanlegum þökkum fyrir ljóðin! Heiðursgesturinn þakkaði fyrir sig með nokkrum orðum. Síðar mælti hann fyrir minni kvenna af fyndni naikilli. Síðan voru ýmsar ræður haldnar og dansað eftir að staðið var upp frá borðum. Um klukkan Va 2 fylgdu menn heiðursgestinum heim og fór síðan hver til síns heima. O H/F Sápuhúsið o Austurstræti 17, margar tegundir rússneskar cigarettur nýkomnar. Óvenju ó d ý r a r. Reykjavik Teater. Sendag 14. Juli, Kl. 9: Ville Christiansen. Carl Groth. — Enéste Monolog o'g Viseaften. — (Se Gadeplakaterne.) Billetpriser 1,00 — 75 — 60 — 50 0re. Siprjoi ekki fallinn enn. í einkaskeyti til „ísafoldar" 1 dag, sem blaðið hefir verið svo velviljað að leyfa oss að birta, er sagt, að enn standi uppi 9 glímumenn (grísk rómv.) af 50, og sé Sigurjón einn þessara niu. Frammistaða hans höfð að ágætum. Útlendar fréttir. Forsetatilnefningin. Af símskeyt- um til blaðsins er það kunnugt orðið, að Taft var tilnefndur forsetaefni Re- públíkana við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 4. nóv. í haust. Hann hlaut 561 atkvæði. Roosevelt fekk 107, en tveir aðrir 58 til samans, en 344 kjörmanna greiddu ekki atkvæði; voru það alt fylgismenn Roosevelts. Undir eins og atkvæðagreiðslunni var lokið, gengu flestir fylgismenn Roose- velts af fundi og settu annan fund á öðrum stað íbænum. Það vav í dögun. Á þessum fundi var ákveðið að stofna nýjan flokk og tilnefndu þeir Roose- velt fyrir forsetaefni sitt. Hann tók tilnefningunni með þeim ummælum, að fylgismönnum sínum skyldi frjálst að tilnefna annan, ef það þætti sigur- vænlegra málstað þeirra. Ýmsum getum er um það leitt, hvernig flokk þessum muni reiða af. í Bandaríkjunum eru flokksböndin ærið sterk, menn eru þar Repúblíkanar eða Demókratar maður fram af manni, þótt eigi sé hægt að segja, að flokkana greini á í nokkrum verulegum atrið- um. Nýir flokkar hafa hingað til ekki þrifist þar í landi. Hve öflugan flokk Roosevelt fær reistan, nú þegar ekki eru nema 4 mánuðir til kosninga, er ekki hægt að segja. En svo mikið er víst, að trauðla getur vinsælli mann í Bandaríkjunum eða þann, er betur kunni að stilla orðum sínum við al- þýðu en einmitt Roosevelt. Hér skal ekki deilt um það, hvort Roosevelt sé sannur vinur alþýðunnar eða ekki, en svo mikið er víst að hún trúir því, eða mikill hluti hennar, að hann sé það og að hann berjist fyrir hags- munum hennar gegn auðvaldinu og kosningahöfðingjunum, en þeir þykja hafa ráðið mestu um tilnefningu Tafts. Eru þeir illa séðir og er slæmt að vera bendlaður við þá. Það þykir nú orðið harla ólíklegt að Taft nái kosningu. Er því líkast, að næsti forseti verði af Demókrataflokki, en þeir hafa ekki komið manni í það sæti síðan Cleveland var forseti í annað sinn, 1892—1896. Kína. Kínverjar eru alveg eins settir og við íslendingar; bankarnir vilja ekki lána. Eins og getið var um í síðasta blaði er Kínastjórn að leita

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.