Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 20.07.1912, Blaðsíða 1

Reykjavík - 20.07.1912, Blaðsíða 1
I 1Re^k] avtk. XIII., 29 Lau^ardag' 30. .Jiilí 1913 XIII., 39 Ritstj.: Björn Pálsson cand. jur. Talsimi 34. Miðstræti 10. Heima daglega kl. 4—5. Ráðherraskijti. Kristján Jónsson ráðherra hefir skýrt þingmönnum frá því, að hann muni segja af sér einhvern næstu daga. Talið er víst að við taki H. Hafstein, bankastjóri, fyrrum ráðherra. Alþingi sett. Mánudaginn 15. júlí var alþingi sett. Á undan þingsetningunni fór fram guðsþjónusta í dómkirkjunni og pré- dikaði séra Magnús Andrésson. Að henni lokinni söfnuðust þingmenn saman í fundasal neðri deildar. Ráð- herra mintist hins látna konungs og hlýddu þingmenn standandi á mál hans. Því næst las ráðherra upp 2 konungsbréf, annað er stefndi alþingi saman og hitt er fól ráðherra að setja þingið fyrir konungs hönd. Yar í því vikið að komu konungs hingað til lands siðar, en ekkert var minst á stjórnar- skrána í hvorugu bréfinu. Að því búnu setti ráðherra þingið og gekk þá aldursforseti Júlíus fyrrum amtmaður Havsteen til forsetastóls. Kvaddi hann til skrifara séra Sigurð Stefánsson og Jón bæjarfógeta Magn- usson. Tveir þingmenn voru ókomnir til þings, Jón frá Múla og séra Einar Jónsson. Prófun kjörbréfa. Því næst fór fram prófun kjörbréfa. <Grengu þá þingmenn í 3 deildir og var ekkert athugavert við kjörbréf 2. og 3. deildar. En kærur höfðu komið fram yfir tveimur kosningum í 1. deild. Önnur kæran var úr Barðastrandar- sýslu og var kært yfir því, að um- búðir um atkvæðakassana frá undir- kjörstjórnuuum í Rauðasands-, Barða- strandar- og Flateyjar-hreppum hefðu ■eigi verið sem tryggilegastar. Deildin sem þetta kjörbréf hafði til meðferðar (2. deild) lagði þó til að kosningin væri samþykt, enda hafði meiri hluti þing- mannsins við kosninguna verið svo mikill, að hann hefði verið í meiri hluta enda þótt þau 112 atkvæði er greidd voru í þessum 3 hreppum hefðu verið dregin frá atkvæðatölu hans. Hin kosningin. sem kært var yfir, var kosningin úr Vestur-ísafjarðarsýslu, «g lagði meiri hluti kjördeildarinnar til að samþykt kosningarinnar yrði frestað •og málinu vísað til kjörbréfanefndar. Höfðu kærur komið fram bæði frá séra Kristni Daníelssyni, sem var þing- unannsefni þar við síðustu kosningar, og frá 172 kjósendum í kjördæminu (276 greiddu þar atkvæði síðast). Bygðust kærurnar á því að kjörstjórnin eða meiri hluti hennar, hafði ógilt all- marga atkvæðaseðla séra Kristins af því þeir voru tvíbrotnir saman. Ber kjörstjórnin fyrir sig 35. gr. kosn.l. Um kosningu þessa urðu langar og allheitar umræður. Guðl. Guðmundsson reifaði málið sem framsögum. deildarinnar. Björn Jóns- son taldi kosrúngu þessa þá gallamestu sem dæmi væru til. Taldi það hlægi- legt „pedanteri" að ógilda seðil þó hann væri tvíbrotinn saman, og kvað enga heimild til slíks í 35. gr. kosn.l., er að eins væri til leiðbeiningar. Fór hörðum orðum um framkomu Matt- híasar Ólafssonar í þessu máli, sem setið hefði í kjörstjórninni, og með atkvæði sínu ógilt seðla keppinauts síns og úrskurðað sjálfan sig á þing á þann hátt. Vildi láta lögbanna það að þingmannaefni sætu í kjörstjórnum. Ætlaði að endingu að segja sögu, er gerst hefði á flokksfundi heimastjórnar- manna kvöldið áður, en þá greip for- seti fram í og taldi það ekki koma málinu við. Urðu allmiklar hnipp- ingar á milli þeirra, og voru báðir reiðir. „Hvar er nú bræðingurinn?" sögðu áheyrendur. — Endaði stappið á þann hátt, að Björn þagnaði, en bar áður fram 2 tillögur, aðra þess efnis að þingið ógilti kosningu Matthíasar og tæki séra Kristinn gildan sem þing- mann, og hina á þá leið, til vara, að þingið ógilti kosninguna og stofnað yrði til nýrra kosninga. Nú tóku ýmsir til máls. Jón Ól. og Guðl. vildu láta samþykkja kosninguna strax, og töldu kjörstjórnina hafa lög fyrir sér. Matthías varði framkomu sína í kjörstjórninni. Kvað það hafa verið samþ, af kjörstjórn í upphafi, að svona brotnir seðlar yrðu ekki teknir gildir. Gæti því enginn borið sér á brýn hlutdrægni, þar eð ekki hefði þá verið hægt að segja hvort þingmannsefnanna fengi fleiri af slíkum seðlum. — Séra Jens og Björn Kristjánsson vildu hins vegar ógilda kosninguna. Að lokum var samþykt með 23 atkv. að fresta samþykt kosningarinnar og vísa málinu til kjörbréfanefndar. Þá unnu 5 nýir þingmenn eið að stjórnarskránni, þeir Jón Jónatansson, Halldór Steinsson, Jón sagnfræðingur, Sig. Eggerz og Tryggvi Bjarnason. Matthías var eigi látinn vinna eið að svo stöddu. Forseti Jcosinn. Síðan var kosinn forseti sameinaðs þings: Hannes Hafstein með 25 atkv. Eir. Briem fókk 3. 9 seðlar auðir. Varaforseti kosinn Eir. Briem með 22 atkv. Auðir seðlar 13 og 1 ógildur. Skrifarar koshir Sigurður Stef- ánsson með 24 atkv. Jóh. Jóh. með 21 atkv. Auðir 8 seðlar. Jón sagnfr. fékk 5 atkv., aðrir færri. í kjörbréfanefnd voru kosnir með hlutfallskosninguJón Magnússon, Björn Jónsson, Guðjón Guðlaugsson, Guðlaugur Guðmundsson og séra Jens Pálsson. 23 kusu lista heimastj.manna, 12 lista sjálfst.manna, 1 seðili auður. Kosið til efri deildar. Þá voru valdir óbundnum kosning- um 8 þjóðkjörnir þingmenn til efri deildar. Þessir fóru þangað : Séra Jens Pálsson með 32 atkv. Jósef Björnsson með 32 atkv. Þórarinn Jónsson með 32 atkv. Séra Einar Jónsson með 32 atkv. Séra Sig. Stefánsson með 31 atkv. Guðjón Guðlaugsson með 30 atkv. Sigurður Eggerz með 27 atkv. Jón Jónatansson með 21 atkv. Björn Jónsson fékk 7 atkv., nokkrir aðrir 1—2 hver. Deildirnar koma sér fyrir. Þegar hér var komið, gengu efrideildar menn til sinna salakynna, en aldurs- forseti í n. d., séra Magnús Andrésson, gekk til forsetastóls og stýrði kosningu forseta. Var hann sjálfur kosinn með 18 atkv., Jón Magn. fékk 1 atkv., 5 seðlar auðir. Þakkaði forseti sér sýnt traust. 1. varaforseti Guðl. Guðmunds- son með 16 atkv. og 2. varaforseti Pétur Jónsson með 15 atkv. Skrifarar kosnir séraEggertPálsson og Jón dósent Jónsson. Ekki voru hafðar hlutfalls- kosningar um skrifaraembættin svo sem verið hefir á undanförnum þingum. Síðan voru lesnar tiikynningar um hver frumv. yrðu lögð fyrir deildina og fundi slitið. Efri deild. í efri deild var kjörinn forseti Júlíus amtm. Havsteen með 11 atkv. > Sig. Eggerz fékk 1 atkv. 1. varaforseti Stefán Stefánsson með 8 atkv. og 2. varaforseti séra Jens Pálsson með 9 atkv. Skrifarar Steingr. Jónsson með 10 atkv. og séra Björn Þorláks- son með 9 atkv. Meira ekki gjört þar. Fundir 16. jiilí. Þann dag haldnir örstuttir fundir og lögð fram 15 stjórnarfrv., 8 í efri deild og 7 í neðri deild. Eru þau frumv. talin upp í næst siðasta blaði. Hvíld til fimtudags. Fundir 18. júlí. Sameinað þing. Þar rannsak- að kjörbréf séra E. J. 2. þm. N.-Múlas. og ekkert fundið við það að athuga. Kosningin tekin gild. N e ð r i d e i 1 d. Þar var til 1. umr. einkasala á steinolíu, og sett nefnd í málið. í nefndina kosnir hlutfalls- kosningu (þrír listar): H. H., P. J., L. H. B., E. P., Y. G., B. Kr., og B. J. frá Vogi. Næsta frv. var um tóbaksskýrslur, líka til 1. umr., og í það sett nefnd með hlutfallskosningu: Guðl., Halld. St., Þorl. í Hólum, St. St. og Jóh. Jóh. Síðustu tveim málum d.skr. vísað til fyrri nefndarinnar, það voru frumvörpin um tolllagaviðauka og út- flutningsgjöld. Um hið síðarnefnda, sem sumir eru farnir að kalla áhuga- tollinn, urðu nokkrar umræður. Þótti Guðl., þm. Ak., sem mál það væri svo óbrotið að ekki væri ástæða til að nefnd fjallaði um það. Móti mæltu og með nefnd: L. H. B. og V. G., er töldu varhugavert að samþ. frumvarpið. E f r i d e i 1 d. Þar kosnar nefndir. Fjárkláðanefnd : Guðjón, Þór. Jónss., Jósef, S. Eggerz, St. skólastj. Bólusetningarnefnd: Sig. Stef., Bj. Þorl., Steingr., Guðjón og Þórarinn. Til þessarar nefndar var vísað yfirsetu- kvennalögunum og yfirsetukvennaskóla. Fundir 19. jxdí. N e ð r i d e i 1 d. 1. mál var frv. til laga um breyting þingtímans, og var því vísað til 2. umr. 2. mál var um ritsíma- og talsíma- kerfi. Ráðherra gat þess, að rétt áður en hann hefði farið frá K.höfn hefðu for- sætisráðh. og samgöngumálaráðh. Dana beðið sig að koma á fund til sín. Var erindi þeirra að tjá honum, að þeir teldu með þessu frv. gengið inn á sam- málasvið landanna. Ennfr. að Breta- stjórn hefði ritað þeim um málið og tilkynt, að meðan hún ætti hlut að máli um sæsímann, mundi hún ekki veita samþ. til þess að loftskeytastöð væri sett í Rvík, sem tæki til útlanda. Ráðh. kvaðst hafa lofað að leggja til við Alþingi að þetta ákvæði frv. yrði felt burtu. Málinu því næst vísað til 2. umr. og 5 manna nefndar, er kosin var ó- bundnum kosningum. E. J., Rangv., Halld. St., Jóh. Jóh., J. Magn. og St. St. Eyf., með hlutkesti milli hans og Sig. Sig. 3. mál um kaup á Vestm.eyja-sím- anum og var því vísað til 2. umr. og símanefndar. Þeir Jón Ól., J. Magn. og B. Kr. mæltu á móti að síminn yrði keyptur. Ráðh. frumvarpinu auð- vitað meðmæltur. Efri deild. Þarnefndarkosningar. Siglingalaganefnd: E. Br., Flygenring, Sig. Stef., S. Eggerz og séra Jens. Til þeirrar nefndar var vísað frv. um ör- yggi skipa og báta, eftirliti með þil- skipum og breyting á gildandi vátrygg- ingarlögum fyrir sjómenn. jslani i erleninm blSðnm. „Gad’s danske Magasin“. í Júní-heftinu ritar hr. J. C. Chris- tensen grein um Friðrik konung átt- unda. Meðal annars minnist hann þar á afskifti konungsins á íslandsmálum, og segir hann þar meðal annars um sam- bandsmálið: „í því máli brugðust konungi eínn- ig vonír sínar, og féll honum það þungt. Hann hafði hlakkað svo til að gera íslendinga ánægða, og hafði vonað að það mundi takast. Hann talaði oft um það bæði áður en hann fór til íslands og eins eftir að hann kom heim úr þeirri ferð. Meðan hann dvaldi á íslandi gekk öll viðleitni hans í þessa átt. Hann gerði sér ef til vill helzt of mikið far um að þóknast íslend- ingum. Að minsta kosti hygg ég að íslendingar hafi skilið hann svo, að þeir þyrftu ekki annað en að gera kröfur. Konnngurinn mundi standa þeirra megin. Það var eitt af lund- erniseinkennum konungs, að hann langaði til að gera öðrum mönnum gleði, svo að hann gæti glaðst með þeim og þeir með honum. Hann langaði svo óendanlega mikið til að játa eftir þjóðinni, sem hann átti yfir að ráða, og það gladdi hann nærri því eius og barn, þegar hann varð þess var, að alþýða skildi hann og mat

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.