Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 20.07.1912, Blaðsíða 3

Reykjavík - 20.07.1912, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK 115 SANNFÆRANDI Engin rök fyrir ágæti Sunlight- sápunnar geta verið meira sannfærandi en þaÖ, að reyna sápuna sjálfa. SUNLIGHT SÁPA 2236 Frá útlöndum. „Titanic“-slysið. Rannsóknum á Englándi út af því mikla slysi er nú lokið; öll vitni heyrð, sem leiða á. Rannsóknin heflr staðið yfir í 36 daga, 98 vitni hafa verið spuið yfir 25f600 spurninga. Saksóknari hins opinbera hélt ræðu áður upp var sagt. Taldi hann það hafa komið fram við rann- sóknina, að ekki hefði skipið átt að gjöra hraðari ferð yfir hafið, en ný- tízkuskip gjöra. Hann átaldi skipstjóra fyrii að hafa ekki gætt nægrar varkárni kvöldið sem slysið bar að. Taldi hann einkum tvær ástæður til slyssins, að ekki hefðu verið hafðir nægilega margir á verði í framstafni skipsins, og að ekki hefði verið dregið úr ferð skipsins, þrátt fyrir aðvaranir um ís. Mikið þótti honum um hve vel og drengilega bæði skipshöfn og farþegar hefðu hagað sér. Gat þess að enginn af vélamönnum skipsins hefði komizt af, heldur hefðu þeir' beðið dauðans niðrí skipinu. Hann kvað það hafa sézt í blöðunum að farþegum á 3. far- rými hefði verið meinað að komast í bátana. Það væri tilhæfulaust, að því er vitnin hefðu borið. Miklum ámælnm sætti Lord skip- stjóri á „Californian “. Það væri nú Ijóst orðið, að það skip hefði ekki verið lengra frá „Titanic“ en svo, að ef það hefði brugðið við undir eins og skips- menn hefðu séð neyðarmerkin, þá hefði að líkindum mátt bjarga nær öllum mönnum af „Titanic". Kvað það dæma- fátt athugaleysi og skeytingaleysi af skipsmönnum, að hafa séð merkin frá „Titanic", en láta sér ekki detta í hug að þar væri skip í nauðum statt. Sama ætti við um skipstjórann, sem sagt hafði verið frá merkjunum, en ekkert aðhafst. Þetta væri því undarlegra, sem sjómenn teldu það heilaga skyldu sína að koma mönnum til hjálpar í sjávarháska. Saksóknari kvað dóminn geta gefið mörg ráð og bendingar um, hvað gjöra ætti til þess að sjóferðir yrðu sem hættuminstar, en það kvað hann ekki standa í mannanna valdi að varna því að slys kæmu fyrir á sjónum. Hitt ætti aftur á móti að verða árangur þessarar rannsóknar, að ekkert skip tefldi á tvær hættur, eins og ætla mætti að gjört hefði verið í þessari ferð, þegar líkindi væru til, þótt lítil væru, að hætta væri fram undan. Lómari sá, er hlýtt hefir á vitna- leiðsluna, kvað von á áliti sínu svo fljótt sem auðið er. Hann heitir Lord Mersey. Bretland og Canada. Um þessar mundir eru staddir í Lundúnum sjö ráðherrar Canadastjórnar, og forsætis- ráðherra Borden einn af þeim. Eins og kunnugt er orðið urðu stjórnar- skifti í Canada síðastliðið haust, lét þá Laurier, foringi frjálslynda flokksins, af völdum, hafði hann verið stjórnar- formaður um nærfelt 20 ár. Hann þótti vilja eíla sjálfræði Canada sem mest, en auðvitað taka fullkomið tillit til alveldisins brezka. Einkum vildi hann að Canada hefði óskorað vald yfir herskipaflota þeim, er landið léti byggja. Hann ætlaðist til að flotinn kæmi Bretum til hjálpar ef þeir ættu í ófriði við aðrar þjóðir, en þá samkvæmt fyrirmælum Canadastjórnar. Þegar íhaldsmenn komu til valda, varð það eitt af þeirra fyrstu verkum að koma nýju skipulagi á flotamálin. Hafa þau mál verið í undirbúningi í vetnr, og nú eru ráðherrarnir komnir til Lundúna að semja við Bretastjórn um fast skipulag þeirra. Það er einkum þrent sem Borden viil fá framgengt. Að Canada látj nú þegar byggja 2—3 bryndreka mikla, fyrir 20—30 milj. dollara, handa Englandi. Að komið verði á föstu skipulagi um það hversu skuli framvegis háttað framlögum Can- ada til sjóvarna Bretaveldis, og fá um það mál atkvæðagreiðslu Canadabúa. Að Canada fái hlutdeild í ráðaneytum alveldisins. Ennfremur vill Borden að floti beggja landanna sé á ófriðartím- um undir einni og sömu stjórn, og skip Canada séu óaðskiljanlegur hluti flota alríkisins. Englendingar eru, sem að líkindum lætur, harla glaðir yfir þessari stefnu- breytingu, og keppast um að fagna Borden og ráðherrum hans sem bezt. Hitt er óséð, hvernig Canadamenn muni taka í málið. Þar hefir hin síðari ár brytt á talsverðum sérstæðis- hug; þeir farnir að finna til sín sem sérstakrar þjóðar. Kastast í kekki milli verkamanna og stjórnarflokksins. í brezka þing- inu hefir flokkur verkamanna og frjáls- lyndi flokkurinn gengið saman tíl kosn- inga og veitt hvor öðrum lið í þinginu. Nýlega er látinn einn af þingskörung- um verkamanna, sá hét Enoch Edwards. Þegar kjósa átti mann í hans stað, buðu frjálslyndir menn og verkamenn fram innlendar og útlendar. BÆKUR ==---------------- - Pappir og Ritföng. — Watermans-sjálfblekunga. Þetta kaupa allir í ) Bókaverzlun §igíúsar Eymiindssonar ) Lækjargöta 3. .j sinn hvorn manninn; auk þess höfðu íhaldsmenn þingmannsefniíkjöri. Reidd- ust verkamenn þessu tiltæki frjálslynda , flokksins, þar sem þeir töldu sér kjör- dæmið. Líberalar sögðu verkamenn hafa komið að þingmanni síðast fyrir sinn atbeina, og að nú vildu þeir koma þar að sínum eigin manni. Verkamenn firtust af þessu og buðu fram mann í öðru kjördæmi, sem auka- kosning átti að fara fram, í móti þeim líberölu. Enn hafa þeir í hótunum, að kalla burt alla sína menn af þingi um stund, en þá yrði stjórninni hætt. Koncert á morgun, þ. 21. Júlí kl. 8V2 síðd. í Bárubúð. Koncertsangerinde Fru Johanne Sæmundsen með aðstoð Fru ValDorg Einarsson & Hr. P. BeroOiirg. Aðgöngumiðar á Kr. 1,25 og 1,00 fást í ísafold í dag, og á morgun í Bárubúð frá.kl. 10—12 og 2—4, einnig við innganginn. Sjá götuauglýsingarnar. Forsetaefni serveldismanna. Kosningin í V.-ísafjarðarsýslu metin gild. Svo sem kunnugt er orðið af sím- skeytum til blaðsins var Woodrow Wilson tilnefndur snemma í þessum mánuði til að vera forsetaefni demo- krata eða sérveldismanna við Banda- ríkja-kosningarnar í haust. Á tilnefn- ingarfundinum varð mikil rimma milli hinna frjálslyndari og íhaldssömu manna flokksins og báru þeir frjáls- lyndari sigur úr býtum. Til atkvæða var gengið 46 sinnum áður Dr. Wil- son var kosinn, en við hverja at- kvæðagreiðslu óx fylgi hans Til vara- forseta með W. W. er tilnefndur Marshall, rikisstjóri í Indíana. [Með Taft, er Shermann, sá er nú er vara- forseti, auðvalds-höfðingi mikill]. Dr. Wilson er fæddur í ríkinu Vir- ginia og ólst upp í Suðurríkjunum. Hann lagði fyrst stund á lögvísi og tók próí í þeirri grein. Síðan fór hann að gefa sig allan við stjórnvísi og sagnfræði, varð siðan kennari við Princeton-háskóla, og loks forstjóri hans 1902. Hann hefir ritað ýmislegt um stjórnmál, en hafði engan- þátt tekið í stjórnarbaráttunni fyr eh fyrir 2 árum að hann var kosinn ríkisstjóri í New* Jersey. Þótti hann sýna það í þeirri kosningu, að hann væri vel til foringja fallinn, bæði fyrir mælsku sakir og vitsmuna. Þótti því undir eins líklegt að hann muDdi tilnefndur forsetaefni síns flokks 1912. Mikil líkindi eru til, að Dr. Wilson verði kosinn í haust. Demokratar hafa hin síðari ár verið stöðugt að eflast, og síðastl. haust fengu þeir yfirhönd- ina í fuiltrúadeild þingsins í Washing- ton. Republikanar eru aítur á móti sundraðir, og ekki líklegt, að um heilt grói með þeim til haustsins. Það þykir og sýnt, að tilnefning Dr. Wilsons spilli mjög fyrir Roosevelt. Hann getur nú ekki búist við að fá nema sárfá atkvæði til þess að gjöra frá demokrötum, en það hefði hann fengið ef tilnefnt hefði verið ihalds- samt forsetaefni. 19 atkv. meö, 14 móti, þrír greiddu ekki atkvaiði. Kjörbréfanefnd klofnaði í tvent, um hvort meta skyldi kosningu Matthíasar Ólafssonar þm. V.-ísafj.s. giida. Meiri hlutinn (Guðl. G., Jón Magn. og Guð- jón) taldi úrskurð yfirkjörstjórnar um ógildingu fleirbrotnu seðlanna réttan og í samræmi við 35 gr. kosninga- laganna. Þar stæði tvímælaJaust, að brjóta ætti kjörseðil einu sinni saman en ekki oftar. Ef þessi úrskurður yrði ógiltur, mundi það leiða til þess, áð ákvæði kosn.l. um samanbrot seðlanna yrði sem óskrifað og ætti þá á sama að standa hvernig þeim væri vöðlað ofan í kassana. Slíkt mundi valda hinum mesta glundroða. Lagði til að kosningin yrði metin gild. Minni hlutinn (Jens Pálss. og Björn Jónss.) hélt því fram, að 35. gr. kosn- ingal. gæti ekki verið skilyrðislaust bjóðandi, né bannandi að brugðið væri út af ákvæðum hennar. Greinin væri leiðbeinandi (instruktiv). Taldi seðlana góða og gilda og óréttmætt, að ógilda þá samkv. 35. gr. fyrir þá sök, að þeir væri tvíbrotnir, það væri andstætt anda og tilgaugi þeirrar greinar, sem og kostningalaganna allra. í 38. gr. og 39. gr. laganna væru taldar tæmandi ógildingarástæður kjörseðla, en þar væri tvíbrot ekki nefnt. Vildi því láta ónýta kosninguna og stofna til nýrra kosninga. Simskeyti hafði þinginu borist frá 9 kjósendum í V.-ísafj.s. Sögðust þeir hafa meir en einbrotið seðla sina. Kröfðust þess, að Alþingi tæki þá seðla gilda. Fundur var í Samein. þingi um þetta mál i gær kl. 5. Urðu allheitar umræður um það og langar. Loks var gengið til atkvæða og viðhaft nafna- kall. Þessir þingmenn vildu meta kosninguna gilda : Eggert Pálsson, Einar Jónsson 2. þm. Rapgv., Einar Jónsson 2. þm. N.-M., Eiríkur Briem, Guðjón Guðlaugs- son, Guðl. Guðmundsson, Halldór Steinsson, Jóhannes Jóhannesson, Jón Jónsson, Jón Magnússon, Jón Ólafsson, Júlíus Havsteen, Lárus H. Bjarnason, Pétur Jónsson, Sigurður Eggerz, Stef- án Stefánsson 1. þm. Eyf., Steingrím- ur Jónsson, Tryggvi Bjarnason, Þórar- inn Jónsson. Móti greiddu atkvæði: Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson,

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.