Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 03.08.1912, Blaðsíða 1

Reykjavík - 03.08.1912, Blaðsíða 1
1R e$ fc í a v t k. Laugardag 3. Agúst 1912 Árni Eiríksson Austurstræti 6. NÝKOMIÐ : Dömuklædi — Dagtreyjutau — S vuntut au — Tvisttau — Flúnell — Flóka- og Vaxdúks-hattar íyrir kven- fólk. — Kvensvuntur — Kventöskur og margt fleira. Árnl Eiriksson, Austurstræti 6. * XIII., 31 Ritstj.: II jör-u Fálsson cand. jur. Talsimi 34. Miðstræti 10. Heima daglega kl. 4—5. Fyrrum og nú. Eins og nærri má geta eru állir heimastjórnarmenn á þingi — undan- tekningarlaust — ánægðir yfir stjórnar- skiftunum. Eirihuga voru þeir allir á því að óska að hr. Hannes Hafstein tæki við völdum. Samhuga eru þeir allir á því, að styðja hann „til alls góðs verks“ og veita honum fylgd sína í framfaramálum landsins, en einkum og sér í lagi í sambandsmálinu, ef auðið mætti verða að bæta in grátlegu glappa- skot síðustu ára í því rnáli. Eðlilega fögnuðu því öll heimastjórnarblöð stjórn- arskiftunum. En ekkert blað ritaði þó um þenna viðburð með jafn-viðkvæm- um fjálgleiksorðum eins og sá iðrandi syndari ísafold. Hún segir nú um H. Hafstein: „Hann hafði verið ráðherra áður í rúm fimm ár, og hvað sem um störf hans má segja þessi ár, hafði hann verið óvenju-mikill framkvæmda- maður1); hann hafði aldrei brugðist því trausti, sem flokkur hans3) bar til hans, og hann er enn á bezta aldri að telja má.“ „Hitt er eftirtektarverðara, að hann tekur við völdum, sumpart studdur til þeirra, sumpart alveg mótspymulaust, af mestum hluta þingsins — og mest- um hluta þjóðarinnar má víst bæta við.*8) „Hugurinn hvarflar til ársins 1905*) og næstu ára á eftir, alls þess hams- lausa gauragangs og ofstopa, sem þá var hafinn í landinu og jafnvel í er- lendum blöðum til þess að koma heima- stjórnarflokknums) frá völdum." „Mikill meiri hluti þjóðarinnar er ráðinn í því að gera tilraun til þess að leiða sambandsmálið til lykta,“ á grund- velli sambandslagafrumvarps millilanda- nefndarinnar; „og þótt mikið hafi á milli borið, treystir hún engum sona sinna betur til þess — engum jafn-vel — eins og Hannesi Hafstein. ísafold telur það því skyldu allra góðra drengja í landinu að styðja hann til þess.“ „En þetta starf getur enginn ráð- herra int af hendi, nema friður sé í landinu, nema að sem flestir hugir vinni að því í bróðerni.“6) 1) Þar er nóg að nefna t. d. ritsímamálið, sem ísafold studdi svo drengilega, og má um það efni vísa til ísafoldar árið 1905 og fyr og síðar. 2) Élokkurinn, aem á klassísku ísafoldar- máli hét „heimanstjórnarmenn“, „Dana- sleikjur“, „Föðurlandssvikarar“ og fleiri fögr- um nöfnum. 3) Eins og ísafold benti svo hlýlcga á að afstöðnum kosningunum siðasta haust. 4) í Isafold steudur hér að vísu 1909, en það er auðsjáanleg prentvilla og því leið- rétt hér. 5) í ísafold stendur hér að vísu „sjálf- stæðisflokknum“, en það er einnig auðsjáan- leg prentvilla og því leiðrétt hér. Blaðið hefir nefnilega sýniloga haft í huga bænda- leiðangurinn mikla út af ritsímamálinu og alla ævisögu sjálfs sín frá þeim tíma. 6) Bróðernið reynir ísafold að efla með tilefnislausum getsökum til einstakra hoima- stjórnarmanna (sbr. 51. tbl., „stjórnarskiftin") og með því að prenta æruleysisskammir um sína nýju bandamenn í sambandsmálinu (sbr. 49. tbl. fsmöldar 20. þ. m.) og með aðdrótt- unum ranglætis og samvizkulcysis til heima- stj.flokksins (sbr. ummæli hennar um kjör- bréfadeiluna um kosning M. Ó.) „Óhætt er að fullyrða, að ráðherra Hannes Hafstein hefur þetta starf að nýju með heilum hug og bezta vilja til friðsamlegrar samvinnu". ... „Er þá óskandi, að honum mætti auðnast gæfa til þess að leiða þetta mál til lykta, sjálfum sér til sæmdar og þjóð- inni til hamingju og blessunar." Það er hvorttveggja, að stjórnmála- ritstjóri ísafoldar mun vera maður söngvinn, enda kvað hann nú vera að kompónera nýja melódíu við þennan pólitíska lofgerðarsálm blaðsins, því að hann kvað ekki verða sunginn, svo að vel fari, undir inu gamla grallaralagi ísafoldar. Ekki þarf að efa, að lofsöngurinn sé af heilum hug kveðinn, en „hvað sem um það má segja,“ þá óska allir þingmenn þess einlæglega (að undan- tekinni skilnaðarþríeiningunni), að þess- ar góðu óskir megi rætast, og að ísa- fold megi takast, jafnvel betur en hingað til, að styðja að því, að vor og hennar semeiginleg ósk uppfyllist, og friðurinn og bróðernið batni. J. Ó. forastaleysi í löggjöj. Það er auðvitað, að í landi með þingræðisstjórn ber ráðherravaldinu að hafa mest frumkvæði í löggjöf lands- ins. Þegar miklu fleira kemur fram af þingmannafrumvörpum heldur en stjórnarfrumvörpum, þá má annaðhvort leita að orsökinni í frumkvæðisleysi stjórnarinnar eða í þroskaleysi lands- manna. Um þetta mál ritar ísafold 31. fyrra mánaðar, og hefir hún rétt fyrir sér í inum almennu hugleiðing- um sínum. En ekki er það rétt eða nærgætnislegt af blaðinu að ætlast til sarna frumkvæðis af millibilsráðherra, sem að eins rekur stjórnarstörfin um stutta stund og hefir engan þingflokk við að styðjast. Slíkur ráðherra er að eins skipaður þegar sá tvístringur er á þingi, að enginn flokkur heflr þar meiri hluta. Ég man svo langt, að sumum þótti stjórnarfrumkvæðið heldur magurt í þingbyrjun 1911, og hafði þó ráðherra, sá er þá var við völd, óvenjustóran meiri hluta í þinginu. En ég man ekki til, að ísafold skrifaði þá neitt um frumkvæðisleysi stjórnarinnar. Þá var tilefni til þess, en nú ekki. En almennur sannleikur er það, sem ætíð er gott að minnast, og við ís- lendingar þurfum sérstaklega að læra, að þingmenn ættu milli þinga að leita til stjórnarinnar miklu meira en nú gerist, til þess að benda henni á verk- efni og styðja hana til með góðum bendingum, að leysa þau af hendi. En auðvitað þurfa þeir þá líka að fá svar stjórnarinnar um það, hvort hún ætlar að sinna málaleitun þeirra eða ekki. Og þá mega ekki hjólin í skrif- finskubákni stjórnarráðsins vera svo 'stirð, að menn þurfi að bíða mörgum mánuðum saman eftir andsvörum mála- leitana sinna. J. Ó. fjalla-€yvinðnr. Signr fyrir íslenzba leiklist. Leikfélagið sýndi Fjalla-Eyvind enn einu sinni á miðvikudaginn var. Það er siður þess jafnan, að leika hér og bjóða til þingmönnum meðan Alþingi stendur yfir. Líklega hefði það þó ekki undið svo bráðan bug að því í þetta sinn, ef ekki hefði verið annað tilefni, það að höfuudurinn var stadd- ur hér nokkra daga í bænum. Hús- fyllir var, enda boðið yfir 100 manns. Auk þess voru margir aðkomumenn í bænum um þessar mundir, sem ekki hafa séð Ieikritið fyr, enda urðu margir að hverfa frá. Það væri sjálfsagt gróða- vegur fyrir félagið að leika hann enn einu sinni. Þarna voru margir í leikhúsinu, sem séð höfðu leikritið í Kaupmannahöfn, enda heyrðist víða í húsinuj^saman- burður á leiknum þar og hér. Höf- undurinn var stöðugt "umkringdur vinum og kunningjum, síbrosandi og með ánægjusvip. XIII., 31 Samtál við höfundinn. Hvernig líkar þér? Ágætlega. Ég hafði aldrei ímyndað mér að það væri svona vel leikið hér. Það hafa þá ekki orðið vonbrigði fyrir þig ? Nei, það er öðru nær. Sumt í leik- num hér tek ég langt fram yfir það sem var í Dagmar-leikhúsinu. Til dæmis þótti mér 3. þáttur allur fara miklu betur hér, og sumir af leikend- unum leika jafnvel betur en þeim tókst upp í Danmörku. Leiktjöldin í öðrum og þriðja þætti þykja mér stórum betri en þar, sérstaklega var ég hrifinn af fjallasýninni í þriðja þætti. Þess eins saknaði ég, að félagið hafði ekki tök á að láta heyrast fossniðinn, en þar mun aðallega vera um að kenna þrengslum á leiksviðinu. Hvor endirinn þótti þér betri, sá sem var notaður hér eða ytra? Skilyrðislaust sá sem hér var not- aður. En ytra var honum borgið með hinum frábærilega góða leik frú Dybvad. Hvernig þætti þér sú tilhugsun að sjónleikar legðust hér niður? Óbærileg tilhugsun, og ómetanlegur skaði fyrir alla menningu þjóðarinnar, bæði líkamlega og andlega. En leikhúsið ? Það þykir mér afleitt, og ég sár- vorkenni leikendunum að þurfa að búa við það. Það hlýtur að stórspilla á- hrifum leiksins, hve áheyrendunum líður illa. Getur það verið, að það sé ókleift að koma hér upp viðunanlegu leikhúsi ? Getur það verið, að Alþingi íslendinga álíti landið svo bágstatt, að ekki sé eitthvað leggjandi af mörkum i til að auka menningu þess. Ætli þeim þyki hún ekki nokkuð dýr, blessuðum. Bókvitið verður ekki látið í askana. Fyrir bókvitið eitt hafa þó íslend- ingar orðið kunnir öðrum þjóðum, og hér er ekki um neitt stórfé að ræða. Það er eins og setja 7—8 embættis- menn á hálf laun, eða með öðrum orðum, að gjöra 7—8 manns kleift, að gefa sig algjörlega, eða að mestu leyti, við leiklist. Þú virðist þó ætla að stinga bók- vitinu í askinn þinn. Hvar verður nú Fjalla-Eyvindur leikinn í vetur ? Á Þjóðleikhúsinu í Noregi. Drama- tiske Teatern í Stokkhólmi og Gauta- borgarleikhúsi og Dagmarleikhúsinu og ef til vill víðar. Er það satt að þú sért orðinn göldróttur ? Ekki er örgrant um það. Hvað líður Lofti; hvenær verður hann búinn ? Fáum við hann í vetur ? Ekki nema eitthvað sérstakt lán fylgi mér. Ég er ekki farinn að skrifa hann enn þá, en ég hefi hann allan í höfðinu. Er það ókurteisi að spyrja þig, hvernig maður Loftur sé ? Nei. Galdra-Loftur er heljar-hlutverk, og engu þýðingarminni fyrir það leik- rit, sem á að bera hans nafn, heldur en Halla er fyrir Fjalla-Eyvind. Höfundurinn sagði að Fjalla-Eyvindur væri kominn út á þýzku, Auk þess eru

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.