Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 03.08.1912, Side 4

Reykjavík - 03.08.1912, Side 4
124 REYKJAVIK Oifrasta Hmnli I Það vita nú flestir að er Verzluniu „Víkingur", taugaveg 5. N Ý K O M I Ð í ofanálag á hinar stóru birgðir, mjög mikið af : Yindlam — Vindlingnm — Reyktóbak — Hunntóbak — Rjól B-B. SÆLGÆTI og ýmsu góðu i NESTI i ferðalög. — Ennfremur ógrynni af Pós tkortum. Carl Lárusson. reyndust svo vel sem bannvinir hefðu gjört sér vonir um. Ef hún fengi ekki að skera úr, héldu deilurnar áfram í landinu. Bar því upp svohljóðandi rökstudda dagskrá: „Deildin telur rétt, að aðflutnings- bannslögin verði eigi úr lógum numin, án uyidangenginnar atkvæðagreiðslu þjóðarinnar. En þar sem reynsla er ekki komin á bannlógin, télur deildin tiUógu þá, sem fyrir liggur, of snemma borna fram, og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá*. Var hún samþ. með 7 atkv. gegn 3. I>essir voru meö: Björn Þorl., Stef. St., Jens Pálss., Sig. Eggerz, Jón Jóna- tansson, Þórarinn Jónss., Jósef Bjömss. jjapauskeisari iátinn. Símað hefir verið til blaðsins að Mutsuhito keisari í Japan sé andaður. Það er ekki of mikið sagt, þó um hann séu höfð þau orð, að þar sé hnig- inn til moldar sá er mestur var stjóm- vitringur allra núlifandi þjóðhöfðingja og er enda vafamál hvort hann hefir átt sinn líka á síðari öldum. Hugurinn hvarflar til sögu Japana. í fornöld réð þjóðhöfðingi þar ríkjum, sá nefndist Mikado. Japansbúar tign- uðu hann sem guð og var mikil helgi á honum, kom hann því lítt meðal manna. Þegar ófrið eða uppreisn bar að höndum varð hann að fela öðrum herstjórn á hendur. Varð það til þess að yfirhershöfðinginn fékk smátt og smátt alla stjóm landsins í sínar hend- ur. Hann nefndist Shogun. Á mið- öldunum og fram á miðja 19. öld voru því tveir höfðingjar yfir landinu, hafði Shoguninn öll völd. Varð oft ófriðarsamt í landinu, því ríkustu ætt- imar börðust um Shoguntignina. Sho- gunamir áttu sammerkt í því vel flestir, að þeim var illa við komur Evrópumanna til landsins. Það mátti heita lokað land fyrir þeim, þótt koma mættu þeir í einstöku borgir. Mutsuhito er fæddur 1852 og tók við Míkadotign eftir föður sinn 1867. Voru þá ýmsir góðir menn þar í landi, sem áhuga höfðu á að fá stjómarfyrir- komulaginu breytt og var Mikadoinn •inn þeirra. Steypti hann árinu eftir Shoguninum frá völdum, og tók þau sjálfur. Fluttist hann nú til Yedo þar sem Shogunamir höfðu setið, skírði borgina um og kallaði Tokio. Sneri hann sér að því að breyta stjóm lands- ins og koma á þingbundinni konungs- stjóm, naut þar við ágætra ráðgjafa. Evrópumönnum var leyft að setjast að í landinu og tóku Japanar að semja sig að háttum þeirra. Má óhætt full- yrða að landið hafi tekið jafnmiklum framförum á 40—50 árum eins og Norð- urálfan á 1000 árum. Er uppgangur Japana hin síðari árin í fersku minni, og varþað að miklu að þakka keisaranum. Þingmannafrumvörp. Þeirra hefir verið getið hér í blaðinu 9 að tölu. Hér koma nokkur í viðbót. Frumvörp um verzlunarlóðir. Frv. til laga um löggilding Verzlunar- staðar í Gjögri í Strandasýslu. Guðjón Guðlaugsson flytur það. Frv. til laga um sölu á nokkrum hluta af kaupstaðarstæöi HafnarQarðar og af öðru Iandi Garðakirkju. Björn Krist- jánsson flytur. Frv. til laga um stækkun verzlunar- lóðarinnar í Norðfirði. Flm. Jón Ól. Um stækkun verzlunarlóðarinnar á Flateyri við Önundarfjörð. Flm. Matt- hias Ólafsson. Skipun læknishéraða. Guðjón Guðlaugsson flytur frv. um að Staðarhreppur í Húnavatnssýslu, Bæjar- hreppur og Óspakseyrarhreppur að Snartartungu i Strandasýslu skuli verða gjört að sérstöku læknishéraði. Halldór Steinsson vill láta gjöra Hnappadalssýslu og syðsta hrepp Snæ- fellsnessýslu að sérstöku læknishéraði. Bjarni Jónsson frá Vogi flytur frv. um að láta skifta Dalasýslu í tvö læknis- héruð. í efri deild ber séra Einar Jónsson fram frv. um að gjöra Borgarfjarðar- hrepp í Norður-Múlasýslu að sérstöku læknishcraði. Þingmenn Rangæinga vilja stofna sér- stakt læknishérað er nefnist Eyjafjalla- hérað, á að vera: Austur- og Vestur- Eyjafjallahreppur og Austur- og Vestur- Landeyjahreppur og Bakkabæir. Samþyktafrv. Frv. til laga um samþykt um veiði í Drangey. Flm. Ól. Briem. Frv. til lagu um samþyktir um ófrið- un og eyðing sels úr veiðiám. Frv. til laga um samþyktir um mótak. Bæði þessi frv. flytur Sig. Sig. Um breyting á lögum um vátrygging fyrir sjómenn flytja frumvarp þeir Sig. Sig., H. St. og Sk. Th. Skylt að vátryggja líf hérlendra sjómanna er stunda fiski- veiðar viku eða lengur á vélarhátum eða róðrarbátum. Matthias Ólafsson flytur lika frumvarp um líftrygging sjómanna. Allirsjómenn skulu tryggja líf sitt með 100 krónum og iðgjaldið fyrst um sinn 10*/®. Eng- an má skrá á skip, sem ekki hefir gjört það. Frv. um árgjald af verzlun og við- skiffum við útlönd flytja Jens Pálsson, Sig. Stef. og St. St. Hver sem flytur vörur til íslands eða frá, skal tilkynna innan tveggja mánaða frá árslokum, hvaða vörur hann hefir flutt til lands- ins eða frá, síðastl. ár. Nánari ákvarð- anir um hvernig gjaldið skuli greitt. Frv. um sölu á eggjum eftir þyngd. Flm. J. Ól. Frv. til laga um alment verzlunargjald af útfluttum vörum. Fyrstu 2 greinar þess hljóða svo: 1. gr. Af hveijum 50 kilogr. eða rainni þunga af vörum með umbúðum, sem fluttar eru til landsins, og ekki eru send- ar í pósti, skal greiða 50 aura verzlun- argjald í landssjóð. Pegar vara sam- kvæmt farmskrá eða farmskírleini (co- nossement) er talin eftir rúmmáli, skal cfensíar gódir og ódýrir. *3es SZimsen. greiða 30 aura gjald fyrir hvert tenings- fet. Af kornvörum og kartöflum skal þó að eins greiða 25 aura af hverjum 50 kilogr., af steinoliu, rúðugleri, sementi og kalki 10 aura af hverjum 50 kilogr., af hverju tonni af kolum 1,00 og af hverju tonni af salti 50 aura. Af tigulsteinum, tómum tunnum og unnustöfum, prentuðum bl öðum og bókum, áburðarefnum og vörum, sem sjerstaklega er lagður tollur á, skal þó ekkert farmgjald greiða. 2. gr. Greiða skal auk venjulegs póst- burðargjalds gjald í landssjóð af hverj- um póstböggli, sem kemur til landsins frá útlöndum sem hér segir: a. af bögglum sem vega alt að 21/® kg. 10 aura. b. af bögglum sem vega yfir 21/® kg. að 5 kg. 20 aura. Gjald þetta greiðir viðtakandi í frí- merkjum um leið og hann tekur við bögglinum, og skal pósthúsið, sem af- hendir viðtakanda böggul, líma þau á böggulinn sjálfan, og stimpla þau á venjulegan hátt. Af póstbögglum, sem eru endursendir til útlanda, skal ekkert gjald greiða, né af prentuðum blöðum og bókum. Um merking á kjöti, Flm. St. St. Eyf., Pétur Jónsson og Porl. Jónsson. Ákveð- in merki, er dýralæknar og læknar, er til þess eru skipaðir, skuli setja á hæfi- lega marga staði á hvern kropp. Öll- um öðrum óheimilt að merkja lcjöt til útflutnings á sama hátt. Frv. um varadómara í landsyfirréttin- um flytur Stgr. Jónsson. — Prófessorar í lagadeild háskólans sjálfkjörnir vara- dómarar í landsyfirréttinum eftir hlut- kesti. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 18, 9. júlí 1909 um styrktarsjóð handa barnakennurum. — Sjóðurinn fái 2500 kr. styrk úr. landssjóði á ári hverju. Kennarafélagið kýs þann mann í stjórn sjóðsins, er stjórnarráðið hefir áður til- nefnt; Flm. L. H. B., V. G. og Bjarni Jónsson. Frv. til laga um breyting á lögum um stofnun Landsbankans. Jón Ölafsson vill að útibú frá Landsbankanum verði sett í Suður-Múlasýslu í stað Seyðisfj. Frv. til laga um breyting á hafnarlög- um Reykjavikur flytur Jón Jónsson. Breytingin samhlj. tillögu þeirri er sam- þykt var á bæjarstj.fundi 4. júlí. Nöfn ogf nýjung/ar. is O0 snjór. óyenjumikill kuldi hefir verið hér alla þessa viku, í fyrri nótt og í nótt snjóaði ofan í miðja Esjuna og ofan í bygð sumstaðar, þótt ekki festi. Á norður- landi, sérstaklega í Þingeyjarsýslum sum- staðar, varð fólk að hætta heyskap sökum snjófalls. Sildveiðaskip segja ishroða að sjá beggja megin við Grímsey, og inni á Húna- flða hefir hann líka sézt. Hafnarverkfrseðingur hefir verið hér ' undanfarna daga, að athuga höfnina, sendur af félaginu Saaby <Sfc Lercke. Ætlar félagið að gera tilboð i hafnargerðina. Fálkinn kom frá Grænlandi í fyrra dag. Hafði uppi sóttvarnarfána þegar hann kom á höfnina. Voru þeir hræddir um að tauga- veiki kynni að vera á skipinu, en það reynd- ist eigi svo. SæmundurlæknirBjarnhéðins- son fór um borð að rannsaka það. Ceres kom vestan af fjörðum á þriðju- dag. Farþegar Karl og Ólafur Proppé, Magn- ús Blöndal hreppstjóri í Stykkishólmi o. fl. Hún hafði numið niðri einhversstaðar á Vest- fjörðum, en ekki sakað. Var skoðuð hér. Hún fór til útlanda í gær og með henni mesti sægur af fólki, mest þó útlendingar og Ameríkufarar 20—30. ÖU rúm fullskipuð og meira en það. Meðal farþega: Þrjú syst- kini, börn Kristjáns Jónssonar fyrv. ráðh., Ása, Þórunn og Halldór, séra Ásmundur Guðmundsson (til Ameríku), B. B. Olson umboðsmaður Kanadastjórnar, sem hérhefir verið frá því seint í vetur, Haraldur Sig- urðsson tannlæknir, Sigfús Blöndahl, André* Guðmundsson, ungfrú Guðríður Jóhanns- dóttir o. fl. o. fl. , Brúðkaup. Á þriðjudag giftust ung- frú Elín Stephensen (fyrv. Tandshöfðingja) og Júlíus Stefáns8on disponent. Var gift í kirkjunni, en veizla á Hótel Reykjavík. Á fimtudag voru gefin saman ungfrú B. Láru»- dóttir (Benediktssonar frá Selárdal) og séra Magnús Jónsson. Bæði brúðhjónin fóru héðan með Ceres. Hin fyr töldu til Kaup- mannahafnar, en hin síðarnefndu til Vestur- heims. Austri kom úr hringferð á miðvikudags- morgun. Með honum: séra Halldór Bjarna- son, Presthólum, Sig. Sívertsen dósent, Jón Runólfsson sýsluskrifari frá Eskifirði, alfarin þaðan (fer til Stykkishólms), Mrs. SoffiaBild- fell (Winnipeg), frú Elisabet Sigurðardóttir, Hallormsstað. Austri fór aftur í morgun í strandferð. Með honum; Lárus Tómasson bóksali.JJón Scheving, sr. Jón á Stafafelli o. fl. Bragi kom frá Englandi i fyrradag, með honum aftur Kr. Jónsson apótekari. Hjónaefni. Oddur Hermannsson cand. juris og ungfrú Þóra Magnússon, kjördóttir Jóns Magnússonar bæjarfógeta. PéturJóns- son söngvari og ungfrú Ida Marie Köhler, dóttir Köhlers forstjóra verksmiðjunnar Frederiksholm Teglværk i Danmörku. Ingimundur. Af þvi að það hefir stund- um leikið orð á þvi, að „Reykjavíkur“ Ingi- mundur væri falsaður, þá skal það tekið fram, að sá Ingimundur, sem skrifar í blaðið í dag, er sá eini ekta og ósvikni Ingimundur, candidatus philosophiae, fyrr- um starfsmaður við blaðið Ingólf. 2. Ágúst. Ekki varð af þjóðhátiðar- haldi i ár, enda mesta kuldaveður i gær. Bankarnir lokaðir, það var næstum að segja einu hátiðabrigðin. Taurullur ágjætar hjá Jes Zimsen. Hvaða mótor cr ódýrastur, beztur og mest notaður *> Gideon-mótorinn, Elnkasftli Thor E. Tulinius & Co. Kaupmannahöfn. Símnefni: Verzlun. Yerziun Jóns Zoéga selur ódýrast neftóbak, munntóbak. reyktóbak, vindla, cigarettur o. m. fl. Talsimi 128. Bankastræti 14. Hvar á að kaupa ðl og vín? En í Thomsens M a g a s í n. Prentsm. Gutenberg

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.