Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 24.08.1912, Blaðsíða 1

Reykjavík - 24.08.1912, Blaðsíða 1
1R fc \ a v t k. Laugrardas: 24. Agriíst 1913 XIII., 34 XIII., 34 Ritstj.: Björn Pálsson cand. jur. Talsími 34. Miðstræti 10. Pósthólf A 41. Heima daglega kl. 4—5. irpr er sá sem enp Terst". Allir hafa frétt hækkunina á stein- olíuverðinu síðustu dagana — fimm krónur á fatinu,. og sögð væntanleg innan skamms ný hækkun — sjö krónur. Það er von að fólkinu ægi þetta, og von að Alþingi hafi gert málið að umhugsunarefni, hvort ekkert sé auðið að gera af löggjaf- arvaidsins liálfu til að varðveita þjóðina fýrir inum banvænu faðm- lögum þessa risa-blekfisks, sem nú tegir angana í flest lönd og lifir og fitnar á að blóðsjúga þjóðina. Það er vitanlegt, að þessi hækkun, sem nú er orðin tólf krónur í Dan- mörku og milli sex og sjö mörk í Hamborg, stafar sem mest eingöngu af fégræðgi steinolíufjelagsins. Þó að hér sé borin fyrir hækkun á farmgjaldi með skipum, þá er það hrein ósannindi og fyrirsláttur. Vitp- skuld hefir farmgjaldið hækkað, en eklti neitt í áttina sem þessu nem- ur, enda er farmgjaldið nú alls á olíu frá New York og hingað, frá New York til Reykjavíkur að einsdiðug- ar þrjár krónur á fal. Fleiri ástæður hafa heyrst fyrir hækkun þessari, hvað sem þtr í er til hæft. Ein sú liklegasta er sú, að félagið sé með þessu nð láta Norðurálfnþjóðirnar, þær sem það hefir náð einokun hjá, horga kostn- aðinn fyrir húshónda sinn, Rocke- feller gamla, sem nýlega var í hæzta* rétti Bandaríkjanna dæmdur í fjöru- tíu miljóna dollara sekt auk máls- kostnaðar fyrir óleyfileg einokunar- samtök í Bandaríkjunum. Því að Bandaríkin standa það framar öðr- um ríkjum, að þau hafa lög í landi hjá sér, þau er banna einstakling- um og félögum að hafa einokunar- félagsskap til samningasamtaka um uð hindra frjálsa verzlunarsamkepni og hækka vöruverð fram úr eðli- legu hófi. Steinolíufélagið danska, sem kall- ar sig D. D. P. A. og danir lesa Det Danske Petroleums Aktiesrlskab, en íslendingar lesa úr: »Danskur Djöfull Petróleums-Andskoti«, er ækki annað en einn angi af ein- okunarsamsteypufélagi Rockefellers. Það hefir gert samninga við flest- ulla islenzka kaupmenn, sem skuld- binda kaupmennina til að kaupa ekki steinolíu af neinum öðrum en félaginu. Fyrst mun það hafa byrj- að á árlöngum samningi, svo fór það að gera samninga til fimm ára og síðan mun það hafa farið að smálengja samningatímann og er mælt, að síðustu samningarnir bindi kaupmenn við félagið í fjörutíu ár. Það væri engin vanþörf á, að lög- gjafarvaldið tæki hér í taumana, ef það hefði hugsun og mannrænu til þess. Stjórnin lagði nú fyrir þetta þing ■ frumvarp til laga um lieimild fyrir stjórnina til að selja einstökum manni eða félagi einkasölu á steinolíu hér á landi. En þetta frumvarp var samið áður en steinolíufélagið sýndi sig í að fara-að misbeita valdi sínu hér eins og nú er bert orðið. Og tilgangur frumvarpsins var ekki sá, að trj'ggja landsmöpnum sanngjarnt steinolíuverð og gæði olíunnar, lield- ur vár tilgangurinn einvörðungu sá, að auka landssjóði tekjur með því að selja þjóðina undir einokunar- vald einstaklings; og líklega mun helzt hafa verið hugsað um, að selja D. D. P. A. einokunarleyfið. Þetta leizl landsmönnum ekki á. Landsmeun eru yfirleitt andvigir þvi, að einstaldingum sé í hendur selt einokurvald yfir þjóðinni. Ef nauð- syn ber til, mundu menn heldur taka því að landsstjórninni sjálfri væri einkasölui’éttur veittur á einhverri vörutegund. Landsstjórnin hefir nefnilega enga hvöt til að svíkja gæði vörunnar, en það mundi í framtið- inni reynast ókleift að gæta slíks um einstaklinga. Alþingi hafnaði því þessu frum- varpi stjórnarinnar. En þegar liækk- unin mikla á steinoliuverðinu kom í Ijós, svo að sýnt var, hvert félagið stefndi, þá báru nokkrir þingmenn (Jón Ólafsson, Eggert Pálsson og Bjarni Jónsson) upp frumvarp um að veita stjórninni einkaleyfi fyrst um sinn um eitt ár, eða til ársloka 1913, til að flytja hingað steinolíu til lands og selja landsmönnum hana fyrir það verð, er ríflega svaraði inn- kaupsverði og kostnaði. Frumvarp þetta var samþykt með allmiklum atkvæðafjölda í neðri deild á fimtu- daginn og var á dagskrá til annarar urtiræðu í gær, og var tilgangurinn að hafa bæði aðra og þriðju um- ræðu sama daginn í neðri deild með þingskapaafbrigðum og þá gæti efri deild með þingskapaafhrigðum sam- þykt frumvarpið við þrjár umræður í dag, eða ef á þyrfti að halda lok- ið síðustu umræðu snemma dags á mánudagsmorguninn. Frumvarp þetta er bygt á því, að nefndarmönnum var kunnugt um, að landsstjórnin hafði verið í samninga- umleitunum við steinolíufélag í Bandaríkjunum, sem framleiðir á- gæta olíu (sem sýnishorn eru til af hér) og er alveg óháð einokunarfé- lögum Rockefellers. Enda til fleiri óháð félög í heiminum, sem kostur mundi á að semja við. Dálítil mót- spyrna hefir komið fram gegn frum- varpinu, aðallega bygð á vanþekk- ingu á almennu verzlunarfyrirkomu- lagi og grýlum um upphugsuð van- kvæði fyrir stjórnina á þvi, að reka það starf, sem frumvarpið heimilar henni. Hefir þó verið bent á á þingi, að auðvelt sé að fá einhvern merk- an og óháðan kaupmann í Reykja- vík til að reka starfið fyrir stjórnina fyrir mjög sanngjarnt kaup (svo sem sex þúsund krónur eða þar um bil). Þá hefir því verið hreyft, að stjórnin hlyti að hafa birgðaútsölu af olíu á hvrrri löggiltri höfn á landinu. En þetta er ekki annað en hégóma-grýla. Frumvarpið ætlast að eins til að stjórnin hafi ávalt nægar birgðir fyrirliggjandí á ein- um stað í landinu (Reykjavík). Kaupmönnum, kaup'félögnm, sveita- félögum og öðrum er ekkert erfið- ara að birgja sig upp með olíu frá Reykjavík, heidur en nú og undan- farið að birgja sig upp frá Kaup- mannahöfn eða Skotlandi eða öðr- um stöðum í útlöndum. Þegár þetta er skrifað (föstudags- morgun), er enn óséð um forlög frumvarpsins. En geta má þess, að fram er komin brej'tingartillaga í þá átt, að veita Landsbankanum einka- sölurétt þennan í stað þess að veita stjórninni hann, og um jafnlangan tíma. Það verður nú fróðlegt að sjá, hversu andstæðingar frumvarpsins snúa sér við þessu. Það erí mæli, að starfslið D.D.P.A. hér í bænum hafi verið mjög á hreyfingu síðan á fimtudagsmorgun- inn, til að reyna að eiga tal við þingmenn og hafa áhrif á þá. Eg legg nú ekki mikinn trúnað á þá sögu, og því síður á hitt, að þeir lingmenn, sem annars hafa verið frumvarpinu fylgjandi, muni verða falir til að leggja þessu danska ein- okunarfélaði lið sitt. En málið er mikilsvert fyrir þjóð- ina, og ekki sízt fyrir mótorbátaút- veg landsmanna. Hann hefir víða staðið svo tæpt með að bera sig, að þessar hækkunar-aðfarir félagsins mundu koma honum á kaldan klaka. Stærsti mótorbátabátaútgerðarmað- urinn hér við land hefir sagt, að fimm króna hækkun leggi fimtán hundruð króna aukaskatt á útgerð sína. Hvað verður, þegar hækkun- inn er komin upp í tíu krónur eða meira ? Hér getur verið um líf og dauða mótorbátaútgerðarinnar að ræða. Það er engiim vafi á þvi, að þess- ar aðfarir félagsins geta rekið þús- undir manna burt úr landinu. Því verður óefað veitt eftirtekt, hvernig hver þingmaður greiðir at- kvæði um þetta mál. J. Ó. íslenzkur þingmaður í Canada. Nýkomið „Lögberg“ skýrir frá þvi, að afstaðnar séu fylkiskosningar í Saskatchewan. Hberalar urðu þar í miklum meiri hluta, komu að yfir 40 þingmönnum, en mótflokkurinn að eins 7. Einn liberölu þingmannanna er ís- lendingur, Wilhelm H. Paulson, sem mörgum hér á landi er að góðu kunnur. Hann bauð sig fram í kjördæmi því er Quill Plains heitir, og er þar tals- verð íslendingabygð. Wilhelm H. Paulson er fæddur á Hallfríðarstöðum í Hörgárdal 14. ágúst 1857. Hann ólst upp hér heima, en 26 ára fór hann vestur um haf og Verzlun Guðrúnar J ónasson Aðalstroeti 8. Bezt, fjölbreyttast og ódýrast SÆIiGrÆTI og ÁVEXTIR í bænum. Alls þrifnaðar gætt við afgreiðsluna. hefir átt þar heima síðan, en fyrir nokkrum árum kom hann tvívegis til íslands í erindum Dominon-stjórnar- innar; kyntist hann þá mörgum mönn- um hér og gat sér bezta orð. Þeir vita það gjörst sem reyna, hve miklum erfiðleikum það er bundið fyrir mann, sem fullorðinn kemur að heiman, að ryðja sér braut í framandi landi, einkum á þetta þó við um þá, sem taka ætla þátt í stjórnmálum, því þar háir tungan manni. Þessa erfiðleika hefir Vilhelm Pálssyni tekist að yfir- stíga. / Fyrstu árin eftir að vestur kom fékst hann við trésmíði, hafði numið >á handiðn hjá Vilhjálmi heitnum Bjarnarsyni frá Rauðará, þá í Kaup- angi. Rak svo hrðavöru-verzlun, sem þar er kallað, í Winnipeg um nokkur ár. Var síðan um hrið í þjónustu Dominion-stjórnarinnar, sem fyr erað vikið. Fasteignasali var hann um nokkur ár í Winnipeg, en fluttist haustið 1910 til Leslie í Saskatchewan og stofnaði verzluu þar. W. P. tók strax þegar hann kom vestur að hugsa um landsmál og fylgdi jaínan frjálslynda flokknum. Brátt fór hann að vinna fyrir flokk sinn við kosningar, og ferðaðist þá um og hélt ræður á þingmálafundum, en þó fyrst að eins meðal íslendinga. En hin síð- ari ár færði hann út kvíarnar, og var hann oft fenginn til að tala á fundum enskumælandi manna. Sýndi það ber-- lega hvílíkt traust flokksmenn hans báru til hans, því til þess eru ekki fengnir nema málsnjallir og færir menn. W. P. er lika prýðilega vel máli farinn og ve^ mentaður, þótt aldrei hafi í skóla komið. Ætla mætti, að W. P. hefði gleymt ættjörðu sinni, þar sem hann hefir gefið sig svo mjög að málum Canada, en svo er ekki. Hann hefir jafnan fylgst með í því sem hér gjörist, og lesið flestar þær bækur og blöð sem út hafa komið hér á landi hin síðari ár. Hafði hann sérstaklega gott færi á að kynna sér íslenzkar bókmentir meðan hann rak verzlun í Winnipeg, því þá var hann umboðsmaður Bók- salafélagsins. Um ekkert þykir W. P. skemtilegra að spjalla en ísland, og þar dvelur hugur hans marga stund. W. P. er mesti gleðimaður, fyndinn og fjörugur í samræðum, heldur snjall- ar tækifærisræður, og er öruggur og einbeittur í kappræðum. Hann er vinsæll maður, enda drengur góður. Sveinn Bjömsson yfirdómslögmaður. er fluttur i Hafnarstræti SS. Skrifstofntíini 9—2 og 4—6. Hittist venjulega sjáifur 11—12 og 4—5.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.