Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 24.08.1912, Blaðsíða 2

Reykjavík - 24.08.1912, Blaðsíða 2
134 REYKJAVlK Frá Alþingi. Stjórnarskrárfrumvarpinu var vísað írá neðri deild með rökstuddri dagskrá á miðvikudagskvöld. Urðu um það nokkrar umræður, endurtekningar á því sem um það hefir verið skrifað og talað í vor. í dagskránni er talað um #n<?icÁv(ímillilandanefndarfrv. frá 1908, sem „ísafold" varð bumbult af um daginn. Annars er dagskráin svona: Með því að til stendur, að leyta samkomulags við Dani um sambands- málið á grundvelli frv. millilandanefnd- arinnar 1908, með þeim breytingum, unginn, að leitað verði nýrra samninga um sambandið milli Danmerkur og íslands. Þessi tillaga var samþ. með 31 atkv. gegn 5. Fjarverandi var Björn Kr. Atkvæði greiddu ekki Kr. Jónsson og Björn Þorl. Nei sögðu : Bjarni frá Vogi, Sk. Th., Sig. Eggerz, Þorl. í Hólum. Sjúkir eru Björn Jónsson og Jón frá Múla. Þingsályktunin uiu strandferöirnar var samþ. þannig: Neðri deild Alþingis lýsir yfir því, e=> r-~t w fcafl ŒZ> . <^> CD un - LTD <=> Í3 CX3 £=3 e=s' S '5= m B S M oa oQ CÖ LT5 03 —- «= i I- gj a ö & 53 .5 063 T3 22 « LT3 oa g g I S s tð ö 3 1895. 50 ára afmæli alþingis. að hún veitir stjórninni heimild til: 1. Að leysa Thorefélagið frá samningi þess 7. Ágúst 1909 frá lokum þessa árs, en heimilt er stjórnarráðinu að setja félaginu þessi skilyrði : Að félagið hafi viðkomustaði í nokkrum miliilandaferðum í hafnarstað á Norður-Þýzkalandi (t. d. Jáibeck). Að félagið gefi stjórninni kost a. b. á, ef til þess kemur, að kaupa skipin „Austra og „Vestra“. Að gera. samning fyrir árið 1913 um strandferðir, svo góðar sem kostur er á, og að hún megi verja til þess alt að 60,000 krónum. Nefndarálit um frumvarp til laga um viðauka við Vóg um íitflutnings- gjald af fiski, lýsi a. fi. frá 4. nóv. 1881. Innkaupin i Edinborg auka gleði — minka sorg\ er samkomulag fæst um, bæði inn á við og út á við, en það mundi að sjálfsögðu ieiða til stjórnarskrárbreyt- ingar, þá telur deildin ekki rétt, að gjöra samþykt um stjórnarskrána að þessu sinni, og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá. Tillaga til þingsályktunar um sam- bandsmálið. Alþingi ályktar að feia ráðherra, að bera það fram við hans hátign kon- Frumvarpið er eitt af skattaný- mælum stjórnarinnar, og stafar eins og hin frá milliþinganefndinni um fjár- mál landsins. Athugasemdir stjórnarinnar við frum- varpið er á þessa leið: „Um afstöðu stjórnarráðsins til þessa frumvarps, sem er óbreytt eins og það kom frá fjármálanefndinni, vísast til athugasemdanna um frumvarp til laga um einkarjett og einkaleyfi til koiasölu á íslandi". Kolafrumvarpið var, eins og kunn- ugt er, af minnisstæðum ástæðum ekki lagt fyrir alþingi, enda voru ástæður stjórnarinnar fyrir því frumvarpi ör- stuttar, í einu^n 11 línum, og ekki sérstaklega vikið að síldartollsfrum- varpinu fremur en hinum frumvörpum miiliþinganefndarinnar. Þaðan verða því ekki sóttar ástæður fyrir frum- várpinu. Og er þá að líta á „athugasemdir" milliþinganefndarinnar við frumvarpið. Þær eru á þessa leið: „Til hægðarauka, og til þess að hafa meginmál frumv. sem styst, er frv. þessu ætlað að verða viðaukalög við lögin um útflutningsgjald af fiski, ]ýsi o. fl. frá 4. nóv. 1881. Þetta fyrir- komulag er er einnig í fullu samræmi við lögin um útfiutningsgjald af hval- afurðum, frá 11. nóv. 1899. Gjald- hæðin á áburðar- og fóðurefnum er hjer ákveðin eins og af samskonar áburðar- og fóðurefnum, búnum til úr hvalbeinum og hvalkjöti. Hins vegar þykir ekki ástæða til að taka hærra útflutningsgjald af síldarlýsi en öðru lýsi, með því að þessi tegund er ekki verðmætari en t. d. alment þorska- lýsi“. ' Yér höfum dregið hjer saman á einn stað alt það, sem stjórn og milliþinga- nefnd hefir lagt til þessa máls, að undanteknum örstuttum inngangi í 12 línum, í álistsskjali nefndarinnar á undan frumvarpinu, sem er í 3 ör- stuttum greinum, og leyfum oss nú að skýra háttv. deild frá áliti voru. Um búning frumvarpsins getum vjer ekKÍ varist að geta þess, að oss finst það hefði verið eigi lítill „hægðarauki" frá almennu sjónarmiði, ef nefndin í skófatnaðaryerzlun Jóns Stefánssonar Laugaveg 14 gerast þau beztu kaup, sem hægt er að fá í bænum. T. d.: Kvenstígvjel á 5 kr. Karlm.stígvjel á 6 kr. 50 a. hefði búið til eitt heíldarfrumvarp úr öllum gildandi ákvæðum um útflutn- ingsgjald og bætt við það nýmælum sínum. Útflutningsgjaldslögin eru svo mörg: lög nr. 16, 4. XI. 1881; lög nr. 10, 13, IV. 1894; lög nr. 8, 6. III. 1896, lög nr. 27, 11. XI. 1899; lög nr. 45, 13. XI. 1903; lög nr. 11, 31. VII. 1907 og lög nr. 18, 11. VII. 1911, að full þörf hefði verið á að draga hin gildandi ákvæði þeirra saman í eina heild, svo sem gjört hefir verið um gjöld af aðfluttum vörum, enda hefði milliþinganefnd átt að hafa bezt tök á því. Það er bert af niðurlagsorðunum í athugasemdum milliþinganefndarinnar, að hún hefir álitið siJdarlýsi gjald- frjálst, svo sem stjórnarráðið og kvað hafa ætlað, og að hún hefir ætlað gjald af „almennu" (algengu) lýsi (þorska- ]ýsi) 50 aura af tunnu hverri. En hvorttveggja er tvímælalaust rangt. Síldarlýsi er gjaldskylt samkvæmt lög- unum frá 4. nóv. 1881, sbr. 2. gr., 6. lið: „af hverri tunnu af lýsi“, og gjald af öðru lýsi en hvallýsi hefir verið og er 30 aurar af tunnu hverri. Hins vegar erum vjer milliþinga- nefndinni fyllilega sammála um, að það sé „ekki ástæða ti.l að taka hærra útflutningsgjald af síldarlýsi en öðru ]ýsi“, og ráðum því aliir til að fella niður 1. gjaldlið 1. gr. Og væri þá ekki annað eftir af grein- inni en nýmælin um 50 aura gjald „af hverjnm 100 kg. af fóðurmjöli eða kökum“ og 20 aura gjald „af hverjum 100 kg. af áburðarefnum“.v En þessar vörutegundir telur neíndin óþarft og jafnvel óheppilegt að gjaldskylda nú þegar, og eru ástæður vorar fyrir því einkum þessar: Gjaldið mundi draga landssjóð lítið, enda er ekki svo mikið' sem sennileg ágiskun fyrir hendi um það, hve miklu gjaldið mundi nema. Milliþinganefndin segir að eins eina verksmiðju orðna til á Siglufirði til hagnýtingar síldar í nefndu skyni, en „í ráði að stofna líkar verksmiðjur á Suðurlandi og Vesturlandi". Gjald- skylding á margnefndum vörum nú gæti því jafnvel orðið til þess að draga úr gjaldinu til frambúðar. Þá má og bend á það, að gjald á margnefndum vörum mundi aðallega, ef ekki ein- göngu, lenda á Norðmönnum. En nú hefir landsstjórnin, sbr. þingskj. nr. 81,. í huga samningsumleitanir við stjórn Norðmanna um mikilsvert efni fyrir íslendinga, og ekki ólíklegt, að háttv.. deild vilji styðja stjórnina að því máli, sbr. þingskj. nr. 234. En væri nú að nauðsynjalausu lögtekið gjald, er að- allega lenti á Norðmönnum, þá mætti ætla, að það yrði fremur til að spilla góðum undirtektum af þeirra hendi undir málaleitanir vorar, en til að greiða þeim götu. Ver ráðum háttv. deild til að fella, frumvarpið. Neðri deild Alþingis, 15. ág. 1912. Eggert Pálsson, Lárus H. Bjarnason. formaður. skrifari og framsögum.. Jón Ólafsson, Björn Kristjánsson, Valtýr Guðmundsson, Bjarni Jónsson frá Vogi. Stjórnarfrumvarp það, sem hór er umtalað, kom ekki til umræðu í deild- inni, heldur var samþykt samskonar frv. frá E. d. Útfl.gj. af síldartunnu sett 30 aura og bætt við 25 a. gjaldí af hverri tunnu af umbúðalausri síld. Frumvarp til laga um einkasólu- heimild landsstjórnarinnar á steinolíu, Flm.: J. ól., Egg. P., Bjarni frá Vogi. 1. gr. Landsstjórninni veitist heim- ild til að kaupa svo mikla steinolíu,. sem henni þurfa þykir til að birgja landið, og selja hana kaupmönnum og öðrum (kaupfélögum, sveitarfélögum o. s. frv.),. fyrir það verðj er liðlega svari kostnaði og vöxtum. í þessu skyni veitist stjórninni heimild til að taka það lán, sem á þarf að halda. 2. gr. Meðan stjórnin notar þessa heimild, er engum öðrum leyfilegt-að flytja hingað til lands steinolíu, en stjórninni. O H/F Sápuhúsið o Austurstrætr 17, margar tegundir rússneskar cigarettur nýkomnar. Óvenju ó d ý r a r.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.