Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 24.08.1912, Blaðsíða 4

Reykjavík - 24.08.1912, Blaðsíða 4
136 REYKJAVÍK 19“ frá og mei 15. ágúst 1912 er verðið á öllum tegunðum a| steinoliu hzkkaö um 5 kr. pr. tunnu. Hið (líiiiska síei11olíi ililiitafélao, Islands—(I o i 1 <1 „ f-3 B. Jarlers Antikvagiat. Leverandor til Biivlioteliet i Isafjord. Storí Lager af brugte Boger. - Kataloger sendes gratis. Udenbyes Ordre ekspederes med storste Omhu. 61. Kongevej 134. Ksheihavn V. sem þar búa eign sína, og láta þá vinna fyrir sig með þeim skilmálum, sem þeim líkar. Ef menn reyna til að ná til sín Indíánum, sem aðrir hafa slegið eign sinni á, þá eru þeir tafar- iaust skotnir, ef þeir sem fyrir eru hafa bolmagn til þess.' í Perú er ekki leyft þrælahald frekar en í öðrum sið- uðum löndum, en í gúmmí-héruðun- um er það föst venja, að þeir sem fyrst ná yfirráðum yfir Indíánahóp eigi hann upp frá því. Sir Roger segir dæmi þess að yfirvöldin hjálpi til að handsama strokuþræla, sem svo eru kallaðir. Þetta eigi við um fleiri héruð en Putumayo. Gíúmmíinu safnar eigandinn saman með því að heimta svo og svo mikið af hverjum Indíána. Ef þeir ekki koma með eins mikið og tilskilið er, þá eru þeir pintaðir á alla lund. Aigengust hegning er hýðing. í hverri stöð er gapastokkur og fleng- ingamaður, sumstaðar er það mat- reiðslumaðurinn, sem hefir það starf á hendi. Stundum eru Indíánarnir hýddir í gapastokknum, en venjulega eru þeir lagðir á grúfu á jörðina og hýddið á bert bak og lendur þangað til lagar úr þeim blóðið. Stundum ber það við að þegar Indíáni kemur með gúmmíbyrði sína _ og sér, að hún vegur ekki nógu mikið, þá fleygir hann sér strax flötum og bíður refsingarinnar. Þeir sem hana framkvæma taka þá oft fyrst í hárið á Indíánanum og berja andlitinu við jörbina og hýða hann síðan. Enn grimdarlegri pintingum segir Sir Roger að sé beitt við Indíána, og eru þær svo hryllilegar sumar, að blöð- in vilja ekki skýra frá þeim. Einkum eru harðar refsingar lagðar á þá, sem reyna að flýja og ekki ótítt, að þeir séu pindir til dauða. Síðan skýrslan kom út, hafa orðið umræður um þetta mál á þingum Breta og Bandaríkjamanna. Utanríkis- ráðherrar beggja ríkja hafa skorað á Perústjórn að hlutast til um, að grimdar- seggir þessir verði dregnir fyrir lög og dóm og hún lofað öllu fögru. í enska þinginu hefir verið sett nefnd til að rannsaka hvort forstjórum Peru- vian Amazon Co„ sem heima eiga í London, sé gefandi sök á þessu ástandi. Þetta mál hefir vakið mikið umtal um allan héim. Hafa prestar t. d. valið það fyrir unítalsefni af stólnum. Booth látinn. Á þriðjudaginn varléztWilliam Booth, stofnandi og yfirmaður Hjálpræðishers- ins. Hann var 83 ára að aldri, en var óvenjulega em og hraustur fram til síðustu stundar, nema að sjónin var biluð. Hann fór á síðari árum langar og erfiðar ferðir, og var óbilandi að tala. Booth var fyrst Methódisti, en stofn- aði síðar Hjálpræðisherinn, sem nú er kominn til flestra landa. Þóttýmislegt megi segja um trúarbragðahreyfingu þá, sem Booth hefir vakið, þá er eitt víst, að Herinn hefir haft mikla líkn- arstarfsemi með höndum. Góð kýp miðsvetrarbær fæst keypt á Minna-Mosfelli í Grímsnesi. Nöín «»*►• nýjungar. Hafísjaki mikill stendur grunn í Húnaflóa á 70 faðma dýpi. Það sem upp úr sjónum stendur af honum er talið vera 500 fet. Stúdentar. í vor útskrifuðust 21 stúdent úr Mentaskólanum, af þeim fara að minsta kosti 13 til háskólans í Kaupmannahöfn. Síldarafli hefir verið heldur tregur sem stendur fyrir norðan land, mest vegna ógæfta. „Austri“ kom úr strandferð á fimtu- dagsmorgun. Meðal farþega: Ólafur læknir Thorlacius og Gunnlaugur Jóns- son frá Djúpavog, Magnús Gíslason cand. jur. og séra Haraldur Jónasson frá Fáskrúðsfirði, Guðmundur Þórar- insson kaupmaður á Seyðisfirði og Þórarinn bróðir hans [úr kynnisferð], Guðmundur læknir Guðfinnsson og kona hans [frá Kópaskeri], Jón Arne- sen og frú, frá Eskifirði, o. fl. Steinolíuverðhækkunin. Það má óhætt fullyrða, að um ekkert sé tíð- ræddara hér í bænum nú en um verð- hækkun á steinolíunni og einkasölu- heimildar-frv. það, sem prentað er á öðrum stað hér í blaðinu. Gezt því nær öllum vel að því frv. Hjá steinolíu- félaginu hafði alt verið í uppnámi dag- inn eftir að frv. kom fram. Er sagt að enginn hafi þá verið á skrifstof- unni og var getið til, að skrifstofu- fólkið væri farið út að „agitera", enda sást forstjórinn hlaupandi. En Thomsen ritaði Alþingi bréf um málið. Góður afli er sagður við ísafjarðar- djúp og vestanverðan Húnaflóa. Andrés Fjeldsted augnlæknir kom úr augnlækningaferðalgí með Botníu í vikunni, en fór tveim dögum síðar upp í Borgarfjörð. Hans er von heim um mánaðamótin. Kolsvartamyrkur er nú á kvöldin, og ekki kveikt á Ijóskerunum fyr en 1. Sept. Það þyrfti að gera nokkru fyr. Jón Ólafsson er kosinn forseti milli þinga, þar sem foseti neðri deildar (M. A.) á ekki heima í Reykjavík. Verðlag smjörmatsnefndarinnar. J1/i ’12. Bezta smjör 100 kr. 50 kíló. 18/7 — — — 100---------— 25/i — — — 103---------— Vs — — — 106----------— [Freyr]. Kapt. Trolle er kominn til Hafnar- fjarðar á mótorbát frá Gautaborg. Farmgjaldið er afgreitt sem lög frá Alþingi. Alþingi verður slitið kl. 12 á Mánu- dag. Austri fer í hringferð kl. 6 s. d. Með honum fara þingmenn. Únítaramessa. Séra Rögnvaldur Pétursson, únítaraprestur frá Winni- peg, messar í Fríkirkjunni á morgun, kl. 5 síðdegis. Mörgum mun vera for- vitni á að heyra kenningar únítara. Gestir í bænum. Sigurður Sig- urðsson, skólastjóri á Hólum, Halldór Yilhjálmsson skólastjóri og Páll kenn- ari Zóphóníasson á Hvangeyri, Yigfús Ingvar Sigurðsson cand. theol. (ráðinn aðstoðarprestur að Kolfreyjustað í Fá- skrúðsfirði. Skipaferðir. Botnía og Sterling fóru bæði sama daginn (22. þ. m). Með þeim fóru eins margir farþegar og komist gátu, bæði innlendir og útlendir. íslenzkir meira með Sterling. Þessir fóru svo vér vitum: Frú Thomsen, frú Nielsen, ungfreyjurnar Hrelna Lárusdóttir, Þyri Benediktsdóttir, Katrin Norðmann, Guðrún Ófeigsdóttir. Vestur-íslendingar þessir: Mrs. Soffia Bild- fell, Sigfús Anderson, Jón Thorsteinsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Arinbjörn Bardal og frú og dóttir, S. D. B. Stevenson og frú. Ennfremur: Kristján Torfason kaupm., Jón Norðmann (til Berlínar), Tómas Hall- grimsson, fyrrum bankaaðstoðarmaður,Sveinn Björnsson, yfirdómslögmaður, Finnur pró- fessor Jónsson og Bogi Th. Melsted. Stúd- entar þessir: Kjartan Thors, Hallgrimur Hallgrímsson, Steinn Steinsen, Þorsteinn Kristjánsson, Helgi Guðmundsson, Páll Auð- unsson, Bjarni Jósefsson, Jón Björnsson, Finnbogi Þorvaldsson, og Magnús Ármanns- son. Af eldri stúdentum: Skúli Thorodd- sen, Samúel Thorsteinsson, Helgi Guðmunds- son (Reykholti), Einar Jónsson, Hjörtur Þor- steinsson, Magnús Jochumsson, Daníel Hall- dórsson og Vilhelm Jakobsson. Til Vestmanneyja fóru: Pétur J. Thor- steinsson, Garðar Gislason og Debell. Bnlkanríkin. Allmiklar viðsjár eru milli sumra Balkanríkjanna innbyrðis og hafa nú Tyrkir í æði mörg horn að líta. Alvarleg misklíð reis upp fyrir' skömmu milli Tyrklands og Montenegró, og magnaðist hún loksins svo mjög, að sendiherra Tyrkja þóttist ekki mega sitja þar lengur og tilkynti opinber- lega brottför sína þaðan snemma í þessum mánuði. Höfðu verið smá- skærur þar við landamærin og þar höfðu Montenegróbúar felt 70 manns. Litlu betra er samkomulagið milli Tyrkja og Búlgara um þessar mundir. Svo er að sjá, sem Tyrkir hafi látið myrða fjölda Búlgara að ástæðulausu og vekur það, eins og geta má nærri, megna gremju þar í landi. Var það í ráði, að almennir mótmælafundir skyldu haldnir um land alt. Tala þeirra Búlgara, sem myrtir voiu af Tyrkj- um, er gizkað á að verið hafl um 186. €ggert Claessen, yflrréttarmálaflntningsmaður. PóstliússAr. 17. Talsími 1(1. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Heilrædi. í samfleytt 30 ár hefi jeg þjáðst af kvala fullum magasjúkdómi, sem virtist ólæknaudi. Á þessum tíma hefi jeg leitað ekki færri en « lækna, og notað lengi meðul frá hverjum þeirra um sig, en öll reyndust þau árang- urslaus. Jeg fór þá að nota Waldemar Petersens ágæta bitter, Kína-Lifs-Eliksírinn og er jeg hafði eytt úr 2 flöskum, varð jeg þegar var við nokkurn bata, og þegar jeg hafði eytt úr 8 flöskum, var heilsa mín orðin það góð, að jeg gat neytt algeng^..- fæðu, án þess það sakaði. Og nú ber það að eins örsjaldan við, að jeg finni til sjúk- dómsins, og fái jeg mjer þá einn skammt af bitternum, þá er lasleikinn horfinn þega • næsta dag. , cj Jeg vil þess vegna ráðleggja öllum, þjást af samskonar sjúkdómi, að nota þennai. bitter, og munu þeir aldrei iðrast þess. 9 Veðramóti, Skagafirði, 20. marz 1911. Björn Jónssan, hreppstjóri og d.brm. Hvaða mótor er ódýrastur, beztur og mest notadur •» Gideon-mótorinn, Einkasali Thor E. Tulinius & Co. Kaupmannahöfn. Símnefni: Verzlnn. Verzlun Jóns Zoega selur ódýrast neftóbak, munntóbak, reyktóbak, vindla, cigarettur o. m. fl- Talsími 128. Bankastræti 14. Hvar á að kaupa öl og vín? En í Thomsens M a g a s í n. Prentsm. Gutenberg

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.