Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 24.08.1912, Blaðsíða 3

Reykjavík - 24.08.1912, Blaðsíða 3
REYKJAVlK 135 SANNFÆRANDI Engin rök fyrir ágæti Sunlight- sápunnar geta veri6 meira sannfærandi en þa5, að reyna sápuna sjálfa. SUNLIGHT SÁPA 2286 3. gr. Brot gegn 2. gr. laga þessara varða sektum alt að 100,000 kr., og skal ólöglega innflutt olía upptæk, og andvirðið reDna í landssjóð. Með brot gegn lögunum skal farið sem með almenn sakamál. 4. gr. Lög þessi öðiast gildi þegar í stað. Frumv. þetta samþ. í neðri deild í gær, var haldinn sérstakur fundur til þess í gærkvöld kl. °S afbrigði höfð frá þingsköpunum. Sú breyting var gerð á því, að binda gildi laganna við árslok 1913, og ákvæði sett um það að stjórn megi ráða menn til starfs- ins. Við 3. umr. var haft nafnakall. Einkennilegast við þá athvæðagreiðslu var, hve margir voru fjarverandi. Með írv. voru: E. P., B. Sv., B. J. frá Vogi, Einar J., Halldór St.., J. Ól., M. Ó., Skúli, Stef. St., Tryggvi. Guðlaugur lét telja sig með meiri hlutanum. Móti voru: H. H., J. M., L. H. B., P. J., Sig. Sig. Hinir deildarmenn fjarver- andi. í dag er talið útséð um, ?.ð frv. verði að lögum, verður ekki tekið fyrir með þingskapaafbrigðum í E. d. eins og ætlað var. I stað þess flytja þeir sira J. B. og síra Sig. Stef. þessa þings- ályktunartillögu : Efri deild Alþingis ályktar, að skora á landsstjórnina, að undirbúa og leggja fyrir næsta Alþingi frumvarp til iaga um einkasölu, helzt landseinkasöht, á steinolíu, ásamt svo fullkomnum skýrsl- um, sem fáanlegar eru, um alt er að því lýtur. Fyrirspurn til ráðherra um viðskiftaráðunantinn. Fyrirspurnarinnar hefir áður verið getið hér í blaðinu. Hún var til um- ræðu á Miðvikudaginn. Fyrirspyrjandin Vattýr Guðmunds- son tók fyrstur til máls, hafði hann ræðuna prentaða, enda kom hún sam- stundis út í ísafold og síðar um dag- inn í Lögréttu. Ræðumaður lýsti fyrst vonum þeim, sem menn hefðu gert sér um þetta starf, þótti þær hafa brugðist. Eitt væri mest áríðandi um viðskiftaráðu- nauta, að þeir væru ekki riðnir við pólitík. RáðunauturÍDn hefði byrjað á því, að halda pólitíska fyrirlestra í út- löndum. Honum hefði verið bannað það, en síðan hefði haun farið að gefa út pólitískt æsingablað. Taldi það brot á erindisbréfinu. Einn þingm. hefði gert það að skilyrði fyrir fjárveiting- unni, að ráðunauturinn væri ekki þing- maður eða hefði ekki önnur störf. Stjórnin hefði átt að láta ráðunautinn vei-a í útlöndum, það hefði verið sam- kvæmt tilgangi fjárveitingarinnar. Sagði að hann hefði dvalið mánuðum saman á íslandi. Árin 1910—1911 hefði ráðunauturinn varið 13 mánuðum til Islandsferða. I ár hefði hann dvalið í Höfn frá 1. Jan. til 24. Maí, nema skroppið snöggvast til Kristjaníu. Svo færi hann heim. Um ferðakostnað væri regla í bréfi stjórnarráðsins 9/3 1910, að með auka- kostnaði sé talið það eitt er af ferða- laginu leiðir. Viðskiftaráðunauturinn gerði reikning nú fyrir öllum dagleg- um útgjöldum, þótt setið hafi í Kaup- mannahöfn. Útgjöld þau orðin nú samtals kr. 1557,12. Taldi að ráðu- nautur ætti að lifa á laununum, þar sem hann dveldi til langframa. Reikn- ingarnir alt of háir, fæði oftast 7 kr. á dag og þjórfé um kr. 1,80. Engan árangur kvaðst ræðumaður hafa getað fundið af starfi ráðunauts. Skýrslur hans, sem oft væru ódag- settar eða jaínvel óstaðsettar, væru nú orðið varla um annað, en að hann hefði átt tal við menn um viðskifti íslands. Dálítil viðleitni í fyrstu skýrsl- unum að sýnast gjöra eitthvað. Þótti þær yfirleitt hroðvirknislegar. Stjórnin gæti breytt erindisbréfinu, það væri ekkert því til fyrirstöðu í skildaga fjárlaganna, enda leyft í sjálfu leyfisbréfinu. Hannes Hafstein ráðh. vísaði frá sér að svara, til fyrv. ráðh. Kristján Jónsson kvaðst hafa lýst því yfir á þinginu 1911, hvernig hann liti á það ef fjárveitingin væri bundih við nafn og erindisbréfið. Yæri skoðun sín sú, að með því væri ráðun. tekinn undan umráðum stjórnarinnar. Hún gæti ekki breytt erindisbréfinu, það væri lögfest með fjárlögunum. Hann hefði ekki gefið ráðunaut leyfi til þing- setu eða að fást við blaðamensku, né heldur bannað honum það, til þess hefði sig skort heimild. Ráðun. bannað að fást við pólitík erlendis, en ekki hér á landi. Maðurinn hefði haft þingsetu þegar honum var veitt starfið, og ekki verið sett það skilyrði að ieggja hana niður. Heldur ekki í fjárlögun- um 1911. Einn þingmaður hefði að vísu lýst því yfir, en það væri ekki alþingissamþykt, enda hefði hann og innlendar og útlendar. ) Pappir og Ritföng. — Watermans-sjálfblekunga. Þetta kaupa allir í Bókaverzlun Sigfnsar Eymuudssonar Lækjargöta S. ■) fleiri skoðað þá yfirlýsingu að eins sem andvarp frá særðu hjarta. Yissi ekki til að ráðun. hefði önnur launuð störf á hendi, þingmenskan væri ekki launað starf. Þegar ráðun. hefði komið heim í fyrra haust hefði hann verið að mynda Exportfélag og haft önnur viðskiftastörf með höndum. Um ferðakostnaðinn gegndi nú öðru máli en 1910, sú regla fallin með á- kvæði fjárl. 1911, þar sem fjárveiting- in væri liðuð niður í 6,000 kr. laun og 4,000 kr. ferðakostnað. Ráðun. ætti heimtingu á ferðakostnaði samkv. úrskurði, þó ekki meira en '/12 úr 4,000 kr. á mánuði. Ennfremur töluðu Bjarni frá Vogi, Jón Ól., Sk. Th. o. fl. Varloks samþ. svohljóðandi rökstudd dagskrá: í því trausti, að landssjórnin gæti þess, að viðskiftaráðunauturinn ræki starf sitt samkvæmt erindisbréfi sínu, fáist ekki við annarleg störf, og stjórnin athugi ferðakostnaðarreikninga hans, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá. Til hans munda d Klúpnum. Ekki fyrir laungu síðan vórum við á gangi inn hjá Kleppi og mættum við þar öldruð- um manni sem okkur var sagt að kallaðist Jón Jesú-bróðir, hann var sítalandi og altaf í óða önnum að sópa einhverju með fótun- um. hann sagði okkur að það væru djöflar sem hann væri altaf að berjast við að sópa í burtu svo þeir ekki brendu upp plássið með öllu saman — Okkur undraði að slíkum manni skildi vera liðið að gánga laus. Enn fyrir fáum dögum síðan barst oss bíaðið Reykjavík frá 3 Augúst þ. á. og sáum við þá að þar aug- lísti sig einn Ingimundur hálfu verri gamla Jóni — Enn við þóttumst sjá að ordsökín til þess að hönum var liðið að gánga laus mundi vera sú, að ef hann væri sendur in að Kleppi, þá írdi djöflamaktin þar yfir- sterkari Jóni gamla, því eptir ritgjörd hans í áminstu blaði með fyrirsögninni Mormónar þá sver hann sig í uáinskildleika við höfð- ingja þann sem kallast lígarí og lýinnar höfundur, því þar sem hann talar um að Mormóna Prestur hafi komið hingað til Is- lands árið 1890 og farið með 70 af falleg- ustu og feitustu 8túlkuin landsins til Vestur- heims, þá verdur það hæglega sannað að til Islands kom eingin Mormóna Prestur í 8 ár frá 1886 til 1894 og því skiljanlega gat ekki farið með neinar stúlkur, hvurki frídar nje ófrídar, feitar nje magrar, til Ameríku og mun stæðsta partí vorrar þjóðar vera það vel kunnugt að slíkt hefir aldrey átt sjer stað og er því einúngis heilaspuni annað hvurt frá vínanda eður fáfræði höfundarins — Enn það er ekki að undra þó mundi greyið sje magur og í nöp við íslensku stúlkurnar ef þessar 12 konur hans sem hann seigjist hafa haft, hafa alið hann á Moldargraut og taðkökum og svo allar yfirgefið hann sjálf- sagt fyrir saurlifnað, því sjálfur seigist hann ekkírt annað hjónaband hafa þekt enn að kissa þær — alt svo auðkennir hann sig sjálfan þann rarasta Ingimund Saurlífnaðar Postula Islands, og svo með öllu því laus- læti sem hann ber stúlkunum á brín, þá getur hann þó, sjálfur eandedatusin í Lög- fræðinni og Filasúpuni!!! ekki feingið eina úr öllum þeim hópum sem hann seigir að streymi á kvennabúrið hans koba. Það hlítur að vera eitt hvað höfðinglegra við hann þó sjötugur sje heldrínn við candí- datusin!!! því ekki eru Islensku stúlkurnar sve heimskar eða smekklausar að þær gáng- ist fyrir aungu — Það er óskandi að alþing aumkvi sig yfir munda tetur og lijálpi honum til að ná í það minsta i eina af þeim sem hann seigir að enn þá standi mænandi eptir koba á briggunni, og það helst sem first, því hans er enn von til Reykjavíkur, og það gæti ordið hardara að snúa þeim aptur eptir að hafa fengið að líta hans blíða auglit á ný!!! Það er eignig vonandi að eitthvað af fögr- ustu og færustu Islensku stúlkunum taki sig saman og endurgjaldi þessum háttvirta hreinlífis Postula!!! fyrir þann sóma sem hann hefir gert þeim opinberlega í ritgjörd sinni um þær og Mormóna. Trúboðar hinna siðustu daga heilögu. * * [Grein þessa sendum vér Ingimundi til umsagnar og hefir harn gert við hana eftir- farandi athugasemd. Ritstj.] Það má eg hérmeð góðfúsum lesara opin- berlega tilstanda, að eg þurfti mikillega allrarminnar philosophiæ við, nær eg las ofanþryktan sermónem hvers hörðu ávítur í minn garð eg ellegar mundi tæp- ast og slétt ekki af borið hafa. En i „geitur þarf gamla keitu“ segir sá vísi SÍRAK, og það má eg vitna, að þær andlegu skófir, sem á mínum sálarkolli voru og fyrirfundust, þær hafa þessir frómu prédíkantar vendilega af- þvegið með sínum kröftuglegum sermóns- eliksíró. Vissulega mun eg til minnar gömlu barnatrúar nú aftur umvendast, eftirleiðis mig með réttu auðkennandi sem „þ a n n rarasta hrein1i f n aðarpostu1a íslands, hinn eina ekta og ó- s v i k n a síðustu og verstu daga heilaga Ingimund. Erá útlöndimi. Frælaánauð í J’erú. Þegar Leopold heitinn Belgíukon- ungur stjórnaði Congó-ríkinu í Afríku var hinni mestu grimd og þrælkun beitt við frumbyggja landsins. Voru þau grimdarverk um eitt skeið aðal- umræðuefni hins siðaða heims. Fór svo að lokum, að Leopold sá sér ekki annað fært en að láta Congo af hendi við Belgíu-ríki. Nú er komið upp samskonar mál í Perú í Suður-Ameríku, einkum þó í héraði því er Putumayo heitir. Þar vaxa tré, sem togleður-kvoðu er safnað úr, en eins og kunnugt er, þá eykst stöðugt eftirspurn eftir gúmmí, og hefir auðmönnum nú um stund ekki þótt önnur fyrirtæki gróðavænlegri en gúmmiframleiðslufélög. Hafa mörg slík félög verið stofnuð, og heitir eitt þeirra ,The Peruvian Amazon Company', og hafði það bækistöð sína í héraði því sem áður var nefnt. Fyrir eitthvað tveim árurn fór það að kvisast að ekki væri alt með feldu um meðferð á Indiánum, sem að gúmmísöfnuninni störfuðu. Varð það til þess að enska stjórnin sendi mann til þess að ranpsaka málið. Sá hét Roger Casement er sendur var. Hann er herraður. Ágætismaður mesti, og dettur engum til hugar að efast um, að skýrsla hans, sem nú er nýlega út komiD, sé sönn i alla staði, þótt á- standið sem hún lýsir sé líkara því sem það væri spunnið upp í heila glæpaskáldsögu-höfundar. í skýrslu hans segir meðal annars á þessa leið: Upp með Amazon-ánni er algengt aðmenn telji „Indíánana sína eign". Evrópumenn setjast að meðfram ánni, þar sem ekki er numið land áður, og upp frá því skoða þeir Indíána þá,

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.