Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 26.10.1912, Blaðsíða 1

Reykjavík - 26.10.1912, Blaðsíða 1
1R k \ a v t k. XIII., 45 Lauffardas: 26. Október 1913 XIII., 45 Tirtir limeiia lallita. Búlgarar sitja um Adrianopel. t —.— Símskeyti frá K.liöfn 25. okt. Orustur eru nú haðar d hverjum degi d Balkanskaga. Mikið mannfall bddum megin. Tgrkir fara hvervetna halloka. Búlgarar tóku í gær Kirk Kilisse með áhlaupi. Þúsundir tgrkneskra fanga. Adrianopel umselin. Ritstj.: 11 jöm lJáIs>,on cand. jur. Talsími 215. Kirkjustræti 12 Pósthólf A 41. Heima daglega kl. 4—5. iJunóur í Laugardaginn 26. Okt. kl. 87* í Good-TemplarhÚ8Ínn. Alþingism. L. H. Bjarnason talar. Jón Jónsson Borgfirðingur. 20. þ. m. a.ndaðis?t hann hér í bæn- um hjá syni sínum Klemens landrit- ara. Hann var fæddur 30. September 1826 á Hvanneyri í Andakíl. Önnur blöð hafa rakið ætt hans og ævifetil, og skal ég ekkí tína það upp hér ítarlega. Ættin er sérstaklega vel rakin í „Lögréttu" 23. þ. m. En þó að okkar væri mikill aldursmunur (24 ár), þá kynntumst við þó þegar ég var 16 ára en hann fertugur. Uiðum við nokkru síðar samveikamenn um hríð og vinir upp frá því, meðan líftð entist. Því veið jeg að minnast hans í fám orðum. Þegar Jón komst á legg varð hann vinnumaður í átthögum sínum. En er hann var yflr tvítugt, fór hann til Reykjavíkur að nema prentstörf í Landsprentsmiðjunni. Var hann þau ár nokknr á sumrum í bóksöluferðum fyrir þá Einar Þórðarson og Egil Jóns- son. 1854 fór hann norður í Eyja- fjörð að Kaupangi og nam þar bók- band. Þar kvæntist hann vorið 1856 Önnu Guðrúnu Eiríksdóttur (t 10. Apríl 1881). Þá settist hann að á Akureyri sem bókbindari og gaf jafn- framt út nokkrar bækur og kver. Hafði og á hendi bóksölu fyrir aðra. Vorið 1865 fluttist hann til Reykja- víkur og varð hér Jögregluþjónn og var það síðan til 1888. Enga tilsögn hafði Jón af öðrum fengið, nema lesa, skrifa og „kverið*; en nam af sjálfum sér danska tungu og margvíslegan fróðleik íslenzk- an. Varð hann á sinni tið fróðastur maður hér á landi um íslenzkar bæk- ur og rithöfunda. Hann tók snemma að safna gömlum bókum íslenzkum. Mun hann hafa byrjað það á bóksölu- ferðum sínum bæði hér syðra og eins fyrir norðan. Útvegaði hann „British Museum* margar íslenzkar bækur og sjálfur eignaðist hann ið bezta safn af fágætum íslenzkum bókum. Fyiir Bókmentafélagið safnaði hann fjölda handrita, svo að fáir munu hafa eins vel gert. Handritasafnið ait er nú í eigu Landsbókasafnsins. Meðan hann var lögregluþjónn hér í Reykjavík, var hann jafnaðarlega uppboðsvottur á öll- um uppboðum og fékk við það mörg góð tækifæri til bókakaupa. Af ritum hans má sérstaklega nefna „Söguágrip um prentsmiðjur og prent- ara á íslandi* (1867). Það er nú orðin fremur fágæt bók, en er mjög fróðleg. Eitthvað mun hann hafa fengist við að semja framhald af þeini bók. Það er ekki ár síðan að jeg sputði hann, hvort hann hefði ekki framhald af kverinu fram til þessa tíma. Hann hló við og sagði, að feng- ist hefði hann dálítið við það, en nú hefði hann gefist upp, því að það væri orðinn slíkur sandur af prent.smiðjum, og bætti því við, að það væri alt saman mér að kenna. Átti hann þar við lög um prentsmiðjur 4. Des. 1888. 1878 gaf hann út æviminning Sigurðar Breiðfjörðs, er hann 'hafði sjálfur samið, og er það að ýmsu leyti merkilega vel skrifuð bók (sbr. ritdóm um hana1 í Skuld 2. árg., 35 tbl.). Loks gaf Bókmentafélagið út 1884 „íslenzkt rithöfunda-tal* eftir hann. Það er einkar fróðlegt rit og merkilegt. En þó er það að eins stutt ágrip af stærra riti eftir hann. Prentaða ágripið stendur að ýmsu leyti að baki inu stærra riti hans. Inni prentuðu bók er skift í sundur eftir fræðigreinum, líkt og mætti hugsa sér í bókmentasögu-yfirliti, en við það reitast höfundarnir allir sundur. í inu stærra (og upphaflegra) handriti hans er þessu alt annan veg háttað og betur. Það er reglulegt rithöfunda- tal í orðabókarformi. höfundunum rað- að i stafrofsröð, og öll rit hvers höf- undar talin í tímaröð. Jón Sigurðs- son hafði skoðað handritið, þegar hann var hér uppi á þingum. Býst ég við, iW*f Árni Eiríksson, Austurstræti 6. Nýkomið miliiö af uýjum vefn- aðarvörum. V erðið þetta venju- lega aíarlága. Bezt reynist fyrir alla að verzla við Árna Eiríksson. að honum hafi þótt meira koma til þess, heldur en prentaða ágripsins. Sýndi hann það í því, að hann keypti af höfundinum afrit af öllu handritinu, og er það nú í Jóns Sigurðssonar safni í Landsbókasafninu. Þetta rit Jóns bar vott um mikinn fróðleik og frábæra elju höfundarins. Sjálfur las Jón dönsku, en ekki önnur útlend mál. En sum stór-fróðleg rit um íslenzkar bókmentir og rithöfunda eru skiáð á latneska tungu (t. d. Finns kiikjusaga, Sciagraphia Hálfdáns Ein- arssonai) og sum á þýzku. Þar sem svo stóð á, fékk hann aðstoð annara, til að þýða fyrir sig það sem hann þurfti á að halda. Var séra Eggert Olafsson Brím á prestaskólaárum sín- um honum mjög hjálplegur í því efni. Litilsháttar var og annar maður hon- um hjalplegur um slíka hluti, er hann þurfti á að halda. Auðvitað notaði hann fiæðimannatöl eldri höfunda, sem tii eru í handriti. En verk hans sjálfs var bæði mikið og mikilsvert. Þessu verki hygg ég að hann hafi haldið áfram allt fram á siðustu ár. Mun það væntanlega vera í vöizlum sona hans, og er óefað inn mesti dý'gripur. Jón Borgfirðingur var jafnan inn hjálpsamast.i við aðra rithöfunda um fræðslu og leiðbeiningar, og var hon- um regluleg ánægja að miðla öðrum af fróðleik sínum. Hafa bæði ég og margir aðrir honum ýmislegt að þakka í því efni. Fyrir nokkrum árum gerði Bók- mentafélagið hann að heiðursfélaga sínum, og var það mjög að veiðleik- um, og mun hann vera eini alþýðu- maðuiinn, sem þann heiður hefir hlotið. Annars hefir félagið oftar kosið sér heiðursfélaga eftir mannviiðingum heldur en veiðleikum. Sumarið 1866 kyntist eg Jóni fyrst. Snemma vetiar 1867 mynduðum við Jón ásamt 4 mönnum öðrum félag hér í Reykjavik til blaðs útgafu. Það var Baldur, sem byijaði að koma út 8. Janúar 1868. Jón skrifaði býsna margt í blaðið. Hann hafði á hendi útsendingu blaðsins um noi ðurland og austurland. Af honum læiði ég að telja pappír, bijóta blöð og bækur og -= Kafliiín. =- Altaf nægar birgðir hj á Sveini Jónssyni, Templarsundl 3. Reykjavik. Kostar aðeins 80 aura pundið. I pd. af Kaffitfni jafngildir I pd. af brendu og möluðu kaffi á 1,20—1,30 pd. og x/a pd. af export á 0,25. Það er því um 70 aura sparnaður á pundinu. Og það sem mestu varðar: Kafitfnið er holl- ur og nærandi drykkur og alveg skaðlaus’ fyrir alla — unga og gamla. Elnka-umboðsmaður á islandi: Sveinn M. Sveinsson, Hafnegade 471. Kaupmb. sitthvað fleira. Elzti sonur hans, Finnur, sem nú er prófessor við Kaup- mannahafnar-háskóla, bar blaðið um bæinn. Við það kyntist ég piltinum, og þótti mikið varið í greind hans og námfýsi. Faðir hans hafði ekki efni á að kaupa honum kenslu, og varð ég þá til að bjóða honum.að lesa latínu með piltinum. Las ég með honum stutt ágrip af latneskri beygingarfræði, sem ég hafði samið.1) Ég var þá sjálfur í skóla, og sá ég, að þörf var á bet.ri kennara, ef vel ætti að vera. Tók þá Eggert Brím við af mér og kendi Finni til fullnað- ar undir skóla. Get ég þess til að sýna, hve mjór er oft mikils vísir; því að ég hygg að Finnur hafi svo kent Klemenz, hann svo aftur næsta bróð- uinum og svo koll af kolli. Jón Borgfirðingur var góðlyndur og glaðlyndur, tryggur vinur og vel met- inn af þeim, sem þektu hann og kunnu að meta hann. Hann var blá- fátækur alla ævi; en hans mannvæn- Jegu og merku börn voru hans bezti auður, ellistoð hans og ánægja. í nafni mínu og allra vina ins framliðna heiðursmanns og merka fiæðimanns sendi ég honum nú sið- ustu þakklætiskveðjuna áleiðis til landsios ókunna fyrir handan dauða og gröf. J. 0. ---mm ■ ■ — ’) Á þetta minti prófessor Finnur mig fyrir 3—4 árum hér i Vík.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.