Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 26.10.1912, Blaðsíða 3

Reykjavík - 26.10.1912, Blaðsíða 3
REYKJAVlK 175 W8$m XREGT gengur íljóðum verk að vinna, segir máishátturinn„ en þegar Sunlightsápan kemur til hjálpar við þvottinn, pá vinnst þeim verkið fljótt. Ohreinindi hverfa fyrir Sunlight sápunni eins og döggin fyrir hinni upprennandi sól. SUNLIGHT SÁPA imilendar >g útlendar. — Pappir og Ritföng. — Watermans-sjálfblekunga. Þetta kaupa allir í Uóbaverzlun Sittfúsiar Eymiindssoiiar Lækjargötu .j Tekjur Landsímans 1. og 2. ársfjóröung 191tí. Símskeyti innanlands: Almenn skeyti 9971,35 (10158,80). Veðurskeyti 2400.00 ( 2400,00). 12371,35 (12558,80). Símskeyti til útlanda: Almenn skeyti 8318,60 ( 6482,55). Veðurskeyti 512,78 ( 548,76). 8831,38 ( 7031,31). Símskeyti frá útlöndum ......................4260.75 ( 3029,58). 25463,48 (22619,69). Sfmsamtöl..............................................................33328,15 (28731,50). Talsímanotendagjald.................................................... 4065,85 ( 4085,27). Viðtengingargjöld.................................................. 545,00 ( 324,00). Aðrar tekjur........................................................... 779,37 ( 652,10). Kr. 63961,85 (56412,56). Tölurnar í svigum tákna tekjur símans á tilsvarandi tíma árið 1911. 2287 Raflýsing. — Valnsveita. Herra Jón ísleifsson verkfræðingur •r nýkominn norðan úr landi, hefir verið á Siglufirði að athuga hvort tiltækilegt væri að koma þar upp raf- iýsingu fyrir bæinn. Taldi hann, að það mundi ekki miklum erfiðleikum bundið, en hefir enga áætlun gjört enn um kostnað við verkið. Á suðurleið kom Jón á Akureyri, ©g var þá fenginn til að athuga hvar hentast mundi að fá vatnsból fyrir Akureyrarbæ. Leitaði hann fyrst ofan ▼ið bæinn, en fann þar engar lindir nógu vatnsmiklar. Fór hann síðan yfir fjörðinn og yfir í Vaðlaheiði. Þótti honum tiltækilegast að taka vatn úr iindum þar, og leiða það yfir fjörðinn í pípum á svonefndri Leiru. Er talið líklegt að þetta ráð verði tekið. Lög staöfest. Öll lög síðasta Aiþingis hafa nú hlotið konungs-staðfestingu, nema lotterí-lögin. Þeim er þó ekki synjað staðfe3tingar. friðarskilmálarnir. Svo sem sagt var í simskeyti til blaðsins á laugard. var, höfðu Tyrkir og Italir komið sér saman um bráða- birgða-friðarskilmála. Enn eru ekki komnar fregnir um hverjir þeir hafi orðið, en líklegt er að þeir hafi verið á þessa leið : Ítalía á að fá algjört vald yfir Iiýbiu [Tripolisj, og gjöra Tyrkir hvorki að neita því eða játa. Tyrkir eiga að kalla heim her sinn úr Tripolis, en ícalir flota sinn úr gríska hafinu og rauða hafinu. Eiga ítalir að láta lausar við Tyrki eyjar þær, sem þeir hafa tekið af þeim meðan á ófriðnum stóð, en eyjarskeggjum er áskilin frjálsleg stjórn. Hvorugir kváðu eiga að borga öðrum herkostnað. ítalir lofa að allir menn í Tripolis skuli hafa trúarbragðafrelsi, og viðurkenna Tyrkja- soldán yfirmarm Múhameðstrúarmanna í kirkjulegum efnum. Kenslubœkur íslenzk málfræði eftir sr. J. Jónas- son. Reikningsbók I. og II. eftir sr. J. Jónasson. íslendingaþættir eftir B. Th. Melsted. Minningar feðra vorra I. og II. Y og Z og margar fleiri bækur fást í bókaverzlun Sig. Jónssonar Lindargötu I B. Nýtt lán handa Kína. Belgiskir auðmenn hafa útvegað Kínastjórn nýtt lán, 10 milj. sterlings- punda, og ætlar stjórniu að nota það fé til þess að leggja járnbrautir um landið. Þeir sem lána féð fá veð í járnbrautunum sem lagðar verða. Brautalagningunni stjórna verkfræð- ingar frá Norðurálfunni. frá ornstuvellinum. Borgin Kirk Kilissa eða (Kirkkilisse), sem getið er um í símskeytinu í dag, er norðaustur frá Adrianopel ekki all; ; langt. j 1 Adrianopel sátu forðum Tytkja- soldánar áður þeir tóku Miklagarð. Er verzlunarbær og þ;rr renna saman margar járnbrautir, og fái Búlgarar tekið bæinn er þeim greið gatan til Miklagarðs. Eins og vikið er að á öðrum stað i blaðinu, þá álitu menn áður ófriðurinn byrjaði, mikið undir því komið hvort bandamenn næðu þeirri borg. Roosevelt og kosningasjóðurinn. Roosevelt hefir verið yfirheyrður af neftid þeirri sem öldungaráðið í Wash- ington setti til að rannsaka tillög 1 kosningasjóði við forsetakosningarnai. Sagði hann að hann hefði engan mann beðið um einn einasta eyri í kosninga- sjóð, þegar hann var kosinn forseti. Hann hefði heldur ekki gefið nein ioforð um, að þetta eða hitt. skyldi gjört eða ekki gjört fyrir framlög í sjóðinn. Breyting á grundvallarlögunum. Ríkisdagurinn danski var settur 7. þ. m. í ávarpi konungs var boðað að lagt yrði fram frv. til laga um breytingu á grundvallarlögunum. Neðansjávar-bátur sekkur. Eitt af skipum Hamborgar-Ameríku- í línunnar rak sig nýlega á neðansjávar- | bát, sem var ásamt. fleiri bátum við ! æfingar í Ermarsundi. Báturinn sökk, | og drukknuðu allir sem á voru, nema I einn. Farþegaskipið sakaði ekki. Mannskaða-samskotin vestra. Mannskaða -samskotunum meðal Vestur-íslendinga er nú lokið, og féð sent hingað heim. Alls safnaðist þar 1024,19 dollarar eða tæp 3,800 kr. Þessar sjö konur hafa staðið fyrir samskotunum : Ingibjörg J. Glemens. Louvisa Ólafsson. Jóna Goodman. Inga Marteinsson. Ásdís Hinriksson. Carolina Dahlman. Jóníua Björnsson. íslenzk kona tekur meistarapróf. Við ríkisháskólann í Washington- ríkinu tók íslenzk stúlka, Mekkin Svein- son að nafni, meistarapróf 1 vor. Hún er dóttir Gunnars Sveinssonar og konu hans Kristínar Finnsdóttur (prests Þor- steinssonar að Klyppstað). „Heimskr." segir að þetta sé í fyrsta sinn að ís- lenzk stúlka taki meistarapróf. ............................... o H/F Sápuhúsið o Austurstræti 17, margar tegundir rússneskar cigarettur nýkomnar. órenju ó d ý r a r. Miklavatnsmýrar-áveitan. Sigurður ráðunautur Sigurðsson, alþm., er nýkominn austan úr sveit- um, hefir haft umsjón um hvernig hagað skuli áveitum úr Þjórsá á Mikla- vatnsmýri. Stóð hann fyrir skurð- greftri öllum en Sigurður Thoroddsen verkfræðingur sá um hvernig flóðgátt- in við Þjórsá var gerð. Verkinu er nú lokið, og verður vatninu veitt úr Þjórsá í vor. Er áveita þessi gerð til reynslu áður ráðist sé í aðaláveituna, Flóaávaituna svo nefndu. Gullskúfhólkar vandaðastir og ódýr- astir hjá Jóni Sigmundssyni, gullsmið, Laugaveg 8. 37 »Nei«, svaraði hann, og varð hissa. »Jeg hefi verið á Vesturheimseyjunum frá því jeg varð undirforingi. Jeg hefi ýmist dvalið á Jamaica eða á vesturströnd Afríku. En því spyrjið þér ?« »Ekki af neinu sérstöku«, sagði jeg og fór undan, »nema jeg tók eftir að þjer hafið óbeit á Hindúum þeim, sem hjer búa«. »Já, það hefi jeg tekið að erfðum«, sagði hann og hló kulda- hlátur. »Landsbúum stóð mikil ógn af föður mínum sáluga, eftir uppreisnina. Hann er látinn fyrir mörgum árum. Þjer hafið ef til vill heyrt talað um Fremantle hershöfðingja — »mannætuna« kölluðu landsbúar hann. Hann var vanur að segja það i þá daga, að ekki hefði hann lyst á matarbita á morgnana fyr en hann hefði handsamað og hengt hálfa tylft aí uppreisnar-hermönnum. Tuttugu sinnum eða oftar var reynt að ráða hann af dögum, en ekkert beit á hann. Hann kom heim heill á húfi, og dó rólegur i rúmi sinu«. Við vorum nú komnir að útidyrunum og jeg sagði ekkert frekara, en lofaði honum að koma yfir í klúbbinn ef eitthvað skyldi ske. Kapteinninn gekk hnarreistur ofan götuna og stefndi til Piccadilly. Levnilögregluþjónninn frá Scotland Yard laum- aðist strax á eftir honum. Jeg gat ekki annað en brosað að þvf, hve lögregluspæjarar treysta þvi sem þeir fyrirfram hafa komið sjer niður á. Jeg heyrði þá að einhver kom aftan að mjer og fann að hann sló lauslega á öxlina á mjer. Þegar jeg sneri mjer við, sá jeg, að þar var kominn^velmetinn læknir, Wylie að nafni. Hann heilsaði mjer vingjarnlega. Við höfðum kynnst meðan stóð á Stuttaford-eiturmálinu.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.