Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 26.10.1912, Blaðsíða 2

Reykjavík - 26.10.1912, Blaðsíða 2
174 REYKJAVlK Ófriðurinn. Eins og getið var í síðasta blaði sögðu Tyrkir sundur frið með sér og Balkanríkjunum þremur, Búlgaríu, Serbíu og Grikklandi. Var það ein- ▼örðu formsatriði, því í raun og veru var ófriðurinn byrjaður áður. Þegar Svartfellingar sögðu upp íriðnum við Tyrki, sagði Nikita konungur, að það væri gjört með ráði hinna ríkjanna, og Búlgarar og Tyrkir voru farnir að berjast á landamærunum. Grikkir höfðu veitt íulltrúum frá Krítey viðtöku á þing hjá sér, og Jýst eyna innlimaða í Grikkland; var það fullkomið ófriðar- •fni fyrir Tyrki. Enn var það, að Balkanríkin höfðu boðið út her sínum og stefnt honum til landamæra Tyrkja, og mundu þau hafa sagt sundur frið- inn er þau þóttust komið hafa herliði sínu á góðar stöðvar. Stórveldin reyndu að ganga í milli, og hótuðu þau Balkanríkjunum öllu illu, meðal annars að sjá svo um að þau fengju ekki eins eyris peningalán til ófriðarins. Og þegar það ekki dugði og auðsætt var að til ófriðar mundi draga, lýstu þau því yfir, að þó að smáríkin yrðu sigursæl í þessari viður- eign við Tyrki, þá fengju þau samt ekki að njóta þeirra landa, sem þau kynnu að vinna. En alt um það var þó friðnum slitið, sem raun er á orðin. Síðastliðin 8—10 ár hafa menn stöð- ugt búizt við að til ófriðar mundi draga, og er orsökin sú, að kristnir Bienn sem í Tyrkjalöndum búa, hafa verið þjakaðir á alla lund, en bræður þeirra, sem sloppnir eru undan oki Tyrkja, viijað hjálpa þeim. Hafa Tyrkir marg-lofað að bæta kjör kristinna manna, enda skyldir til þess samkv. þjóðasamningi, en efndirnar hafa engar orðið. Smáríkin hafa unnið að því af kappi að auka og bæta her sinn, því þau hafa vitað að einhvern tíma hlaut að draga til ófriðar. Ekki er gott að geta sér tii hvernig styrjöld þessari muni lykta. Það er skoðun hermálafróðra manna á Þýzka- íandi og í Austurríki, að Tyrkir muni bera hærri hlut frá borði, þar sem þeir séu hraustari menn og liðfleiri. Bretar eru aftur á móti á því, að bandamenn muni bera sigur úr býtum. Byggja þeir þá skoðun sína á því, hve Búlgarar hafa eflst að her og fé í seinni tíð, og hve ráðdeildarlega og kænlega þeir hafa farið að í byrjun ófriðarins, þar sem þeir hafa komið á skjótri svipan öllum hernum suður undir landamæri, en þaðan skamt til Adrianopel, og sé mikið undir því komið hvort þeir nái þeirri borg. Búizt er við að ófriður þessi verði háður með meiri grimd, en alment gerist. Er það að kenna því óslökkvandi hatri sem er á milli þjóðanna, enda voru þær orðnar svo æstar að berjast, að stjórnir landanna gátu við ekkert ráðið. Það eykur og hrylling, þá sem af hverri styrjöld stendur, að ófriður- inn byrjar undir vetur, en hann oft kaldur þar syðra. Engin þessara ríkja eiga flota, sem nokkuð kveði að, nema helzt Tyrkir og Grikkir. Var Grikkjum mjög illa við að ítalir skyldu semja frið við Tyrki, því ítalir höfðu yfirhöndina á sjónum. liiblíuíyrirlestur í Betel sunnudag 27. okt. kl. 6‘/s síðdegis. Efni: Hvað virðist yður um Krist? Var hann sá, er hann sagðist vera? Allir velkomnir. O. J. Olsen. ^g Órói á Írlanði. Eins og getið hefir verið áður um hér í blaðinu, er mikil mótstaða í Ulster gegn heimastjórnar-frumvarpinu írska, sem nú er á leið gegn um enska þingið. Ulster-búar hafa viðað að sér vopnum og hóta að segja sig úr lög- um við aðra landsmenn, ef frumvarpið verði að lögum. Ulster-búar eru flestir mótmælendatrúar, en aðrir írar ka- þólskir. Ulster-búar halda því að ka- þólskir muni þjaka sig á alla lund, ef landið fær heimastjórn. Foringjar aftur- haldsmanna á Englandi hafa fært sér þessa mótspyrnu í nyt til þess að deila á nú-verandi stjórn Englands. Heflr meðhald foringjanna stælt Ulster-menn mjög. Nýlegs hafa Ulster-búar gjört sátt- mála, og safna nú undirskriftum undir hann um alt héraðið. Segir í sátt- mála þessum, að þeir álíti heimastjórn skaðvæna fyrir Ulster-héraðið og alt írland, að hún só skaðvænleg fyrir trúarbragðafrelsi landsmanna og þegn- réttindi. Segjast þeir, sem undir þenn- an sáttmála skrifa, skulu styrkja og styðja hvorn annan til þess að verjast að skert verði þegnréttindi þeirra og barna þeirra, og jafnrétti þeirra við aðra menn í hinu brezka ríki. Segj- ast þeir munu neyta allra bragða til varnar því að komið verði á fót lög- gjafarþingi í landinu, og ef að neytt verði upp á þá slíku þingi, þá neiti þeir að viðurkenna vald þess. Segjast þeir vænta, að guð styrki þessar fyrir- ætlanir. Sir Edward Carson hefir verið mestur hvatamaður að því, að sátt- máli þessi var gjörður, og hann skrifaði fyrstur undir hann í Belfast með silfur- penna. Var mikið um dýrðir þar í borginni þann dag og skrifuðu fleiri þúsundir manna undir sáttmálann. Foringi afturhaldsmanna á Englandi, Bonar Law, hefir nýlega lýst því yfir í ræðu, að afturhaldsflokkurinn allur sé samþykkur gjörðum Llster-manna í þessu efni, og að þeir megi vænta fullKomins styrks flokksins. 1 líka átt hefir Balfour talað, sá er fyrrum var foringi flokksins. Asquith forsætisráðhena hefir og talað um þetta mál opinberlega, segir hann að stjórnin láti sig engu skiíta hótanir Ulster-manna um að grípa til vopna ef heimastjórnar-frumvarpið verði samþykt. Hallmælir hann mjög fram- komu foringja afturhaldsflokksins í þessu máli, sem sé reýndar ekki nema framhald pólitískra afglapa flokksins, er hafl verið svo tíð síðastliðin 10 ár. Farast honum orð á þá leið í lok ræð- unnar, að aldrei haft nokkrir stjórn- málamenn, sem nokkuð þykist eiga undir sér, gefið sjálfum sér rækilegar utan undir, en foringjar afturhalds- manna með því að tjá sig samþykka því, að hafin sé uppreisn gegn lögum þeim sem löggjafarþingið setur. Redmond foringi íra er sem stendur í Ameríku, og er þar tekið með mikl- um fögnuði af írum sem þar búa. Þeir hafa lengi lagt fram mikið fé í kosningarsjóð írska flokksins, og svo er enn. Frá Tettvangi. KEins ogfsímskeyti til blaðsins hafa sagt, urðu fyrstu regluleg vopnavið- skifti milli Svartfellinga og Tyrkja norð- ur frá Skutarívatni og í sama mund enn norðar á landamærunum hjá Ber- ane. Höfðu Svartfellingar betur hjá Skutarívatninu. Tóku þeir nokkur vígi af Tyrkjum. Varð fyrst hörð orusta um vígið Detehitch og varð talsvert mannfall af hvoru tveggju. Lauk svo að virkisbúar gáfust upp. Svartfell- ingar settust því næst um vigin kring um Tnzi, sem er bær á leið til Sku- tari, og fengu tekið þau eftir 14 stunda bardaga. Það fer tvennum sögum af því hvenig farið hafi norður í landi hjá Berane. Segja sumir, að Svartfellingar hafi tekið borgina. Aftur segja aðrir að Tyrkir hafl rekið Svartfellinga af höndum sór og sé þeir komnir 8 milur inn í Svartfjallaland. Fregnir eru enn mjög ógreinilegar sem von er, enda ekki hægt að meta það af þessum fyrstu orustum hvorir megi betur. Tyrkir hafa enn ekki komið liði sínu vestur í land. Smáskærur hafa orðið á iandamær- um Tyrklands og hinna ríkjanna, en engin höfuðorusta enn. Tyrkir hafa lagt hald á grísk kaup- för í Asíu og á tyrkneskum höfnum. Una Grikkir því illa. 1 skóíatnaöaryerzlun Jóns Stefánssonar Laugaveg 14 gerast þau beztu kaup, sem hægt er að fá i bænum. T. d.: Kvenstígvjel á 6 kr. Karlm.stígvjel á 6 kr. 50 a. Jiirxðið við Roosevelt. Ensk blöð frá 15. þ. m. skýra svo frá banatilræðinu við Roosevelt,, sem símað var hingað um daginn. Rosevelt var staddur í Milwaukee, sem er allstór bær í rikinu Wisconsin. Hann var þar kominn til að halda kosningaræðu í samkomuhúsi bæjarins. Ók hann þangað i bíl, en mannfjöld- inn heilsaði honum með miklum fagn- aðarlátum. Roosevelt ætlaði að þakka fyrir sig og stóð upp, en þá reið af skot og kom í brjóst honurn. Vildi R. það til lífs að kúlan hitti hand- ritastranga að ræðu þeirri er Roosev. ætlaði að flytja. Stöðvaðist, hún við hann svo inikið að úr dróg mestu ferðina. Samt særðist R., en ekki svo að hann gæti ekki uppi staðið. Lækn- ir bannaði honum að halda fund, en við það var ekki komandi, heldur hélt R. áfram til fundarhússins og talaði þar góða stund. En varð að hætta að lokum. Tóku áheyrendur honum með miklum fögnuði og ætlaði árnað- aróskum þeirra aldrei að linna. Sá er skaut er jafnaðarmaður og ekki talinn með öllurn mjalla. Dr. Wilson og Taft forseti, keppi- nautar Roosevelt, sendu honum þegar i stað samfagnaðarskeyti, um, að hann hefði sloppið svo vel úr heljaigreipum. Var gjört ráð fyrir að R. mundi ekki þurfa að halda kyrru fyrir neina tæp- an hálfan mánuð. Mælt er að þetta tilræði muni auka R. fylgi að einhverju leyti, en þó ekki svo að hann nái kosningu. Það ber útlendum blöðum saman um, að lík- lega verði Dr. Wilson kosinn. Nú er ekki langt að bíða úrslita. 4. Nóv. er kosið. V erzlun Guðrúnar J ónasson Aöalstrœti 8. Bezt, fjölbreyttast og ódýrast SÆLGÆTI og ÁVEXTIR í bænum. Alls þrifnaðar gætt við afgreiðsluna. I —n-------aiiTr-i —I Prinsinn af Wales. Prinsinn af Wales á að stunda nám við eina deild Oxford-háskóla næsta ár. Það þykir nýlunda þar í landi að prinsinn á að búa í herbergjum skól- ans og snæða við sama borð og aðrir stúdentar. Hann á að sækja alla fyrir- lestra sem nýkomnir stúdentar hlýða venjulega á. Og yfirleitt á hann að dvelja þar sem hver annar ótíndur stúdent. Þagar prinsar hafa áður verið þar í skóla, hefir dvöl þeirra verið með nokkuð öðrum hætti. Þegar Játvarður VII., afi prinsins sem nú er, stundaði þar nám, var honum ekki leyft að hafa samneyti við stúdentana, nema stöku menn. Á fyrirlestra kom hann ekki. Goldwin Smith var þá kennari í sögu við skólann, og kom hann heim til Játvarðar með fáeina úrvals- stúdenta, og hélt fyrirlestra sína þar yflr þeim. er nýlega komið út. Eru þar myndir af Vifilsstaða-hælinu utan og innan, og lýsing á því, er Rögnvaldur Ólafsson húsgerðameistari hefir samið. Næst er skýrsla um sjúklingana eftir Sigurð læknir Magnússon. Segir hann að á- rangur af dvöl sjúklinga á hælinu hafi orðið góður „boririn saman við árangur orlendra heilsuhæla, og hann sýnir, að berklaveiki læknast ekki síður á íslandi en í öðrum heitari löndum“. Heil- brigðir urðu 40 sjúklingar af 78, eða 51,3°/o, og af þeim sem hafa komið með veikina á 1. stigi hafa 91,7°/o* orðið heilbrigðir. Læknirinn bendir á það, að hann hafi orðið þess var, að menn hafi íorðast að veita þeim at- vinnu sem á heilsuhælinu hafa verið. Segir læknirinn það ástæðulaust, því þeir sem þar hafi verið kunni að fara þannig með hráka sína, og hegða 'sér svo, að engin sýkingarhætta stafi af þeim. Ennfremur sé þessi framkoma við menn heimskuleg, því hún verði til þess, að menn leyni veikinni meðan þeir geti, en það séu einmitt hættu- legustu sjúklingarnir, sem ekki hafi lært varúðarreglur þær sem kendar séu á hælinu. Af gjöfum til hælisins má nefna: fortepia.no, er Rögnvaldur Ólafsson hús- gerðameistari gaf; 2 harmonium gáfu kaupmennirnir Jóhann Jóhannesson og Jón Laxdal, sitt hvor. Ásgrímur Jóns- son málari gaf oliumálverk. Gjafir og áheit (í peningum) hefir numið : 1909: kr. 3612,99; 1910: kr. 9371,97 ; 1911 : kr. 2837,94. í Ártíðaskrá Heilsuhælisins voru í árslok 1911 skráðir 230 menn af 870 gefendum, og námu gjafirnar 4202 kr.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.