Reykjavík


Reykjavík - 15.03.1913, Síða 2

Reykjavík - 15.03.1913, Síða 2
42 REYKJAVlK feikféL Reykjaviknr. lájri i jjfifcr Leiknr í 4 þáttnm eftir C. Hostrup Mánndaginn 17. þ. m. kl. 8 síðd í Iðnaðarmannahúsinn. Hvers vegna Tyrkir biðu ósigur. Prófessor Arminus Vambéry heitir maður. Hann er allra manna fróð- astur um Tyrki og þeirra hagi. Hann heflr nýlega skrifað grein í enskt tíma- rit um það hvers vegna Tyrkir hafi beðið ósigur í Balkan-ófriðnum, og farast honum orð á þessa leið : Fyrir 60 árum kom ég í fyrsta sinn til Tyrklands, en bókmentum landsins var ég þá kunnugur um langt skeið. Þá þótti mikið koma til Tyrkja í vesturhluta álfunnar, menn dáðust að þeim og báru virðingu fyrir þeim. Það var mikið talað um hve gestrisin þjóð þeir væru, og kurteisir og frjálslyndir. Einkum keptust menn þó um að lofa tyrkneska hermenn, og var þá sagt um þá að enginn stæði þeim á sporði að hreysti, þolgæði og eldmóð í orustum. Sextíu ár er stuttur tími, ekki nema örstutt augnablik í veraldarsögunni. Beri ég saman ástandið þá, og undrun og aðdáun manna yflr því sem nú er að gjörast, og þau miklu stakkaskifti, sem þar eru orðin, þá flnst mér það alt eðlilegt. Hingað til heflr mann- kynssagan átt frá fáum jafn snöggum umskiftum að segja. Hvernig getur á því staðið að heil þjóð, heiit ríki, en þó einkum herinn, sem allir dáðust að, skuli hafa mist alt vald svo snögglega. Þessar hrakfarir eru hreinasta ráðgáta, en þá gátu er þó hægt að leysa ef vér athugum hvað valdið heftr afturför þeirri, sem lengi heflr átt sér stað. Rothöggið korn ekki alt í einu, það kom fram á ýmsan hátt. Ég var sjálfur staddur á Tyrklandi þegar írelsis- og /ramfara-aidan geys- aði þar sem mest, og mér vaið það brátt Ijóst að í vestur hluta álfunnar vi8su miklu færri hvernig ástandið var í raun og veru, heldur en Tyrkir sjálflr, því í vestur hluta álfunnar hafa sjaldan verið uppi menn er vissu deili á ástandinu á Balkan. Vér létum oss engu skifta hvað gjörðist á þessari um- bótaöld Tyrkja, vér trúðum því sem oss var sagt. Væri mönnum bent á afturförina, þá var sagt að þeir menn sem henui hömpuðu væru óvinir Tyrkja, og vildu þeim alt til ills gjöra. Sendiheriarnir í Miklagarði t.oguðu hver í sinn skækilinn og vissu ekkert meira. Þeir kærðu sig kollótta um hvernig umbótunum mundi reiða af. Þótt að Vesturiönd vöknuðu við og við, eins og t. d. 1876, og við manndrápin i Armeníu og uppreisn Ung-Tyrkja, þá vii tust menn þó gleyma því fljótt aftur. Slikt andvaraieysi hefir nú loks hefnt sín og þess vegná stendur Norðurálfan nú höggdofa. Vér viljum ógjarnan játa því, að það hafi verið skaðvænt fyrir Austurlandaþjóðir, að þær væru neyddar til að taka upp hætti vora og siði og landsstjórnarfyrirkomulag, alveg ó- undirbúnar, fyr en þessi voðatiðindi gjöiðust, er allar undir urðu berar. Hnignunin byrjaði, þegar stjórnar- skráin var gefin. Þeir sem þektu Tyrki og var vel til þeirra, þótti leitt að vesturþjóðirnar skyldu vera dregnar á tálar og látnar halda, að Tyrkir væru að taka vestræna menningu, sem ekki var nema til málamyndar. Og ekki urðu þeir sömu menn síður hissa, að heyra og sjá fögnuð vesturþjóðanna yfir stjórnarbyltingunni og sigri Ung- Tyrkja. Sá fögnuður var miklu meiri í Evrópu, heldur en í Tyrklandi sjálfu. Abdul Hamid var meir hataður í vest- urlöndum, heldur en heima fyrir, og það ekki að ástæðulausu. Ung-Tyrkir voru nú álitnir frelsis- hetjur og ósérplægnir ættjarðarvinir, og um leið kænir stjórnmálamenn, sem alt í einu mundu koma Tyrkjum i flokk með menningarþjóðunum, laga stjórnarfarið o. s. frv. Þessi hugmynd var auðvitað röng að sínu leyti alveg eins fráleit og aðdáun manna fyrir fyrstu endurbótunum. Eg var vel kunnugur stjórnarbyltingarhreyfing- unni, hafði verið við útgáfu uppreisnar- blaðs Tyrknesks, er út var gefið í London. Á síðari árum hefl ég fylgst með í því, sem gerst heflr í þessum efnum, og eg var einn af þeim, sem rituðu aðaJ-greinarnar í blað það, sem gefið var út í París. Síðar meir reyndi ég sjálfur að telja Abdul Hamid soldán af þvi að stjórná með jafn-mikilli harðýðgi, sem gekk vitfyrring næst. Hann var ekki ó- skynsamur maður, en fortölur mínar komu fyrir ekki. Mér yar því vel kunnugt um frelsishreyfingar i Tyrk- Jandi, en það verð ég að segja, að mér hugnaði ekki það, sem þar var að gerast, þvi að aðal-mennirnir í þeirri hreyfingu höfðu ekki þá alvöru, þekkingu og einlæga föðurlandsást til að bera, er með þarf til þess, að vel fari. Það voru að mestu Jeyti ungir menn, bæði ungir að aldri og reynslu, sem mestu réðu eftir stjórnaibylting- una. Þeir kunnu alls ekki að stjórna, höfðu enga reynslu í þeim efnum, og héldu að þeir gætu á einu augnabliki breytt þessaii gömlu Asiuþjóð og vakið Tyrki til dáða. [Framh.j. Nikulás Svartfellingakonungur heflr sem kunnugt er, stjóinað riki sínu með miklum dugnaði í meir en 50 ár. Hann er dugandis hermaður og vitur stjórnmálamaður, hann hefir gefið landinu stjórnarskrá. Hann er lika skáld og þykir mikið til kvæða hans köma, svo að þau hafa verið þýdd á útlend tungumál. Þegar S*vart- fellingar fengu borgina Antivari eftir ófriðinn 1877—’78, þá sór tyrkneskur aðalsmaður þar Nikulási konungi holl- ustueið. Svartfellingur af háum stig- um gat eigi fyiirgefið þessum tyrk- neska mauni grimd þá er hann hafði áður sýnt kristnum mönnum, og varð af því fullur fjandskapur með þeim. Konungur vildi sætta þessa þegna sína og bauð báðum til veizlu. Hann bauð þeim þar að lesa upp kvæði, er hann hafði þá nýlega ort. Það var um Tyrki. Lofaði hann þar mjög hreysti og ágæti tyrkneskra hermanna, og bað þess að fyrri yfirtroðslur þeirra yrðu þeim fyrir- gefnar. nÞó að vér séum óvinir, þá vil ég eigi gjöra litið úr yður, vér veið- um að bera virðingu hvor fyrir öðrum, svo sem sæmir hraustum drengjum". Mennirnir sættust. Frá ófriðnum. Hingað er símað frá Kaupmanna- höfn 12. Marz að : Úrslitaáhlaup á Skutari sé í undirbúningi. í síðustu enskum blöðum er þess getið að Serbar ætli þá að senda 30.000 hermanna til að setjast um Skútarí. Er það eftir samkomulagi við Qrikki og Svartfellinga. Þessi hjálparher Serba á að fara á skipum frá Saloniki og lenda í Durazzo. San Giovanni di Medua og Antivari. Þeir fara á grískum skipum og hafa með sér ÍO' fallbyssur feykistórar og 24 fallbyssur minni. Sálarfrœöislegar rannsóknir. Harvard háskólanum í Norður Ame- ríku voru nýlega ánafnaðar um 40,000 krónur til sálarfræðislegra rannsókna og þáði hann gjöfina. Er það sama sem opinber viðurkenning háskólans — á vÍBÍndagildi þessara rannsókna. Enda eru þær sí og æ að vekja meiri og meiri eftirtekt, og er það annar vottur þess, að nú síðast í þessum mánuði verður alþjóðafundur um sál- arfræðislegar tilraunir (Experimental Psychologi) haJdinn í Parísarborg, og verða þá þar til umræðu öll hin marg- víslegu fyrirbrigði sálarfi æðislegar rann- sóknar, þar á meðal ekki sizt þau, sem sérstaklega eru undirstaða sam- bandstrúarinnar (Spiritualism). Fundinn sitja ýmsir vísindamenn og sérfræðingar í þessum efnum. Næstu liarðindin. Greinar með þeirri fyrirsögn hafa verið að koma út í „Lögréttu" undan- farið, fróðlegar og piýðisvel skrifaðar, eftir G. Björnsson landlæknir. Það eiu varnaðarorð til lands- manna, að muna eftir hörðu árunum, þótt nú hafi verið góðæri um all- Jangan tíma. Telur landlæknir alt hið mikla skraf manna um foiðabúr hafa reynst árangurslaust, og að því þurfi að Jeita betri ráða. Nefnir hann til tvö höfuðráð: 1) Sumyöngubœtur, svo öruggar, að á öllum timum árs sé unt að flytja matbjörg inn í hverja sveit á landinu, og hægt væri fyrir vinnandi fólk að komast úr þeim héruðum, þar sem atvinna bregst um stund vegna harð- inda, í aðra fjóiðunga, þar sem betur árar og atvinna er fáanleg. 2) Tryggingaryjóðir; hér þyrftu bændur tryggingu gegn grasbresti og fóðurskorti i höiðum vetrum, sjómenn gegn fiskileysi, svo að almenningur þurfl ekki að flýja landið, eða leggjast h landssjóðinn og lifa á útlendum öl- musugjöfum í næstu harðindunum — eins og þeim síðustu. Aðvörun fyrir sjófarendur. Að gefnu tilefni.er sjófarendum bent á, að oft — sérstaklega á haustin þegar vindur stendur af landi — getur mistur legið yfir landinu, svo að vit.ar sjáist ekki, þótt bjart sé til hafs. Einkum getur þetta átt sér stað hjá Rifstanga og Langanesi. Svo segir Stj.r. í ,Lbb].B 6. þ. m. Also sprach — Ég hefi þvi miður verið fatlaður frá vinnu nú um tima. Ég iékk ákafan skrifkrampa hérna á dögunum, og upp úr houum svo mikla blekapýju að öllum sem á horfðu þótti nóg um, og hugðu þetta upphaf stórtíðinda. Það var nú lika svo, þvi litlu seinna kom á mig pyþiskt óráð, og ég tók að þylja. apáir miklar af munni fram svo óhug sló á alla, er á hlustuðu. Svo þungar voru spárnar. En Þorbjörg eiginkona min þreif penna og letraði jafnskjótt alt sem ég þuldi. Því hún er allra kvenna vitrust. Set ég þær nú í Reykjavíkina, svo allir landsmenn megi vita hvers er von. Also sprach Ingimundur. „Sumarið 1913 verður hallæri mikið og hungursneyð á íslandi og viðar. Þá svelta allir, sem ekkert hafa til að lifa á. Nema Toifi. Hann tekur lán. Þá verða frost svo mikil að allir hverir botnfrjósa, og Tryggvi tekur inn úr laugum allan ís til ishússins. Þá eru haldnar tombólur á Jónsmessu og grimuböll á miðjum túnaslætti, en allir eru búnir með hey sín í Agústmánuði snemma, nema G. Björnsson. Hann er búinn i Maí. Verð á öllum matvælum hækkar svo mjög að Sigluneshákarl kostar 12 krónur pundið hjá Hafliða hreppstjóra, og hann borðar hann allan sjálfur. Þá borða fátæklingar . rottur og mýs og margarine frá Brynjólfi Bjarnasyni. Þá er alt borðað. Þá er hungrið svo mikið að Jón landsskjalavörður Þorkelsson lætur sjóða og hefir til matar sér Reykholtsmáldaga og ýms önnur forn og fémæt handrit sem á kálfskinn eru Bkrifuð. Þetta sumar fer Jóhann kaupmaður Jóhann- esson i kost hjá frú Zoega og þrifst allvel. Þá skrifar Ólafur Gje á vixil fyrir Sigurð Hjörleifsson, en Sigurður deyr samt úr sulti, í Danmörku hafa allir um þær mundir varið fé sínu til kanónukaupa, svo enginn hefir ráð á að kaupa sér matarbita, nema kóngurinn og drotningin. Þau selja kanón- urnar. í Pólverjalandi elur hvolpur folald, en i Reykjavík étur ársgamall köttur ritstjóra Vísis, þrjá Visis-straka og nefið af Júliusi Halldórssyni. Þá gjörist margt sögulegt. Þá er Magnús Torfason dæmdur af lifi i yfirréttinum, en vill ekki una við dóminn. Þá sækja sjö prestar um laust brauð, en það er veitt cand. theol. Halldóri Jónssyni af því hann sótti ekki. í Júlimánuði er Jón Árnason prentari tvisvar endurreistur i stúkunni Bifröst, og í sama mánuði er Samson Eyjólfsson sæmdur jústitsráðsnafn- bót. Þá er áfergja presta um giftingar orðin svo mikil, að þeir vaða inn í húsin og gefa saman konur og karla að þeim nauð- ugum. En i Ágústmánuði seint drífur séra Jóhann þrjár telpur úr efsta bekk barna- skólans, til að giftast kærustum sínum, að foreldrunum fornspurðum, og meðan þeir (foreldrarnir) eru að drekka kaffi með boll- um inni á Skjaldbreið. í þessum mánuði er samþykt á alþingi eftir uppástungu Jóns alþingismanns ólafs- sonar, að Bjarni Jónsson frá Vogi skuli fara með viðskiftaráðunautsstarfið á meðan hann lifir, en að honum látnum skuli það ganga að erfðum í ætt hans. Þá kemur doktor Valtýr gangandi á ís frá Kaupmannahöfn og setur upp 3571 kr. 71 ey. ferðakostnað- arreikning. Tvö þúsund kr. fyrir skóslit, eitt þúsund kr. ýmislegt 07 hitt fyrir þjór- fé. Þá eru samþykt lög á þingi um að refsa þeim, sem stela af landssjóði. Þá fara margir á höfuðið. Þá leikur Jeikfélag Reykja- víkur söngleikinn „Carmen“ og syngur Kristján Þorgrímsson hlutverk Don José af lílilli snild. Þá er Gisli Sveinsson gerður að dannebrogsmanni og margir dæmdir i tukthúsið. Ýmislegt ótrúlegt ber þá við. Stúlka fyrir vestan bæ elur fimmbura og getur feðrað þrjá þeirra, en Guðm. Egilsson gjörist anarkisti og sprengir stórhýsi sitt á Laugavegi, sjálfan sig og niu tíu og fimm vínarbrauð i loft upp. Þá gerist margt hér í bænum, sem eg er of finn. til að segja frá. Þá er og mörgu logið upp á sjálfan mig. Eg hefi talað, Ingimundur.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.