Reykjavík


Reykjavík - 05.04.1913, Qupperneq 3

Reykjavík - 05.04.1913, Qupperneq 3
REYKJAVÍK 57 SUNLIGHT SOAP REYNlð SUNLIGHT SÁPUNA. Ekkert sannfærir mann betur um kosti Sunlightsápunnar en þaö, aö reyna sáp- una sjálfa. Sunlight sápan er gjörð monnum til hjálpar, o enda hjálpar hún þeim líka svo um munar. Hún gjörir erfiða vinnu auðvelda, sparar tíma, og leysir vinnuna fljótt og vel af hendi. Sunlight sápan er afkastam- ikil og sparar yöur peninga, erfiöi og fatnað. Reynið hana. Frönsk samtalsbók eftir IF*ál Porkelsson, er nýkomin út. — Kostar Kr. 8,00. Fæst hjá öllum bóksölum. Hvað er það sem svo snertir oss og hrærir? Ekki inir fjarlægu hnettir. Ekki sólirnar mörgu og reykistjörn- urnar, sem loga á himninum, heldur myndin, þess hátignarfulla og fagra. Allar þessar tilfinningar vorar, sem þannig eru snertar að einhverju leyti hvern dag ævinnar, eru sannar og virki- legar engu síður en þær sem vekja meðvitund til hungurs og þorsta. En ekkert fær vakið þessar hugarhræringar hjá oss, væri það ekki til fyrir utan oss, eða móttækileikinn fyrir áhrif- unum innra fyrir hjá oss. Réttlætið, sannleikurinn, kærleikurinn, fegurðin, er vekja þessar tilfinningar í hvers manns brjósti, eru því til, utan og innan tilverunnar. En fái þessar tilfinningar vorar ekki notið sín, er líf vort ein vansæla, frá vöggunni til grafarinnar. Sem nákomnast samband við þessi öfl er vorri andlegu heilbrigði nauðsyn- legast allra hluta. Trúarkrafan er því ein sú réttmætasta krafa, sem til er. Og hún verður manninum ávalt með- fylgjandi, hve mjög sem þroski manns- ins vex, því aldrei verður svo langt komist, að yztum skilningi á réttlæti, kærleika og sannleika verði náð. En trúarkröfunni verður ekki full- nægt með því sem eitt sinni var. Heimurinn hefir breyzt. Hann er nú stserri en hann var, aldur hans og ó- mæli meira en menn höfðu hugsað sér fyrir tvö þúsund árum. Hann er gersamlega annars eðlis en menn höfðu haldið. Fyrir auga vísindamanns- ins felur hann í sér stærra og meira líf en fyrir auga villimannsins, er til- bað jörð og sól og tungl sem lifandi guð. Búningur fornu trúarbragðanna full- nægir ekki trúarkröfunni nú. Aðgrein- ingin gamla í náttúrleg og yfirnáttúr- leg trúarbrögð er orðin að mótsögn. Því í raun og veru er alt náttúrlegt, og guð og öll hans verk náttúrlegust af öllu. Væri eitthvað til án guðs, þar sem hans ]ög næði ekki til, en eitt- hvert annað afl væri þar ráðandi—það eitt væri yfirnáttúrlegt. Trú villimannsins, sem býður hon- um að lúta stokk og steinum; draum- trú barnsins, sem horfir upp til ský- janna og blessar og talar til stjarnanna og tunglsins, sem væri þau lifandi og líknandi verur; trú Gyðingsins, sem ávalt snýr ásjónu sinni í áttina til Jerúsalems-borgar þegar hann ákallar drottinn, og trú ins kristna manns, er les „Faðir vor“ með beygðu höfði, er í sjálfu sér ein og sama trúin. Hún •r sama leitin, sama skjálíandi höndin útrétt eftir föðurhendi guðs, sama sam- bands viðleitni manna að tengjast enn betur inu eilífa, sanna, fagra og góða alheimsins. Þær eru ekki falsguðadýrkun inar lægri trúarathafnir óupplýstuþjóð- anna. Eða halda menn að til sé falskur guð, og svo annar hálf-falskur ? Það er stigsmunur. Það er stigsmunur trúar- innar eftir því sem þroska mannanna er háttað. Trúareiginleikinn hefir ávalt verið sama eðlis hjá mannkyninu; tilfinning- arnar, er meðtækilegar hafa verið fyrir in æðri áhrif, sama eðlis, og trúar- krafan sama eðlis. Sams konar greinar- mun og á sér stað milli trúarbragða- flokka mannkynsins, má finna í sama trúarfélagi. Sveitamaðurinn skilur opin- ^berun guðs í inni ytri náttúru betur en borgarmaðurinn; borgarmaðurinn aftur betur guð í sálu mannsins. Menningin, mannþekkingin meiri í borg en bygð. Sama má segja um aðgreininguna fornu, í opinberaðan sannleika og ó- helgan sannleika. Allur sannleikur er jafnheilagur, og öll rit, er sannleik hafa að geyma, eru opinberun. Þar sem orð sannleikans talar, þar talar rödd guðs. Það er súfullvissa, er trúartilfinningin veitir. Og trúarkrafan gerir sig ánægða með það. Hún biður ekki um bóka- skrá helgra eða óhelgra rit.a. Ekki um upptalningu þess, hverjir í fornöld hafi verið sendir og hverjir af lífi teknir fyrir villitrú. Hún finnur engu meiri svölun í því að kunna nöfn allra Post- ulanna og Spámannanna, heldur en að kunna nöfn allra Alþingismannanna á íslandi. Það er rétt afstaða, fult sam- ræmi einstaklingsins við ið eilíf sanna, sem hún krefst. Trúarkrafan spyr ekkert að því,hverjir áttu börnin, sem Jesús blessaði, hvort það voru börn bersyndugra, Farísea, presta eða tollheimtumanna. Hún spyr ekkert eftir broti konunnar, sem Farí- searnir vildu láta grýta, heldur hvort að mannúðin ráði í dómum mannanna, í fullu samræmi við inn eilífa kær- leika, sem ræður í allri tilverunni. Hún getur vel tekið undir með ein- um frægasta háskólakennara Banda- ríkjanna, sem sagði: „Sá maður er vel mentaður, er staðist fær eftirfylg- jandi próf: Getur safnað nýjum þrótt með því að ganga út í grænan skóg eða blómaríki náttúrunnar. Getur ávalt haft fult vald yfir öllum sínum til- hneigingum. Metur ekkert of smá- vægilegt til þess að veita því eftir- tekt. Gengur ekki fram hjá barninu, er fallið hefir á götunni, heldur reisir það á fætur. Getur þerrað tár þess sem grætur. Hefir það við sig, að ef hundur er hrakinn og einmana á götunni, og á hvergi hæli, hleypur hann til hans, eltir hann, fylgir honum eftir og leitar skjóls hjá honum“. — Hún getur vel tekið undir með háskóla- kennaranum og sagt: Sá sem þetta próf fær staðist, er ekki eingöngu vel mentaður, heldur líka vel kristinn. Um aðrar hans Játningar lætur hún sig litlu varða. Afstaða þessa manns er sú rétta gagnvart trúarkröfunni, og samræmi fullkomið við trúarhugsjónina. Trúarkrafan heimtar styrk, þroska og fullkomnun þeim sálareigiftleikum mannsins, er leita út fyrir tilveru hans, og að samþýða þá og finna þeim stað innan inna eilífu eiginleika fullkom- ins réttlætis, sannleika og fegurðar, er dvelur í og með tilverunni. Leitun mannsins er öll til guðs, og til baka frá honum aftur til lífsins, sem vér lif- um. En á þá leit má ekki leggja nokkur andleg höft, setja henni fyrir fornar venjur, staðhæfingar eða setn- ingar, því án frelsis er engrar full- komnunar að vænta. Enda eru öll bönd í þeim efnum ónauðsynleg. Eins og enginn getur trúað fyrir annan, svo getur og enginn dæmt um annara þarfir í trúarefnum. Með því að gera leitina frjálsa er ekkert að óttast. Út fyrir guð, út fyrir alveruheildina, getur enginn vilst, því þangað liggja engar leiðir. ,Guð er ekki fjarlægur neinum af oss, því í honum lifum, hrærumst og erum vér“. Guð ríkir í sínum helgidóm, og alt er vel á jörð. Nálægjumst hann sem frjálsir menn, þá mun hann nálægjast oss. Og er vér höfum fundið hann, fundið upptök vonanna veiku og þrótt- vana, er bærast hjá oss; er vér höfum fundið upptök ráttlætisins, er með geislabrotum lýst hefir upp huga vorn; er vér höfum fundið mynd ins eilíf- sanna og fullkomna, sem vér höfum eygt í óljósum fjarska og beygt kné fyrir, þá er ekkert að óttast. Því það er ið eilífa lífið, að þekkja þig, einan sannan guð. Þá getum vér ókvíðnir mætt öllu, sem að höndum ber, lífinu með breytingum þess, dauðanum með burtför hans og svefni, sorg og söknuði. Þá verður oss heldur ekki svo villu- gjarnt á vegferð vorri, því þar sem guð er, þar er bjart, ratfært, vegljóst. Því guð er ljós, líf og sannleikur. B æ n. Algóði og eilífi faðir vor! Blessa þú þennan samfund vorn hér á þessum degi, börnin þin öll ung og öldruð, sem hér eru stödd. Blessa þú tilraunir vorar til að komast nær þér, vorar útréttu barnahendur eftir þinni föður- hönd. Blessa vorar veiku tilraunir að skilja tilgang lífs vors og reyna að fá þvi svo lifað, að það megi verða oss og öllum mönnum til sem mestrar blessunar. Þú einn, sem ert vegurinn, sannleikurinn og lífið, lát oss aldrei beygja af vegi réttlætisins og kærleikans. Græð þau sár, sem lífið kann oss að veita, og þerra þau tár, sem fram í augu vor brjótast við sársauka vegferðarinnar. Lát oss aldrei litilsvirða sannleikann, nokkurt brot hans, því hann er geislabrot þinnar guðlegu opin- berunar oss til handa. Og nm fram alt, al- góði faðir vor, lát oss vera í öllu lífi væga og miskunnsama aumingjanum, sem engan á að nema þig og sín oigin tár; lát oss blessa hann og gera honum leiðina glaðari um heiminn. Blessa þú alla menn, öll þín börn, þau sem brosa og þau sem gráta, þau sem hitann og þungann bera dagsins, og þau sem kuldans kenna og andsvala lifsins. Blessa þú kirkju þína hér á þessu landi og um allan heim. Yeit henni að vera það ljós, er ekki fær hulist, er allir mega óhultir stefna til úr hafróti lifsins og æstrar og órólegrar sálar, hvort sem þeir bera með sér misgerðir eða sátt við lífið, sorg eða gleði, sína nýfæddu eða önduðu samferðamenn. Og blessa þú land vort og þjóð. Landið þitt og vort, landið vort heilaga, vort einasta heilaga land, hvar um heim sem vér búum, og vertu oss öllum nálægur með þinnm heilaga frið, héðan í frá og um al!a tíma. Amen. 27 Kolbeinn er asni ber, ef ei vill lán pað skilja. Þá gat Kolbeinn ekki að sér gert að hlæja, og nú varð hann að láta undan. X. Þrjátíu ár eru liðin frá því Kolbeinn fylgdi dóttur sinni til strandar, morgun einn um haustið, og leit hana sigla á brott með skipstjóranum, eiginmanni hennar. »Jóhanna« hafði fengið fullkomna viðgjörð suður í Danmörku um sumarið, og skreið nú út á milli eyjanna. Siglutopparnir fágaðir og nýmálaðir blikuðu við sólu, ný og drifhvít seglin þrútnuðu af golunni, og flaggið blakti á greipi-ránni. Steinunn stóð á þilfarinu, og starði á land eins lengi og hún fékk eygt þar mann háan vexti, sem stóð á landi uppi með krosslagðar hendur og höfuðið nokkuð lotið. Fjarlægðin milli þeirra óx æ meir og meir, þangað til þaú hurfu hvort öðru sýnum, þá gekk hann heim til sin í þungum hugsunum um það, hvað dapurt yrði nú heima fyrir, og hve undarlegt það væri, að foreldrarnir yrðu tíðum að láta af hendi sæluljós augna sinna, rétt þegar þau sýnast ætla að fara að skína skærast og fegurst fyrir þeim. Hann leit hvorki dóttur sína eða tengdason upp frá þeim degi. Þegar skipið kom heim var það látið fara í aðrar ferðir, og Steinunn fékk aldrei tóm til að bregða sér frá heimilinu, því börnunum fjölgaði með tímanum svo, að ekki gat komið til nokkurra mála fyrir hana að vera langvistum að heiman; og þar við bættist að hún varð oít og einatt að veita heimil- inu forstöðu einsömul, þegar maður hennar var i siglingum. En Kolbeinn fékk aftur bréf frá þeim og sannfærðist æ betur

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.