Reykjavík


Reykjavík - 19.04.1913, Blaðsíða 1

Reykjavík - 19.04.1913, Blaðsíða 1
1R kj a v t fc. XIV., 17 | Ijaugardag' 19. Apríl 1913 XIV., V7 Ný ófriðarblika. . Kh., 18. Apríl 1913. JÖNS V EFN AÐ AR V ÖRU VERZLUN BJÖRNSSONAR & Co. Bráðabirgðar-ropnahlé með Búl- görnm og Tyrbjnm. Grikkir TÍggirða Saloniki af kappi. * * * [í vikunni sem leið var símað hingað að Búlgarar gerðu miklar kröfur til landa á Balkanskaga, og að þeir vildu fá Saloniki. Lítur nú út fyrir að draga muni til fulls fjandskapar með banda- þjóðunum. Hafa Búlgarar sjálfsagt gert vopnahléð við Tyrki til að geta snúið sér að Grikkjum]. J. Pierpont Morgan látinn. Pierpont Morgan, einhver auðugasti maður í Vesturheimi, dó í Rómaborg 31. f. m. Það er vafasamt, hvort auðmagnið eitt hefir nokkru sinni fengið einum manni jafnmikil völd, án opinbers em- bættis, tigna-titils eða erfðrar frægðar frá sagnfrægum forfeðrum. Og það má undravert heita, hve vel og viturlega hann fór með þann afar-auð og vald, 8em hann átti yflir að ráða. Ekki fór Morgan þó varhluta af óvirðingum og árásum um dagana, sem oft voru bæði svívirðilegar og skrílslegar; en árásir þær voru raunar frá þeim mönn- um, sem ekki höfðu persónuleg kynni af honum, en áfeldust hann að eins af því, að þeim stóð stuggur af hinni gífurlegu auðsæld hans, er þeir hugðu hið mesta þjóðarmein; en það er til marks um mannkosti hans, að aldrei varð hann ber að nokkru ósæmiiegu athæfi, er rýiði mannorð hans í einu eða neinu, og var þó leitast við á marga lund að finna höggstað á hon- um. f>eir sem honum voru nákunn- astir voru á einu máli um það, að ekkert hefði prðið honum til meiri vegs og frama, en traust það, er fjár- málamenn um allan heim fengu á skil- vísi hans og hrekkleysi í viðskiftum. Eins og að líkindum ræður, varð hann oft að tefla á tvær hættur í hinum grimma hildarleik, sem auðmenn í Vesturheimi heyja sín í milli um ýmis- konar fyrirtæki. Þótt sá atgangur gæti oft orðið almenningi til tjóns og sið- spillingar, þá var það ekki Morgan að kenna eða hans aðförum, heldur hinu, að slík hættuspil eru leyfð. Og það er sannast að segja, að hann var aldrei upphafsmaður slíks óróa, heldur lét hann sér jafnan um það hugað (eink- um í fjármálum Vesturheims), að friður og jafnvægi mætti haldast í viðskiftum manna í meðal. Þetta kom bæði fram í einkaviðskiftum hans við aðra menn, og eins ef stjórnin var í fjárhagslegum vanda stödd, eða ef allsherjar fjárþröng vofði yflr, þá hljóp hann oft drengi- lega undir bagga. f>ó aQ hann eyddi að vísu miklu fé, í eigin þarflr, þá eyddi hann því jafnan með skynsam- legum hætti, og gerði sig aldrei sekan um það gegndarlausa óhóf og eyðslu- semi, sem margir aðrir auðmenn í BANKASTRÆTl 8 var opnnð 18. þ. m. “ Q0P Iiítið á varning;ínii, þvi þar verða seldar vandaðar vörur — fyrír lágt verð. Itií Vesturheimi hafa orðið að athiægi fyrir. Aldrei misbeitti hann auðvaldi sínu í eigin hagsmuna skyni, og hafði óbeit á öllum hávaða og frægðar-lofl. Svo er að sjá, sem hornsteinn að auðlegð Morgans hafi verið lagður af afa hans, Joseph Morgan. Hann tók þátt í frelsis-styrjöldinni gegn Englend- ingum, og að því búnu settist hann um kyrt í Hartford, Connecticut. Hann hafði auðgast nokkuð af búskap, og varði því fé sínu til að kaupa póst- vagna, og varð að sögn nær einvaldur um allan póstflut.ning þar í nágrenn- inu. Hann varð mjög auðugur, eftir því sem þá þótti. Sonur hans, Junius Morgan (faðir Pierpont’s Morgan) varð bankaritari í New York, og kom þar ár sinni vel fyrir borð, studdur af efn- um föður síns. Nokkru síðar fór hann til Lundúnaborgar og gerði þar félag við enskan bankastjóra, sem hætti þó störfum nokkru síðar, og upp frá því var bankinn kendur við J. S. Morgan, og hóf hann þá fyrir alvöru banka- starfsemi sína. Hjá honum lærði J. P. Morgan. Hann var fáorður maður og duglegur þegar í æsku, og virtist í fyrstu svo þunglyndur og einrænn, að sagt er að faðir hans hafl örvænt um fram- tíð hans fyrstu árin, sem hann var í Lundúnaborg. Dvöl hans á Englandi varð ekki lang- vinn og árið 1857 fór hann vestur um haf og gekk í þjónustu bankamanna í New York, en stofnaði sjálfur banka þrem árum síðar, af því að húsbændur hans vildu ekki gera hann að íélaga sínum. Pierpont, Morgan kyntist bankamál- um á unga aldri hjá föður sínum, og fór snemma að fást við fjármál, en honum var þó lítill gaumur gefinn, meðan faðir hans var í fullu fjöri. En jafnframt bankastörfunum hafði hann snemma kynt sér járnbrautarmál, og árið 1879 gekst hann fyrir því að stofna járnbrautarfélag það, sem keypti 250,000 hlutabréf af Yanderbilt, er þá átti mest í New York Central járn- brautarfélaginu. Hlutir þessir voru virtir á hér um bil 108 miljónir króna, og tókst honum vel að stjórna þessu félagi. Morgan hafði áður haft all- mikil afskifti af járnbrautarmálum í félagi við aðra auðmenn, og átti þá einu sinni í höggi við Gould „járn- brautakonung", og bar hærra hlut, og um þær mundir fékk hann mikið fé frá Englandi til járnbrautalagninga. Og upp frá því varð hann kunnastur af járnbrauta-starfsemi sinni. En ekki kvað þó verulega að honum meðal auðmanna fyr en hann var orðinn 52 árá gamall, árið 1889. Þá varð hann alt í einu kunnur, af því að hon- um tókst þá að fá alla forseta járn- brautarfélaga Bandaríkjanna á fund sinn í New York, en ekki var hann þá Ef alaust verður haghvæmast að versla í Austurstræti 1 með allan karlmannafatnað. Stærsta úrval er við höfum nokkurntíma haft að bjóða. Vefnaðarvörur í stórkostlegu úrvali. Ásg-. G-. Gunnlaug'sson & Co. kunnari en svo, að blaðamenn voru í vandræðum með að skýra það fyrir almenningi, hver þessi Pierpont Morgan væri. Og það liðu nokkur ár enn, áður en hans varð að nokkru getið utan Bandaríkjanna. Það er óþarft hér og yrði leiðinlegt, að telja upp öll þau járnbrautarfyrir- tæki, sem -P. Morgan var viðriðinn um dagana, alt í frá þessum fundi árið 1889, sem áður er getið, eða af- skifti hans af öðrum framkvæmdum í Bandaríkjunum. Þess má þó geta, að hann var upphafsmaður að miklu stál- steypufélagi og siglingafélagi, sem nú er kallað Atlantic Shipping Combine. Öll störf Morgans lutu að einhvers konar viðreisn. Hann eyddi aldrei eignum manna. Fyrir fjórðungi aldar var hann kallaður viðskiftalæknir, sem græddi sjúk samsteypufélög, og fjár- hagslæknir, sem sniði af óþarfa kostn- að og gálauslegar athafnir. Morgan hefir svo að segja ráðið lofum og lög- um, minsta kosti í Ameríku, síðasta aldarfjórðung, um stefnu og fram- kvæmdir samsteypufélagsskaparins. Og hvað sem segja má um þessi félög, er svo mjög hafa látið til sín taka á siðustu árum, þá er það víst, að þau eru framkomin fyrir eðlilega „rás við- burðanna", en ekki af gerðum nokkurs eins manns. En víst er það, að við- gangur þessara félaga hefir verið Morg- an hin mesta féþúfa, og það má ó- hætt fullyrða, að Morgan gerði meira til þess en nokkur annar, að vöxtur þeirra yrði skaplegur, að þau beittu 11 MifæriO! Dagana 21.—28. Apríl verður gefinn mikill aísláttur á VEFNABARVÖRUM í verzlnn jjóns Ijelgasonar frá Hjalla. Sfr^jr* Ýmsar vörur hentugar til SUMARGJAFA. Fyrir helming verðs verður selt: Sjöl — Sokkar — Karlmanna- milliskyrtnr — Húfnr — Skinn- kragar o. fl. eigi rangsleitni og héldi fjármálum öllum í sæmilegu jafnvægi. Og oftar en einu sinni hafa ráð hans og hjálp jafnvel komið Bandaríkjastjórn að veru- legu liði. Og það var aðallega að hans undirlagi og fyrir hans forgöngu, að Bandaríkin tóku að gerast veitandi en ekki þiggjandi í fjárskiftum við aðrar þjóðir. Þegar honum var stefnt til þess að bera vitni í Noithern Pacific deilumálunum 1901, komst hann svo að orði: — „Þegar eg kem skipulagi á eitthvert fyrirtæki, og ber siðferðilega ábyrgð á starfrækslu þess, þá finst Taurullur á kr. 21,50 Tauvindur frá kr. 14,50 fleiri teg. í Austurstræti 1. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.