Reykjavík


Reykjavík - 19.04.1913, Blaðsíða 2

Reykjavík - 19.04.1913, Blaðsíða 2
64 REYKJAVÍK Biblíufyrirlestur i Betel. Sunnudag 20. Apríl kl. 7 síðd. Efni: Hegning óguðiegra og afdrif peirra. Eiga þeir að pínast og brenna æfinlega? Hvernig er orðið »eilíflega« notað i bibliunni? Allir velkomnir. O. J. Olsen. mér það heilög skylda mín, að vernda það, og eg geri það að jafnaði“. Á síðari árum virtist Morgan vaka með samskonar föðurlegri umhyggju og verndarhug yfir öllum fjármálum Banda- ríkjanna. Menn hafa giskað á, að eignir hans í hlutabréfum, samsteypu- fólaga og járnbrautarfélaga, hafi numið um 36,000,000,000 króna. Hvort sem þessar tölur eru nákvæmar eða ekki, þá er það víst, að Morgan réði svo miklu um fjármál lands síns, að heita mátti, að allar greinir þeirra lyti hon- um á einn eður annan hátt, eins og sjá mátti í afskiftum hans af fjár- þrönginni miklu 1907. — Maður nokkur, sem skrifað hefir æfisögu hans, segir að fjársöfnun hafi ekki verið ríkust í huga hans, heidur hitt, að sjá starfsmál unnin eins og hann hélt að réttast væri að vinna þau, og hann vildi fá öllu að ráða. Hann var „Morgan alt í öllu“. Það er sagt, að það hafi verið vandi Morgans, þegar hann var að hrinda einhverju fyrirtæki af stað, að skrifa sig fyrir hlutum í því, og um leið að skrifa nöfn nánustu vina sinna, og upphæð þá, sem þeir legði fram. Og þetta var orðið honum svo tamt, að þegar komið var með samskota-lista til hans, hafði hann oft skrifað nöfn þessara sömu manna þar á, og upp- hæð gjafarinnar, að þeim forspurðum. En svo var hann fáskiftinn og einrænn, að sagt er hann hafi ekki verið mál- kunnugur nema 40 til 50 fjármála- mönnum í allri New-York-borg. Eins og að líkindum ræður, spunn- ust margar þjóðsögur um hann þegar í lifanda lífi. Margar skrítlur eru sagð- ar um hann og fáar líka alveg sannar, en allar iýsa þær þó því einkenni, sem merkilegast var í fari hans, en það var vald hans og stjórnsemi yfir öðr- um mönnum, víðsýni í fjármálum, skjótræði og ráðsnild, þagmælska og kjarnyrðar setningar; þótti hann svo stuttur í spuna á yngri árum, að hann var kallaður „Morgan já eða nei“. Ekki alls fyrir löngu var honum stefnt fyrir ransóknarnefnd auðféiaga, og kom það þá bezt í ljós, hve vald hans stóð öruggum fótum og hve mikils um- mæli hans voru metin. Það sem hann sagði, hafði bæði mikil áhrif á ran- sóknarmennina, og varð til þess, að bæla niður þann óhug, sem slegið hafði á alla alþýðu út af fjárhagsmál- efnum Bandaríkjamanna, er þá virtust á margan veg komin í óvænt efni. Það er alkunnugt, að Morgan gaf oft rausnarlega til almennra líknar- starfa, en hitt geta menn naumast gert sér í hugarlund hverjum feiknum slíkar gjafir námu. Hann keypti ógrynni dýrindis lista- verka víðsvegar um Evrópu og flutti vestur um haf, eins keypti hann sjald- gæfar bækur og handrit; gaf miljónir dala til sjúkrahúsa, skóla og vísinda- iðkana, bæði í Bandaríkjunum, Frakk- landi og Englandi, og studdi kirkju- mál með mikium fjárframlögum. Hann var og ör að fé við „gesti og gangandi“, og lagði oft fé til smá- vegis nytsemdarfyrirtækja, en krafðist þess þá jafnan, að fénu væri varið af forsjá. Hann hafði mikið yndi af sigl- íngum og söfnun listaverka, en annars voru skemtanir hans fáar og óbrotnar. Mr. Morgan var tvíkvæntur. Fyrri konu sína misti hann eftir stutta sam- búð. Varð þeim ekki barna auðið. En með seinni konu sinni átti hann þrjár dætur og 1 son, sem nú tekur við miklum hluta af auðæfum föður síns. Ffiniiprföt handa drengjum. — Góð og ódýr. Sturla Jónsson. gara ég vxri kongur! Já, væri ég nú bara kongur! — ekki svona venjulegur „bundinn“ kongur, þrælbundinn á höndum og fótum af þingi og stjórnarskrá; nei, reglulegur kongnr, — einvaldur kongur, „allvaldr“, eins og forfeður vorir komust að orði, — og mætti gera alt eftir mínu háa höfði, og þyrfti ekki að vera „bundinn“ við ríkisrétt né staðhefðir, né svo- kallaða heilbrigða skynsemi, né nokk- urn skapaðan hlut annan. Ja, þá væri gaman að lifa! Þá skyldi ég fyrst og fremst af öllu segja sambandinu við Dani slitið, og ekki láta mér detta í hug að ásælast ríki þeirra eða leggja það undir mig, þó þeir ættu það að vísu aldrei nema skilið fyrir meðferðina á okkur. Nei, farið þið í friði, mínir dönsku bræður, og fylgi ykkur heill og hamingja til alls góðs. Ég ann hvorki yður né oss svo ills, að vilja lifa lengur í hjónabandi við ykkur, og þó að þér byðuö að gefa oss Færeyinga að skilnaði, þá vildi ég ekki einu sinni þiggja þá, skinnin þau arna. Ég skyldi lýsa yfir því, að ég vildi lifa í friði við allar þjóðir. Og ef Fær- eyingar ætluðu að fara með hernað á hendur mér, til að neyða mig til að taka þá að mér sem þegna mína, þá yrði ég ekki uppnæmur þegar flotinn þeirra kæmi, heldur byði foringjunum öllum í einu heim til mín, traktéraði þá á andarnefjulýsi og brenmvini frá Brynka Bja — það væri fuligott handa þeim! — og léti svo skipa þeim öllum út um nóttina, þegar þeir væru fallnir undir borðið, og býst ég þá við að það yrði lítill vigahugur í brókum þeirra næsta dag. „Sendiherran“ mundi ég aftaka, en setja borðalagða húfu á kollinn á Bjarna, stinga stöng í endann á honum og íesta hana upp á hallarbustina mína, og hafa hann þar fyrir veðurvita. Allar Bríettui gerði ég að ambáttum og léti þær saxa tóbak í nefin á hirð- mönnum mínum. — Alþingi mundi ég einnig aftaka; það er úrelt stofnun, frá þeim tíma þá er vér höfðum hvorki ritsíma né talsíma, og engar teljandi póstgöngur. Þá varð fólkið að kjósa þessa sérstöku fulltrúa, og senda þá suður í Reykjavík, til að segja til, hvað það vildi — ef það vildi þá nokkuð, og ef það vissi þá, hvað það vildi. Éað gæti farið alt eins vel nú, að senda út með póstinurn umburðarbréf til sveitanna, og láta oddvitana fóna atkvæðagreiðsluna hingað suður til stjórnarinnar. Vildu menn endilega hafa einhverjar umræður líka, þá mætti hafa fonógrafa; og til þess að sleppa við óþarfa mælgi, mætti lögbjóða, að enginn mætti halda lengri ræðu en 30 orð í mesta lagi. Það getur verið nóg af svo góðu. Að því er trúna snertir, þá ætti hver maður að hafa rétt til að verða sæll með sínu sniði — þar á meðal bæði mormónar og eldsdýrkendur. — En enginn ætti að hafa rétt til að ganga um og vera ósvífinn, til þess að frelsa náungann með sínu sérstaka sniði. Júðar og trúskiftingar, Hala-negrar, Hottintottar og Rússar, Eldlendingar og únítarar, og allir heiðingjar og guðs- spekingar, sósíalistar, anarkistar og aðventistar — bæði Östlunds og Ólsens — og Jón Helgason og Haraldur — allir ættu þeir að hafa sama rétt, til að frelsa farsæla og sálusorga sjálfa sig og sína skoðanabræður; en enginn skyldi frem- ur hafa rétt til að ráðast á fólk með sáluhjálpar-fortölumogtrúboðun, heldur en til að vera mönnum nærgöngull á annan hátt. Jóni Ólafssyni gerði ég tvo kosti: annaðhvort skyldi hann hætta öllum málhreinsunar-firrum og tala og skrifa sama málblending eins og annað skikkanlegt fólk; að öðrum kosti léti ég hengja hann. En þótt ég hafi horn í síðu Jóns, þá vildi ég þó ekki gera honum það til háðungar að láta hengja Mongólann við hliðina á honum. Ég léti mér nægja að brennimerkja Mongólann með sínum bókstaí á hvora kinn og einum á nefið — upphafs- bókstöfum úr nafni þeirra lifandi og þess dána rithöfundar, sem hann hefir hvinskað mest frá. — En á ennið léti ég tattóvera : — Bithvinsku-lús — skriðlús á lifendum — nálús á framliðnum. Prófessorunum við háskólann skyldi ég harðbanna að tala mesopotamísku í pontunum. Heima hjá sér mættu þeir, ef þeir vildu, parlera terminólógisku, bæði hver við annan, en einkanlega við sjálfa sig; því að ætla má að þeir skilji að minsta kosti sjálfir það mál, sem þeir hafa íundið upp. En þegar þeir tala við annað fólk, kristið eða ókristið, yrðu þeir skyldaðir til að tala almennu mæltu máli. Upp frá því yrði það aldrei skoðað sem vottur lærdóms eða djúpsæi, að tala svart, heldur yrði það skoðað sem skortur á megni til að láta hugsun sína í ljósi. Ekki mundi ég heldur viðurkenna neina þjóðkirkju-trú í listum og bók- mentum. Allir mættu rnála og móta myndir eins og þeim bezt líkaði. Að eins mundi ég skylda Einar Jónsson til að höggva á sérhverja mynd sína Jetur, sem skýrði frá, hvað myndin ætti að tákna. Allir skyldu hafa leyfi til að yrkja og skálda eins og þeir vildu, t. d. allir Einararnir þrír, Bene- diktsson, Hjörleifsson og Jochumsson. Stefáni G. mundi ég gera að skyldu að rita yfir kvæði sín skýringar, sem væru að rninsta kosti ekki óskiljan- legri en kvæðin sjálf. En ekki þyrði ég að skipa Einari Ben. að skilja sjálfan sig, því það gæti orðið verra en dauða- dómur; hann gæti kannske orðið brjál- aður af þeim heilabrotum og lent á Klepp til Þórðar. Öllu kvenfólki (nema Bríettunum) skyldi ég gefa lausan taum. Þær skyldu fá að verða pilsa-byskupar og botnvörpu-skipstjórar, borgarstjórar og leikfél. Reykjavikar. Leibur í 4 þáttum eftir G. Hostrup Sunnudaginn 20. þ. m. ki. 8^/2 síðd. í Iðnaðarmannahúsinu. salernishreinsarar, bullukollur og bæjar- stýrur. En til þess að þær atvinnu- greinir, sem heldur eru fegurðarspill- andi, skyldu ekki breyta þeim í algerð viðundur og kvikindi, þá mundi ég jafnframt setja á stofn kvenna-akademí fyrir þokkaprýði og limafegurð undir stjórn Imbu Brands, og veita styrk og verðlaun þeim konum, sem sæktu þessi akademí, og veita stórkostleg heiðurs- laun öllum þeim þeirra, sem aí öðrum bæru í kvenlegum yndisþokka; og þann pilsa-byskupinn eða skútu-hásetann í pilsi, sem bezt megnaði að varðveita sína kvenlegu fegurð og unað, hvort heldur í byskups-pilsinu eða sjó-pilsinu, — þá ina sömu skyldi ég hefja upp og setja við hlið mér í hásætið. Og að því loknu skyldi ég segja af mér konungdóminum, og lifa sem valdalaus maður með þessari konu minni og eignast með henni börn og buru. Því að satt að segja er það töluvert vafningasamt að vera kongur, og alls ekki hættulaust. Þegnarnir gætu fundið upp á því að fara með mig eins og farið var með hann Georg Grikkja- konung hérna á dögunum. [Stælt effir og stolið frá Gustaf Fröding]. Alnavara, bæjarins stærsta og ódýrasta úrval. Sturla Jónsson. Svartfellingar og stórveldin. Lítið hefir orðið úr ógnum stór- veldanna við Montenegro, sem getið hefir verið um áður. Herskip frá öll- um stórveldunum, nema Rússlandi, komu saman fyrir utan Antivari, og hafði brezki aðmírállinn forustu fyrir henni. Hann sendi stjórninni í Mon- tenegro bréf á ensku og tjáði henni, að flotadeildin væri þar komin, sakir þess, að Svartfellingar hefðu eigi orðið við óskum stórveldanna. Skoraði á hana að fallast á þær óskir tafarlaust. Stjórnin í Montenegro svaraði sam- stundis, að henni þætti leitt, að flota- deild þessi væri komin inn á land- helgissvæði Montenegro, og að hún álit.i þetta tiltæki brot á hlutleysi þeirra. Sagði og, að hún mundi ekki breyta neytt stefnu fyr en komin væri á frið- ur milli þeirra og Tyrkja. Fiotadeildin hafðist síðan ekkert frekara að, og þykir mönnum stór- veldin hafa farið hina mestu sneypuför. OOOOOOOOOOOOOOO 0 0 0 V 0 Q alls konar er lang-ódýrastur í q o Skóverzlun Jóns Stefánssonar o 0 Laugaveg 14. 0 0 Vatn sstígvél (hnéhá) ▼ ▼ seljast á Kr. 16,75. 9 ^ Allar viðgerðir fljótt og vel gerðar. q 000000000000000

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.