Reykjavík


Reykjavík - 19.04.1913, Blaðsíða 3

Reykjavík - 19.04.1913, Blaðsíða 3
REYKJAVlK 65 LIFEBUOY SOAP (LIFEBUOY SÁPAN) fer víösvegar um til þess að bjarga Iífi manna og hefir hún tvöfalt afl í sjer fólgið til þess. Hún bjargar lífi manna með hreinlæti og með þvi að sótthreinsa um leið allt sem hún hreinsar. Bíöið ékki pangað til heimilið er eyðilagt af sjúkdómum, en munið eptir því, að það er betra að fyrirbyggja sjúkdómana en að lækna þá og að LIFEBUOY SAPAN er meira en sápa eingöngu, en kostar þó engu meira. Hún er jafngagnleg og góð til andlits—og handþvotta og til að nota hana sem baðsápu eins og til venjulegrar not- kunar á heitnilunum. Nafnið LEVER á sapunni er trygging fyrir hretnleik hennar og kostum. „lceland Finance Corporation, L=“. Vér göngum að því vísu, að lesend- um vorum só forvitni á að fræðast um þau félög, sem stofnuð eru meðal erlendra manna, og snerta ísland að einhverju leyti. Eitt slíkra félaga er það, sem nefnt er í fyrirsögn þessarar greinar, og heflr oss borist prentuð skýrsla um fyrir- ætlanir þess. Það er stofnað í Lund- únum í vetur, og er Chr. B. Eyjólfsson frá Reykjavík aðalmaður í stjórninni. Markmið þess er að fá forkaupsrétt á ýmsum fyrirtækjum og eignum, og selja þau síðan opinberum félögum. Eitt af helztu fjármálablöðum Eng- lendinga „TJie Financial Timesu, minn- ist á félag þetta, og virðist telja það varhugavert og jafnvel glæfrakent í sumum atriðum. En til þess að íslendingar sjálfir geti gert sér skoðanir um félag þetta, ætlum vér að skýra frá nokkrum at- riðum úr „Prospedus11 félagsins. Er þá fyrst að geta þess, að það er aðallega stofnað í þeim tilgangi, að gera J. P. T. Bryde’s verzlun að ensku fyrirtæki. En auk þess á það að njóta góðs af 19 samningum, er Mr. Eyjólfs- son hefir gert við ýmsa eignamenn a íslandi, um það sem kalla mætti „ungann úr“ uppsprettulindum allra fjárhags- og viðskifta-framfara landsins. Mikinn styrk telur „félagið" sér í því að hafa Mr. Eyjólfsson í stjórn sinni, sem sjá má af því sem hér fer á eítir: „Mr. Eyjólfsson, sem sá hina miklu framtíðar-möguleika landsins, hefir varið miklu fó og miklum tíma til að undirbúa verzlunar-, flski- og landbún- aðar-sveitir undir það að geta tekið við útlendum höfuðstól, og þetta fólag uppsker ávöxt verka hans og fjárfram- laga til þessarar undirbúnings-starfsemi. Með því að hann er sjálfur Islendingur og þekkir skilyrði og þarfir þess, að brezkt fé sé fram lagt, nýtur hann einstaks trausts eignamanna á íslandi og helztu valdhafa (Government Circles) °g má sín mikils hjá þeim“. J- P. T. Bryde’s verzlun, sem félagið ætlar að ná eignarhaldi á, er helzta verzlun á íslandi. Eftir því sem hr. Bryde hefir skýrt frá, hefir hún stöð- ugt grætt, frá þvi hún var stofnuð fýrir 70 árum. Árið 1911 nam brutto- ágóði (gross profit) £ 12,300 (== um kr. 221,400)- Eignir verzlunarinnar metur hr. Bryde á hér um bil £ 50,000 (= um kr. 900,000) þó að ekki sé tal- inn „Goodwill“ (traust viðskiftavina). Eélagið býst við að því áskotnist um £ 20,000 við að koma í kring þessari sölu, helmingurinn í peningum og helmingurinn í hlutum hins nýja félags. Húfnr — harðir Hattar nýtízkulag. Stráhattar handa drengjum og telpum. Prjónahúfur — Sumarhattar o. s. frv. Sturla Jónsson. Meðal samninga þeirra og forkaups- rétta, sem Mr. Eyjólfsson ætlar að láta félagið fá, eru : 1. Forkaupsréttur á tveim fisk- verkunarplássum og botnvörpunga- stöðvum, sem ráða muni yfir megninu af útfluttum sallfiski, þegar þau eru komin í félags-eign. Á þeirri sölu er búist við að félagið græði £ 30,000. 2. Samningur um kaup á laxi úr helztu veiði-á landsins. Áætlaður hagur £ 2,000 á ári. 3. Samningur sem er í bígerð við Sláturfélag á íslandi, um kaup á kinda- skrokkum, og er tilætlast að svo só um hnútana búið, að ráða megi að lokum yfir kjötsölu íslands á Lundúna- markáðinum. 4. Hálfur ágóði af sölu á kola- námu, sem byrjað hefir verið að vinna. ( 5. Forkaupsréttur að 75 námum á íslandi. 6. Forkaupsréttur að námu, sem ópall hefir fundist í. 7. Forkaupsréttur að eign, þar sem menn ætla að mikið finnist af postu- líns-leir. 8. Forkaupsréttur að einhverjum hæsta fossi íslands. 9. Mr. Eyjólfsson hefir gert samn- ing við enska kaupmenn um kaup á öllu smjöri, sem hann getur fengið frá íslandi, og væntir félagið sér mikils hagnaðar af því. af öllum stærðum. Ódýrastur. Sturla Jónsson. JFrönsk samtalsbók eftir l’iil iPorlcelssoii, er nýkomin út. - Fæst hjá öllnm bóksölum. Kostar Kr. 8,00. Mr. Eyjólfsson hefir ennfremur lofað að veita félaginu forkaupsrótt á hverj- um þeim samningi, sem hann kann að gera framvegis á íslandi eða annar- staðar um íslenzk fyrirtæki. Félagið væntir mikils hagnaðar af rjúpnasölu til Englands. Félagið býst ekki við að þurfa á miklu starfsfé að halda, því að höfuð- stóll þess er að eins £ 5,000, og hver hlutur £ 1. Útgefin hlutabréf verða að eins £ 3,000. Hinund er fyrst um sinn haldið óseldum. Almenningi að eins boðin til kaups Æ 1,650. nýkomnir. Sturla Jónsson. Frá útlöndum. Mrs. Pankhnrst dærad. Nú er fallinn dómur í máli því er hið opinbera lét höfða gegn Mrs. Pank- hurst, fyrir að hafa hvatt menn til að sprengja upp hús nálægt London, sem kent er við Lloyd George. Mrs. Pank- hurst var dæmd sek um verkið, og hegningin ákveðin 3 ára hegningar- vinna. Enska stjórnin hefir lagt frumvarp fyrir þingið um að sleppa megi glæpa- mönnum úr varðhaldi um stund, ef heilsu þeirra sé hætta búin, en að láta megi þá aftur í fangelsi, er þeir þoli það. Eru log þessi einkum sett gegn kvenréttindakonum, er svelta sig í fangelsinu. Stjórnarskifti á Frakklandi. Briand-ráðaneytið féll á kosninga- lögunum, eins og getið hefir verið um í símskeyti til blaðsins. Það var öld- ungadeildin sem feldi það, og átti Clemenceau gamli mestan þátt í því. Briand-ráðaneytið var við völd eina I 56 daga. Barthou heitir hinn nýi forsætisráðherra. Kína og Standard Oil. Mælt er, að Standard Oil félagið hafi boðið Kínastjórn, að lána henni 35 miljónir dollara í gulli, ef hún vilji veita félaginu einkarétt til að vinna olíu um alt Kinaveldi tiltekið árabil. Óvingast með bandaþjóðunum. Fyrir skömmu kom simskeyti til blaðanna á þá leið, að Búlgarar krefðust stórra landflæma, sem Grikkir og Serbar hafa unnið af Tyrkjum. Er það sérstaklega tekið fram, að þeir yilji fá Saloniki. Fyrri hluta Marzmánaðar voru komnar talsverðar viðsjár með Grikkjum og Búlgurum. Þeir höfðu þá barist um borg eina, Nigrida, í Makedóníu; höfðu Grikkir varið borgina. Stóð bardaginn í 2 daga og lauk svo, að Búlgarar urðu að hverfa frá. Skófatnaður afar-góður og ódýr. Aýkomid stórt úrval. Sturla Jónsson. Nöfn og nýjungar. Samábyrgðin. Reikningar Samábyrgð- arinnar liggja fram á skrifstofu fé- lagsins i Landsbankanum. Innborguð ið- gjöld af skipum nam 45,818 kr. síðastl. ár, en af afla og veiðarfærum kr. 3,353. — Skaðabætur greiddar á árinu voru kr. 21,972 en eftir óborgað kr. 8,800. 20% af ársarði hefir skiftst milli eigenda hinna vátrygðu skipa, og nam það kr. 1,447. Séreigna auki skipseigenda nam kr. 4,587. Árið má teljast fremur gott fyrir félagið. Eftirtektavert er það, hve lítið útgerðarmenn skeyta um, að tryggja afla og veiðarfæri. Sporvagnar. Herra Indriði Iieinholt sækir um til bæjarstjórnar, að fá að leggja sporbrautir um bæinn, og fá einkaleyfi til mannflutninga og vöruflutninga um bæinn í 25 ár. Bæjarstjórnin hefir sett 5 manna nefnd til að segja álit sitt um málið, en lýsti sig þó hlynta því, að veita leyfið. Aflabrögð. Bragi kom inn í vikunni með 30 þús. fiskjar, og Skallagrímur með um 60 tonn. Eitthvað af þilskipunum hefir og komið inn, en flest með rýran afla. Mest hafa fengið: Ragnheiður og Ester. Slifsi Slaufnr. Bæjarins stærsta og ódýrasta úrval. Sturla Jónsson. Lavoiscr. herskipið frakkneska, sem hingað kemur á hverju ári, er nú nýkomið. Stúlkan frá Hvammi. Skrifað hefir verið norður héðan úr bænum til þess, að fá stúlkuna frá Hvammi, sem reimleikarnir þóttu stafa af, til að koma hingað suður. Bóndinn á Hrauni, leikrit Jóhanns Sigurjónssonar, er nú verið að æfa við konungl. leíkhúsið í Kaupmannahöfn, og á að leika það í vor. Nýjar verzlanir. C. Hemmert hefir sett á stofn vefnaðarvöruverzlun þar, sem áður var „dömu“-búð Thomsens. En Jón Björnsson & Co. hafa byrjað samskonar verzlun í búð Jóns Þórðarsonar við Banka- stræti. Kveðju-samsœti. Chr. Broberg skip- stjóra á „Ceres“ hafa menn haldið kveðju- samsæti bæði á ísafirði og í Reykjavík, er hann lætur af skipstjórn. Haun hefir fengið almenningslof fyrir framkomu sina hér við land. Þykir hafa 'verið skjótur í förum, bóngóðvr og ljúfur í viðkynningu við hvern sem var að eiga. Sumardagur fyrsti. Verði gott veður þann dag, ætlar „Hljóðfæraflokkur Reykja- víkur“, undir stjórn P. Bernburgs, að spila á Austurvelli kl. 3 síðd. Bending. Vér viljum benda mönn- um á verzlun Ásg. G. Gunnlaugssonar & Co. i Austurstræti 1, er auglýsa vör- ur sínar í blaði voru. Ilegnkápur ( W aterproof) fyrir karla og konur. — Nýtízkusnið. Vandaðar og ódýrar. Stvtrla Jónsson.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.