Reykjavík


Reykjavík - 26.04.1913, Blaðsíða 3

Reykjavík - 26.04.1913, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK 69 LIFEBUOY SOAP (LIFEBUOY SAPAN) Á hverjum degi, á hverju heimiii, alstaðar má bjarga lífi manna með þvi að nota þetta dásamlega og heilnæna sjerlyf. Það er bæði sápa og hreinsunarlyf um leið—styrkir heilsuna og eykur hreinlæti, en kostar þó ekki meira en vanaleg sápa. Hún er jafngóð til andlits—og handþvotta og til baða, til að lauga sjúklinga eins og til allra heimil- isþvotta—yfir höfuð til þvotta og ræstinga í hverri mynd sem er. Nafnið LEVER á sápunni cr trygging fyrir hreinleik hennar og kostum. v 2718 Eostaboð Bergens-félagsins. Frönsk samtalsbók eftir I*á.l Porkelsson, er nýkomin út. - Fæst hjá ollnra bóksölnra. Kostar Kr. 3,00. Det Bergenskð Dampskibsselskab (Fiora) hefir áður látið í Ijósi, að það hækki hvorki fargjöld eða farmgjöld í ár. En það ætlar ekki að gera þar með endaslept með góð kjör oss til handa. Nú býður félagið að flýtja vörur fyrir menn frá ýmsum helztu verzlunarborgum hér í álfu fyrir að eins 5 kr. gjald á tonni (vegnu eða mældu) um fram farmgjaldið frá Bergen, og umskipað frítt þar. Þessir veita sendingum móttöku: Herrn F. I, Reimers Glockengiesserwall 6 Hamburg I. Herren D. Búrger & Zoon Rotterdam. Messrs. P. H. Matthiesen & Co. Newcastle. Messrs. E. Roll & Co. 136 Fenchurch Street London E. C. Herrn Wilh. Ganswindt Danzig. Herrn Lorentz W. Messenburg Riga. Herren Robt. Kleyenstúber & Go. Königsberg. Herrn Nec. Heimbúrger St. Petersburg. Gamla og nýja guðfræðin. Samanburður og Bkýringar. Eftir Sœmund Sigfússon. Það er aannarlega ástæða til að halda því fram, að hverjum kristnum manni, ung- um sem gömlum, ætti að vera það hið mesta gleðiefni að hugsa og tala um sína barnslegu trú, af þvi trú vor flytur oss meiri gleði- tíðindi en nokkurt annað málefni, sem kom- ið hefir til umtals i heiminum. En þó kem- ur það daglega í Ijós, að menn vilja um alt annað hugsa og tala fremur en það, sem velferð þeirra byggist algerlega á. Menn sækjast einatt meira eftir að heyra eitthvað nýtt, en það sem þeir hafa heyrt áður, jafn- vel þó hið nýja sé miður heppilegt til efl- ingar velferð mannanna, en það gamla, sem þeir hafa heyrt áður. Menn sækjast eftir að afla sér fróðleiks og skemlana i því sem ber nýtt við i umheiminum, en þá hættir mörgum við að setja það til síðu, sem er gamalt og alþekt. Þess vegna kemur það svo oit fyrir, að menn eru offljótir til að trúa, þegar þeir heyra eitthvað nýtt og vilja taka þvi fegins hugar, en kasta því gamla, ef þetta tvent getur ekki samrýmst. Þetta á sér því miður stað með trúmálin i landi ▼oru. Það hafa verið mjög mikið skiftar ■koðanir i þeim á seinni árum, sem vakið hafa miklar efasemdir og vantrú í Biblíufyrirlestur i Betel Sunnudag 27. Apríl kl. 7 siðd. Etni: Sáttmáli góðrar samvizku við Guð; hver er hann; hvernig og hvenær er hann gerður. Allir velkomnir. O. «T. Olscn. landinu. — Af þvi hin svokallaða „nýja guðfræði“ hefir haldið því fram, að ekki væri hægt að byggja á kenningum ritningarinn- ar, sem sönnum og áreiðanlegum lærdóm- dómum, þá hefir þetta orðið til þess að fjöldi af börnum landsins hefir hætt að bera virðingu fyrir kristindómi sínum, af því að þeir hafa haldið að biblian væri full af ýkj- um og heilaspuna hinnar fáfróðu Gyðinga- þjóðar, sem væri jafnvel hneyxlanlegt íyrir mentamenn nútímans að taka trúanlegar. En hver verður afieiðingin af þessari hugs- un? Ef þjóðin hættir að trúa orðum ritn- ingarinnar, til hvers væri þá að hafa kyrkj- ur og kennimenn? Auðvitað yrði kyrkjan að leggjast niður og þjóðin að hverfa aftur til sinnar íyrri heiðni. Það væri líka betra en að vera i þvi kyrkjufjelagi, sem gengur undir fölsku merki. Vér vitum að þjóð- kyrkja vor telst til hinnar lúthersku kyrkju. deildar; en þó kemur það i ljós, að hin nýja guðfræðisstefna er alt önnur en stefna Lúthers var, enda hafa nýtizku guðfræð- ingar vorir alt önnur áhrif á þjóð vora en Lúther hafði á samtíðarmenn sína, þá sem hlýddu kenningu hans. Það eiga því heima hér sem annarstaðár þessi orð frelsarans: „Af ávöxtunum munu menn þekkja þá“. — En af þvi eg mintist á Lúther, vil eg geta þess, sem Páll postuli segir í bréfinu til Galatamanna, 1. kap. 8 v.: En þótt jafnvel vér eða engillfráhimn- um fari að boða yður annað f a g n a ð a r e r i n d i en vér höfum boðað yður, þá sé hann bölvað- u r“. Eins og sjá má í æfisögu Lúthers, þá var það einmitt Galatabréfið, sem honum var kærast að lesa. „Það er mitt bréf“, sagði hann, og það las hann oftast. Og fyrir það hefir honum verið svo mikið kappsmál að útrýma villukenningum páfans og kenna Guðs orð rétt og hreint eins og það stendur í heilagri ritningu. Lúther var nýr guðfræðingur sins tima. Og vér getum skilið að það er altaf þörf á nýjum mönnum sem geta vakið samtíðarmenn sina til alvarlegrar umhugsunar um sina sálu- hjálp; því „öllum getur yfirsést" og það þó guðfræðingar sóu. Og þeim hættir oft til að falla í svefnmók andváraleysisins, en þá kemur óvinurinn og sáir illgresi meðal hveitisins í akri hjartna vorra. Þessvegna er nauðsynlegt að halda oss sífelt vakandi með kraft hins lifandi orðs og vera íklædd- ur Guðs alvæpni, til þess að geta staðist vélabrögð djöfulsins. En það er hreint engin þörf á n ý r r i guðfræði í landi voru, þvi hana hefir sjálfur Guðs sonur Jesú Kristur, kent og gefið oss svo fullkomna, að engin mannleg speki hefir þar neinu við að bæta. Og hver sá, sem skilur kenningar frelsarans rétt, hann getur ekki óskað eftir neinu fullkomn- ara eða betra, en því fyrirheiti, sem frelsari vor hefir gefið oss öllum, sem á hann trú- um. Þar fáum vér aliar vorar óskir upp- fyltar,. og hans orðum megum vér allir ó- hræddir treysta, því hanu er sá hyrningar- steinn er vér getum öruggir bygt alla vora velferð á, og hans 'orð hafa ævarandi gildi fyrir oss, því hann hefur sjálfur sagt: ,,Himin og jörð mun líða undir lok, en mitt orð stendur stöðugt e i 1 í fl e g a“. Þess vegna er það heilög skylda hvers sannkristins manns að leitasta við að út- rýtna öllum þeim kenningum, sem eru i mótsögn við kenningar frelsara vors, hvort heldur þær eru taldar vísindalegar sannað- ar eða ekki. En hættulegasta illgresið eru þó kenningar vantrúaðra vísindamanna, af því þeim hættir svo oft til að halda þvi fram, sem sönnu og áreiðanlegu, sem þeir geta þó ekki sanuað, en sem eru meira eða minna sennilegar ágiskanir, frá þeirra sjónarmiði, með því þá að ryðja -öllu úr vegi, er kemur í bága við þessar skoðanir þeirra. Sumir vilja altaf halda þvi fram, að bibiían sé meira og minna blönduð ýkjum og skáldskap, En þó hefir ekki ennþá ver- ið hægt að s a n n a að eitt einasta atriði í ritningunni væri annað en guðleg sannindi. Enda halda sumir samviskusömustu vísinda- menn fast við barnatrú sína, og sumir láta öll trúarbrögð liggja á milli hluta. En aðr- ir hafa reynt til að sameina kristiridóminn og visindm á þann hátt, að rangfæra krist- indóminn svo rnikið, að hægt væri að móta hann í formi visindanna, og mynda svo úr hvortveggju „nýja guðfræði“. En vér, sem reiðum oss á Guðs orð í heilagri ritningu, þurfum ekki að óttast neinar þvílíkar árásir, því vér vitum á hvern vér trúum, vér v i t u m hverju vér megum treysta. Og það leiðir af sjáifu sér, að hver sú kenning, sem striðir á móti Guðs orði, hún hlýtur fyr eða síðar að falla niður og verða að engu. Hvilik. fásinna er þá ekki að offra barnatrú sinni fyrir heimskulegar getgátar, sem láta að visu vel i eyrum fyrst, fyrir veraldlega sinnaða menn, en hafa ekkert gildi í Guðs augum, og vantar alt, sem þarf til að geta fullnægt sálarvelferð og trúarþörf mannanna. Þegar vísindin vilja rffa niður kristindóm- inn, hljóta þau að falla fyrir honum, því hann getur fullnægt öllum lífsþörfum mann- anna, en það geta visindin ekki. Vísindin geta ekki náð út fyrir takmörk hins sýni- lega heims af þvi þau eru bundin við það, sem hægt er að sjá og skoða með mann- legri skynsemi. En kristindómurinn kennir oss aftur á móti að vér eigum að trúa orð- um heilagrar ritningar eins og saklaus börn; trúa því, að hún kenni ekki oss annað en það, sem er satt og gott, svo vér getum af orðum hennar lært að þekkja Guð föður, son og heilagan anda, því að Guð hafði opinberað sig fyrir mönnunum til að birta oss vaid sitt og vilja sinn, og til að birta oss hvað hann hefir gert fyrir oss, hvað vér þurfum að gera til þess að geta þóknast honum, og trúa þvi, að öll vor sanna vel- ferð um tíma og eilífð sé undir þvi komin að vér trúum vitnisburði Guðs heilaga orðs um freisarann, treystum honum og hlýðum. Ef vér trúum þessu, þá getum vér iært að þekkja Guð og elska hann meir en alt annað. En ef vér elskum hann meir en alt annað, þá verður það vor æðsta gleði að hugsa um hann og þjóna lionum. Vér óskum oss þá einskis frekar, en að mega vera í einrúmi með Guði vorum og frelsara, hugsa um hann og tala við hann í bæninni, finna til ná- lægðar hans í hjörtum vorum, finna hans sterku kærleiksstrauma leiðast í gegnum oss, og fitina hvernig hans blíðu miskunar- arm^r geta umvafist oss. En k æ r 1 e i k- urinn erhinn rétti grundvöllur trúar vorrar. Án hans er trúin köld og dauð. Styrkleiki trúarínnar fer eftir því, hve mikið afl kærleikans er í oss. Vér getum ekki bygt trú vora á kaldri skynsemi; hún nær svo skamt hjá oss, að hún getur ekki fullnæet þörfum vorum. Vér viijum því trúa sem börn og olska eins og börn. Vér viljum trúa því, að Guð, sem er kær- ieikurinn sjálfur, hann elski oss sem sín ást- kær börn, hann bæti úr öllu böli voru, og leiði oas að lokúm til sinna sælubústaða á himnum, þar sem vort rétta föðurland er, og þar sem vér eigum að lifa og ríkja með honum og frelsara vorum um alla eilífð. 31 Kolbeinn kom í tæka tíð niður að landgöngubryggjunni. Hann gnæfði upp úr mannfjöldanum, svo allir gátu séð að gleðin skein út úr augliti hans, þó að hann léti sjálfur ekki á því bera. Við hliðina á honum stóð Guðbjörg prúðbúin islenzka búningnum, í gullbalderaðri treyju og pilsi með hvitan fald, sem svipar til frygiskrar húfu, og gullhlað um ennið og ljósa slæðu, sem fellur niður um herðar og bak. Búningur- inn fór Guðbjörgu óviðjafnanlega vel, því hún var ungleg ennþá og sköruleg að sjá, kinnrjóð og káteygð einá og fyrr- um, og þrifleg. Hún hafði líka orð á sér fyrir að vera lag- leg kona, og að mönnum yrði litið til hennar þegar hún væri komin i sparifötin, en í dag höfðu menn eftir öðru að líta. Allir störðu út á sjó. »Ætli hann komi, ætli hann komi bráðum?« hugsuðu menn. Þá dundu við fallbyssuskotin í annað sinn um daginn. Bátur með konungsfána i stafni skreið með lagvissu áratogi á fleygiferð til lands, og stundarkorni síðar stóð Kristján kon- ungur IX. á íslenzkri grund, og var fagnað af mannfjöldan- um, sem bar til hans fölskvalausa þakklátssemi og trygð. Þegar þau Kolbeinn aftur voru komin heim, var hon- um tíðrættt um hvað kounngur væri ástúðlegur og yfirlætis- laus. »Mér mun seint fyrnast hvernig hann tók í hendina á mér, og upp frá þessu er ég hans maður«. XII. Það var siðdegis sama daginn, að einn af drengjunum á konungsskipinu gekk fyrir varðforingja með hönd við húfu. »Hvað vilt þú, Kolbein Hansen?« spurði varðforinginn. »Mig langar til að biðja varðforingjann um landfarar- <Ieyfi«.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.