Reykjavík


Reykjavík - 26.04.1913, Blaðsíða 1

Reykjavík - 26.04.1913, Blaðsíða 1
1R k í a v t k. Laugardag1 20. -A.pi"íl '1913 Leiðbeining til Vesturfara. Fargjald frá íslandi til Winnipeg kostar i ár, eins og aö undanförnu: Fyrir hvern sem er 12 ára og þar yfir . . Kr. 207,50 „ börn frá 5 til 12 ára....................— 104,00 „ „ „ 2 til 5 ára...................— 70,00 „ „ „ 1 til 2 ára.................— 50,00 „ „ á fyrsta ári......................— 10,00 Frá 1. nóvember til 1. apríl eru fargjöldin 4,00 hærri. í ofanskráðri borgun er innifalið : Borgun fyrir þriðja pláss á gufuskipi og járnbraut, flutningur á farangri, sem er fyrir hvern 12 ára og yfir 10 teningsfet, eða um 150 pund, og helm- ingi minna fyrir börn frá 1 til 12 ára. Farþegar fæði sig sjálfir frá íslandi til Skotlands, og sömuleiðis á járn- brautinni þegar komið er til Canada. Ef bíða þarf í Skotlandi eftir skipsferð, sér Allan-línan farþegum fyrir ókeypis fæði og húsnæði, og veitir ókeypis meðöl og læknishjálp á leiðinni yfir hafið. állir þeir sem ætla til Vesturheims verða að fá vottorð hjá hreppstjóra sínum eða sýslumanni um, að þeir séu til þess frjálsir að lögum, og að lög nr. 12, frá 7. febr. 1890, séu för þeirra ekki til fyrirstöðu. Ennfremur verða allir Vesturfarar að hafa læknisvottorð um, að þeir séu lausir við alla smittandi sjúkdóma, þar á meðal augnsjúkdóm sem heitir „t r a c k o m a“, og eru menn ámintir um, að slík læknisskoðun er gerð í þágu þeirra sjálfra, til þess að reyna að fyrirbyggja, að Vesturfarinn verði endursendur þegar út kemur, því að eftiriit með þessu er mjög strangt í Ameríku, nú orðið. Læknir sá, er skoðar þá Vesturfara sem fara héðan frá Beykjavík, er augnlæknir A. Fjeldsted, í Reykjavík. Þegar til Canada kemur verður hver Vesturfari 12 ára og þar yfir að hafa um 100 kr. í peningum, eða ávísun (börn undir 12 ára hálfu minna), þó geta menn sloppið hjá þessu, ef þeir hafa yfirlýsingu á ensku, frá einhverjum manni, sem búsettur er i Canade, um það, að hann skuldbindi sig til að taka á móti og annast viðkomandi Vesturfara þegar þangað kemur; yfirlýsing þessi skal vera stíluð til «The Immigration Authorities in Canada". Vegna fargialds-taxta „Sameinaða" og „Thore“-félaganna ber að geta þess, að þeir Vesturfarar sem óska að fara frá Akureyri og austur um land, en eiga heima Reykjavíkur megin við Akureyri, verða að borga auka-fargjaldið frá þeim stað, sem þeir eiga heima og til Akureyrar, viljum vér því ráða þeim til, að koma hingað til Reykjavíkur og taka farbréf hér, og er ráðlegast fyrir menn að borga ekkert fargjald fyr en hingað kemur, en tilkynna skipstjóra að við- komandi sé Vesturfari. Allar frekari upplýsingar geta menn fengið hjá okkur, og einnig eyðublöð undir hreppstjóra eða sýslumanns-vottorðin, sömuleiðis hjá umboðsmönnum okkar, sem eru: Á Seyðisfirði: Stefán Th. Jónsson, konsúll. Á Akureýri: Karl Niknlásson, forstjóri. Reykjavík, 20. Apríl 1913. Ó. Runólfsson 4' Lárus Fjeldsted. Aðal-umboðsmenn Allanlínunnar á íslandi. Símnefni: „Fjeldsted, Reykjavík". XIV., 1H Ritstj.: Björn PálHwon cand. jur. Talsími 215. Kirkjustræti 12. Pósthólf A 41. Heima daglega kl. 4—5. €rlenð símskeyti. Kh., 23. Apríl 1913. Skútarí var unnin í nótt eftir margra daga harðan bardaga. Kh., 25. Apríl 1913. Austurríki krefst að Svartfell- ingar láti Skútarí lausa, segi þeim ella stríð á hendur. Svart- fellingar þverskallast. PingmeDDseloi SuDDmýliDga eru þeir Guðm. Eggerz og Þórarinn Benediktsson. — Á Guðmund^ýslu- mann hefi ég minst áður, en Þórarinn vissi ég ekki um fyrir víst, að hann væri í boði, fyrri en framboðum var lokið. Ég sé að sumir sjálfstæðismenn eru að telja sér hann. En það er þeim óþarfi. Hann er utan flokka, og sizt af öllu víst „sjálf«t,æðismaður“. Hann er vel gefinn maður, vitur, gætinn og mikils metinn. — 1908 líkaði honum eigi sambandslaga-frúmvarpið. En ekki stóð hann „sjalfstæðis*-mönnum nær en það, að hann greiddi allx ekki atkvœði þáum þingmannakosningarnar. Vetrinn eftir var hann hér í Rvík mikina hluta þingtímans, og færði sú kynning hann ekki nær sjalfstæðis- flokknum. Við síðustu komingar var hann eitidreginn xtuðningxmuðnr okkar Jón- anna, en ekki duldi hann okkur þess, að sér líkaði ekki að öllu leyti við heimastjórnarflokkinn. Þegar hann nú býður sig fram sem flokkleysingi, þa er hann það óefað; hann hefir það ekki að yfirvarpi eins og Sveinn Ólafsson, því að Þórarinn er maður hreinn og beinn, einarður, þótt stiltur 8é, og undirhyggjulaus. Ekki tel ég mikil likindi á að hann nái kosningu í þetta sinn. En hvað sem um það er, vil ég segja það um hann, sem ég veit sannast og réttast. J. Ól. Jríct { jjúía-pest. Kvenréttinda-konur frá ýmsum lönd- um ætla að eiga fund með sér i sumar í Búda-Pest. Eins og vant er, þegar alþjóða-fund- ir eru haldnir, voru boð send ýmsum félögum og skorað á þau að senda fulltrúa fyrir sitt land. Eitt slíkt kvað hafa borist kvenréttindafélaginu hér, og hafði Bríet Bjarnhéðinsdóttir talað þar á fundi og lagt fastlega á móti því, að félagið hugsaði nokkuð um að senda fulltrúa á fund þenna; kvað þess enga von að félagið gæti kostað fé til þessa. Sumum félagskonum hafði komið þetta kynlega fyrir, og einhverjar jafnvel látið sér detta í hug, að þetta mundi koma af því, að Biíet þættist um ekkert vissari, en að hún yrði ekki kosin fulltrúi til farar- innar af félags-systrum sínum, enda fullyrða aumar þeirra, að hafi Bríetu grunað þetta, þá hafi hún þar átt kollgátuna. Þykir þeim sumum mis- brestur á að hún kunni, sem kallað er, „manna siðu“ hér heima, og því siður fært að senda hana sem sýnis- horn og fulltrúa íslenzkra kvenna, langt út i lönd. Auk þessa má bæta því við, að hún mun engan mann skilja, og engin hana, í höfuðborg Ungverjalands. Vitanlega skilur hún ekki önnur mál en íslenzku og dönsku. En nú er það komið í hámæli, og haft eftir Bríet sjálfri, að ráðherra vor hafi veitt henni íé af landsxjóði (1000 kr.?) til að fara til Búda-Pest — vænt- anlega sem fulltrúi hans, eða sjálfrar sín, því að íslenzkar konur þykjast ekki við hana kannast sem sinn full- trúa. Það fylgir sögunni, að Bríet sverji og sárt við leggi, að ekki hafi hún sótt um fé þetta til fararinnar. Væri það satt, þá liti svo út sem ráðherra vor hafi neytt upp á hana þessu fé óbeðið, og er það því ótrúlegra, sem fé til þessa er ekki veitt á fjárlögun- um. En hvað er hæft í þessu? Komið heflr íslenzkum konum til hugar að rita fundinum í Búda-Pest mótmæli sín gegn því, að Bríet verði skoðuð þar sem fulltrúi íslenzkra kvenna. Það væri leitt ef að því þyrfti að I XIV., 18 íeikfjel. Reykjaviknr. Leiknr í 4 þáttum eftir C. Hostrnp verðnr leikinn í siðasta sinn Snnnndaginn 27. þ. m. kl. 81/: síðd. í Iðnaðarmannahúsinu. reka. Væri ekki nær fyrir þær að reyna fyrst að senda Bríet sjálfri mótmæli sín, og vita hvort það hrifi ekki. Því að ráðherran sendi hana óbeð- inn sem sinn fulltrúa — það þarf enginn mér að segja. J. Ó. €13gos og jðknlhlaup. Aðfaranótt föstudagsins urðu menn fyrir austan fjall varir við talsverða jarðskjálftakippi, mátti heita aldrei væri kyrt milli kl. 3 og 7 um nótt- ina. Tveir kippir fundust hér í Reykja- vík. Um morguninn og í gær sást reykjarmökkur upp af Heklu eða þar í grend. Ber mönnum ekki saman um hvar eldurinn hafi verið, segja sumir að hann hafi verið suðaustur af Heklu en aðrir að hann hafi verið í Krakatindum þar sem gosið var 1878. Maður hér í bænum átti tal við Nielsen verzlunarstjóra á Eyrarbakka í gærkvöldi kl. 9 og sagði hann að þá sæjust logar. í gær sagði hann að þrír reykjarmekkir hefðu sést í kring um Heklu. Lét Nielsen þess getið að mun meiri hefði logi þessi verið en 1878 er hann glögglega mundi. Jarðskjálfta varð ekki vart í gær, , en allmiklir dynkir heyrðust til fjalla. Er sagt að fólki standi talsverður stuggur af gosinu, og að sumstaðar liggi menn í tjöldum. Frést hefir og að Skeiðará sé ný- hlaupin, en ekki er það talið að standa neitt í sambandi við gosið. Áin heflr ekki hlaupið 1 11 ár en venjulega liða 9 ár milli hlaupanna. Þetta hlaup kvað vera í minna lagi enn sem komið er. Frú Thordarsen. ó, hvað fólk getur verið lítilfjörlegt, Ingimundur, á ég bara að segja þér hvað það kallar mig hérna i bœnum hreint alt- saman------Tobbu Ingimundar kallar það mig------Ingimundar-------ó, það er svo simpelt og dónalegt----og ég er þó — það veit sá eini — r é 11 eins fin og hinar og meir en það vil ég bara segja en sumar, sem riksa héma um göturnar i silkibuxum og hverju einu-------- „-----og ekki held ég nú að margar séu i silkibuxum . . .“ „-----hvað ætli þú vitir um það — — og þú getur heldur ekki í m y n d a ð þér hvað það er voða irríterandi og svekkjandi

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.