Reykjavík


Reykjavík - 26.04.1913, Blaðsíða 4

Reykjavík - 26.04.1913, Blaðsíða 4
70 REYKJAVlK Mesta birgðir af vél n m og áhöldum til land> búnaðar og garðyrkju, af beztu tegund og hagkvæmustu gerðum. — Verðlistar sendir, ef skrifað er eftir þeim. C. Th. XXoiii & Co., Köbenhavn IX. Ásigling. Aðfaranótt Sumardagsins fyrsta var botnvörpuskipið Bragi að veiðum á Selvogsgrunni og hafði uppi hin fyrir- skipuðu fiskiijós. Skipstjóri var uppi. Um kl. hálf tvö sást grænt ljós um bakborða um 5 stryk þvert fyrir framan skipsstefnu. Sáu menn á botnvörpungnum að skipið var á ferð og mnndi ætla fyrir framan þá. Skipstjóri gaf þá merki með gufupíp- unni, eitt langt hljóð. En þar eð að- komuskipið breytti eigi stefnu lót skipstjóri stöðva botnvörpunginn eitt- hvað 3 mínútnm eftir að hann hafði gefið hljóðbendinguna og lét draga inn bolnvörpuvírana. Bragi var nú orðin feiðlaus, er hitt skipið, frönsk skonn- orta, kom siglandi með öllum seglum uppi. Var hún rétt að segja sloppin framhjá, en veltist þá til og kom rneð miðsíðuna á stefnið á Braga, þetta var eitthvað 2 mín. eftir að vélin var stöðvuð. Var nú botnvarpan dregin upp og höfð á því snör tök og haldið til skonnortunnar. Fiakkar höfðu þá sett út bát og komu 20 á honum til Braga, sögðu þeir að 8 væru eftir um borð. Stýrimaðurinn á Braga fór þá yfir að skonnortunni en þá var eng- inn þar, og biðu þeir þar eitthvað um 10 mín. og 20 mín. siðar sökk skút- an. Frakkar sögðu að annar báður hefði verið um borð og í honum mundu þessir 8 hafa farið. Bragi bnið svo til þess er bjart var otðið og leitaði batsins í 3 tíma árangurs- lau*t, en hélt svo til Reykjavíkur. Stofa,, stór og rúmgóö, fæst leigð frá 14. Mai. Upplýsingar í Bergstaða- stræti 20. Athugasemd um markalög. í 27. árg. Búnaðarritsins 2. hefti er löng ritgerð eftir Björa Bjarnarson um markalög, og frumvarp til marka- laga. Af því ég er í fæstum atriðum samdóma hinum heiðraða höf. þá leyfi óg mér hér með að gera dálitlar at- hugasemdir við grein þessa. Það er ekki ólíklegt að svona löguð markalög mundu dálítið bæta úr van- skilum þeim, sem oft verður á bú- fónaði, sökum sam-merkja, en í þess stað leggja þau svo þunga skatta á fjáreigendur, sem víðast á landinu mundi verða margfalt meiri en eigna- missirinn við ná-merkinguna. Ég er hræddur um, að ef uppkast þetta yrði óbreytt gert að lögum, þá mundi það gera margan bóndann að öreiga manni, sem þó annars mundi bjargast áfram af eigin ramleik. Ég er ekki beint á móti því, að markalög séu samin og staðfest, enda þótt mér dyljist ekki að lagasetningar eru orðnar helzt til margar, á meðan þeim er ekki hlýtt betur en raun ber vitni um. En ég álít þetta markalaga-frumvarp svo stórgallað, að það verði algerlega að umsteypast til þess það sé nokkurt viðlit að gera það að lögum. Það er hverju orði sannara, að ná- merki og sam-merki valda oft eigna- missi, tímaeyðslu og ýmsum óþæg- indum. Finst mér það fremur stafa af óvandvirkni þeirra sem búa marka- skrárnar undir prentun, heldur en af skorti á markalögum. Mér finst það bæði lagaleg og siðferðisleg skylda þeirra sem markaskrár semja, að hafa við hendina markaskrár allra þeirra héraða sem næst liggja, og nokkur hætta getur verið á fjársamgöngum Enda er það alstaðar gert, þar sem ég þekki tíl. Enginn sem tekur upp nýtt mark, mun vera því mótfallinn, að markaskrársemjari breyti til, ef markið er sam-merkt við annara, þótt engin lög séu fyrir því. Þá er það að eins óvandvirkni markaskrár-semjara að kenna, ef nokkurt sam-merki þarf að eiga sér stað. Gæti maður búist við að þannig löguð óvandvirkni gæti komið fyrir, þrátt fyrir markalög, og það jafnvel á sjálfri stjórnarráðs- skrifstofunni. Hitt atriðið, að það þurfi markalög til þess að draga úr marka-fjölguninni, finst mér ósamboðið nokkurs frjáls- borins manns hugsun. Það er sam- boðnara anda nútíðarinnar, að gera tilraun til að auka frelsi einstaklings- ins, fremur en að hefta það. Enda er þessu þannig varið, að þótt farið væri að takmarka markafjölgun, mundi það alls ekki leiða til þess að gera fjár- eign manna yfirleitt tryggari. Fæstir sem taka upp ný mörk, gera það af ,/þarfleysu, heldur einmitt af beinni þörf. Þó menn eigi ekki nema fáar kindur, þá fæst ekki að hafa þær með annara mörkum. Það er flesturn illa við að lána mörk sín, því það hefir oft óþægi- legar afleiðingar. Eyrnaspottar bila iðulega, og þá tapar annarhvor kind- inni, vanalega sá sem á með annars marki. Þess vegna er mjög eðlilegt þótt sá sem á annað borð vill eiga fé, vilji einnig eiga mark. Nú er það líka alsiða, að börn hjá foreldrunum og sömuleiðis hjú, eiga kindur sem nema fleiri tugum samtals á sumum heimil- um. Kemur það sér að mörgu leyti vel, bæði fyrir húsbændur og hjú. Þar sem beitiland og slægjur eru yfirfljótan- lega miklar, verður oft lóttara fyrir húsbóndann að borga kaupið í fóðrum, heldur en að svara því úti á annan hátt. Hjúið hefir mikinn arð og á- nægju af fjáreigninni, og verður oft einmitt þess vegna stöðugra í vistinni. Við þetta eykst hagur beggja. Að mörkunum er að fjölga, hygg óg að sé mest af því, að það hefir valdið ó- þægindum og eignamissi, að margir hafa átt kindur með sama marki, því það er algerlega ógerlegt að auðkenna þær svo að gagni verði. Dæmið sem B. B. tekur af markafjölgun sannar það alls ekki, að óþarft hafi verið að fjölga mörkunum, heldur einmitt það gagn- stæða. — Ég álít það hart og ranglátt að banna börnum innan 15 ára að taka upp nýtt mark, því víða eiga börn fé til muna úr því þau eru komin á þann aldur. Margir bændur lofa börnum sínum að fara að fjölga kindum þegar þau eru orðin 12—14 ára. Er álitið að það vekji sjálfstæðishugsun hjá börnunum, og venji þau á að spila vel með efni sín. Mun það orðið miklu almennara í sumum hóruðum landsins að börn hjá foreldrum eigi fó nú, heldur en hefir áður verið. Stafar það aðallega af þessum ástæðum, að það þykir auka sjálfstæðisþroska barnanna, og svo líka af því að kaupgjald heflr hækkað og skepnur hækkað í verði. [Framh.]. Látnir landar vestan hafs. Sigurður Bjarnason póstur lózt að heimili sínu í Pembina N.-D. 28. Des. f. á. Hann var 96 ára gamall. Fæddur á Skrauthólum á Kjalarnesi. fiann var allmörg ár póstur milli Reykjavíkur og Akureyrar, og síðar Suðurlandspóstur. Jón F. Líndal við Mary Hill í Álptavatnsbygð lézt 24. Des. f. á. Hann var fæddur á Reykjum í Miðfirði 1842. Júlíana Ragnheiöur Benediktsdóttir lézt aö Seamo í Manitoba, 76 ára að aldri. Fædd á Staðarfelli á Fellsströnd í Dalasýslu. Sigfús Hannesson að Narrows í Manitoba andaðist 1. Febr. þ. á. Hann var 75 ára gamall, og var ættaður úr Húnavatnssýslu, fluttist vestur um haf 1901. Bjarni Ólafsson Skaftfellingur lézt að Gullbringu í Geysisbygð í Manitoba 5. Jan. þ. á. Fluttist vestur um haf 1886. Þórný Þorsteinsdóttir lézt á Straum- nesi við íslendinga-fljót 11. Jan. þ. á., 86 ára að aldri. Hún var ættuð úr Borgarfirði (eystra) og fiutti af íslandi 1884. Rebekka Ouðmundsdóttir, ekkjajóns heit. Árnasonar frá Meiðavöllum í Kelduhverfi lézt í Winnipeg 31. Jan. þ. á., 83 ára gömul. Laust prestakall. Holt undir Eyjafjöllum. Eyvindarhóla-, Ásólfa- skála- og Stóradals-sóknir. Heimatekjur : 1. Eftirgjald eftir presstsetrið ásamt eyði- jörðunum Gerðakoti og J/2 Vallnatúni og með reka á Hoitsfjörum kr. 175,00 2. Eftirgjald eftir hjáleigur . — 820,18 3. Tekjur af ítökum ... — 10.00 4. Prestsmata...........— 246,00 Samtais kr. 1251,18 Komandi prestur yerður að sætta sig við, að undan hans umráðum verði teknar hjá- leigur prestsetursins að nokkru eða öllu leyti, ef ástæða þykir til. Lán til íbúðarhúss hvilir á prestakallinu, upphaflega 4600 kr., og voru eftirstöðvar þess i árslokin siðustu kr. 3135, er ávaxtast með 4 af hundraði og endurgreiðist með jöfnum árlegum aíborgunum, kr. 165,00 um árið. Prestakallið veitist frá fardögum 1913. Umsóknarfrestur er til 19. Maí næstk. ^Biðjið um vora skrautlegu mynda yerðskrá. Verð svo að ekki verður við jafnast. á: Saumavélum, úrum, úrfestum, skrautgripum, hnifum, skeiðum, skærum, kústum, burstum, vindl- um, munntóbaki, neftóbakí, pipum, tóbakir sápu, kaffi, kafflkvörnum, eldhúsgögnum, leðurvörum, o. 8. frv. ❖ O Dansk LuxusogBrugsvareA/S Köbenhavn B. Gl. KongeveJ 2. Hl i A c C eru bezt knuP- d A U 3 J eru ódýrust kaup ——————— Hvaða mótor er ódýrastur, bestur og mest notaður? Gideon-mótorinn. Einkasali Thor E. Tulinius & Co. Kaupmannahöfn. Símnefni: Verslun. Vepxlun Júns Zoéga selur ódýrast neftóbak, munntóbak, reyktóbak, vindla, cigarettur o. m. fl. Talsími 128. Bankastræti 14. Hvar á að kaupa öl og vín ? En í Thomsens M a g a s í n. Prentsmiðjon Gutenberg. 32 »Skárra er það nú bráðlætið, drengur minn. Það er varla að konungurinn sé kominn af skipsfjöl, þá kemur þú og vilt fara í land. Heldur þú að Tivoli hafi flutt sig hingað norður eftir?« »Ég ætlaði að tæra honum afa mínum, sem býr hér'f bænum, bréf frá móður mirini«, sagði piltunginn hálf hnugg- inn yfir þvi hvað beiðni hans var stirðlega tekið. »Nú! Það er öðru máli að gegna, drengur minn. Hvernig í Qandanum átti ég að vita að þú værir í ætt við saltfiskinn? Jæja, dubbaðu þig þá upp sem fljótast, svo þú getir farið í land með eimbátnum, sem er á förum svo að segja. En þú átt að koma hingað aftur innan kl. 10, taktu eftir þvi«. »Já, herra varðtoringi«, svaraði drengurinn, um leið og hann bar hönd að húfu, sneri sér til hægri, og var allur á burtu í einu vetfangi. — — — Það var barið að dyrum hjá Kolbeini, en hann var svo sokkinn niður 1 að tala við Guðbjörgu um konungskomuna, að hann tók ekki eftir því. Aftur var barið, og Guðbjörg fór þá til dyra. Úti fyrir dyrunum stóð piltur í dönskum sjóliðsbúningi. Húfan með nafni fregátunnar í gyltu letri á borðanum sat dálitið höll á Ijóshrokkna hárinu. Þótti Guðbjörgu jafnan svo, sem aldrei hefði henni orðið jafn vel í þokka undir eins til nokkurs manns og piltsnáðans þessa, óðara og fundum þeirra bar saman í fyrsta sinn. »Ég á að skila bréfinu því arna«, sagði drengurinn, og tók um leið bréf úr barmi sér, sem hann hafði vafið vasa- klútnum sínum utan um til vondra vara. »Það er líklega til yðar«, sagði hann, og var auðheyrt í rómnum hin barns- lega lotning, sem hann bar íyrir aldraða manninum háa, sem hann hafði heyrt móður sína minnast svo tíðum á.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.